Aðalfundur 2015
May 27 '15


Aðalfundur Sumarhúsafélagsins Norðurnes.

Aðalfundur félagsins var haldinn í Gerðubergi þriðjudaginn 27.04.2015. Mættir voru 33 frá 23 lóðum. 

Formaður setti fundinn og óskaði eftir fundarstjóra. Jón Snædal frá húsi no.9 var samþykktur sem fundarstóri. 

Ritari las fundargerð siðasta aðalfundar, hún var samþykkt.

Formaður flutti skýrslu stjórnar

Jón á Hálsi bar ofan í vegi, efni gróft og viðgerð dugar skammt. Þörf á frekari endurbótum. Spurning hvernig það verði gert. Runnið úr grjóthleðslu við ræsi, vantar fleiri ræsi og þarf að endurnýja önnur.

Girðing virðist koma illa undan vetri og var talað við Val sem var tilbúinn að taka verkið að sér.

Vatnstank þarf að stækka. Benni og Maggi fylgjast vel með og hafa þökk fyrir. 

Einar Arason fóstraði brú yfir skurð við göngustíg og kláraði það með sóma.

Einnig komin önnur brú yfir skurðinn nær hliði, það hlið var unnið af Hafþóri í bústað 76.

Komin eru stórbætt sjónvarpsskilyrði, vel við haldin netsíða og nú síðast Facebooksíða fyrir félaga í þessu hverfi. 

Snjómokstur að hliðum þegar hægt var og þurfti eftir áramót. Kostnaður var liðlega 200.000.- 

Færður var þakkarvottur því fólki sem ákveðið vara að umbuna á síðasta aðalfundi.

Hitaveitumál  - þar er allt á fullu og lítur vel út.

Formaður hyggst hætta störfum og bað um uppástungur um nýjan formann.

Skýrsla formanns samþykkt

Gjaldkeri útskýrði ársreikning og var hann samþykktur. Reikningar eru endurskoðaðir. Hús 33 og 16 eru í skuld. Vatnsgjald vegna bústaðar no. 27 verður innheimt. Nýr eigandi að húsi 42-43 telur sig hafa keypt eignina kvaðalausa. 

Engar lagabreytingar liggja fyrir.

Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

Jón Bjarnason var kosinn formaður til eins árs, ritari og gjaldkeri sitja áfram seinna árið af tveimur.

Meðstjórnendur þeir sömu og áður

Skoðunarmenn voru kosnir: Geir Hauksson og Karl Arthúrsson

Ákvörðun um félagsgjald – framkvæmdagjald. Tillaga að upphæð kr. 12.000.- gjaldkeri gerir breytingartillögu um upphæð kr. 15.000.- og var hún samþykkt.

Önnur mál

Vegagerð var mikið rædd og tillaga gerð um að gera það að 3 ára verkefni og gera þá töluverðar umbætur. Kjósa veganefnd sem gerir áætlun um kostnað sem þarf síðan að taka fyrir á fundi. 

Sigurður á Hrosshól kom því framfæri að ekki yrði samþykkt að sett yrði upp eitt GSM hlið á aðalveg. 

En jafnframt lofaði hann að leggja fyrir hreppinn tillögu um að þeir myndu styðja við bakið á félaginu við vegagerð.

Þar sem Sigurður og Klara frá Kjósarveitum biðu eftir því að fá að kynna fyrir okkur það nýjasta í hitaveitumálum var fundi slitið kl. 21.30. 

Í framhaldi voru þau tvö með kynningu og verður þeim upplýsingum komið á framfæri á heimasíðu félagsins.

Ritari: Guðrún María Gísladóttir hús no. 59.