Fréttir

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps
Jan 20 '19

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps berður haldið í Félagsgarði laugardaginn 26. janúar kl. 20:30

Húsið opnað kl. 20:00 Aldurstakmark er 18 ár. Þorramatur og opinn bar

Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00.

Miðapantanir í síma 5667028 miðvikudaginn 23. janúar frá kl 15:30 – 18:00. Miðaverð er kr. 8.500.- Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði föstudaginn 25. janúar á milli kl 16:00 – 18:00 Posi á staðnum

Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn. Spariklæðnaður

- Nefndin

Jólakveðja
Dec 25 '18

Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Kveðja,

 Stjórnin

Vegavinna í dag, 20. nóv.
Nov 20 '18

Það er verið að vinna í veginum inná Norðurnesið í dag og það má búast við töfum fyrir ferðalanga vegna þessa.

Brenna á laugardaginn 4. ágúst
Jul 31 '18

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 4. ágúst.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.

Sjáumst hress :)

Brennunefndin

Kátt í Kjós
Jul 10 '18

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 21. júlí. Sjá nánar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0078461.pdf

 

Gróðurdagur 7.júlí
Jun 30 '18

Kæru félagsmenn 
Næsta laugardag 7. júlí verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum hér á facebook eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

Rafmagnslaust aðfaranótt miðvikudags 9. maí
May 07 '18

Viðgerð er nú lokið

Frá Rarik:

Breyting:

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi frestað til kl: 03.00 aðfaranótt 09.05.2018 frá kl 03:00 til kl 05:00 vegna vinnu Landsnets í aðvst Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi  09.05.2018 frá kl 00:30 til kl 02:30 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöðinni Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Fundargerð aðalfundar
May 06 '18

Fundargerðin er komin á vefinn. http://nordurnes.is/Meeting/47

 

Aðalfundarboð 2018
Apr 09 '18

Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 25. apríl kl 19.30 í Gerðubergi.

Stjórnin mun leggja eftirfarandi mál fyrir félagsmenn:

Sameiginlegt hlið

Stjórn Norðurness hefur fengið samþykki fyrir því frá hreppnum og öllum þeim stofnunum sem hafa með slíkt að gera að setja upp hlið á Norðurnesfleggjarann við þjóðveginn og við teljum að við séum því í lagalegum rétti til að hefja framkvæmdir ef meðlimir kjósa það.

Því verður kosið um þetta mál á aðalfundinum og lögð fram framkvæmdaráætlun. Líklegt er að grunnkostnaður á hverja lóð verði á bilinu 30.000-50.000 kr.

Nágrönnum okkar á svæðinu sem hliðið hefur áhrif á er boðið á fundinn og gert kleift að koma með athugasemdir.

Sveinn Guðmundsson, hrl, formaður félags sumarhúsaeiganda mun stjórna þessum hluta fundarins.

Vegaframkvæmdir

Bæta þarf veg utan og innan svæða. Við erum komin með verktaka sem gæti tekið að sér vinnu en það er ansi mikið starf sem þarf að inna af hendi. Gott væri ef fólk kæmi með tillögur að endurbótum. Sveinn Val mun gefa kost á sér í veganefnd.

Félagsgjöld

Stjórnin mun leggja fram tillögu að hækka félagsgjöldin úr 15.000 í 20.000 til að standa straum af vegavinnu og vatnsveituframkvæmdum.

Aðgengi að vetri

Gróður sem er alveg uppvið veginn hindrar aðgengi um vetur og veldur því að ekki er hægt að moka inná svæðum. Rætt verður um leiðir til að sporna við þessu og rætt hvort hægt væri að fá lóðareigendur til að fjarlægja hekk sem er alveg uppvið veg. Lagt verður til að setja bílastæði við endann á afleggjaranum á svæði 3 fyrir vetraraðgengi íbúa á svæði 2.sjonn

Breytingar á stjórn

Einhverjir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér í stjórn aftur og við óskum eftir tillögum að nýju fólki.

Önnur mál

 - Girðing
 - Lúpína og Kerfill
 - Brennan
 - Skilti og vegamerkingar
 - Kindahlið
 - Nýjir meðlimir
 - Hitaveita
 - Nefndir
 - Frágangur á vatnsveitu

Það eru nokkur mikilvæg málefni sem rætt verður um og við vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,

 Stjórnin

Frost í vatnsleiðslu
Apr 02 '18

 

Komið þið sæl

Ég þori ekki annað en að fara og moka ofaní holuna sem við grófum í veginn á lóð 27 á laugardaginn svo ekki frjósi í lögniinni þar. Það er spáð hörku frosti næstu daga

 

Kveðja,

Gunnar