Fréttir
Hestar innan svæðisNov 10 '13
Hestar sluppu inn á nýja svæðið á laugardag og skokkuðu þar aðeins um. Sem betur fer var Einar í bústað 62 á svæðinu og brást hann snöggt við þegar hann varð hestanna var og fór þegar í smalamennsku. Innan stundar tókst honum að reka alla hesta út fyrir girðingu. Ekki er enn vitað hvernig stóðinu tókst að lauma sér inn á svæðið.
Nýjar myndavélarNov 04 '13
Ég er búinn að bæta við austur og vestur myndavélum í Norðurnes 74. Núna dekka ég allar höfuðáttirnar. Kíktu á þetta hérna.
Hávaðarok í dagOct 30 '13
Það var vitlaust veður í Kjósinni í dag. Þessir hestar voru ekkert að láta það á sig fá.
Laust pláss í útihúsum SigurðarOct 30 '13
Úr fréttabréfi Kjósarhrepps: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/181347/
Kjósarhreppur er orðinn eigandi að Möðruvöllum og þar eru nokkur ónotuð, tóm útihús. Íbúum stendur til boða að leigja þar pláss fyrir tjaldvagna og annars konar minni háttar tæki meðan húsrúm leyfir. Umsjónarmaður er Sigurður Ásgeirsson á Hrosshóli og hefur hann símann 8930258
Myndir af bústöðum komnar innOct 27 '13
Við löbbuðum um svæðin síðustu tvær helgar og smelltum myndum af öllum bústöðunum. Kíkið á afraksturinn. :)
Ef einhverjir vilja ekki hafa mynd af sínum bústað þá þarf bara að skrá sig inn, fara í "breyta upplýsingum" við bústaðinn sinn og haka við "Eyða" við myndina. Það er svo hægt að hlaða upp annarri mynd í staðinn á sömu síðu.
Ég lenti í smá rugli með myndirnar á efra svæðinu. Það er möguleiki að það séu einhverjar myndir vitlausar. Ef þið komið auga á rugling vinsamlegast látið mig vita.
Innbrot í KjósinniOct 24 '13
Sá þetta á kjósarvefnum:
Fasteignareigendur í Kjós eru vinsamlegast beðnir að huga að eigum sínum en brotist var inn í þrjá bústaði við Eilífsdal og einn við Meðalfellsvatn um sl. helgi.
Vefurinn hefur verið opnaður!Oct 16 '13
Jæja, þá hefur vefurinn verið opnaður með pomp og pragt. Verið öll velkomin!
Ég vona að þetta gangi smurt fyrir sig. Sendið mér tölvupóst á nordurnes@nordurnes.is ef þið lendið í einhverjum vandræðum.
Njótið vel!
Allar fundargerðir komnar innOct 12 '13
Þá er ég loksins búinn að klára að skanna inn allar fundargerðir frá upphafi. Yfir 100 bls af heillandi sögu félagsins okkar eru núna aðgengilegar hérna.
Njótið vel. :-)
Hvít jörðOct 08 '13
Þegar ég leit á vefmyndavélina í morgun blasti við bara hvítt!
Fyrsti vetrarsnjórinn er kominn í Kjósina.
Hérna er 'timelapse' myndskeið af fyrsta snjódeginum í vetur.
Sigurður grafari er reiðubúinnOct 01 '13
Ég talaði við Sigurð á Hrosshóli og hann er meira en til í að hjálpa til ef það þarf að grafa snjó í vetur, hvort sem það er í gilinu eða annarsstaðar sem er að valda fólki vandræðum.
Kíktu hingað fyrir nánari upplýsingar.