Aðalfundur 2018
May 06 '18
Aðalfundur Sumarhúsafélagsins Norðurnesi.
Formaður setur fundinn þann 25 apríl 2018 kl. 19.30 með örlítið breyttu sniði vegna málefnis um rafmagnshlið. Fundarstjóri á þessum hluta fundarins er Sveinn formaður landsambands sumarhúsaeigenda. Sigurður þakkar traust og andmæli eru engin.
Gestir fundarins eru :
Ríkharður Pálsson
Sigurður Pálsson
Guðbjörg Eygló Þorgilsdóttir
Reynir Pálsson
Kristrún Sigurðardóttir
Jón Egilsson (lögmaður f.h Bílfells)
Sigurður (á Hrosshól)
Guðmundur Oddviti Kjósarhrepps.
Rætt er um hvort lagaleg rök séu um að ekki megi setja hlið á veg og hver rök mótaðila séu.
Spurt er hvort megi loka „þjóðleið“ , er þörf á að loka vegna óvelkominna gesta?
Svarað er að engar stofnanir svo sem Vegagerð, Samgönguráðuneyti eða Minjavernd setjí sig upp á móti lokunum á þessum vegi enda sé þetta einkavegur samkvæmt skilgreiningu í eigu landeigenda og Kjósarhrepps. Talin er þörf á lokunum vegna þess að þó nokkur innbrot hafa verið framin í Norðurnesi um nokkurra ára skeið.
Anna Vala (15) nefnir að rafmagnshlið sé mikið öryggisatriði, líka vegna slysa, veikinda eða þess háttar atriða.
Guðbjörg Eygló (Bílfell) talar um að hefð sé á veginum og umsamið hafi verið á milli fyrri landeigenda á Möðruvöllum 1 og Möðruvöllum 2 að eignarhald sé sameiginlegt yfir veginum.
Sigurður (57) talar um að skýra þurfi skilgreiningar vegna þessa vegs.
Geir Hauksson talaði um að „þjóðleið“ hafi aldrei verið bílvegur.
Sigurður á Hrosshól áréttar um að þetta sé gömul þjóðleið er liggi frá Reykjavík og upp í Borgarfjörð.
Kosið er með handauppréttingu um hlið.
23 með
6 á móti
2 sátu hjá.
Gestir yfirgefa salinn.
Sveinn kynnir starf Landsambandsins. Fer yfir hvað félagið stendur fyrir og hvaða málefni eru hæst á baugi núna. Þar skal nefna fasteignagjöld, öryggisnúmer ofl. Að því loknu kveður Sveinn og formaður tekur við og kallar eftir nýjum fundarstjóra sem er Geir Hauksson. Hann er samþykktur.
Ritari les fundargerð síðasta árs. Formaður les skýrslu stjórnar. Gjaldkeri kynnir reikninga og fer yfir kostnað. Nefnir þar á meðal tilefni til kostnaðar vegna tjóns sem mikil leit lá á bak við og var félaginu dýr. Þarf að skoða hver ber ábyrgð.
Engin umræða var um skýrslu stjórnar.
Kosning stjórnar:
Jón Bjarnason formaður
Sigurjón Friðjónsson gjaldkeri
Guðrún María Gísladóttir ritari
Sigurður Jónsson meðstjórnandi
Björgvin Hauksson meðstjórnandi
Sveinn Val varamaður.
Skoðunarmenn: Karl Arthúrsson og Geir Hauksson
Framkvæmdaráætlun stjórnar kynnt:
Hlið kr. 2.500.000.-
Viðgerðir á girðingu kr. 200.000.-
Vegagerð kr. 1.000.000.-
Annað kr. 200.000.-
Lagt var fyrir að auka félagsgjald upp í kr. 20.000.- per ár og kosið sérstaklega vegna framkvæmdagjalds kr. 35.000.- per lóð ef farið verður í að setja upp hlið. Gjöld samþykkt.
Kynnt eingreiðslu fyrirkomulag vegna nýrra lóða, nú þegar vegna vatns og þá líka ef af hliði verður. Kr.65.000.- vegna vatnsveitu og 35.000.- vegna hliðs. Sett kvöð á seldar lóðir.
Vegagerð: neðstu 100 metrarnir mjög aðkallandi, Einar komin með verktaka í málið. Einnig til að grafa undan öllum kindahliðunum. Laga ræsi við bústað 14-15. Skoða að bæta ofan á vatnslögn á svæði 2. Einar óskaði eftir tillögum og bað fólk um að vera í sambandi vegna vega viðgerða.Hitaveita lager veg eftir sig að sögn Einars.
Skilti: Enginn bauð sig fram í verkið.
Girðingar: Kristján Jón og Björgvin ætla að skoða girðingar og lagfæra ef þörf er á.
Vatnsveita: Áréttað að frágangur á lóð sé í lagi. Má annars jafnvel gera ráð fyrir að fá reikning vegna viðgerða. Skoða hvað er hægt að gera til bóta vegna vetrarveitu ofl.
Vatnsveitunefnd: Benni (1) og Sigurður (57)
Hitaveita: Nægur hiti og er að koma vel út. Ekki kominn hemill á vatnið.
Gróðrardagur félagsins: Sjonni og Anna Vala (145) sjá um. Lúpína, Kerfill og annað á sameiginlegum svæðum.
Gróður við veginn myndar mikla skafla og ís yfir veturinn, má fjarlæga eitthvað af þeim gróðri sem liggur við veg til að reyna að halda vegi betur opnum yfir veturinn ? Guðmundur Jóhannesson (45) ætlar að kanna þetta mál og tala við lóðaeigendur um úrlausn.
Brenna: Sveinn Val og fjölskylda ætla að sjá um hana eins og þau hafa gert með miklum sóma síðustu tvö ár.
Sorpgámur: Fólk beðið um að taka sig á með hvaða það setur í gáminn, allt of mikið af rusli sem alls ekki telst heimilissorp fer í gáminn. Við höfum reyndar send andmæli til hreppsins þar sem vitni eru að því að margir aðrir en við erum að henda í þennan gám. Ætlumst við til þess að það sé tekið til greina og höfum fengið viðurkenningu á því. Ef hlið verður sett upp þá mun gámurinn fara inn fyrir hlið.
Hliðnefnd: Guðrún M. Gísladóttir (59), Árni R. Gíslason (59) og Guðmundur Jóhannesson (45)
Dagskrá tæmd og fundi slitið kl: 21.56. Mættir voru 39 frá 29 lóðum.