Aðalfundur 2017
Apr 26 '17
Aðalfundur hjá Sumarhúsafélaginu Norðurnesi.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Gerðubergi þann 26 apríl 2017. Þetta var 41 fundur félagsins. Formaður setti fundinn og óskaði eftir fundarstjóra. Geir Hauksson var samþykktur sem fundarstjóri.
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
Formaður flutti skýrslu stjórnar:
Gjaldkeri fór yfir reikninga.
Opnað fyrir spurningar vegna þessa. Karl no. 10 spyr um vatnsveitugjald.
Skýrsla stjórnar samþykkt.
Kosning stjórnar:
|
Formaður |
||
|
Ritari |
||
|
Gjaldkeri |
||
|
Meðstjórnandi |
||
|
Meðstjórnandi |
||
|
Varamaður |
||
|
|
|
|
Skoðunarmenn verða áfram þeir Geir Hauksson (44) og Karl Arthúrsson (10) Í brennu og skemmtinefnd verða Sveinn Val og Úlfhildur Guðmundsdóttir (42 – 43) Í veganefnd verður áfram Einar Sveinn Arason (62).Vefumsjón verður í hondum Jón Bjarnasonar (74)
Jón kynnir drög að rekstraráætlun 2017-2018.
Vegagerð 500.000
Snjómokstur 200.000
Skilti 100.000
Viðhald 200.000
Óbreytt félagsgjald og ekkert framkvæmdargjald.
Mál til umræðu: vegagerð- fyrirhugað að skoða rör á svæði 2 nálægt bústað 42. Hreinsa undan kindahliðum og bæta aðal veg neðst við brennusvæði ca. Annað ekki í kortunum að sinni.
Beiðni hefur komið frá fólki á svæði 2 um lengri veg á svæði 3 og gera bílastæði þar upp á betri vetrar aðkomu. Bæta má efni í gilið til að færa veg og gera fleiri skurði. Skoða má þetta í framtíðinni.
Árni (59) spyr hvar hitaveitulögnin komi upp gilið - það er ekki vitað ennþá. Sigurður (56) vísar í teikningar frá Verkfræðistofu. Benni (1) spyr um kindahlið – hreinsað verður upp úr þeim í sumar. Birna (32) talar um að það vanti rör á svæði tvö við hús 31-32-33. Hafþór (76) talar um skemmd á vegi eftir fyrri vegagerð. Sveinn Val (42) talar um lagfæringu á neðsta part vegarins.
Vatnsveita er nú eign félagsins, Einar og Benni unnu mikið að stækkun veitunnar síðasta sumar og fá þakkir fyrir. Nýja veitan er ekki vandamálalaus, liggur heldur lágt sem þýðir lágan þrýsting á svæði 3. Benni sagði félagsmönnum frá ástæðum þess. Hann hefur skoðað neyðarveitu núna eftir veturinn og er hún í fínu lagi. Árni (59) spyr hvort við séum skuldbundin til að utvega óseldum lóðum á svæði 3 vatn. Svo er ekki. Karl (10) talar um gruggugt vatn síðasta haust. Geir (44) spyr hve mikil áhrif hefur hitaveitan á vatnsveitu? Það er ekki vitað en reynsla sýnir að kaldavatns notkun vill heldur aukast við innleiðingu hitaveitu.
Hitaveita verður lögð síðla sumars. Eindagi tengigjalds kr. 890.000 líklega 1 ágúst 2017. Mánaðargjald kr. 12.400 m.v 3 l.m. Tilvalið að byrja sem fyrst að undirbúa, þ.e þeir sem ætla að taka hana strax inn. Gerð var óformleg könnun á því hverjir ætla að byrja í sumar og það voru ekki miklar undirtektir og líklega verða ekki nema örfáir á svæðinu sem ætla sér að tengjast þetta árið. Rætt var um hvort fólk myndi taka sig saman til að nýta betur verktaka en félagið mun ekki hafa milligöngu í þeim efnum.
Fyrirspurn Erla (31) þarf varmaskipti? Sigurður (56) talar um að það þurfi að vera lokað kerfi svo hægt sé að tryggja húsið. Fyrirspurn verður send á Kjósarveitur.
Vitum ekki með neysluvatnið. Einnig þarf að veita vatni frá húsum og hefur það ekki áhrif á lífríki.
Kynning á hliði við aðalveg: Guðrún María (59) hefur unnið að því að sjá hvort leyfi fáist fyrir hliði á aðalveg til að loka á almenna bíla umferð að sumarhúsunum. Komu þar fram sterk mótmæli sem reyndust á endanum skapast af misskilningi um lokun. Kosið var um hvort áfram ætti að vinna í þessu máli og var yfirgnæfandi áhugi á því.
Lúpína: Ákveðið var að hafa sláttudag vegna Kerfils og Lúpínu á opnum svæðum innan girðinga við mismikla hrifningu félagsmanna. En meirihluti fundargesta kaus með slætti og ætla Anna Vala og Sjonni (15) að sjá um þá skipulag á því.
Kindahlið: Einar (62) og Jón (Tönnin) sjá um að grafa upp úr kindahliðum.
Girðingar: Kristján Jón (23) og Ólafur Guðmundsson (16) ætla að skoða girðingar og laga það sem þarf að laga.
Fram kom að unnið verður áfram að slitlagi á Kjósarskarðsveg og spurning hvort félagið getur nýtt efni sem Vegagerðin telur sig ekki getað notað.
Fundi slitið kl. 21.50. Mætting 34 frá 27 eignum.