Fréttir

Leiðrétting: Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn
Nov 20 '17

Við hlupum á okkur í fyrri frétt um hitaveitu. Einungis hefur verið hleypt á svæði 3 (efsta svæðið). Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn því það varð seinkun á að setja upp tengikassa.

Þetta verður að öllum líkindum klárað í vikunni og við sendum út frétt þegar það hefur verið gert.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

- Stjórnin.

Breyting: Allt komið inn núna

Heitt vatn byrjað að flæða um Norðurnesið
Nov 15 '17

Kæru félagar,

Þá er komið að stóru stundinni. Búið er að kveikja á hitaveitunni upp í Norðurnesið okkar!

Hús nr. 56 var fyrst til að tengjast sl. mánudag og gekk allt saman vel fyrir sig.

Það er eftir engu að bíða fyrir píparana að klára að tengja og hringja svo í Kjartan hjá Kjósarveitum.

Til hamingju með þennan áfanga Norðurnesingar!

 - Stjórnin

 

Svæði 3 lokað í dag, 9. nóv
Nov 09 '17

Lokað verður upp á svæði 3 (efsta svæðið) eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 9. nóv vegna lagningar hitaveitu.

Á morgun, föstudag verða kannski einhverjar óverulegar lokanir og vinnuvélar færa sig ef fólk þarf að komast framhjá. Fólk ætti því ekki að lenda í vandræðum með að komast uppeftir um helgina.

Stjórnin

Svæði 2-3 lokuð 8. nóv
Nov 08 '17

Frá Kjósarveitum:

Gröfutækni eru komnir að miðsvæðinu að sjóða saman stál-stofninn.

Þeir verða að loka veginum á milli Norðurness 24 og 58 vegna suðuvinnu, frá hádegi og fram eftir degi í dag, miðvikudaginn 8. nóv.

Aðgengi að efsta svæðinu verður einnig takmarkað á þeim tíma.

Þeir eru bjartsýnir að þeir verði ekki lengur en út vikuna með það sem eftir er með stofninn. Sem þýðir að hægt verði að hleypa á Norðurnesið í næstu viku!

Eftir það verði þeir farnir af svæðinu og færi sig yfir í Vindáshlíðina.

Með Kjósarkveðju,
Sigríður Klara Árnadóttir

Nú er frost á fróni
Nov 03 '17

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá var ansi vetrarlegt um að lítast á myndum frá Norðurnesinu í morgun.

Það er spáð frosti næstu daga og ekki væri úr vegi að kíkja uppeftir og sjá hvort ekki sé allt tilbúið fyrir veturinn.

 - Stjórnin

Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslag
Nov 01 '17

Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána

Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

 - Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir (gudbjorgr@hi.is)

Vegur að svæðum 2-3 lokaður í fyrramálið, 1. nóv
Oct 31 '17

Eitthvað gekk erfiðlega að þvera veginn í dag við Gildruholt og því þurfa þeir að loka veginum á morgun, 1. nóv til að klára þetta.

Þeir eru að vonast til að klára þetta fyrir miðjan dag.

 

Vinna við stofnlögn
Oct 26 '17

Gröfutækni verður að vinna við stofnlögn upp að Norðurnesinu næst tvær vikurnar (til ca. 10 nóv) og búast má við einhverjum lokunum.

Það ætti samt aldrei að vera lokað lengi í einu þannig að ekki mun þurfa frá að hverfa ef við komum að vinnutækjum á veginum.

 - Stjórnin

Netið endurbætt
Oct 18 '17

Sumarbústaðafélagið hefur ákveðið að gerast áskrifandi af 3G neti símans í bústaði nr. 74 þar sem veðurstöðin og myndavélarnar eru til húsa. Þetta nýja net kemur í staðinn fyrir gömlu emax tenginguna sem hefur verið endalaus vandræði með frá byrjun.

Jón í nr. 74 hefur sjálfur staðið fyrir kostnaði nets hingað til en núna tekur sumarbústaðafélagið yfir rekstur tengingarinnar.

Þetta nýja net er vonandi þónokkuð tryggara og við vonum að uppitími myndavéla og veðurstöðvar verði eitthvað betri þennan veturinn (þrátt fyrir að annarskonar vandamál geti alltaf komið upp).

 - Stjórnin

Heimtaugum lokið
Oct 16 '17

Lokið hefur verið við að leggja heimtaugar fyrir hitaveituna í Norðurnesinu. Okkur sýnist að vel hafi verið staðið að verkinu og að frágangurinn sé allur til fyrirmyndar.

Verktakarnir eru ekki alveg búnir á svæðinu en það sem er eftir er að klára stofnlagnir.

Ef einhverjir hafa athugasemdir við verkið endilega hafið samband við stjórnina og við komum því áleiðis til Kjósarveitu.

Nú fer að styttast í að hleypt verði á!

Heitar kveðjur,

 - Stjórnin.