Fréttir
Aðalfundur 2017Apr 13 '17
Kæru meðlimir,
Aðalfundur sumarbústaðafélagins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.
Dagskrá:
- Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
- Skipan í nefndir (brennunefnd, girðinganefnd og gróðurnefnd).
- Kynning á hliðarmálum.
- Umræða um vatnsveitu, hitaveitu og fleira.
- Venjulega aðalfundarstörf.
Kveðja,
Stjórnin
Veðurstöðin er niðriApr 04 '17
Veðurstöðin er niðri og því fáum við ekki veðurfarsupplýsingar í augnablikinu. Ég hugsa að þetta komi ekki í lag fyrr en eftir helgi.
Spáin og myndavélarnar virka áfram.
Komið í lag
Aðalfundur á næsta leytiMar 27 '17
Kæru félagar,
Þá er að fara að líða að hinum árlega aðalfundi sumarbústaðafélagsins okkar. Við höfum tekið frá Gerðuberg miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00.
Frekari upplýsingar verða sendar út eftir stjórnarfund, ca 2 vikum fyrir aðalfundinn.
- Stjórnin
Emax netið niðriMar 24 '17
Emax stöðin í Vindáshlíð er búin að vera biluð núna í sólarhring. Þar af leiðandi eru engar upplýsingar frá veðurstöð eða myndavélum.
Vonum að þeir lagi þetta hjá sér fljótlega.
breytt 25. mar: Komið í lag
Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda.Mar 23 '17
Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda verður haldinn, mánudaginn 27. mars í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 20:00.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
Gestur fundarins; Þjóðskrá, kynning á fasteignamati frístundahúsa
Kaffiveitingar í boði.
Hafið í huga að þetta er ekki aðalfundur sumarbústaðafélagsins okkar en við erum öll meðlimir í landssambandinu og erum því velkominn á aðalfundinn hjá þeim.
- Stjórnin.
Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttakaMar 09 '17
Ég var beðinn um að koma þessu áleiðis:
Kæri viðtakandi
Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka* er tilraunaverkefni sem hefur það markmið að þróa fjölbreyttar aðferðir til að efla samtal og skapa vettvang þar sem fólki gefst tækifæri til að velta fyrir sér tengslum sínum við nærumhverfi sitt. Verkefnið er unnið samhliða aðalskipulagsvinnu í Kjósarhreppi, en við teljum að aukin þátttaka fólks sem hefur þekkingu á svæðinu geti haft jákvæð áhrif á mótun framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið.
Snjómokstur í vikunniFeb 28 '17
Það verður mokað í Norðurnesinu í vikunni.
Siggi ætlaði að mæta á traktornum í dag og moka að hliðum. Því ætti að verða ágætlega fært langleiðina en líklegast eitthvað labb fyrir þá sem eru ekki á velútbúnum jeppum.
Ef spáin heldur er um að gera að nýta góða veðrið og skreppa uppeftir um helgina. :-)
Hitaveita í NorðurnesiðFeb 09 '17
Það er komin staðfesting frá Kjósarveitum að hitaveitan verði lögð í Norðurnesið næsta haust. Jibbí!
Framkvæmdir við okkar legg munu hefjast í júlí og áætlað er að klára fyrir lok september. Eindagi fyrir tengigjald verður í ágúst (sjá gjaldskrá og skilmála).
Þeir sem ætla að tengjast geta nýtt sumarið í að gera allt tilbúið í bústaðnum til þess að geta svo fengið heitt vatn um leið og það er tilbúið. Fyrir þá sem ætla að bíða til sumarsins á eftir með að tengja þá þarf ekki að byrja að greiða mánaðargjald fyrr en vatn byrjar að flæða en það þarf að borga tengigjaldið strax í ágúst.
Varðandi ljósleiðara þá verða lögð rör fyrir honum samhliða hitaveitu en ekki dregið í. Það er ekki komið á hreint hvenær boðið verður upp á það en kostnaður fyrir hvern bústað verður líklega eitthvað í kringum 250þ kr við að fá ljósleiðara til sín. Það koma frekari upplýsingar um þetta síðar.
Til hamingju Norðurnesingjar!
- Stjórnin
Heitt vatn farið að renna um stofnlagnirFeb 01 '17
Þetta er stór dagur fyrir Kjósina okkar!
Veðurstöðin er batteríslausJan 29 '17
Veðurstöðin á nr. 74 er batteríslaus og höfum við því ekki aðgang að veðurupplýsingum þessa stundina nema þegar sól er næginlega hátt uppi til að gefa sólarrafhlöðunni straum.
Ég reyni að redda þessu næstu helgi eða helgina þar á eftir.
Viðbót: Komið í lag
- Nonni