Fréttir

Minnum á félagsfundinn
Aug 12 '15

Við viljum minna á félagsfundinn í kvöld kl 20.00 í Gerðubergi. Auk félagsmanna eru aðrir bústaðaeigendur á svæðinu boðnir til að ræða um vegamálin.

Sjá fyrri frétt hér.

Hitastigið í veðurstöðinni er niðri
Aug 12 '15

Því miður virðist hitamælirinn í veðurstöðinni vera ónýtur. Ég mun notast við hitastigið frá spánni sem skítamix í bili þannig að það er ekki 100% rétt en er nokkuð nálægt.

Ég kaupi mér væntanlega nýja veðurstöð sem fyrst.

Nýtt kjöt á Sogni
Aug 08 '15

Ekki þarf að örvænta þótt ekki sé lengur hægt að kaupa kjöt hjá Matarbúrinu því fjölskyldan á Sogni hefur nú opnað nýja og flotta afgreiðslu þar sem hægt er að kaupa alls kyns nautakjöt. Við hjónakornin á 74 höfum þegar nýtt okkur þetta nokkrum sinnum og keypt þar hamborgara, hakk og steikur. 

Hægt er að fara á Sogn hvenær sem er til þess að kaupa sér glerfína steik á grillið. 

Sogn er næsti bær við Reynivelli og er því við ytri veginn í Kjósina, þann sama og Háls/Matarbúrið stendur við.

Síminn hjá þeim er 566 7040.

Vatnsleysi
Aug 07 '15

Eins og kom fram í sms skeytinu sem ég var að senda þá er vatnslaust í Norðurnesinu. Ég rabbaði við Sigurð Guðmunds um ástandið og hann mælti með að prófa að loka fyrir rennsli á nóttunni til að gefa tankinum tækifæri til að safna vatni.

Við lokuðum fyrir vatnið klukkan 22.00 í kvöld og ætlum að kíkja á aðstæður í fyrramálið um 08.00 leytið og opna þá fyrir aftur.

Það verður því væntanlega alveg vatnslaust hjá öllum í nótt. Passið að hafa ekki opið fyrir þurra krana því það kemur þrýstingur aftur á kerfið eldsnemma í fyrramálið.

Fundur um vegavinnumál og fleira
Aug 04 '15

Kæru félagar,

Eins og við minntumst á í frétt fyrir mánuði þá er mikil þörf á viðgerðum á veginum. Stjórn og veganefnd eru búin að setja saman framkvæmdaráætlun sem okkur langar að ráðast í nú í ágúst.

Við viljum ræða þetta við ykkur og fá samþykki fyrir áætluninni og aukakostnaði þar tengdum. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi miðvikudaginn 12. ágúst kl 20.00 (salur B eins og venjulega).

Auk vegaframkvæmda verður kynnt áætlun um myndavélavöktun og rætt um vatnsveitu. Ef þið hafið eitthvað fleira til að ræða þá verður einnig tækifæri til þess.

Við hvetjum sem flesta til að mæta til að ræða þessi mikilvægu mál.

Stjórnin

Vatnsbúskapur slæmur
Aug 02 '15

Eins og við vitum flest þá varð allt vatnslaust í gær um 15.00 leytið. Það er ennþá vatnslaust í dag á nýja svæðinu og það hefur því ekki mikið bæst við tankinn í nótt.

Nú þurfum við öll að standa saman og spara vatnið! Ekki sturta niður í klósettin ef þið getið mögulega komist hjá því, náið í vatn í fötum úr ánni fyrir slíkt ef þið hafið tök á því, ekki láta vatn renna að óþörfu!

Þeir sem eru í neðstu bústöðunum gætu verið að fá eitthvað vatn núna en þeir sem eru í efri bústöðum fá akkúrat ekki neitt.

Sýnum hvort öðru tillitssemi og sólundum ekki vatninu.

Vatnsbúskapur góður
Jul 29 '15

Benedikt kíkti á tankinn fyrr í dag og hann var næstum fullur. Demban í gær hefur reddað okkur fyrir horn. Við ættum því að vera í góðum málum fyrir verslunarmannahelgina.

Við skulum samt ekkert vera að fylla heitu pottana og þvo bílana. :-)

Brennan
Jul 28 '15

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k.,

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva

Sjáumst hress :)

Meira um vatn.
Jul 27 '15

Mun athuga vatnshæð á morgun,þriðjudag.Undanfarin ár eða síðan heilsársvatn var tekið í notkun í Norðurnesi hefur vatnstaða alltaf verið mjög tæp frá mánaðamótum júni-júli.Fer eftir tíðafari þ.e.a.s.hvort er rigningarsumar eða ekki.Einnig hvað mikill snjór er í fjöllum.Í ár höfum við sloppið vel.Það var ekki fyrr en uppúr 20.júli í ár sem fór að bera á vatnsskorti á efsta svæði og miðsvæði.Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið síðasta helgin sem hætta er á vatnsskorti.Sóum þvi ekki vatni á þessu tímabili,svo allir hafi nóg vatn um verslunarmannahelgina.

Viðgerð á hliði og skröltrist.
Jul 27 '15

Byrjaði að sjóða styttu undir lásnum,sem er búin að vera brotin í mörg ár.Nú ætti að vera mun auðveldara að opna og loka hliðinu.Einnig byrjaði ég að sjóða "skröltristar" fastar.