Aðalfundur 2016
Apr 27 '16


Aðalfundur Sumarhúsafélagsins Norðurness 2016.

Aðalfundur félagsins var haldinn í Gerðubergi  miðvikudaginn 27 apríl 2016. Formaður setti fundinn og óskaði eftir fundarstjóra. Geir Hauksson var samþykktur sem fundarstjóri.

Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.

Formaður flutti skýrslu stjórnar: Skýrslan er aðgengileg hérna.

Gjaldkeri fór yfir reikninga. Reikningar eru aðgengilegir hérna.

Karl Arthúrsson bar fram spurningu um hvort einhver væri í skuld með vatnsveitugjald – svarið var nei.

Skýrsla stjórnar var samþykkt.

Lagabreytingar, búið var að senda á fólk bæði gömlu lögin og þau nýju sem eru þá í stíl við landslög. Sæst var á að kalla þetta ekki lög heldur samþykktir eins og tíðkast hjá Landsambandinu. Ný samþykkt var borin undir atkvæði og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Kosning stjórnar:

Jón Bjarnason

Formaður

Norðurnes 74

Guðrún María Gísladóttir

Ritari

Norðurnes 59

Sigurjón Friðjónsson

Gjaldkeri

Norðurnes 15

Hörður Geirlaugsson

Meðstjórnandi

Norðurnes 17-18

Birna Markúsdóttir

Meðstjórnandi

Norðurnes 32

Sveinn Val

Varamaður

Norðurnes 42-43

Skoðunarmenn verða áfram þeir Geir Hauksson (44) og Karl Arthúrsson (10) Í brennu og skemmtinefnd verða Sveinn Val og Úlfhildur Guðmundsdóttir (42 – 43) Í veganefnd verður áfram Einar Sveinn Arason (62) Valur og Védís (14) ætla að skoða girðingar þetta árið eins og svo oft áður.Vefumsjón verður í hondum Jón Bjarnasonar (74)

Komin er ný vatnsveitunefnd. Benedikt  Svavarsson (1-2) Martin Smárason (19) og síðan sérstakur aðstoðarmaður um tíma verður Einar Sveinn Arason (62)

Ákveðið var að skipa gróðurnefnd og ætlar Anna Vala Arnardóttir (15) að stýra henni. Stefnt er á að hafa kannski sameiginlegan sláttudag í kringum 20 júní þar sem við viljum stemma stigu við Lúpínu eða Kerfli. Fundurinn samþykkti að þessar plöntur væru óæskilegar.

Vatnsveita

Lagt var fyrir fundinn tvær tillögur að vatnsveitu sem kölluðust vatnsveita #1 sem kom frá Magnúsi (35) og síðan vatnsveita #2 sem kom frá Benedikt og Einari. Ekki var kosið um tillögu 1 þar sem hún fékk ekki undirtektir en tillaga #2 var lögð fram og kynnt. Talið er að þetta sé endanleg vatnsveita og eigi að koma inn þegar þrýstingur fer að falla í gömlu veitunni. Rukkað verður sérstaklega fyrir þessa framkvæmd með gjalddaga í júní. Ákveðið var að það yrði kr. 32.000.- Atkvæði voru greidd og fékk tillagan 31 atkv Já og 5 atkv sátu hjá. Telst tillagan samþykkt.

Vegamál

Ákveðið er að halda áfram með framkvæmdir á vegi þar sem frá var horfið í fyrra. En töluvert minna verður gert núna og aðeins notað af þeim sjóði sem félagið á.

Árgjald verður áfram óbreytt þetta rekstrarár. Rekstrarárið verður hér eftir frá 1 mai til og með 30 apríl.

Mættir á fund voru 38 frá 36 lóðum.

Fundi slitið kl.22.18

Ritari: Guðrún María Gísladóttir