Aðalfundur 2014
Apr 29 '14
Aðalfundur Sumarhúsafélagsins Norðurness.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Gerðubergi þriðjudaginn 29.04.2014. Mættir voru 34 frá 24 lóðum.
Formaður setti fundinn og óskaði eftir fundarstjóra. Geir Hauksson var samþykktur sem fundarstjóri.
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar,hún var samþykkt.
Formaður flutti skýrslu stjórnar:
Stjórn kom saman í mars 2014. Borið var ofan í veginn af Jóni á Hálsi. Talið er að umtalsvert meira þurfi að gera núna. Spurning hvort tala eigi við Jón á Hálsi aftur eða fá annan í verkið ?
Ræsi orðin léleg.
Girðing talin frekar góð en fólk beðið um að líta í kring um sig og meta. Valur og þau hjón hafa sinnt þessu mjög vel og fá þakkir fyrir.Einnig fá Magnús og Benedikt miklar þakkir fyrir mjög gott starf og eftirlit vegna vatnsveitu.
Formaður og gjaldkeri hittu hreppsstjórn í morgun og fundu fyrir jákvæðni í okkar garð. Vilyrði og jákvæðni frá hrepp varðandi stærri framkvæmdir. Eins og margoft hefur komið fram er vatnsveitan of lítil og þolir ekki að mikið fleiri hús verði tengd viðog gerir hreppurinn ráð fyrir að ef lóðir seljist á efsta svæði þá þurfi að stækka vatnsveitu og forðatank.
Eins var mjög jákvætt tekið í að sett verði upp eitt GSM hlið til að loka landinu. Þarf nú að tala við þá sem eru með lönd og hús hinum megin við ánna og skila inn formlegri umsókn til hreppsins með teikningum. En hafa ber í huga að kosningar eru framundan ! Verðum við að vona að þessa jákvæðni verði líka eftir kosningar.
Komin eru stórbætt sjóvarpskilyrði eftir að skift var um sendi. Einnig er komin frábær heimasíða fyrir félagið vegna framtaks Jóns Bjarnasonar í húsi 74 í sjálfboðavinnu, fær hann þakkir fyrir.
Í hitaveitumálum eru mikil gleðitíðindi, nýja holan farin að skila 20s/l af 102°c vatni. Þetta eykur verðgildi svæðisins en kostar auðvitað peninga. Öll lögbýli þurfa að vera með og 80% af sumarhúsum til að lögð verði hitaveita.
Stjórn biður um leyfi til að umbuna því dugmikla fólki sem hefur unnið mikið og gott starf í okkar þágu með örlitlum þakklætisvotti.
Magnús og Benni fyrir vatnsveitu.
Valur og frú fyrir girðingavinnu.
Jón fyrir heimasíðugerð.
Fundur samþykkir með lófaklappi.
Skýsla formanns samþykkt.
Gjaldkeri útskýrði ársreikning og var hann samþykktur. Reikningar voru endurskoðaðir. Hús 33 í skuld.
Engar lagabreytingar lágu fyrir.
Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
Karl formaður í eitt ár í viðbót. Gjaldkeri og ritari gáfu kost á sér áfram til 2 ára. Meðstjórnendur þeir sömu og áður.
Skoðunarmenn: Stefán Friðbjarnarson og Geir Hauksson.
Brennunefnd: Sigrún og Alma af efsta svæði
Vatnsveita: Magnús og Benni
Veganefnd:Árni Einarsson og Sigurður Finnsson
Girðing: tala við Val.
Framkvæmdagjald var ákveðið áfram kr.8000.- á lóð og samþykkt að halda kr.3000.-í viðbót ef inneign sýnist ekki duga fyrir framkvæmdum.
Símahlið samþykkt sem sérframkvæmd sem rukkað yrði sérstaklega fyrir.
Undir liðnum önnur mál var margt rætt.
Snjómokstur meðal annars. Ákveðið var að kanna kostnað við ruðning t.d upp að hliðum. Jóni Bjarnasyni og Einari Arasyni voru veitt fullt umboð til ákveða hve oft er rutt. Leita til Sigurðs á Hrosshóli með mokstur.
Einnig var rætt um að talað um að tala við Sigurð á Hrosshól um að fylgjast með vafasamri umferð á svæðinu ef að komið væri upp símahlið með neyðarnúmeri. Lögum samkvæmt þarf að tilkynna ef svæði er vaktað.
Rætt var um göngubrú og ætlar Einar Arason af efsta svæði að fóstra það verkefni.
Einnig var var rætt um að setja þyrfti skilti fyrir efsta svæðið.
Vefurinn verður uppfærður með netföngum sem hafa verið leiðrétt. Eitthvað vantar uppá að við séum með rétt netföng. Mörg virðast vera orðin úreld.
Sett var óformleg könnun um hitavetu áhuga á fundinum.
Já sögðu 15, nei sögðu 3,óákv(?)gerðu 3 og 3 svöruðu ekki.
Hér erum við að tala um frá hve mörgum lóðum.
Fundi slitið kl.21.50