Fréttir

Snjómokstur yfir hátíðirnar
Dec 21 '16

Sælt veri fólkið,

Snjómokstursnefndin var að funda og það var ákveðið að fara ekki í sérstakar snjómokstursaðgerðir fyrir jól heldur að halda því opnu eftir aðstæðum. Veðrið er svo rólegt að við erum að vona að það þurfi ekki snjóruðning að svo stöddu.

Ef það eru einhverjir sem kíkja uppeftir og finnst færðin slæm þá skuluð þið hringja í Einar í síma 896-3207 og hann athugar hvort ekki sé hægt að fá Sigurð á Hrosshóli á staðinn í mokstur.

Einnig væri gaman í að heyra í fólki á fésbókinni um hvernig aðstæður eru ef einhver skildi vera uppfrá í vikunni.

Kv,

 - Stjórnin

Vinsamlegast læsið hliðum
Dec 07 '16

Eitthvað hefur borið á því að ekki sé verið að læsa hliðum inn á svæðin og stjórninni var í þessu meðal annars að berast ábending um þessum málum væri sérstaklega ábótavant á svæði 2.

Hafið í huga að hlið inn á svæðin eiga alltaf að vera læst yfir vetrarmánuðina.

Stjórnin

Rauntímamyndavél í norður
Nov 12 '16

Ég bætti nýju norðurmyndavélinni á Rauntímasíðuna.

Nú er hægt að horfa á óveðrið bæði í suður og norður. :-)

Ný myndavél
Oct 15 '16

Það er búið að setja upp nýja útimyndavél í nr. 74 sem bendir í norður. Það er mikill gæðamunur á þessari og þeirri gömlu auk þess sem nýja vélin var sett upp í þónokkuð meiri hæð þannig að hún horfir vel yfir umhverfið.

Við vonum að þetta sé velkomin nýjung fyrir íbúana okkar. Kíkið yfir á myndavélasíðuna til að líta á myndirnar úr gripnum.

Fyrsta næturfrostið
Sep 27 '16

Það varð örlítið frost í nótt til að minna okkur á að veturinn sé á leiðinni. Við ráðleggjum fólki að huga að því sem ekki má frjósa, t.a.m. matur í útigeymslum.

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós
Jul 30 '16

Árleg fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós um verslunarmannahelgina!

Dagskrá hérna.

 

Vatnsveita.
Jul 28 '16

Nýja vatnsveitan er tilbúin og verður tengd á morgun föstudaginn 29.júlí

 

Þegar eldri tankurinn var tæmdur í vikunni fóru á stað moldaróhreinindi sem safnast hafa í stofnleiðsluna í gegnum árin.Nú er loksins hægt að hreinsa tankinn í gegnum aftöppun sem sett var á stofnleiðsluna. Það má alveg búast við einhverjum moldarlit á næstunni á meðan kerfið er að jafna sig.Þegar neysla (rennsli) hefur verið lítið mánuðum saman, en svo t.d. heitavatnspottur fylltur ,getur losnað um óhreinindi í leiðslum. Þess má geta þegar farið var ofan í tankinn fyrir 2 árum kom í ljós að hann var loðinn að innan af fínu moldarryki. Tankurinn hefur aldrei verið hreinsaður. Vonandi verður fullt af sjálfboðaliðum til að halda þessari vatnsveitu í lagi. Ekki bara fólk  kvarti og krefjist þess að allt sé í lagi.

Að mínu áliiti væri það einnar messu virði, þegar búið verður að skúra gamla tankinn að innan og skola hann út í gegnum aftöppun á stofnleiðslunni sem er fyrir ofan hverfið að velja einhvern dag og skylda eigendur til að mæta í sumarbústaðinn og að ALLIR sturti niður og opni krana á sama tíma í góða stund. En við það ættu óhreinindi sem hafa safnast saman í gegnum árin að losna.

Til að byrja með væri ráðlegt að sjóða neysluvatn.

Kveðja Benedikt #1

Brenna um verslunarmannahelgina
Jul 27 '16

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 30. júlí.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.

Sjáumst hress :)

Tilkynning frá gjaldkera
Jul 25 '16

Í lok næstu viku verða útistandandi árgjöld og framkvæmdagjöld send til innheimtu hjá innheimtufyrirtæki með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem skulda.  Þetta fyrirkomulag var kynnt á síðasta aðalfundi félagsins.

Skora á þá sem enn hafa ekki gengið frá greiðslu að gera það áður en til innheimtu kemur.

Kveðja,
Sjonni

Hjálp við vatnsveitu
Jul 24 '16

Félagar,

Það gengur vel að koma niður vatnsveitunni en Einar og Benni þurfa aðstoð við að loka skurðinum. Grafan sér um erfiðisvinnuna en það þarf aðeins að hjálpa til hér og þar.

Ef einhverjir geta verið uppfrá með skóflu í fyrramálið, mánudag endilega að hafa samband við Einar í síma 896-3207.