Stjórnarfundur
Jun 08 '15


Stjórnarfundur hjá Sumarhúsafélagi Norðurness 

Stjórnarfundur var haldinn þann 8 júní 2015 hjá formanni félagsins Jóni Bjarnasyni. 

Auk stjórnar voðu boðaðir meðstjórnendur, skoðunarmenn og veganefndin. 

Mættir voru Jón Bjarnason formaður, Einar Arason úr veganefnd, Sigurður Rúnarsson gjaldkeri, Guðrún María Gísladóttir ritari, Richard Jónasson, Sigurjón Friðriksson meðstjórnendur og Geir Hauksson skoðunarmaður. 

Mál sem tekin voru fyrir voru eftirfarandi: 

Vegamál 

Búið er að senda inn formlega umsókn til Vegagerðar ríkisins um að vegurinn inn Norðurnesið verði gerður að héraðsvegi. Það þykir sjálfsagt að láta á reyna þrátt fyrir að málið gæti reynst erfitt að sækja. Við teljum okkur hafa aðeins betri málstað en önnur sumarbústaðafélög sem hafa fengið neitun því vegurinn sinnir ekki eingöngu félaginu.  

Sigurður á Hrosshóli leggur fram umsókn um stuðning hreppsins við félagið við að laga veginn miðvikudaginn 10 júní. Við bíðum spennt eftir að heyra hvernig það fer því sanngjarnt væri að hreppurinn taki þátt í vegi sem bæði nýtist öðrum en félaginu og er nauðsynlegur til að hreppurinn geti selt lóðir á nýja svæði. 

Rætt var um hvað þyrfti að gera strax og ákveðið var að Einar Arason í veganefnd hefði yfirumsjón um að skoða það sem þarf að vinnast strax og láta gera það. Hann verður í sambandi við Sigurð Finnson sem er einnig í veganefnd til aðstoðar. Byrjað verður utan girðinga og lagfærðir þeir staðir sem komu mjög illa undan vetri. Í framhaldi verður skoðað hvað þarf almennt að gera á svæðinu og kostnaður við það.  

Það sem þarf að gera er að minnsta kosti að bæta við nokkrum ræsum, gera skurð í vegabrún og hækka veginn á nokkrum stöðum. Komu fram hugmyndir um að nota efni úr hólnum nálægt gula sumarbústaðnum og það er eitthvað sem Sigurður á Hrosshóli hefur minnst á. 

Eftir að úttekt hefur verið gerð og humyndir um kostnað komnar fram þá verður ákveðið hvort þetta sé eitthvað sem verður dekkað af framkvæmdargjaldi eða hvort við ættum að kalla saman meðlimafund og ræða auka greiðslu vegna vegaframkvæmda. 

Snjómokstur gekk vel miðað við aðstæður síðasta vetur og stjórnin gefur veganefnd umboð til að endurtaka þetta næsta vetur. Miðum við að kostnaður verði svipaður og síðasta vetur, eða u.þ.b. 200þ. 

Eftirlitsmyndavélar 

Það er útséð með að hægt verði að loka veginum með einu hliði. Hreppsnefndin hefur fjallað um það mál og gefið nei. Núverandi stjórn ætlar ekki að beita sér meira fyrir sameiginlegu hliði og lítur svo á að því máli sé lokið.

Þess í stað hefur Jón formaður verið að skoða kostnað við að koma upp myndavél sem myndar þá alla umferð inn á svæðið. Fengið var tilboð frá Öryggismiðstöðinni sem þótti frekar hátt (um 400.000.-) Jón skoðaði þá möguleika sem í boði voru og sá út að hann gæti líklega gert þetta sjálfur fyrir töluvert minni upphæð (ca 100.000.-). 

Auk uppsetningarkostnaðs er svo mánaðarlegur netkostnaður og svo rafmagnskostnaður sem allt í allt gæti numið 30-80þ á ári eða 1-2þ á hvern bústað, sem væri innifalið í framkvæmdargjaldi.

Við höfum þegar fengið vilyrði fyrir rafmagni frá neðsta bústaðnum á móti brennunni. Einnig hefur hann talað við einhverja eigendur á svæðinu sem eru hægra megin við Trönudalsánna á leið uppeftir sem tóku okkur mjög vel og hafa boðust til að í að koma að ýmsum kostnaði við verk og vinnu félagsins sem gagnast báðum eins og vegagerð, snjómokstur og eftirlit 

Beðið er eftir leyfi hreppsins að fá að setja upp myndavélar þarna. Einnig þarf skilti sem láta vita af myndavél samkvæmt lögum (Sigrún á nr 74). Ef það er flókið að fá leyfi fyrir myndavélum við veginn þá gætum við séð til með að staðsetja hana innan girðingar á gula sumarbústað ef eigendur samþykkja það. 

Jón er búinn að kaupa vél sjálfur og byrjaður að gera tilraunir. Við vonumst til þess að það sé hægt að klára að koma upp myndavél í sumar og uppsetningarkostnaður verði dekkaður af framkvæmdargjaldi. Ef það gengur ekki upp þarf að kalla eftir samþykki félagsmanna fyrir aukagreiðslu.

Það er hægt að sjá tilraunastarfssemina á bústað nr. 74 undir vélinni "Norður2": http://nordurnes.is/Webcam

Hliðamál

Fá verð í hliðarstólpa og hlið (hliðgrind) inn á svæði 3 (nýja svæði). Guðrún tekur að sér að fá þau verð. Önnur hlið talin í lagi að sinni. 

