Fréttir

Fréttir frá árinu 2021 ( 22 fréttir fundust )

Símahliðið tekið í notkun.
16. okt. 2021 14:52

Girðingarvinnu er að mestu lokið og búið að loka fyrir aðgengi inn á gömlu leiðirnar inn á svæði 2 og 3. Eina færa leiðin er því í gegnum símahliðið sem flestir hafa nú þegar skráð sig inn á. Ef upp koma einhver vandræði má hringja í 863 1863.
Númer sem á að hringja í til að opna hlið er:

625-9604

Hliðið komið upp að svæðum 2 og 3
19. ágú. 2021 12:26

Framkvæmdum er að mestu lokið við símahliðið inn á svæði 2 og 3 en girðingarvinnu er þó ólokið.
Það styttist því í það að hliðið verði virkjað og því verður einungis unnt að komast inn á svæðið með því að hringja í ákveðið símanúmer og þá opnast hliðið – en þó einungis að símanúmerið sé fyrirfram skráð. Því viljum við biðja alla félagsmenn (líka af svæði 1) að senda inn til stjórnarinnar upplýsingar um þá sem íbúar vilja að hafi aðgang að svæðinu.

Vinsamlegast fyllið út upplýsingar hérna

Í fyrstu ætlar stjórn félagsins að miða við að það séu allt að sex númer sem eru með aðgang að hliðinu fyrir hvert hús eða lóð. Takið eftir að ef eigandi fyllir ekki út upplýsingar hérna að ofan þá mun enginn á þeirra lóð komast inná svæði 2-3 eftir að girðingavinnu er lokið.

Símanúmer hliðsins er 625-9604 og ættu meðlimir að vista það í símann sinn. Þegar símanúmer notanda hefur verið skráð hjá félaginu þá virkar þetta þannig að notandi ekur að hliðinu, hringir í ofangreint númer og þá opnast hliðið og viðkomandi ekur í gegn. Hliðið lokast sjálfkrafa þegar bíllinn er kominn í gegn. Gönguhlið verður til hliðar við bílahliðið.


Neyðarnúmer til að hringja í ef einhver vandræði koma upp með hliðið er hjá Sigga ritara 863-1863.

Stjórnin

Brenna í kvöld
31. júl. 2021 11:35

Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar í kvöld laugardaginn 31. júlí kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu frekar en síðast. Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
24. júl. 2021 10:21

Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Hægt er að sjá nýju stjórnina hérna og samþykktir hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 30.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Brennan um verslunarmannahelgi
22. júl. 2021 13:01

Sælt veri fólkið

Í ljósi fjölgunar Covid smita undanfarið hefur stjórnin ákveðið að brennan þetta árið verði með sama sniði og í fyrra. Það verður kveikt í brennunni á laugardagskvöldi verslunarmannahelgar en það verður ekki boðið upp á veitingar.

Stjórnin

Kátt í Kjós
16. júl. 2021 10:46

Laugardaginn 17. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir

Láttu sjá þig!

Lúpínusláttur
28. jún. 2021 22:30

Kæru félagar,
Nú er lúpínan og kerfillinn í fullum blóma og mikilvægt að grynnka aðeins á þessu áður en fræin koma.
Það verður ekki gróðradagur þetta árið en þess í stað viljum við hvetja alla sem eiga sláttarorf að slá kerfilinn og lúpínuna í sínu umhverfi. Þetta þarf að gerast á allra næstu dögum til þess að árangur náist.

Kveðja,

Stjórnin

Aðalfundur í kvöld
03. jún. 2021 12:36

Við minnum á aðalfundinn í kvöld kl 19.30 í Rauðakross salnum Hafnarfirði.

Formaður er í sóttkví og kemst ekki en við vonumst til að sjá sem flesta til þess að fundurinn verði löglegur.

Stjórnin

Kveikt á varavatnsveitu
21. maí 2021 22:44

Vatnið var að klárast í vatnsveitunni okkar í kvöld.
Siggi vatnsveitu stjóri hafði hröð handtök og brunaði uppí fjall til að skipta yfir á nýviðgerðu varaveituna.
Við þökkum Sigga og Björgvini fyrir að laga varavatnsveituna í síðustu viku því annars væri vatnslaust núna um helgina. Þvílíkir meistarar!

