Aðalfundur 2011
Apr 27 '11


Aðalfundur

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurness var haldinn miðvikudaginn 27.apríl 2011 kl.20.00 í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Mættir voru 42 frá 27 lóðum.

Geir Hauksson var kosinn fundarstjóri.

Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar.

Formaður gerði grein fyrir síðasta ári,ekki var framkvæmt neitt á vegum félagsins. Sigurður landeigandi gerði ráðstafanir til vatnsöflunar þ.e. lét grafa dýpra upp í fjalli þar sem vatnið er sótt. Stjórnin sendi bréf til sveitarstjórnar Kjósarhrepps þar sem farið var fram á að vegurinn að svæðunum okkar verði héraðsvegur,en í því felst að ef vegur að svæðum þar sem eru fleiri en 30 bústaðir verður héraðsvegur þá borgar Vegagerðin helming í viðhaldi vegarins á móti okkur.Sveitarstjórn samþykkti á fundi að sækja um það hjá Vegagerðinni og höfum við ekki fengið svar við því ennþá,en við göngum eftir að það fáist, ef ætlar að verða djúpt á því.

Gjaldkeri útskýrði ársreikninginn og var hann samþykktur samhljóða.Inneign í sjóði er á sjötta hundrað þúsund krónur.

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

 Kosning stjórnar: Karl Arthúrsson lóð 10 formaður var endurkjörinn,sömuleiðis Védís Gunnarsdóttir lóð 14 ritari,Guðný Kristmannsdóttir gaf ekki kost á sér og var Sigurður Rúnarsson lóð 13 kosinn gjaldkeri ,varamenn í stjórn voru kosnar Ólöf Birna Björnsdóttir lóð 20 og Guðrún María Gísladóttir lóð 59.

Skoðunarmenn reikninga eru sömu og áður Geir Hauksson og Stefán Friðbjarnarson.

Ákvörðun félagsgjalds: Gjald í sumarbústaðafélagið til viðhalds vega, girðinga,vatns og fleira sem til fellur. Tillaga kom um að það yrði var 6000 kr.á lóð og vegna slæms ástands vegar væri heimild til að rukka um 2000 kr.  í viðbót ef vegabætur reyndust dýrari en reiknað væri með, allir á fundinum samþykktu tillöguna.

Skemmtinefnd: Páll Kárason lóð 40-41 og Birna Markúsdóttir lóð 32.

Magnús Guðmundsson lóð 37 lítur eftir  vatnsveitunni.                                                                   

Önnur mál: Ástand vegarins að svæðunum er óviðunandi og brot er komið í ræsið upp á efra svæði þar er fólk búið að kaupa lóðir og ætlar að sjálfsögðu að byggja hús, það kallar á þungaflutninga ,sem óvíst er hvort ræsið þolir,mikil umræða var um þetta og var kosin nefnd sem ætlar að sjá um að láta ganga í verkin.Í þeirri nefnd eru: Árni Einarsson lóð 30,Sigrún Erna Geirsdóttir lóð 74 og Alma Pálsdóttir lóð 91. Rætt um hvort ekki ætti að setja rör og hækka slakkann á móts við bústað 48,en þar stendur vatn uppi og flæðir yfir vegin í rigningum. Rætt um að gera göngubrú yfir skurðinn frá mið svæði yfir á nýja. Umræða um hlið ,mikill kostnaður við rafmagnshlið ,það þyrfti 3 hlið,1 að hverju svæði vegna þess að við megum ekki setja hlið á veginn sem liggur gegnum Svínaskarð,ódýrara er að fara út úr bílnum og opna og loka svo á eftir sér. Fram kom að í einum bústað hafa eigendur keypt sér myndavél sem tekur myndir ef óboðna gesti ber að garði og maður er ekki á staðnum og sendir í farsímann og í netpóstinn þessi búnaður kostar sirka 50.000 kr. og svo 1000 á mánuði. Spurt um nágrannavörslu og hvort ekki væri sniðugt að setja á hliðin skilti um það.

Fundi slitið kl.22.30.