Fréttir

Góðar fréttir af hitaveituborun
Apr 29 '14

Í gær, 27. apríl voru borstangirnar hífðar upp og var þá holan  1704 m djúp. Holan var síðan blásin með lofti.  Blásið var til kl. 18:30 til að flýta fyrir hitnun holunnar og fá hana í sjálfrennsli. Holan fór síðan í sjálf-rennsli  eftir   30-45 mín eftir að blæstri lauk.

Gerð var  afkastamæling í morgun með stangir annars vegar á 250 m og svo á 150 m dýpi, eins og gert var þann 9. apríl. Þá gaf holan 10-13 l/s við blástur og er nokkuð ljóst að aukning hefir orðið við dýpkun hennar frá 1580 m niður í 1704 m.  Og viti menn holan gefur nú 20 l/s af 104 gráðu heitu vatni, en fyrri holan gaf 20l/s af 80 gráðu heitu vatni.  

Bormenn pakka nú saman og flytja sig að Bláa lóninu eftir vel heppnaða borun eftir heitu vatni í Kjós.  Vinnan  við borunina hófst  31. janúar  fyrir um þrem mánuðum síðan, þannig að biðin er búin að vera löng og ströng  eftir árangri.

Til hamingju Kjósverjar.

Varúð,  það er bannað að fara að holunni vegna slysahættu,  því vatnið er sjóðandi heitt og mikill kraftur í því.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186579/

Farfuglar
Apr 22 '14

Sæl öll. Hrossagaukur,stelkur,lóa eru komin í hverfið.I dag var 12 stiga hiti um kl. 13.Til gamans  varð ég var glókoll sem er minnsti fugl á Íslandi.Einnig hefur borið mjög mikið  á rjúpum,t.d. voru 17 rjúpur á vappi í lóðinni í dag.Ég vil endilega hvetja fólk til að láta vita um ef  það ef vart verður við sérkennilega fugla .

Aðalfundur 2014
Apr 22 '14

Félag sumarbústaðaeigenda Möðruvöllum Kjós

Kæri félagi,

Aðalfundur félagsins verður haldinn:

þriðjudag 29. Apríl 2014 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Vegamál
  3. Hliðmál
  4. Önnur mál

Stjórnin

Páskaeggjaleit á laugardaginn
Apr 16 '14

Mætum öll með börn og barnabörn í Kaffi Kjós á laugardaginn 19. apríl!

Páskaeggjaleitin hefst klukkan 12.00.

Svo um kvöldið verður páskabingó í hlöðunni á Hjalla og byrjar það kl. 21.00.

Nánar um bingóið hér.
 

Það er komið vor!
Apr 09 '14

Kaffi Kjós opnar.

Opnunartími vorið 2014

Páskar fimmtudag-mánudag kl 12-20

Helgaropnun í apríl og maí kl 12 – 20 Laugardaga og sunnudaga.

Einnig opið eftirtalda daga Kl. 12 -20:

Fimmtud. 24.apríl sumardagurinn fyrsti
fimmtudagur 1.maí verkalýðsdagurinn
Fimmtudagur 29.maí uppstigningardagur

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186057/

Útsendingar RÚV
Mar 27 '14

Eins og kom fram í frétt hérna fyrir nokkrum vikum þá er Vodafone að leggja nýtt dreifikerfi fyrir RÚV sem byggir á UHF (stafrænni) tækni og það er verið að slökkva á VHF (analog) sendununum.

Næstkomandi mánudag, 31. mars þá mun verða slökkt á sendinum á Skálafelli og við munum þar af leiðandi ekki hafa neitt sjónvarp í Norðurnesinu.

Það eru hinsvegar svo mjög misvísandi upplýsingar á vef Vodafone um aðgengi að nýju UHF tækninni og óttuðust sumir að það væri eitthvað tímabil sem það væri ekkert aðgengi að sjónvarpi hjá okkur.

Ég hef talað við þá Vodafone menn og þeir hafa staðfest að það er kominn UHF sendir í Skálfell. Með þeirra orðum:

"Það er kominn stafrænn UHF sendir á Skálafelli (UHF rás 34) og sumarhúsabyggðin í Norðurnesi nær þeirri sendingu mjög vel."

Þannig að við þurfum nú að fá okkur UHF loftnet og stafrænan móttakara (á nýrri sjónvörpum, næstum öllum flatskjám, er þessi móttakari innbyggður) til að horfa á sjónvarp.

Sum loftnet, jafnvel inniloftnet eru með bæði UHF og VHF (t.d. þetta). Ef útiloftnetið þitt er greiða (lítur einhvernvegin svona út) þá er það að öllum líkindum tilbúið fyrir UHF.

Ég talaði við Eico sem selja svona búnað og þeir eru með UHF loftnet á 8900 kr. Þeir samþykktu að gefa okkur 10% afslátt. Ef þið viljið nýta ykkur það þá skuluð þið bara minnast á að þið séuð frá Norðurnesi.

Með móttakara, hann kostar nýr 15þ kr en þeir Eico menn löggðu til að fólk myndi frekar leigja sér afruglara frá Vodafone heldur en að kaupa svona græju. Afruglari frá Vodafone kostar 600 kr á mánuði og þá ættuð þið að geta horft á frístöðvar auk RÚV, eins og ÍNN og Stöð 2 á opnum tímum. Ef þið eruð með svona afruglara heima getið þið líka bara tekið hann með ykkur uppeftir.

Ég vona að þetta varpi smá ljósi á sjónvarpsmálin. Endilega látið vita ef eitthvað er óskýrt eða það eru einhverjar rangfærslur hérna.

Færðin 14. mars
Mar 14 '14

Gilið er jeppafært og inná efsta svæðið. Ég prófaði ekki að fara inná miðsvæðið þar sem ég er en ég tel það ófært.

Birgir í 49

Nýtt dreifikerfi RÚV frá 31.mars
Mar 11 '14

Áhugaverð frétt fyrir okkur frá Kjos.is

Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á árinu 2014. Nú er komið að Mosfellsbæ/Kjós póstnúmer 276. 31. mars verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. Ef þú býrð á þessum stöðum, ert ekki með myndlykil og notar loftnet er ráðlegt að fara inn á eftirfarandi vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414.

Stafræn tækni hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum sviðum mannlífsins á síðastliðnum árum. Hljómplötur og plötuspilarar eru löngu horfin úr almenningseign og hljómsnældur og segulbönd heyra sögunni til. Nýrri fyrirbæri eins og DVD, VOD og minnislyklar hafa komið í staðinn.

Um allan heim er verið að leggja niður hliðrænt dreifikerfi sjónvarps. Það hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar og verður gert í áföngum á þessu ári hjá RÚV. Góðu fréttirnar eru að með stafrænum útsendingum aukast myndgæðin til muna.

Síðasta vika í myndum
Feb 11 '14

Ég skellti saman þessu myndskeiði frá öllum myndavélunum saman fyrir síðustu viku. Njótið. :-)

http://www.youtube.com/watch?v=EFknZdl8AmI&hd=1

Sólarkaffi í Norðurnesinu
Feb 01 '14

Suðurmyndavélin í Norðurnesi 74 tók þetta fallega myndskeið þann 27. janúar síðastliðinn, þegar sólin skreið yfir Skálafellið í fyrsta skiptið á þessu ári.

http://www.youtube.com/watch?v=m69yGv5ww4c

Það er annars fín færð uppeftir og ég komst á nagllausum fólksbíl í bústaðinn minn á efsta svæðinu. Geir og Jórunn komust á jeppanum sínum alla leið að innsta bústaðnum á efra svæðinu.