Áhugi á að fá talnalás á það hlið í staðinn fyrir lyklalás til að sjá hvernig þeir endast og koma út. Þetta myndi gera meðlimum kleift að fá heimsóknir án þess að þurfa að taka á móti fólki við hlið. Richard tekur að sér að finna réttan lás og gera þessa tilraun. Mögulega verður svo settur upp talnalás á hinum hliðinum á næsta ári. Það væri jafnvel möguleiki að hafa bæði talna og lyklalás.

Landsambandið 

Jón uppfærði skráningu okkar hjá félaginu. Kominn er nýr og öflugur vefur hjá þeim. Kemur til greina að leita til þeirra ef neikvætt svar kæmi frá Vegagerðinni ef talið væri að það gæti hjálpað. Fyrri stjórn missti af aðalfundi landsambandssins þetta árið en við mætum næst. Við stefnum að því að fá aðgang að fréttaveitu landssambandsins og sýna þær fréttir á síðunni okkar. 

Jón ætlar að fá félagið okkar skráð á kjósarvefinn eins og önnur félagasamtök í kjósinni. 

Vatnsveitugjald 

Ákveðið var að halda áfram að innheimta vatnsveitugjald að upphæð kr.37.000.- til þeirra sem eru að tengja sig við veituna af neðra og efra svæði. Sigurður gjaldkeri sér um það og hefur leyfi stjórnar til að taka á því eins og hann telur rétt.

Einnig ætlar hann að ítreka það við Sigurð fyrrverandi jarðeiganda að hann geti ekki selt lóðir með tengigjaldi inniföldu og biðja um að þetta sé tekið fram við sölu lóða.

Önnur mál 

Víðir á nýja svæði

Talað var um að hreinsa gróður við veg inn á efsta svæði til að minnka líkur á snjógildrum eins og mynduðust síðasta vetur. Fólk er hvatt til að hreinsa víðinn úr skurðinum á milli efra svæðis og nýja til að vegurinn verði auðveldari í snjóhreinsun næsta vetur. 

Göngustígur á milli efra og nýja svæðis

Einnig var ákveðið að fá hlass frá Jóni á Hálsi til að setja í göngustíg á milli efra og efsta svæðis. Einar ætlar að sjá um að panta það og áveðið að skora á félagsmenn að mæta á svæðið með hjólbörur og skóflu til að búa til stíginn. Er þá komin góð tenging á milli svæðanna í framhaldi af göngubrú er gerð var síðasta sumar.  

Einar er þegar búinn að fá þetta hlass og við munum auglýsa eftir fólki til að hjálpa til við að leggja þennan stíg á næstu vikum.

Það væri mjög gott ef hægt væri að koma á einhverri göngutengingu milli neðra og efra svæðis. Ekki var komið auga á neinn stað sem myndi henta fyrir slíkt en það væri gaman ef félagsmenn spá aðeins í þessu. 

Ruslagámur

Ruslagámur orðinn ansi lélegur og mikið opinn, Richard ætlar að tala við þá sem bera ábyrgð á honum og sjá hvort ekki sé hægt að laga það.  

Skilti

Sigrún Geirsdóttir (nr 74) ætlar að sjá um að láta gera þau skilti sem vantar á svæðið. Það vantar amk númeraskilti fyrir nýja svæði og svo 'svæðið er vaktað' skilti. Einnig er spurning að fá númeraskilti á hlið inná hvert svæði fyrir sig.

Vatnsveita

Sigurður Rúnars ætlar að fylgja eftir með vatnsnefndinni að skoða hvort við getum aukið vatnsrýmd í vatnsveitunni og ætlar að ræða við hreppinn um hvernig hann getur komið að framkvæmdunum, enda er stærri vatnsveita skilyrði fyrir því að hægt sé að selja lóðir á svæðinu. 

Vegir á nýja svæði

Rætt var um hugmyndir að tengja vegi á efsta svæði fyrir ofan snjólínu og að endurbæta bílastæði á nýja svæði til notkunar fyrir efra svæðið á veturnar. Einnig var rætt um að bæta við göngustígum á efsta svæði og tröppum yfir grindverk en það verður líklega ekki ráðist í það á þessu ári. 

Illgresi

Rætt var um lúpínu og kerfil og stefnu félagsins. Það barst kvörtun vegna tilmæla stjórnar frá því í síðustu viku og ákveðið að ræða þetta nánar á næsta aðalfundi. Stjórnin er engu að síður samstíga um að stefna okkar ætti að vera að lúpína og kerfill séu óvelkomin þrátt fyrir að fólk verði ekki skikkað til að hreyfa við þessum gróðri á sínum eigin lóðum að svo komnu.

Lög

Rætt var um endurskoðun á lögum félgsins. Við fundum um það fyrir næsta aðalfund og komum með tillögur að breytingum þá. 

Framkvæmdargjald

Framkvæmdargjald verður framvegis innheimt strax eftir aðalfund (í stað þess að gera það í júní eins og áður) og eingöngu í gegnum heimabanka. Þeir sem eiga erfitt með að greiða í heimabanka verður gefinn kostur á að millifæra. Það er ekki óhugsandi að það þurfi að hækka framkvæmdargjaldið eitthvað aftur á næsta ári.

Aðalfundur

Næsti aðalfundur ætti að vera haldinn um miðjan apríl en ekki lok maí eins og síðast.  

 

Stjórnin vill hvetja alla að hafa samband með tillögur og athugasemdir. Til að hafa samband við stjorn er best að senda tölvupóst á stjorn@nordurnes.is.

Fundi slitið kl.23.00