Fréttir

Kátt í Kjós
13. júl. 2017 12:58

Nú fer að styttast í Kátt í Kjós. Hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí.

Minni sérstaklega á opið hús í stöðvarhúsi Kjósarveita.

Frekari upplýsingar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0077239.pdf

 

Gróðurdagur 10. júní
07. jún. 2017 12:03

Kæru félagsmenn

Næsta laugardag 10. júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 

Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 

Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.

Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.

Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110.  Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.

Kveðja Anna Vala 

Fundargerð frá aðalfundi 2017
12. maí 2017 08:05

Fundargerð frá aðalfundi 26. apríl 2017 er komin á vefinn. Hún er aðgengileg hérna.

Endilega látið vita ef eitthvað var rætt á fundinum sem er ekki í skýrslunni eða ef þið viljið bæta við einhverjum upplýsingum.

Helstu atriði fundarins voru:

 • Engar mannabreytingar í stjórn
 • Sama félagsgjald og síðast, 15.000 kr
 • Rætt var um neyðarvatnsveitu.
 • Hitaveita verður lögð í sumar. Ekkert því til fyrirstöðu að byrja núna
 • Eitthvað að rofa í hliðamálum. Stjórnin heldur áfram að vinna í því.
 • Gróðurhreinusunardagur verður endurtekinn.
 • Smávegis vegavinna í vor.

Önnur skjöl og kynningar sem farið var í gegnum á fundinum eru aðgengileg í síðu undir Félagið -> Skjöl.

Hafið það sem allra best í sumar!

- Stjórnin

Netið niðri
24. apr. 2017 09:45

Netið hjá emax er niðri enn einu sinni og því eru ekki veðurfars- og myndagögn aðgengileg.

Komið í lag

Aðalfundur 2017
13. apr. 2017 14:54

Kæru meðlimir,

Aðalfundur sumarbústaðafélagins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.

Dagskrá:

 • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
 • Skipan í nefndir (brennunefnd, girðinganefnd og gróðurnefnd).
 • Kynning á hliðarmálum.
 • Umræða um vatnsveitu, hitaveitu og fleira.
 • Venjulega aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Veðurstöðin er niðri
04. apr. 2017 08:31

Veðurstöðin er niðri og því fáum við ekki veðurfarsupplýsingar í augnablikinu. Ég hugsa að þetta komi ekki í lag fyrr en eftir helgi.

Spáin og myndavélarnar virka áfram.

Komið í lag

Aðalfundur á næsta leyti
27. mar. 2017 09:05

Kæru félagar,

Þá er að fara að líða að hinum árlega aðalfundi sumarbústaðafélagsins okkar. Við höfum tekið frá Gerðuberg miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00.

Frekari upplýsingar verða sendar út eftir stjórnarfund, ca 2 vikum fyrir aðalfundinn.

 - Stjórnin

Emax netið niðri
24. mar. 2017 21:14

Emax stöðin í Vindáshlíð er búin að vera biluð núna í sólarhring. Þar af leiðandi eru engar upplýsingar frá veðurstöð eða myndavélum.

Vonum að þeir lagi þetta hjá sér fljótlega.

breytt 25. mar: Komið í lag

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda.
23. mar. 2017 14:37

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda verður haldinn, mánudaginn 27. mars í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 20:00.

Dagskrá:

 • Venjuleg aðalfundarstörf

Gestur fundarins; Þjóðskrá, kynning á fasteignamati frístundahúsa

Kaffiveitingar í boði.

 

Hafið í huga að þetta er ekki aðalfundur sumarbústaðafélagsins okkar en við erum öll meðlimir í landssambandinu og erum því velkominn á aðalfundinn hjá þeim.

 - Stjórnin.

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka
09. mar. 2017 07:24

Ég var beðinn um að koma þessu áleiðis:

Kæri viðtakandi

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka* er tilraunaverkefni sem hefur það markmið að þróa fjölbreyttar aðferðir til að efla samtal og skapa vettvang þar sem fólki gefst tækifæri til að velta fyrir sér tengslum sínum við nærumhverfi sitt. Verkefnið er unnið samhliða aðalskipulagsvinnu í Kjósarhreppi, en við teljum að aukin þátttaka fólks sem hefur þekkingu á svæðinu geti haft jákvæð áhrif á mótun framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið.

sjá bréf

Tímabil:  Nýjast · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt