
Fréttir
Tilkynning frá gjaldkeraJul 25 '16
Í lok næstu viku verða útistandandi árgjöld og framkvæmdagjöld send til innheimtu hjá innheimtufyrirtæki með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem skulda. Þetta fyrirkomulag var kynnt á síðasta aðalfundi félagsins.
Skora á þá sem enn hafa ekki gengið frá greiðslu að gera það áður en til innheimtu kemur.
Kveðja,
Sjonni
Hjálp við vatnsveituJul 24 '16
Félagar,
Það gengur vel að koma niður vatnsveitunni en Einar og Benni þurfa aðstoð við að loka skurðinum. Grafan sér um erfiðisvinnuna en það þarf aðeins að hjálpa til hér og þar.
Ef einhverjir geta verið uppfrá með skóflu í fyrramálið, mánudag endilega að hafa samband við Einar í síma 896-3207.
Kátt í KjósJul 14 '16
Minnum á Kátt í Kjós hátíðina sem verður haldin laugardaginn 16. júlí. Dagskráarbækling er hægt að nálgast hér.
Rollur og hliðin okkarJul 02 '16
Sælir íbúar í Norðunesi,
Eins og margir vita hafa rollur gert sig heimakærar á svæðinu okkar. Þær hafa komist upp á lag með að fara yfir hliðin okkar sem eru ekki í góðu ásigkomulagi. Nauðsynlegt er að hreinsa undan þeim jarðveg sem þar hefur safnast fyrir í gegnum árin.
Til stóð að fá Jón Tap í verkið samhliða vatnsframkvæmdum og endurbótum á veg sem áttu að hefjast í byrjun júní. Það hefur hins vegar dregist talsvert og erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær sú vinna hefst.
Illa hefur gengið að fá aðra verktaka í þetta verkefni sem flestir eru að vinna við nýju hitaveituna. Aðeins einn aðili var reiðubúinn að vinna þetta fyrir félagið en kostnaðaráætlun hans þótti full há (2-3 hundruð þúsund) auk þess sem tímasetning var óljós.
Til að bregðast við þessum vanda munum við tímabundið setja upp girðingarhlið sem hægt er að strengja yfir grindarhliðin. Hugmyndin er að hafa þau lokuð þegar lítil umferð er um hliðin (td. yfir nóttina og í miðri viku). Þetta er að sjálfsögðu bara bráðabirgðalausn þar til varanleg lausn er fundin.
Kveðja,
Sjonni gjaldkeri
Gróðurdagurinn í dagJun 18 '16
Í dag komu 14 félagar saman og tóku til hendinni við að færlægja Kerfil og til að halda aftur af Lúpínunni með því að slá hana. Það sést vel á svæðinu að hér hefur verið hörkuduglegt fólk að störfum. Enn er þó mikið eftir af Lúpínu og Kerfli á svæðinu og er það eitthvað sem tekið verður fyrir á næsta ári, sé áhugi fyrir því.
Takk fyrir skemmtilegan gróðurdag Norðunesinu og áfram Ísland 😀 ⚽️
Gróðurdagur 18. júníJun 15 '16
Kæru Norðnesingar.
Næsta laugardag 18 júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu.
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi( frá föstudegi - sunnudags). Á laugardeginum hittumst við um hjá brennunni kl 11, berum saman bækur og sláum kerfil og lúpínu á almennum svæðum eða þar sem þess er óskað. Við bjóðum síðan upp á hressingu og allir verða lausir kl 14 þegar EM svítan byrjar :)
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.
Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.
Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.
Kveðja Anna Vala
Reikningur fyrir vatnsveituframkvæmdumMay 30 '16
Kæru félagar,
Það var sendur út reikningur í dag fyrir vatnsveituframkvæmdum sumarsins. Reikningurinn er merktur "framkvæmdargjald" í heimabankanum og hljóðar upp á 32.000 kr á lóð. Eindagi er 14. júní.
Sjá fundargerð aðalfundar fyrir frekari upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir.
- Stjórnin
LúpínuhreinsunardagurMay 25 '16
Nú er lúpínan byrjuð að blómstra í Norðurnesinu. Eins og var samþykkt einróma á síðasta aðalfundi þá eru þessar plöntur ekki æskilegar í flórunni í Norðurnesinu og við ætlum að reyna að halda henni í skefjum eins og unnt er.