Stjórnin.

Aðalfundur 3. júní 2021
21. maí 2021 07:51

Kæru félagar

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 3. júní kl 19.30 í Rauða kross salnum Hafnarfirði.

Heimilisfangið er: Strandgata 24 220 Hafnarfjörður (kort)

Dagskrá:
  • Kynning á hliðarframkvæmdum og sameiginlegum veg á svæði 2 og 3
  • Umræða og ákvörðun um hliðarframkvæmdir á svæði 1
  • Breytingar á girðingu við nýja veg
  • Vegavinnuframkvæmdir sumarsins
  • Umræða um framtíð vatnsveitu
  • Hækkun félagsgjalda
  • Breyting á samþykktum
  • Venjuleg aðalfundarstörf

Breytingar á samþykktum:
Lögð verður fram tillaga um að taka út yfirstrikaða parta úr samþykktum félagsins:
11. gr. Sérstakar ákvarðanir
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

19. gr. Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst helmingur félagsmanna sæki fundinn.
Breytingar á stjórn:
Jón Bjarnason hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður og leitar stjórnin því að aðila sem gæti tekið að sér starfið.

Stjórnin

Vatnsveitan
13. maí 2021 22:19

Lítið hefur rignt síðustu vikur og því eðlilega verið hægt innrennsli í miðlunartank vatnsveitunnar líkt og var í vetur. Eftir að húseigendur brugðust vel við og fóru að spara vatnið í heitu pottana þá lagaðist ástandið.

Nú er farið að bera á því aftur að þrýstingur lækki og vatn sé af skornum skammti. Það er fyrst og fremst vegna notkunar umfram það sem rennur inn. Engin bilun er í kerfinu.

Vara-vatnsveitan í Trönudalsá er hins vegar biluð og ekki nothæf. Tankurinn er að hluta til fallinn saman en þó nothæfur en það sem er verra er að inntakið er algjörlega grafið í sand og möl og er ekki að virka. Það verður unnið við að lægfæra það við fyrstu hentugleika svo grípa megi til vara-veitunnar til að afstýra vatnsleysi.

Sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3
09. maí 2021 22:11

Sælt veri fólkið,

Eins og við sögðum frá í síðasta pósti þá eru framkvæmdir við sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3 hafnar. Jón Steinar verktaki heldur áfram næstkomandi miðvikudag og stefnir á að klára vegaframkvæmdir um næstu helgi.

Ég skellti í smá drónavídeó af þessu með útskýringum um hvernig vegurinn mun koma til með að líta út. Sjá hér.

Endilega beinið spurningum á mig í gegnum tölvupóst eða síma (upplýsingar hérna). Það er líka hægt að bæta við athugasemdum á vídeóið eða setja á fésbúkkið.

Kv,

Nonni

Framkvæmdir við nýtt hlið
06. maí 2021 12:37

Verktaki verður að vinna við nýtt sameiginlegt hliðstæði inn á svæði 2 og 3 í þessari viku og þeirri næstu.

Við búumst ekki við því að það verði lokanir en það gætu verið einhverjar tafir, vinsamlegast farið varlega í kringum framkvæmdarsvæðið.

Kv,

Stjórnin

Aðalfundur í maí
27. apr. 2021 11:32

Sælt veri fólkið og gleðilegt sumar,

Í ljósi Covid aðstæðna sjáum við ekki fært að halda aðalfund fyrir lok apríl eins og samþykktir gera ráð fyrir en munum þess í stað stefna á að hafa fundinn fyrir lok maí, ef aðstæður leyfa.

Kveðja,
Stjórnin

Vatnsveita
04. mar. 2021 18:05

Takk fyrir upplýsingarnar þá er bara að fara hóflega með vatnið það ætti ekki að vera vandamál

Varavatnsveitan og heitir pottar
04. mar. 2021 10:36

Varavatnsveitan er ekki nothæf. Ekki rennur vatn inn í tankinn þrátt fyrir að mikið vatn sé í ánni og inntakspípan sé á kafi.

