Aðalfundur 2022
May 12 '22
Árni setti fundinn klukkan 20:05 og var Jón Snædal kjörinn fundarstjóri.
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar en las í ógáti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Réttmæt fundargerð síðasta aðalfundar var lesin. Engar umræður voru um fundargerðina og skoðast hún samþykkt. Sama gilti um skýrslu stjórnar sem ritari las í ógáti í stað fundargerðar síðastar árs. Engar umræður eða fyrirspurnir voru um skýrslu stjórnar og skoðast hún því samþykkt, að mati fundarstjóra.
Gjaldkeri fór yfir reikninga síðasta árs og útskýrði tölur og samantektarliði ársreiknings. Spurt var um það hvenær nýr eigandi gengur í félagið. Stjórn svaraði því til að samkvæmt. kvöð í greinargerð deiliskipulags ber að tilkynna eigendaskipti lóða og húsa á félagssvæðinu til félagsins. Fundarstjóri beindi þeim tilmælum til stjórnar að kanna stöðu félagsis varðandi upplýsingaröflun um þá sem eiga lóðir og hús á svæðinu svo innheimta félagsgjalda gangi snurðulaust fyrir sig. Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum við árseikning og skýrslu gjaldkera en engar bárust og því skoðast reikningar samþykktir.
Enginn bauð sig fram til formanns og Árni gaf kost á sér áfram og skoðast réttkjörinn formaður. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér og voru endurkjörnir. Sigurður, Karl, Jón B. og Ragnhildur. Benedikt gaf ekki kost á sér til að sitja sem varamaður. Aðalmenn stjórnar voru endurkjörnir eins og fyrr segir og Erla í bústað nr. 31 gaf kost á sér sem varamaður í stjórn – og var kjörin.
Framkvæmdaáætlun var kynnt af formanni. Gert er ráð fyrir að drýgstur hluti heildarupphæðar framkvæmdaáætlunar á komandi ári fari í vegagerð og uppsetningu símahliðs. Vatnsveitan er með
hluta af þeirri fjárveitingu en fyrir liggur samþykki fyrri aðalfunda að leggja á sérstakt
framkvæmdagjald, aðallega vegna vegaframkvæmda en einnig til vatnsveitu. Nokkur umræða var um félagsgjöld í sambærilegum félögum og þykja félagsgjöldin lág í Norðunesi. Framkvæmdaáætlun er því knöpp og framkvæmdaáætlun eingöngu fjármögnuð með aukaframkvæmdagjaldi.
Í um ræðu um félagsgjald kom fram tilllaga um hækkun félagsgjalds í kr. 40.000. Það var samþykkt án mótatkvæða. Framkvæmdaátlun var lögð fram frá stjórn upp á kr. 6.250.000. Hún var borin upp til samþykktar og engin greiddi atkvæði á móti. Þá var og samþykkt á fundinum að innheimta framkvæmdagjöld sem samþykkt hafa verið á umliðnum aðalfundum. Félagsgjald kr. 40.000 verður innheimt með sérstakri greiðslu og framkvæmdagjald (kr. 40.000,- vegna vatnsveitu pg vega og kr.
25.000 vegna símahliðs) verði innheimt með einum greiðsluseðli, samtals kr. 65.000,-
Undir liðinum önnur mál var rætt um vandræði við að skrá sig inn á vefinn og einnig um takmarkanir á notkun vefjarins, til dæmis til að setja inn fréttir og myndir og annað sem mætti færa til betra horfs. Lagt var til að uppfæra í til dæmis ”open source” hugbúnað. Rætt var um vatnsveitu og leka sem hugsanlega er á svæðinu milli lóða 50 og 51. Rarik lagaði kapal á miðsvæði þann 12. maí sem var nánast ofanjarðar við bústað 44. Sigurður Sveinn fór stuttlega yfir teikningu af vatnsveitunni og útskýrði legu lagna. Sigurður Sveinn fræddi fundarmenn stuttlega um efnasamsetningu heita vatnsins og útfellingu brennisteins í heitum pottum. Þá voru girðingamál nefnd og kom fram að það þyrfti að lagfæra girðingu í gilinu. Skipun nefnda var að tillögu fundarstjóra vísað til stjórnar og henni falið að halda frekar sérstaka daga og boða þá sem eru fúsir að leggja fram krafta sína til að lagfæra girðingar og annað sem fellur til. Þá er brennunefndin ekki lengur virk.
Ábending kom fram um að lagfæra ræsi á veginum á svæði 2 og bæta við ræsum og rörum undir veginn.
Jón Snædal fundarstjóri sleit fundi klukkan 21:45