Það er oft nokkuð auðvelt að tosa hana upp með rótum svona snemma sumars, að minnsta kosti nýjar plöntur og við ætlum að biðja fólk um að gera það við hvert tækifæri þegar rölt er um svæðið.
Það verður svo lúpínuhreinsunardagur hjá okkur í júnímánuði, líklega 18. júní sem Anna Vala í nr. 15 er að skipuleggja. Við munum þá koma saman sem flest með sláttarorf, skóflur og kerrur og vinna í lúpínunni og kerflinum. Þetta verður auglýst betur síðar.
Það eru sumar lóðir sem eru með mikilli lúpínu og við gerum ráð fyrir að það sé ekki samkvæmt vilja lóðareiganda heldur bara eitthvað sem gerist. Við ætlum okkur að reyna að hreinsa þetta upp nokkuð óháð lóðarmörkum því ekki virðir hún lóðarmörk sjálf en ef einhver vill alls ekki missa lúpínuna úr landinu sínu þá þarf að senda póst á stjórn eða láta Önnu vita.
Við vonum að okkur takist að halda þessu eitthvað niðri svo að jurtaflóran í Norðurnesinu verði ekki eins einsleit og hún er að verða á mörgum stöðum á landinu.
Hérna eru mjög góðar upplýsingar um lúpínu.
Kveðja,
- Stjórnin
VatnsveitaMay 19 '16
Kæru félagar, ekki er það blessuð hitaveitan í þessum skilaboðum heldur smá fréttir af kaldavatnsveitunni.
Vatnsstrákarnir okkar, Benni, Martin og Einar eru búnir að vera að vinna mikla forvinnu nú þegar en líklegt er að framkvæmdir við að leggja nýju kaldavatnslögnina hefjist í næsta mánuði.
Til upprifjunar þá er hér smá yfirlitsmynd. Það verður farið í Trönudalsánna og tengt inná gömlu lögnina svona 100m fyrir neðan gömlu lindina. Þar verður þrýstiloki sem stýrir sjálfvirkt rennsli þannig að ef tankurinn við gömlu lindina tæmist þá hefst rennsli úr Trönudalsánni í staðinn. Þetta þýðir að svona fyrst um sinn getum við gert ráð fyrir því að drekka vatn úr Trönudalsá í ágústmánuði.
Vatnsgæðin ættu að vera góð enda verður gengið frá þessu á svipaðan hátt og gengur og gerist í bæjarfélögum hér og þar á landinu.
Við munum senda út greiðsluseðla í heimabankana hjá okkur um mánaðarmótin og hver lóð mun greiða 32.000 kr. Því er heildar greiðsla til verktaka sem félagið stendur fyrir u.þ.b. 2M kr.
Hafið í huga að framkvæmdin sjálf ætti í raun að kosta þónokkuð meira en þetta því það er svo mikil vinna innt af hendi af ofantöldum sérfræðingum sem eru meðlimir félagsins. Sem betur fer gefa þeir félaginu vinnu sína og fá þeir kærar þakkir fyrir. Án þessara herramanna væri þessi framkvæmd líklegast ekki raunhæf.
Meira um hitaveituMay 09 '16
Kæru meðlimir,
Ég minntist á að það væri 2 ár í að þetta yrði lagt til okkar en ég var eitthvað í fortíðinni. Það verður farið uppeftir í Norðurnesið eftir rúmlega eitt ár, eða líklega síðla sumars 2017.
Samkvæmt nýrri frétt á kjósarvefnum sýnist mér að við getum gert ráð fyrir eindaga fyrir inntökugjaldið 888þ kr þann 1. ágúst 2017.
Í sömu frétt er talað um lán Arion banka en þeir bjóða sérstök kjör á frístundaláni sem hljóðar upp á 50% afslátt á lántökugjaldi, þeas 1% í stað 2%. Þetta er sjálfsagt allt í lagi tilboð en ef viljið frekar taka lán hjá öðrun banka mætti alveg spyrja hvort þeir vilji ekki gefa sama afslátt.
Fyrir þá sem eiga eftir að svara (eða vilja breyta svari sínu). Takið eftir að það þarf ekki að senda svar í pósti. Það er einfaldlega hægt að ná í skráningarblaðið hérna, prenta út, skrifa undir og skanna inn (eða taka ljósmynd með símanum). Senda svo á kjosarveitur@kjos.is. Fyrir suma er það etv. einfaldara heldur en að fara með þetta í póst.
Frekari upplýsingar eru í fréttinni frá Kjósarveitum.
Kv,
- Nonni