Fréttir

Frostið á leiðinni
Oct 21 '15

Það er spáð fyrsta alvöru frosti vetursins núna um helgina en samkvæmt nýjustu tölum gæti frostið náð -10 gráðum aðfaranótt mánudags.

Við viljum hvetja alla til að gera klárt fyrir veturinn og huga að vatnslögnum og því sem má ekki frjósa.

Það er hægt að fylgjast með nýjustu spánni á veðursíðunni.

Vegavinna byrjuð
Oct 19 '15

Jæja, þá virðist Jón vera byrjaður á vegaframkvæmdum. Benni á nr. 1 kom auga á gröfuna vel á veg komna við að taka niður hólinn við afleggjarann.

Bætt við: Þetta var bara eitthvað smá prófunarkropp hjá honum. Hann efast um að komast í þetta fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi.

Breytingar á veðursíðunni
Oct 08 '15

Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í veðursíðunni. Núna sjáiði nokkuð skemmtilegt spárit fyrir næstu 2 daga auk þess að það er nú komin samantekt á vindi í einu grafi þar sem sést vindhraði, hviður og vindátt. Hviðugrafið virkar þannig að það er bara sýnt ef þær fara yfir 15 m/s og vindáttin er föst við átta aðaláttirnar í stað þess að sýna nákvæmt horn þar sem það gerir grafið bara torlæsara.

Í öðrum fréttum þá setti ég líka inn hlekki á meðlimaskránna sem leyfir okkur að ýta á símanúmer og hringja beint í viðkomandi, ef við erum að skoða síðuna í símanum. Þið skuluð svo endilega kíkja á skránna fyrir bústaðinn ykkar og sjá til þess að símanúmer og tölvupóstföng séu rétt skráð til þess að það sé auðvelt að ná í fólk.

Látið mig vita ef þetta veldur einhverjum vandræðum hjá ykkur, annars njótiði bara vel. :-)

Snjórinn kominn í Skálafellið
Oct 02 '15

Jæja, þá er snjórinn, gamli vinur okkar mættur í Skálafellið!

Framkvæmdir hafnar í Kjósaskarði
Sep 15 '15

Vefmyndavél vegagerðarinnar smellti af meðfylgjandi mynd fyrir stundu.

Það er allt komið af stað og við hlökkum til að sjá afraksturinn. Þið hafið þetta í huga þegar þið farið uppí Norðurnes.

Frétt á Mbl.is
Sep 14 '15

~~Innlent | mbl | 14.9.2015 | 9:51
Brotist inn í átta sumarbústaði
 .
Brotist var inn í átta sumarbústaði í Bláskógabyggð í síðustu viku. Þjófarnir spenntu upp glugga eða tóku hurðir af hjörum til að komast inn í húsin. Þeir stálu fyrst og fremst flatskjáum.
Í einhverjum tilvikum var unnið eignatjón, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi.

Samkvæmt þessu er full ástæða til að loka hliðunum
 

Vinna hafin við Kjósarskarðsveg
Sep 03 '15

Löngu tímabært verk er nú loks hafið við að setja bundið slitlag á Kjósarskarðsveg (nr. 48).

Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf, Akranesi sem átti lægsta tilboðið í framkvæmdina, rúmar 214 mkr.

Í þessum áfanga verður farið frá Þingvallavegi að Fremra- Hálsi, eða um helming þess hluta sem ómalbikaður er af Kjósarskarðsveginum. Vonir standa til að í kjölfarið verði haldið áfram og klárað að setja bundið slitlag áleiðs að Vindási, þar sem malbik er.

Þessi framkvæmd er mikið fagnaðarefni fyrir íbúa Kjósarinnar, gesti þeirra og ekki síður þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína um sveitina á ferð sinni milli Þingvalla og Hvalfjarðar.

Þessum verkáfanga skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.  

Frétt af Kjos.is

Ný veðurstöð komin í gagnið
Aug 29 '15

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá gaf gamla veðurstöðin upp öndina fyrir nokkrum vikum og hætti að sýna hitastig. Ég pantaði nýja veðurstöð og er nú búinn að setja hana upp.

Veðurstöðin er af gerðinni Vantage Pro2 og er þónokkuð meira pró en sú gamla (enda er orðið 'pro' í nafninu á þessari nýju).

Geir á nr 44 hjálpaði mér að setja niður 3m langa stálstöng til að hengja græjuna á og ættu mælingarnar að vera miklu nákvæmari en þær hafa verið áður.

Ég vona að þið njótð nýju tækninnar! :-)

Vegavinna
Aug 27 '15

Sælt veri fólkið.

Veganefndin er búin að vera að ræða við verktakann og það verður að fresta vinnunni þar til svona 20. September því þá líkur veiðitímabilinu en það er erfitt að fá að taka efni úr ánni fyrir þann tíma.

Það er líka verið að vinna í því að fá leyfi fyrir efnistöku en það er örlítið flóknara en héldum. Við vonum að þetta leysist samt allt saman.

Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá er búið að senda út rukkanir fyrir vegavinnunni eins og rætt var um á fundinum og tilkynnt í fyrri fréttum. Eindaginn er í byrjun September.

Við látum ykkur svo vita þegar nær dregur hvernig þetta verður allt saman.

Niðurstaða félagsfundar
Aug 17 '15

Félagsfundurinn gekk vel og það var fín mæting. Það var rætt um vegamál, myndavélavöktun og vatnsveitu.

Helstu mál:

  • Stjórnin stefnir að því að hefja myndavélavöktun í Norðurnesinu í haust.
  • Næsta vor verður bætt við neyðarfæðingu í vatnstank.
  • Veganefnd hefst handa við fyrirhugaðar framkvæmdir á vegi.
  • Gjald á lóð vegna vegaframkvæmda er 23,000 kr.
  • Kostnaður vegna annarra framkvæmda verður borgaður úr félagssjóði.

Hérna er fundargerðin og hérna er kynningin sem var flutt á fundinum.

Vegaframkvæmdir munu væntanlega byrja í lok ágúst og það verður send út tilkynning þegar nær dregur. Rukkanir verða einnig sendar út á sama tíma.

Stjórnin vill sérstaklega þakka Jóni Snædal fyrir góða fundarstjórn og það var ánægjulegt að sjá hversu góð umræða átti sér stað um þessi mál.

Ef fólk hefur eitthvað við fundargerðina að bæta eða einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við stjórnina með því að senda póst á stjorn@nordurnes.is.

 - Stjórnin