Fréttir & Tilkynningar

Fundur um vegavinnumál og fleira
04. ágú. 2015 13:47


Kæru félagar,

Eins og við minntumst á í frétt fyrir mánuði þá er mikil þörf á viðgerðum á veginum. Stjórn og veganefnd eru búin að setja saman framkvæmdaráætlun sem okkur langar að ráðast í nú í ágúst.

Við viljum ræða þetta við ykkur og fá samþykki fyrir áætluninni og aukakostnaði þar tengdum. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi miðvikudaginn 12. ágúst kl 20.00 (salur B eins og venjulega).

Auk vegaframkvæmda verður kynnt áætlun um myndavélavöktun og rætt um vatnsveitu. Ef þið hafið eitthvað fleira til að ræða þá verður einnig tækifæri til þess.

Við hvetjum sem flesta til að mæta til að ræða þessi mikilvægu mál.

Stjórnin

  
Til baka