Fréttir

Slæm færð
Jan 03 '16

Fengum þessi skilaboð:

Daginn


Komum í gær upp í bústað í Norðurnesi nr 39 ( Einar Sigurgeirsson )  Hér er mikill snjór og ekki fært nema mikið breyttum jeppum en við gátum keyrt alla leið.

Kveðja, Sigga og Sindri

Gleðileg jól
Dec 24 '15

Kæru félagar,

Við óskum ykkur allra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Fyrir þá sem eru að spá í að kíkja uppeftir milli jóla og nýárs þá var færðin í gær, þorláksmessu, mjög góð upp að hliðum að minnsta kosti. Vindurinn er að vísu eitthvað að aukast þannig að það gæti skafið á næstu dögum. Endilega látið stjórnina vita ef færðin versnar og við köllum út velunnara okkar úr Kjósinni til að kíkja á málið. :-)

jólakveðjur!

Færðin góð og veðurstöð komin inn
Dec 08 '15

Við kíktum uppeftir í dag til að sparka veðurstöðinni í gang og líta á aðstæður eftir óveðrið. Það er vel fært fyrir fólksbíla upp að öllum hliðum og jeppar komast sjálfsagt eitthvað leiðar sinnar inná svæðunum.

Siggi á Hrosshóli skóf fyrir okkur um helgina og gerði það herslumuninn. Við þökkum fyrir það.

Myndavélar og veðurstöð eru komin í gagnið aftur og tölvan sagði mér að vindur hefði farið mest uppí 40.7 m/s í hviðum um 22:30 leytið í gærkvöldi. Það telst nú bara hressileg gola í Norðurnesinu :-)

Tölvan dottin út
Dec 07 '15

Óveðrið virðist hafa slegið út tengingunni við myndavélar og veðurstöð. Ég mun kíkja á þetta við fyrsta tækifæri.

Ófært í Norðurnesinu
Dec 03 '15

Það er alveg ófært fyrir bíla í Norðurnesinu. Það er gríðarlega mikill jafnfallinn snjór yfir öllu og það er ekki útlit fyrir að hægt verði að skafa á næstunni.

Ef þið ætlið uppeftir á næstunni þá þarf að gera ráð fyrir labbi alveg frá gámnum.

Það spáir svo leiðindaveðri um helgina og það væri alveg hægt að gera ráð fyrir að færðin verði ennþá verri þá. Endilega farið að öllu með gát ef einhver ætlar að hætta sér uppeftir.

Rauntímaupplýsingar
Nov 30 '15

Ég er að gera smá tilraunir með 'live' myndastraum og veðurupplýsingar frá Norðurnesinu. Endilega kíkið á þetta.

Rauntímaupplýsingar

Nú getið þið séð í rauntíma hvernig suðaustanáttin lemur á okkur. :-)

Vegavinnu lokið
Nov 04 '15

Kæru félagsmenn og aðrir í Norðurnesinu. Vegavinnunni langþráðu hefur nú verið lokið og við erum komin með þennan þvílíkt flotta veg fyrir utan hlið.

Það þarf að laga aðeins veginn á svæði 2 (efra svæði) og það verður líklega grafa eitthvað að bardúsa þarna á næstunni en þetta er mestmegnis búið þetta árið.

Vegurinn er dálítið grófur á köflum en ætti að jafna sig í vetur og svo næsta sumar skoðum við möguleikann að setja fínna efni ofan á.

Við vonum að nýji vegurinn eigi eftir að gera ferðalög uppeftir mun auðveldari í vetur þar sem vatni er nú veitt eftir skurðum og undir veg eftir því sem við á auk þess sem hann er þónokkuð hærri á mörgum stöðum.

Stærsta breytingin er neðarlega á veginum þar sem vegurinn var færður nokkra metra til vesturs og liggur nú yfir hól sem olli venjulega vandræðum á veturnar.

Þegar um svona stóra framkvæmd er að ræða koma margir að en stjórnin vill þó sérstaklega þakka Einari Arasyni á nr. 62 fyrir þá gríðarlega miklu vinnu sem hann hefur lagt í verkið en þau eru ófá dagsverkin sem hann er að vinna fyrir okkur í sjálfboðavinnu þetta árið!
Ef þið sjáið hann á ferli þá væri ekki úr vegi að knúsa hann smávegis. :-)

Veganefndin vill hvetja fólk til að koma með uppástungur og athugasemdir í sambandi við vegagerðina. Þrátt fyrir að þessum kafla sé lokið er margt fleira sem við viljum gera og það væri gott að heyra í sem flestum sem hafa álit á þessum málum. Ef það er eitthvað sem ykkur finnst ómögulegt eða ef eitthvað mikilvægt sem var ekki tæklað í þessum áfanga látið okkur þá endilega vita.

Það er hægt að senda póst á stjorn@nordurnes.is og við komum því áleiðis.

- Stjórnin

Munum að læsa hliðunum
Nov 02 '15

Kæru meðlimir,

Eitthvað hefur borið á því í haust að fólk sé ekki að læsa hliðunum inná svæðin.

Við viljum brýna fyrir öllum að nú um vetur eiga hliðin alltaf að vera læst.

 - Stjórnin

Vegurinn lokaður fram yfir hádegi
Oct 26 '15

Vegurinn í Norðurnesi verður lokaður framyfir hádegi í dag, 26 okt vegna vegavinnu.

Vegavinnan í fullum gangi
Oct 23 '15

Það er verið að vinna í veginum okkar um þessar mundir. Fólk sem ætlar uppeftir í um helgina er beðið um að fara varlega, sérstaklega ef það er byrjað að rökkva.

Það verður kannski unnið eitthvað á morgun og svo verður unnið í næstu viku. Það gætu verið einhverjar tafir við og við en vegurinn ætti ekki að vera lokaður. Ef það breytist þá látum við vita.

 - Veganefndin