Ekki er ljóst hvað veldur en líklegt er að inntakið sé orðið grafið í sand og möl eða að pípan frá inntaki og í tankinn sé orðin full af sandi og því stífluð. Þar að auki hefur tankurinn fallið saman að hluta. Farið verður í að lagfæra þetta strax og aðstæður leyfa en það verður ekki á næstunni.

Því verðum við að reiða okkur á aðalveituna fram á vorið. Vatnsleysi undanfarinn vikna má líklega rekja að hluta til heita potta sem eru með sjálfvirkri hitastýringu en þeir nota mikið af köldu vatni. Benda má á að í flest skipti þegar tankur aðalveitu hefur tæmst hefur það verið um helgi.

Ef pottar eru fylltir þarf að sjá til þess að þeir eru fylltir eingöngu með hitaveituvatni og það svo látið kólna. Ef hinsvegar hitastillingin er sett á 38 gráður og potturinn fylltur í topp þá er ein fylling búin að taka burtu 10% af vatnsbúskapnum fyrir allt hverfið þá helgina.

Stjórnin vill því beina þeim tilmælum til íbúa að reyna að nota heitu pottana skynsamlega og láta þá ekki vera í gangi í tíma og ótíma því vatnsleysi er bagalegt fyrir alla íbúa svæðisins.

- Stjórnin

Staðan á vatnsveitu
15. feb. 2021 16:54

Á sunnudaginn var lokað fyrir vatnið og grafið niður á stað þar sem tengt er inni á austurhluta vatnsveitunnar. Þar fannst bilun og var lögnin lagfærð. Þótt lekinn hafi ekki verið mikill þá virðist hann hafa haft skipt talsveru máli þegar tíðarfarið hefur verið með þeim hætti eins og undanfarið, mikið frost og engin úrkoma og lítið framboð af vatni. Innrennsli vatns hefur mjög takmarkað síðustu vikur en í lok síðustu viku var meira vatn í boði og því hækkaði í tanknum upp í fjalli þrátt fyrir lekann. Það er því brýnt að reyna að fara sparlega með vatnið fram á vorið.

Trönudalsveitan (varaveita) er búin að vera óvirk síðust vikur. Mikill klaki er í árfarveginum og því rennur ekki inn í tankinn eins og stendur. Einhverra framkvæmda er þörf þar með vorinu.

- Vatnsveitunefndin.

Lokað fyrir vatnið vegna viðgerða.
14. feb. 2021 09:50

Það stendur til að grafa niður kaldavatnslögnina þar sem talið er eð hún leki. Því var lokað fyrir vatnið í morgun og verður vatnslaust eitthvað fram yfir hádegi.

Kaldavatnslaust
06. feb. 2021 18:54

Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu. Það fannst líklegur leki á svæði 2 á stofnlögninni á milli bústaða 50 og 51 og búið að loka fyrir nokkra bústaði.
Hinsvegar er tankurinn alveg tómur og lítið rennur inn í hann. Trönudalsáin er frosin og ekki hægt að tengja varaveituna.
Það er útlit fyrir að það taki langan tíma fyrir hann að fyllast og ólíklegt að það verði eitthvað vatn hjá okkur um helgina.

Bilanaleit
06. feb. 2021 12:15

Það er verið að leita að bilun á kaldavatnslögninni. Það verður vatnslaust hér á þar á meðan á leit stendur í dag.

Kaldavatnslaust
31. jan. 2021 10:38

Það varð vatnslaust hjá okkur í nótt. Frekari fréttir berast þegar við vitum meira.
Það er umræða í gangi um þetta á feisbúkk, það virðist vera leki á austurgrein.
2. feb: Þrýstingur er að hækka hægt og þétt en það er líklega enn leki. Það er grunsamlegur klakabunki og pollur á svæði 2 sem þarf að kíkja betur á.

Veðurstöðin í vandræðum
16. jan. 2021 18:06

Veðurstöðin er biluð í augnarblikinu. Ég reyni að finna út úr þessu á næstunni, en þarf mögulega að panta varahlut.
Breytt 22. jan: Veðurstöðin ætti að vera komin í lag núna
Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt