Fréttir
Fundargerð aðalfundarJul 24 '21
Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Hægt er að sjá nýju stjórnina hérna og samþykktir hérna.Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 30.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.
Stjórnin.
Brennan um verslunarmannahelgiJul 22 '21
Sælt veri fólkiðÍ ljósi fjölgunar Covid smita undanfarið hefur stjórnin ákveðið að brennan þetta árið verði með sama sniði og í fyrra. Það verður kveikt í brennunni á laugardagskvöldi verslunarmannahelgar en það verður ekki boðið upp á veitingar.
Stjórnin
Kátt í KjósJul 16 '21
Laugardaginn 17. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.
Dagskrá og viðburðir
Láttu sjá þig!
LúpínuslátturJun 28 '21
Kæru félagar,Nú er lúpínan og kerfillinn í fullum blóma og mikilvægt að grynnka aðeins á þessu áður en fræin koma.
Það verður ekki gróðradagur þetta árið en þess í stað viljum við hvetja alla sem eiga sláttarorf að slá kerfilinn og lúpínuna í sínu umhverfi. Þetta þarf að gerast á allra næstu dögum til þess að árangur náist.
Kveðja,
Stjórnin
Aðalfundur í kvöldJun 03 '21
Við minnum á aðalfundinn í kvöld kl 19.30 í Rauðakross salnum Hafnarfirði.Formaður er í sóttkví og kemst ekki en við vonumst til að sjá sem flesta til þess að fundurinn verði löglegur.
Stjórnin
Kveikt á varavatnsveituMay 21 '21
Vatnið var að klárast í vatnsveitunni okkar í kvöld.Siggi vatnsveitu stjóri hafði hröð handtök og brunaði uppí fjall til að skipta yfir á nýviðgerðu varaveituna.
Við þökkum Sigga og Björgvini fyrir að laga varavatnsveituna í síðustu viku því annars væri vatnslaust núna um helgina. Þvílíkir meistarar!
Stjórnin.
Aðalfundur 3. júní 2021May 21 '21
Kæru félagarAðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 3. júní kl 19.30 í Rauða kross salnum Hafnarfirði.
Heimilisfangið er: Strandgata 24 220 Hafnarfjörður (kort)
Dagskrá:
- Kynning á hliðarframkvæmdum og sameiginlegum veg á svæði 2 og 3
- Umræða og ákvörðun um hliðarframkvæmdir á svæði 1
- Breytingar á girðingu við nýja veg
- Vegavinnuframkvæmdir sumarsins
- Umræða um framtíð vatnsveitu
- Hækkun félagsgjalda
- Breyting á samþykktum
- Venjuleg aðalfundarstörf
Breytingar á samþykktum:
Lögð verður fram tillaga um að taka út yfirstrikaða parta úr samþykktum félagsins:
11. gr. Sérstakar ákvarðanirBreytingar á stjórn:
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæðaog minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.
19. gr. Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæðaog minnst helmingur félagsmanna sæki fundinn.
Jón Bjarnason hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður og leitar stjórnin því að aðila sem gæti tekið að sér starfið.
Stjórnin
VatnsveitanMay 13 '21
Lítið hefur rignt síðustu vikur og því eðlilega verið hægt innrennsli í miðlunartank vatnsveitunnar líkt og var í vetur. Eftir að húseigendur brugðust vel við og fóru að spara vatnið í heitu pottana þá lagaðist ástandið. Nú er farið að bera á því aftur að þrýstingur lækki og vatn sé af skornum skammti. Það er fyrst og fremst vegna notkunar umfram það sem rennur inn. Engin bilun er í kerfinu.
Vara-vatnsveitan í Trönudalsá er hins vegar biluð og ekki nothæf. Tankurinn er að hluta til fallinn saman en þó nothæfur en það sem er verra er að inntakið er algjörlega grafið í sand og möl og er ekki að virka. Það verður unnið við að lægfæra það við fyrstu hentugleika svo grípa megi til vara-veitunnar til að afstýra vatnsleysi.
Sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3May 09 '21
Sælt veri fólkið,Eins og við sögðum frá í síðasta pósti þá eru framkvæmdir við sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3 hafnar. Jón Steinar verktaki heldur áfram næstkomandi miðvikudag og stefnir á að klára vegaframkvæmdir um næstu helgi.
Ég skellti í smá drónavídeó af þessu með útskýringum um hvernig vegurinn mun koma til með að líta út. Sjá hér.
Endilega beinið spurningum á mig í gegnum tölvupóst eða síma (upplýsingar hérna). Það er líka hægt að bæta við athugasemdum á vídeóið eða setja á fésbúkkið.
Kv,
Nonni
Framkvæmdir við nýtt hliðMay 06 '21
Verktaki verður að vinna við nýtt sameiginlegt hliðstæði inn á svæði 2 og 3 í þessari viku og þeirri næstu.Við búumst ekki við því að það verði lokanir en það gætu verið einhverjar tafir, vinsamlegast farið varlega í kringum framkvæmdarsvæðið.
Kv,
Stjórnin