Fréttir

Netið niðri
Sep 25 '17

Rafmagnsleysið í dag olli því að netið datt út hjá mér og ég þarf að sparka eitthvað í þetta. Geri því ráð fyrir veðurstöðva- og myndavélaleysi þar til næstu helgi.

 - Nonni

26. sept: Komið í lag

Byrjað að plægja niður heimtaugar
Sep 02 '17

Kæru Norðurnesingar, þá er komið að því. 

Jón Ingileifs, verktakinn sem sér um Norðurnesið er mættur á svæðið og er byrjaður að plægja niður heimtaugar á svæði 1. Hús nr 20 og 21 voru fyrst en næsta mánuðinn verður þetta svo tekið skipulega fyrir. Það verður því ansi mikið brambölt í Norðurnesinu næstu vikurnar.

Við vorum að skríða yfir helming skráninga í norðurnesinu. Af 63 skráðum lóðum þá eru 32 eigendur búnir að skrá sig.

Það gæti verið ennþá hægt að forskrá sig en um leið og vinnu lýkur í Norðurnesi þá mun heimtaugin vera á almennri gjaldskrá sem er ekki alveg ákveðin en verður a.m.k. 30% dýrari. Ef einhverjir vilja breyta nei í já þá er bara að hafa samband við Sigríði hjá Kjósarveitum og sjá hvort það gangi upp.

Hafið einnig í huga að hægt er að sækja um ljósleiðara án þess að sækja um hitaveitu.

Stefnt er að því að hleypa svo vatni á uppí Norðurnesið okkar í nóvember.

heitar kveðjur,

Stjórnin

 

Píparar flykkjast í Kjósina
Aug 22 '17

Ef fólk vantar pípara þá eru nokkrir sem geta bætt við sig verkum.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/204738/

Takk fyrir brennuna!
Aug 06 '17

Brennan var mjög vel heppnuð þetta árið eins og fyrr. Veðrið lék við okkur og þátttaka var góð.

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók um kvöldið.

Það væri svo gaman að sjá myndir sem aðrir tóku á fésbókarsíðu félagsins.

Þúsund þakkir til Sveins og Úlfhildar í nr 42 sem stóðu að þessu og þeirra fjölskyldu og annarra sem lögðu hönd á plóg.

 - Nonni

Brenna um verslunarmannahelgina
Aug 02 '17

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 5. ágúst.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.

Sjáumst hress :)

Sveinn Val og Úlfhildur

Kátt í Kjós
Jul 13 '17

Nú fer að styttast í Kátt í Kjós. Hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí.

Minni sérstaklega á opið hús í stöðvarhúsi Kjósarveita.

Frekari upplýsingar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0077239.pdf

 

Gróðurdagur 10. júní
Jun 07 '17

Kæru félagsmenn

Næsta laugardag 10. júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 

Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 

Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.

Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.

Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110.  Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.

Kveðja Anna Vala 

Fundargerð frá aðalfundi 2017
May 12 '17

Fundargerð frá aðalfundi 26. apríl 2017 er komin á vefinn. Hún er aðgengileg hérna.

Endilega látið vita ef eitthvað var rætt á fundinum sem er ekki í skýrslunni eða ef þið viljið bæta við einhverjum upplýsingum.

Helstu atriði fundarins voru:

  • Engar mannabreytingar í stjórn
  • Sama félagsgjald og síðast, 15.000 kr
  • Rætt var um neyðarvatnsveitu.
  • Hitaveita verður lögð í sumar. Ekkert því til fyrirstöðu að byrja núna
  • Eitthvað að rofa í hliðamálum. Stjórnin heldur áfram að vinna í því.
  • Gróðurhreinusunardagur verður endurtekinn.
  • Smávegis vegavinna í vor.

Önnur skjöl og kynningar sem farið var í gegnum á fundinum eru aðgengileg í síðu undir Félagið -> Skjöl.

Hafið það sem allra best í sumar!

- Stjórnin

Netið niðri
Apr 24 '17

Netið hjá emax er niðri enn einu sinni og því eru ekki veðurfars- og myndagögn aðgengileg.

Komið í lag

Aðalfundur 2017
Apr 13 '17

Kæru meðlimir,

Aðalfundur sumarbústaðafélagins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Skipan í nefndir (brennunefnd, girðinganefnd og gróðurnefnd).
  • Kynning á hliðarmálum.
  • Umræða um vatnsveitu, hitaveitu og fleira.
  • Venjulega aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin