Fréttir

Fréttir af mokstri
Jan 15 '15

Snjómokstursnefndin hefur verið mikið að spá og spekúlera í mokstri en því miður þá er traktorinn hans Sigurðar ekki næginlega öflugur fyrir þetta. Ef það ætti að moka þá myndi það taka fleiri daga og kosta of mikið.

Það er einhver von um að einn góðvinur félagsins sem hefur unnið nokkra jarðvegsvinnu fyrir ýmsa verði með stórvirk vinnutæki í Kjósinni á næstu vikum. Ef svo verður, þá ætlum við að reyna að fá hann til að hlaupa til okkar og hreinsa eitthvað til. 

Við höfum ekki efnisleg tök á því að panta hann inn með tilheyrandi flutningskostnaði þannig að ef hann á ekki leið framhjá þá verðum við að bíða eftir að þetta minnki eitthvað áður en við getum neitt átt við þetta.

Jón og Einar

Um veður og hitastig.
Jan 11 '15

Sæl öll.Ég hef tekið eftir að nokkur munur er á hitastigi í hverfinu.Þegar veðurstöðin hjá Jóni sýnir -6.4 sýnir mælir hjá mér -9.9 stig og annar mælir sýnir -8.2.Núna er t.d.stafalogn og hér er trúlega nokkurs konar kuldapollur.Í haust veitti ég því t.d. athygli að kartöflugrös féllu a.m.k. 10 dögum fyrr hjá mér en ofar í hverfinu.Trúlega er aðalskýringin á hitamun í hverfinu sú,hvar er vindasamt og hvar er meira logn, þar sem geta myndast kuldapollar.

Veðurstöðin komin í lag!
Jan 10 '15

Geir og Jón unnu mikið þrekvirki í dag við að koma netinu uppfrá í nr. 74 í samt lag með því að skríða uppá þak með teiprúllu og töng.

Því er veðurstöðin og myndavélar komnar inn aftur. Við skítmixuðum skemmdan kapal, en ég er hræddur um að þetta eigi ekki eftir að halda í gegnum næsta óveður. Ég vona að þetta haldi samt þangað til að ég næ að fara aftur uppeftir með réttu tólin til að laga þetta almennilega.

Því miður fáum við ekki að sjá veðurfarið frá þeim tíma sem netið lá niðri, en þið getið skoðað myndirnar samt hérna.

Færðin uppfrá er ekkert frábær. Þeir sem eiga leið inná efra svæði og eru á jeppum geta lagt niður við ræsi, þeir sem eru á neðra svæði geta etv. lagt nálægt hliðinu. Þeir sem eru á fólksbílum þurfa líklega að skilja bílana eftir einhversstaðar nálægt brennunni. Það er samt nokkuð þæginlegt að komast að Norðurnesinu frá bænum, amk Hvalfjarðarleiðina.

Sigurður á Hrosshóli reyndi að skafa eitthvað fyrir jól en það gekk ekkert. Við munum ekkert getað átt við þetta fyrr en það minnkar eitthvað snjórinn.

Þegar veðrið er eins og það var í dag er alveg yndislegt að rölta þetta ef maður hefur heilsu til. :-)

Gleðileg jól kæru Norðurnesingar!
Dec 24 '14

Það er leitt með færðina uppeftir og netleysið en við vonum að þrátt fyrir þessi áföll þá eigið þið öll gleðileg og friðsæl jól. :-)

Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!

Fréttir af mokstri
Dec 19 '14

Það lítur ekkert rosalega vel út með mokstur hjá okkur. Einar fór með Sigurði á traktornum að reyna að hreinsa til en snjórinn er of mikill og þungur fyrir ruðning, það þyrfti að moka þetta sem er eiginlega alltof mikil vinna.

Það lítur því út fyrir að þeir sem ætla að kíkja uppeftir á næstunni þurfi að ganga svolítinn spöl til að komast að bústaðnum sínum.

Þess ber líka að geta að það er mjög mikil hálka við Meðalfellsvatn og víðar og ég bið ykkur um að fara mjög varlega ef þið hyggið á heimsóknir í Norðurnesið.

Netvandræði í Norðurnesi
Dec 17 '14

Eins og glöggir lesendur hafa komið auga á þá eru engar veðurupplýsingar eða myndir eftir kl 10:50 í gær, 16. Des. Það var einhver bilun hjá emax mönnum en hún var löguð í dag. Hinsvegar þarf ég líklega að endurræsa búnaðinn mín megin til að þetta komist inn og ég er ekki alveg viss um hvenær ég kemst uppeftir til að gera það.

Nú er bara að vona að snjómokstursnefnin standi sig! :)

Snjómokstur um hátíðarnar
Dec 13 '14

Eins og margir hafa tekið eftir þá hefur verið svolítil snjókoma síðustu daga og það er illfært fyrir bíla uppfrá. Snjómokstursnefndin annálaða hefur fundað um þetta ástand.

Það er spáð áframhaldandi snjókomu og því teljum við að það sé ekki sniðugt að kalla til snjómokstusmaskínur að svo stöddu því allar líkur eru á því að ástandið yrði jafn slæmt strax aftur.

Við ætlum að fylgjast með þróun mála í næstu viku og látum alla vita þegar rutt verður.

 - Einar (nr 62) og Jón (nr 71)

Ófærð
Dec 09 '14

Ófært er frá gatnamótum neðra svæðis og efra svæðis.Ég komst á Kia jeppa nánast upp að hliði á neðra svæði. 

Kv.Benedikt # 1

Kaffi Kjós í desember
Dec 03 '14

Kaffi Kjós opið í desember eftirtaldar helgar:

6.des og 7.des
13.des og 14.des
(laugardaga kl. 12-20 og sunnudaga kl. 12-18)

Eitt ár í Kjósinni
Sep 24 '14

Ég tók saman smá "timelapse" myndskeið af síðustu 12 mánuðum.

Myndskeiðið er hér

Njótið. :-)