Fréttir

Rauntímamyndavélar virkar
Jun 18 '19

Til að halda upp á innreið ljósleiðarans í Norðurnesið þá er búið að virkja rauntímastraum í myndavélunum.

Veljið 'Rauntímí' hér að ofan og sjáið Norðurnesið "læv" :)

Hæ hó og jibbí jei
Jun 17 '19

Gleðilegan þjóðhátiðardag kæru Norðurnesingar! Við vonum að sumarið verði sem allra best.

 - Stjórnin

Neyðarvatnsveita er virk
Jun 09 '19

Neyðarvatnsveitan í Trönudalsá er tengd. Því gæti verið gott að sjóða neysluvatn.

Sýnum fyrirhyggju vegna elds
Jun 05 '19

Stjórn félagsins vill beina þeim tilmælum til allra að öll meðferð opins elds, eldfæra og einnota grilla er bönnuð á svæðinu, sér í lagi við þær aðstæður sem nú eru, mikill þurrkur á öllum gróðri og landi enda hefur ekki rignt á svæðinu í langan tíma.     

Það má lítið út af bregða til að stórtjón gæti orðið.

Sýnum fyrirhyggju og forðumst tjónin.

Stjórnin

Innbrot í Norðurnesinu
Jun 04 '19

Brotist var inn í bústað í Norðurnesinu einhverntíman á síðustu þremur vikum.

Hurð var spennt upp og einhverju stolið en sem betur fer voru ekki miklar skemmdir á sjálfu húsinu.

Það væri ráð fyrir þá sem hafa ekki kíkt í húsið sitt í einhvern tíma að renna uppeftir og athuga með aðstæður. Það er aldrei að vita nema þjófarnir hafi farið í önnur hús.

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
May 14 '19

Takk fyrir aðalfundinn þann 2. maí. Hérna er fundargerð fráfarandi ritara: http://nordurnes.is/Meeting/49

Skýrslur stjórnar og glærukynningar kvöldsins má finna hér: http://nordurnes.is/Nordurnes/documents

kveðja,

stjórnin

Rafmagnslaust fös 10. maí
May 06 '19

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós aðfaranótt 10.05.2019 frá kl 00:00 til kl 07:00 vegna vinnu í aðveitustöðinni Brennimel.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Aðalfundarboð 2019
Apr 18 '19

Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 2. maí kl 19.30 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Skipan í nefndir.
  • Kynning á hliðamálum.
  • Breytingar á stjórn.
  • Umræða um eldvarnir, vatnsinntök og skattamál.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboð
Mar 12 '19

Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð): Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði

http://kjos.is/allar-frettir/nr/206582/

Íbúafundur um umferðaröryggi
Feb 04 '19

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.

Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa. 
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.  
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu. 
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa  og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós. 
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins. 

Nánar hér: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206478/