Fréttir & Tilkynningar

Fréttir af vegavinnu
05. júl. 2015 21:23


Sælt veri fólkið,

Einar og ég höfum verið að garfast í þessu með veginn okkar undanfarnar vikur. Við höfum fengið Sigurð á Hrosshóli með okkur í að skoða málin til að sjá hvað við getum gert til að bæta veginn til frambúðar og svo síðustu helgi fengum við Jón Tap (Tönnin ehf) til að skoða aðstæður og gefa okkur grófa kostnaðaráætlun. Jón hefur unnið mikið fyrir félagsmenn og aðra í sveitinni og hann þekkir aðstæður á svæðinu vel.

Vinnan sem um ræðir er fyrir utan hlið. Við þurfum að hækka veginn á mörgum stöðum , bæta við vetrarbílastæðum, laga ræsi og bæta við skurðum og rörum þar sem við á. Auk þess er planið að færa veginn á tveim stöðum. 

Það sem við viljum gera er að setja pening í að gera veginn betri undir veturnar þannig að reglulegt viðhald verði viðráðanlegra í stað þess að þurfa að setja 400þ kr á hverju sumri í viðhald sem hverfur svo næsta vetur. Einnig ætti framkvæmdin að leiða til þæginlegri aðkomu að vetri og sparnaðar í snjómokstri.

Stjórnin settist svo niður með veganefndinni (Sigurjón á nr. 15 er kominn inn í stað Sigurðar Finnssonar) og við ræddum hvernig væri best að standa að þessu. Kostnaður við verkið verður meiri en félagsgjöld ná að dekka og því þurfum við að sækja aukalega greiðslu fyrir þessu.

Hugmyndin sem við ætlum að færa ykkur er að framkvæmdir verði gerðar seinni part ágúst og að allir félagsmenn auk fólksins hinum megin við lækinn taki jafnan þátt í kostnaði. Ef allir leggjast á eitt þá erum ekki að tala um gríðarlegar fjárhæðir og ætti þetta að vera á milli 20-30 þúsund krónur á hvern eiganda.

Við ætlum að halda fund um þetta mál í sumar, líklega í Gerðubergi og það verður boðað til hans sérstaklega, en mig langaði aðeins að segja ykkur frá stöðunni núna.

Kv,

- Nonni

  
Til baka