Fréttir

Ný myndavél í suður
May 14 '20

Það er komin ný myndavél sem snýr í suður. Það eru þónokkuð betri gæði af þessari nýju og hún er hærra uppi á húsinu hjá mér en þessi gamla.
Það er ennþá hægt að sjá gömlu myndavélina og söguna hennar ef þið ýtið á 'stór mynd' á myndavélasíðunni og veljið 'Suður' í listanum.

kv,
Jón nr 74

Lækkun fasteignagjalda og fjölgun gjalddaga
May 06 '20

Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti hreppsnefnd margvíslegar aðgerðir í þágu íbúa, atvinnulífs og allra fasteignaeigenda í Kjósarhreppi til viðspyrnu og mótvægis vegna áhrifa COVID-19.

Nánar hér

Vatnsveitan
May 04 '20

Á sunnudaginn síðastliðinn (3. maí) fór veituþrýstingur að falla og var orðið nær vatnslaust í hverfinu að morgni mánudags.

Ástandið er búið að vera nokkuð gott undanfarnar vikur og ekki vitað á þessari stundu hvað veldur vatnsleysinu. Helst er að það sé opið fyrir vatnið einhversstaðar.

Húseigendur í Norðurnesi eru sem fyrr hvattir til að athuga með sín hús og fylgjast með ástandi vatnslagna og inntaksbúnaðar.

Að morgni mánudags var reynt að skipta yfir á vara-vatnsveitu en hún kemur ekki vel undan vetri og er inntakið fullt af sandi og möl og miðlunartankurinn við Trönudalsá galtómur. Fyrirsjáanlegt er að það þarf að grafa upp inntakið og hreinsa til að koma neyðarvatnsveitunni í eðlilegt horf.

- Stjórnin

Aðalfundur og félagsgjöld
May 04 '20

Kæru félagar,

Vegna ástandsins undanfarna mánuði þá hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi þangað til í byrjun júní.

Til þess að hægt verði að halda hjólum félagslífsins gangandi verður send út rukkun fyrir félagsgjöldum þessa árs núna í maí en ekki eftir aðalfund eins og er venjan.

Kveðja,

Stjórnin

Mokað inná öll svæði
Mar 25 '20

Mokað hefur verið snjó á öllum þremur svæðunum í Norðurnesi og ætti fólk því að komast í bústaði sína án mikillar fyrirhafnar.

Kv,

Stjórnin

Staðan á vatnsveitunni
Dec 23 '19

Í lok síðustu viku var alveg vatnslaust í Norðurnesinu. Vandamálið er búið að vera viðvarandi síðustu vikur og hefur verið unnið að því að leita að biluninni, sem lýsir sé í því að miðlunartankurinn tæmist á skömmum tíma og líklega því um rofna lögn að ræða. Nú eru taldar góðar líkur á að bilunin sé fundin. Búið er að loka fyrir stofn sem flytur vatn inn á suðursvæði (svæði 3) vestanmegin og virðist þá þrýstingur haldast á kerfinu. Þau hús sem eru vatnslaus -- fram að þeim tíma þegar unnt verður að grafa niður á lögnina og laga bilunina -- eru númer 61, 62 og 74.

Vegavinna inni á svæðum
Oct 22 '19

Það verða vegavinnuframvæmdir á morgun, miðvikudaginn 23. okt. Mestmegnis verður unnið á svæði 2 við að holufylla en ef tími gefst verður líka efni sett annarsstaðar.

Það ættu ekki að vera miklar lokanir þessu tengdar nema rétt svo á meðan hlössin eru sett niður og slétt úr.

Framkvæmdakveðjur,

Stjórnin

Vestur- og austurmyndavélar komnar í gagnið
Sep 24 '19

Eftir langa bið þá eru komnar nýjar myndavélar í vestur og austur, aðgengilegar á myndavélasíðunni.

Við erum svo með ágætis síðu þar sem hægt er að skoða myndirnar í hárri upplausn og fara á milli þeirra með allt að 10sek millibili. Það er hægt að skoða þetta hér eða með því að ýta á 'stór mynd' hlekkinn undir hverri mynd á myndavélasíðunni.

Aðalvatnsveita virk
Sep 16 '19

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveituna.Við erum með góða tilfinningu fyrir þessu núna og vonum að þetta haldist í lagi.

Neyðarvatnsveitan virk
Aug 25 '19

Það var skipt yfir á aðalvatnsveituna í gær en ríflega 6 klst síðar tæmdist hún (sem segir okkur að útrennslið hafi verið 60 l/m).

Því var skipt aftur yfir á neyðarveituna í Trönudalsá í morgun. Við ráðleggjum fólki að sjóða neysluvatnið. 

 - stjórnin