Fréttir

Vatn og vatnleysi
Aug 12 '14

Í morgun hafði Steindór í bústað 47 samband við mig og tjáði mér að þrýstingur væri fallinn á vatninu hjá sér .Hjá mér var þrýstingur aðeins 6 kg.Á að vera 8kg.Kl. 17 var þrýstingur aðeins 5kg sem þýðir að tankurinn í hlíðinni er tómur.  Þrátt fyrir rigningarsumar er staðan þessi.Að mínu viti er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir sem fyrst.  Það hefur sýnt sig að ekki þýðir að bíða eftir Sigurði í Stangarholti né hreppnum,Þeirra hlutur í verkinu verður að bíða verkloka

Vil benda fólki á að athuga vatnsnotkun sína, t.d. hvort sírennsli er í klósettum o.s.frv.

kv. Benedikt #1

Myndir frá brennunni
Aug 05 '14

Brennan gekk vel á laugardaginn. Það virtist sem börn og fullorðnir hafi skemmt sér prýðisvel og ekki sakaði að veðrið var frábært.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra þáttöku!

Hérna eru myndir frá kvöldinu.

Brenna um verzlunarmannahelgina
Jul 27 '14

Stefnt er að því að halda hina árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k., ef verður leyfir. Sú breyting verður á að kveikt verður í brennunni klukkutíma fyrr en venjulega, þ.e klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva!

 

Kátt í Kjós 19. júlí
Jul 09 '14

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 19. júlí.
Ungir bændur keppa í margskonar þrautum á túninu við Félagsgarð. Á Reynivöllum verður fróðlegt erindið um Kjósina. Leiðsögn verður um hernámsminjar í Hvítanesi.  Kátína mun ríkja á Kaffi Kjós, tryllt trjásala verður að Kiðafelli 3, Gallerí Nana verður opið við Meðalfellsvatn, Keramik-vinnustofa Sjafnar Ólafs verður opin í Eilífsdal og margt fleira verður í boði. Í Félagsgarði mun ilmurinn af nýbökuðum vöfflur kvenfélagskvenna fagna gestum og að sjálfsögðu verður hinn sívinsæli sveitamarkaður í Félagsgarði frá kl. 12-17, með áherslu á íslenskt handverk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni. 

Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir Sigríður Klara, sigridur@kjos.is , s: 5667100 / 8410013

Dagskráin er  hér 

Hittumst kát í Kjósinni þann 19. Júlí

Kjósarhreppur

Göngubrú milli efra og nýja svæðis
Jun 15 '14

Það er komin þessi flotta brú við enda göngustígsins sem leyfir okkur að ganga milli efra og nýja svæðis. Göngustígurinn er, eins og flestir vita, við hliðina á lóðinni hans Steindórs.

 

Kærar þakkir til Einars fyrir þessa veglegu smíði!

 

Þökur
Jun 10 '14

Kæru félagar,

Ég er að fara að panta mér þökur í vikunni frá Torf.is. Það kostar 15þ kr bara að keyra þær á staðinn. Ef það eru einhverjir fleiri sem vilja panta á sama tíma þá væri hægt að skipta kostnaðinum af því. Nánari upplýsingar um verð á þökunum er á síðunni þeirra.

Hafið samband við mig í tölvupósti nonnib@gmail.com eða síma 821-2558 ef það er vilji fyrir því. Ég hugsa að ég fái þetta sent núna á fimmtudag eða þar um bil.

Kv,

Jón

Mannaferðir um miðnætti.
May 28 '14

Í gærkvöldi um miðnætti,þegar við komum úr bænum keyrði bíll á undan mér í gegn um ÓLÆST hliðið og inná bílastæðið hjá okkur, þegar ég gaf þeim merki með stefnuljósi að þangað væri ég að fara héldu þeir áfram upp í hverfið fyrst til vinstri og síðan hægri  Ég læsti á eftir mér og þar með þennan bíl inni, hann var að dóla um svæðið um það bil 15 mín. og þurfti því að banka uppá hjá mér eftir að hafa setið ráðalausir í dágóða stund í bílnum til að hleypa sér út.  Ég spurði þessa 2 menn sem í bílnum voru m.a. hvaða erindi þeir ættu á þessum tíma sólahrings, þeir gáfu þær skýringar að þeir væru að skoða bústað sem væri til sölu og spurðu meðal annars hvort hér byggi fólk allt árið.

Ítrekað skal að hliðið á að vera læst, og eru bústaða eigendur sem eru með menn í vinnu hvattir til að brýna fyrir þeim þessa reglu félagsins.

kv. Benedikt Svavarsson # 1

Fundargerð aðalfundar
May 15 '14

Fundargerð aðalfundar er komin á vefinn: Hún er aðgengileg hérna.

Ath: Ef posturinn kemur illa ut, vinsamlegast svaradu honum og lattu okkur vita.

Fréttir af aðalfundi
Apr 30 '14

Aðalfundur var haldinn í gær, þriðjudaginn 29. Apríl. Þátttaka var sæmileg; 33 mættu frá 24 lóðum.

Helstu mál sem rædd voru:

  • Stjórn og nefndir endurkjörnar fyrir utan brennunefnd sem þarfnast tilskipunar.
  • Vegur þarfnast mikils viðhalds.
  • "GSM" hlið komið í góðan farveg.
  • Þátttaka í hitaveitu rædd.
  • Snjómoksturnefnd stofnuð til að trygga aðgengi að svæðum næsta vetur.

Full fundargerð verður svo birt innan tíðar.

Góðar fréttir af hitaveituborun
Apr 29 '14

Í gær, 27. apríl voru borstangirnar hífðar upp og var þá holan  1704 m djúp. Holan var síðan blásin með lofti.  Blásið var til kl. 18:30 til að flýta fyrir hitnun holunnar og fá hana í sjálfrennsli. Holan fór síðan í sjálf-rennsli  eftir   30-45 mín eftir að blæstri lauk.

Gerð var  afkastamæling í morgun með stangir annars vegar á 250 m og svo á 150 m dýpi, eins og gert var þann 9. apríl. Þá gaf holan 10-13 l/s við blástur og er nokkuð ljóst að aukning hefir orðið við dýpkun hennar frá 1580 m niður í 1704 m.  Og viti menn holan gefur nú 20 l/s af 104 gráðu heitu vatni, en fyrri holan gaf 20l/s af 80 gráðu heitu vatni.  

Bormenn pakka nú saman og flytja sig að Bláa lóninu eftir vel heppnaða borun eftir heitu vatni í Kjós.  Vinnan  við borunina hófst  31. janúar  fyrir um þrem mánuðum síðan, þannig að biðin er búin að vera löng og ströng  eftir árangri.

Til hamingju Kjósverjar.

Varúð,  það er bannað að fara að holunni vegna slysahættu,  því vatnið er sjóðandi heitt og mikill kraftur í því.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186579/