Fréttir

Vatnið að klárast í efri byggðum
14. mar. 2023 08:17

Það er að verða vatnslaust I hverfinu. Við hvetjum fólk að fara sparlega með vatnið.

Vatnslaust
26. des. 2022 12:09

Það er vatnslaust í Norðurnesinu.

Við viljum biðja fólk með heita potta að passa uppá að það sé ekki kveikt á rennsli á köldu vatni í þá og biðlum til allra að fara varlega með það litla kalda vatn sem gæti komið úr krananum og helst að sturta ekki niður úr klósettum.

Ef þið sjáið einhverja blauta bletti í umhverfi ykkar sem gætu bent til leka, vinsamlegast látið vita.

Stjórnin

Lokaður vegur að efri svæðum
27. sep. 2022 11:09

Kæru Norðurnesingar.

Fyrirhugað er að rjúfa veginn í gilinu og skipta um ræsið klukkan 10:00 í fyrramálið miðvikudaginn 28 sept.

Gera má ráð fyrir að vegurinn verði lokaður til klukkan 15:00 sama dag.

Stjórnin

Fundargerð aðalfundar
16. jún. 2022 08:40

Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Meðfylgjandi skjöl eru aðgengileg hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 40.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Aðalfundarboð 2022
28. apr. 2022 23:50

Kæru félagar í sumarhúsafélaginu í Norðurnesi. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 12. maí næstkomandi og hefst fundurinn klukkan 20:00. Árni formaður hefur boðist til að hýsa fundinn og verður hann haldinn í matsal fyrirtækisins HD á Kársnesi í Kópavogi. Gengið er inn í húsið norðanmegin og upp hringstiga upp á aðra hæð. Heimilisfangið er Vesturvör 36. Á dagskrá fundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa er meðal annars; • Vatnsveita, ástand, fyrirhugaðar viðgerðir og endurbætur. • Ofaníburður og vegaframkvæmdir. • Uppsetning á símahliði á svæði 1. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun • Snjómokstur og fyrirkomulag vetrarþjónustu. • Önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Með kveðju, stjórn sumarbústaðafélagsins Norðurnes.

Vatnsveita hefur verið löguð
07. apr. 2022 16:00

Nú á að vera fullur þrýstingur á öllu kerfinu. Búið er að gera við bilun á lögninni sem ekki leyndi sér við nánari skoðun.

Vatnsveita, frekari fréttir.
22. mar. 2022 17:49

Síðustu daga hefur það verð að koma betur í ljós að líklega er leki á austurlögninni þar sem hún liggur á milli húsa 50 og 51. Til að bregðast við því og til að það tæmist ekki alveg allt vatn úr veitunni hefur verið minnkað fyrir rennsli inn á austurlögnina og þar er því lítill þrýstingur. Þau hús sem er á austurlögninni eru öll hús innan við nr. 12 á neðsta svæði, frá og með húsi nr. 30 og austur úr á miðsvæðinu og síðan hús 46, 47, 48, 49, 50 og 51.

Vandræði með kalt vatn.
10. mar. 2022 18:37

Í dag hafa borist af því fréttir úr Norðurnesinu að það sé vatnslaust og talið að um sé að ræða leka í kerfnu. Reynt hefur verið að loka fyirr austurlögnina og reyna að þrengja leitina. Það má alveg brýna fyrir húseigendum að fara sparlega með vatn á meðan þetta ástand varir og til dæmis láta alls ekki heita potta (hitaveitu) með sjálfvirkri hitastýringu vera í gangi. Þeir nota mikið kalt vatn. Þá má hvetja húseigendur til að kanna sitt nærumhverfi og vatnsinntök, hvort eitthvað hafi farið aflaga og lagnir mögulega sprungnar eða lekar.

Vatnslaust
05. feb. 2022 15:49

Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu.

Það er búinn að vera lítill þrýstingur á kalda vatninu í nokkrar vikur og í gærkvöldi þá varð svo gott sem alveg vatnslaust á efsta svæði.
Við skiptum yfir á varaveitu rétt í þessu en það virðist ekki hafa haft nein áhrif þar á, frekar þá öfugt. Það er líklega eitthvað frost í henni.
Við munum skipta aftur yfir á aðalveitu fyrir kvöldmat en hvetjum alla til að fara mjög varlega með vatnið, sérstaklega þegar kemur að hitastýrðum heitum pottum.
Ekki er loku fyrir það skotið að það sé leki að hrella okkur enn eina ferðina og við viljum biðja fólk um að líta eftir slíku í sínu umhverfi.

Stjórnin

Símahliðið tekið í notkun.
16. okt. 2021 14:52

Girðingarvinnu er að mestu lokið og búið að loka fyrir aðgengi inn á gömlu leiðirnar inn á svæði 2 og 3. Eina færa leiðin er því í gegnum símahliðið sem flestir hafa nú þegar skráð sig inn á. Ef upp koma einhver vandræði má hringja í 863 1863.
Númer sem á að hringja í til að opna hlið er:

625-9604

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt