Aðalfundur 2012
Mar 14 '12
Aðalfundur Sumarbústaðafélagsins Norðurness var haldinn í Gerðubergi ,miðvikudaginn 14. mars 2012 klukkan 20.00. Mættir voru 32 frá 22 lóðum.
Formaður setti fundinn og gerði tillögu um Geir Haukson sem fundarstjóra,það var samþykkt.
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar,hún var samþykkt.
Formaður flutti skýrslu stjórnar: Ekkert var framkvæmt,girðingin var í lagi spurning með það núna eftir s.l. snjóavetur.Vegur þarfnast viðgerðar,veganefndin kom ekki á framkvæmdum í sumar og má kanski segja að þau hafi látið Jón Steinar draga sig of lengi á efndum,talað var um að athuga hvort Jón á Hálsi fengist í það,hann hefði unnið fyrir okkur áður og verið sanngjarn og hefði trúlega aðgang að efni,veganefndin er tilbúin að taka upp þráðinn ef vilji er fyrir því ,það er samþykkt. Það er ótækt að öll vinna bitni á einum manni þ.e. Magnúsi í vatnsnefndinni og er fólk hvatt til að (líta upp úr glasinu,,grín,,) og vinna saman þegar þörf krefur eins og t.d. ef leita þarf að leka eins og farið var fram á í tölvupósti til allra nýverið. Karl formaður sótti nokkra fundi í Kaffi Kjós með sveitarstjórn og öðrum um innbrota hrinu í sveitinni og ýmis mál rædd þar t.d. myndavélar og nágrannavarsla. Hann hefur ekki gefið upp alla von um að setja megi rafmagnshlið á Kjósarskarðsveginn, Guðmundur oddviti gaf í skyn í samtali við Karl að hann myndi ekki setja sig upp á móti því ef Sigurður landeigandi samþykkti það.Birna á 1 kom því á framfæri að hún hefði gert fyrirspurn til Umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar og fékk þau svör þar að ekki mætti loka þessum vegi.
Gjaldkeri útskýrði ársreikninginn og var hann samþykktur.
Engar lagabreytingar lágu fyrir.
Karl Arthursson 10 var kosinn formaður,Sigurður Rúnarsson 13 gjaldkeri og Guðrún María Gísladóttir 59 ritari ,meðstjórnendur Sigurður Finnsson 20 og Richard Jónasson 55.
Skoðunarmenn: Stefán Friðbjarnarson og Geir Hauksson.
Eftirlitsmenn vatnsveitu: Magnús Guðmunssson 37 og Benedikt Svavarsson 1
Brennunefnd: Birna Markúsdóttir 32 og Páll Kárason 40-41
Framkvæmdagjald var ákveðið kr. 6.000 á lóð og samþykkt að halda inni 2.000 kr. viðbót ef inneign sýndist ekki ætla að duga fyrir framkvæmdum.
Undir liðnum önnur mál var ýmislegt rætt: Laga þarf hliðið inná efra svæði,líka við lóð 59 þar sem hestar ganga yfir talað um að það sé á ábyrgð þeirra á Hrosshól.Ákveðið að moka snjó svo komist verði að bústöðunum og talað um að fá mann frá Hrosshól í það eftir því sem þyrfti og undantekningarlaust um páska. Spurt var hvort væri samningur til um að við tækjum við nýja svæði, enginn skriflegur samningur er til um það ,ekki var verið að amast við fólkinu sem hefur keypt þar heldur sýndist mörgum að Sigurður landeigandi slyppi vel ef hann ætlar okkar félagi að halda við vegum og girðingu þar meðan bara eru 4 lóðir seldar. Samskipti lóðaeiganda við Rarik og Sigurð landeiganda á nýja svæði voru rædd það er í athugun í samráði við Svein lögfræðing hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda.Rætt um að gera brú á skurðinn yfir á nýja svæði.
Fundi slitið klukkan 21.50.