Fréttir

Aðalvatnsveita virk
Aug 24 '19

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveitu. Því þarf ekki lengur að sjóða vatnið og við ættum nú að hafa eðlilegan þrýsting á kalda vatninu.

Sjáum hvort þetta dugi eitthvað en látið endilega vita á fésbókinni eða með tölvupósti til stjorn@nordurnes.is ef kalda vatnið klárast.

 - Stjórnin

Breytingar á vefnum
Aug 11 '19

Ég er búinn að stækka vefsíðuna dálítið, það eru allir með svo stóra skjái þessa dagana og það er um að gera að nýta það.

Myndirnar á Myndavélasíðunni eru nú búnar til í hærri upplausn líka og rauntímamyndavélin einnig.

Ég vona að þessu verði vel tekið en látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með þetta.

Takið einnig eftir að austurvélin er dottin út en unnið er að viðgerð.

Kv,

Jón

Vegavinna inni á svæðum
Aug 07 '19

Unnið verður við að moka upp úr grindahliðum í sumarbústaðalandinu okkar fimmtudaginn 8. ágúst. n.k.

Til að lokast ekki inni með bílana er rétt að færa þá út fyrir svæðið.

Vonum að þetta valdi ekki óþægindum.

Stjórnin.

Brenna um verslunarmannahelgina
Jul 29 '19

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00  laugardaginn 3. ágúst.

Það er góð spáin um helgina og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Brennunefndin

Kátt í Kjós á laugardaginn
Jul 16 '19

Laugardaginn 20. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í þrettánda sinn sem efnt er til opins dags í sveitafélaginu. 

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir 

Láttu sjá þig!

Vinna við vatnsveitu í dag, fimmtudag 4. júl
Jul 04 '19

Jón í nr. 74 er að vinna aðeins í vatnsveitunni í dag, 4. júlí og er að prófa að skipta yfir á aðalveituna og gera mælingar. Það gæti orðið eitthvað vatnslaust en þessu líkur seinni partinn.

Látið vita í síma 821-2558 ef þetta veldur vandræðum.

kv,

Jón

Gróðurdagur 29. júní
Jun 21 '19

Kæru félagsmenn 

Eins og undanfarin ár, þá munum við vera með gróðurdag hér í Norðurnesinu Laugardaginn 29. júni til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota helgina 28-30 júní.
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

Mynd: Erling Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna við hlið á svæði nr 2
Jun 20 '19

Kári (nr. 48) mun vera að vinna í hliðinu á svæði 2 í fyrramálið, föstudaginn 21. Júní.

Það má gera ráð fyrir umferdartöfum um svæði 2 á morgun. 

Vegavinna í Norðurnesi
Jun 19 '19

Skilaboð frá Einari (nr. 62):

Vegavinna er hafin í Norðurnesi. Umferðartafir óhjákvæmilegar.

Rauntímamyndavélar virkar
Jun 18 '19

Til að halda upp á innreið ljósleiðarans í Norðurnesið þá er búið að virkja rauntímastraum í myndavélunum.

Veljið 'Rauntímí' hér að ofan og sjáið Norðurnesið "læv" :)