Fréttir

Hitaveita í Norðurnesið
09. feb. 2017 10:45

Það er komin staðfesting frá Kjósarveitum að hitaveitan verði lögð í Norðurnesið næsta haust. Jibbí!

Framkvæmdir við okkar legg munu hefjast í júlí og áætlað er að klára fyrir lok september. Eindagi fyrir tengigjald verður í ágúst (sjá gjaldskrá og skilmála).

Þeir sem ætla að tengjast geta nýtt sumarið í að gera allt tilbúið í bústaðnum til þess að geta svo fengið heitt vatn um leið og það er tilbúið. Fyrir þá sem ætla að bíða til sumarsins á eftir með að tengja þá þarf ekki að byrja að greiða mánaðargjald fyrr en vatn byrjar að flæða en það þarf að borga tengigjaldið strax í ágúst.

Varðandi ljósleiðara þá verða lögð rör fyrir honum samhliða hitaveitu en ekki dregið í. Það er ekki komið á hreint hvenær boðið verður upp á það en kostnaður fyrir hvern bústað verður líklega eitthvað í kringum 250þ kr við að fá ljósleiðara til sín. Það koma frekari upplýsingar um þetta síðar.

Til hamingju Norðurnesingjar!

 - Stjórnin

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir
01. feb. 2017 08:19

Þetta er stór dagur fyrir Kjósina okkar!

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/203985/

Veðurstöðin er batteríslaus
29. jan. 2017 11:07

Veðurstöðin á nr. 74 er batteríslaus og höfum við því ekki aðgang að veðurupplýsingum þessa stundina nema þegar sól er næginlega hátt uppi til að gefa sólarrafhlöðunni straum.

Ég reyni að redda þessu næstu helgi eða helgina þar á eftir.

Viðbót: Komið í lag

 - Nonni

Mikið frost
11. jan. 2017 11:13

Veturinn hefur verið afskaplega mildur og lítið um alvöru frost. Hinsvegar er er núna 7 gráðu frost í Norðurnesinu og Norska veðurspáin spáir allt að 17 gráðu frosti fyrir helgi.

Hvort sem það nær alveg svo lágu gildi eður ei er full ástæða til að athuga hvort örugglega sé lokað fyrir kalt vatn eða hvort eitthvað viðkvæmt sé í útigeymslum.

Kveðja,

 Stjórnin

Snjómokstur yfir hátíðirnar
21. des. 2016 12:48

Sælt veri fólkið,

Snjómokstursnefndin var að funda og það var ákveðið að fara ekki í sérstakar snjómokstursaðgerðir fyrir jól heldur að halda því opnu eftir aðstæðum. Veðrið er svo rólegt að við erum að vona að það þurfi ekki snjóruðning að svo stöddu.

Ef það eru einhverjir sem kíkja uppeftir og finnst færðin slæm þá skuluð þið hringja í Einar í síma 896-3207 og hann athugar hvort ekki sé hægt að fá Sigurð á Hrosshóli á staðinn í mokstur.

Einnig væri gaman í að heyra í fólki á fésbókinni um hvernig aðstæður eru ef einhver skildi vera uppfrá í vikunni.

Kv,

 - Stjórnin

Vinsamlegast læsið hliðum
07. des. 2016 18:59

Eitthvað hefur borið á því að ekki sé verið að læsa hliðum inn á svæðin og stjórninni var í þessu meðal annars að berast ábending um þessum málum væri sérstaklega ábótavant á svæði 2.

Hafið í huga að hlið inn á svæðin eiga alltaf að vera læst yfir vetrarmánuðina.

Stjórnin

Rauntímamyndavél í norður
12. nóv. 2016 19:22

Ég bætti nýju norðurmyndavélinni á Rauntímasíðuna.

Nú er hægt að horfa á óveðrið bæði í suður og norður. :-)

Ný myndavél
15. okt. 2016 16:18

Það er búið að setja upp nýja útimyndavél í nr. 74 sem bendir í norður. Það er mikill gæðamunur á þessari og þeirri gömlu auk þess sem nýja vélin var sett upp í þónokkuð meiri hæð þannig að hún horfir vel yfir umhverfið.

Við vonum að þetta sé velkomin nýjung fyrir íbúana okkar. Kíkið yfir á myndavélasíðuna til að líta á myndirnar úr gripnum.

Fyrsta næturfrostið
27. sep. 2016 08:38

Það varð örlítið frost í nótt til að minna okkur á að veturinn sé á leiðinni. Við ráðleggjum fólki að huga að því sem ekki má frjósa, t.a.m. matur í útigeymslum.

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós
30. júl. 2016 13:01

Árleg fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós um verslunarmannahelgina!

Dagskrá hérna.

 

Tímabil:  Nýjast · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt