Fréttir

Fréttir frá árinu 2020 ( 17 fréttir fundust )

Vetur konungur genginn í garð
25. sep. 2020 09:00

Kæru félagar,

Síðastliðna nótt fór hitastigið niður í 4 gráðu frost. Við viljum minna fólk á að ganga frá vatnslögnum fyrir veturinn.

Stjórnin

Póstur hefur legið niðri
24. ágú. 2020 18:49

Netpósturinn hefur legið niðri undanfarnar vikur og því hafa skilaboð til póstfanga á nordurnes.is ekki komist til skila.
Vinsamlegast sendið aftur póst ef þið fenguð ekkert svar.
Kv,
Stjórnin

Viðhald vega
29. júl. 2020 20:03

Búið er að bera í veginn frá gatnamótum og upp gilið og er þar nú rennifæri. Einnig voru sett niður tvö hlöss af efni, annað niðri í gili og hitt inni á svæði 2 við lóð nr. 33. Þetta er hugsað til þess að við getum sjálf farið og sett efni í holur og misfellur á okkar sameiginlegu vegum inni á svæðunum. Viljum við hvetja fólk til að draga fram hjólbörur og kerrur og eyða í þetta 1-2 klukkutímum - margar hendur vinna létt verk og væri til hagsbóta fyrir okkur öll. Engin sérstök tímasetning er á þessu, en væri ekki alveg tilvalið að kíkja á þetta um n.k. helgi eða þegar hverjum og einum hentar. Kveðja, stjórnin

Brenna á laugardagskvöld
28. júl. 2020 22:33

Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar n.k. laugardagskvöld kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu (Covid).

Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Varðandi Fésbókar-grúbbu
08. júl. 2020 18:05

Góðan og blessaðan daginn kæru Norðurnesingar. Hvernig er það með þessar Fésbókar-grúbbur fyrir Norðurnesinga? Er hlekkurinn hér á síðunni ekki inná "gömlu" grúbbuna sem menn virtust vera eitthvað óhressir með ef marka má skilning minn á umræðunni um Fésbókargrúbbur á síðasta fundi. Hvernig kemst maður í nýju grúbbuna sem mér skildist á fundarumræðum að hafi nýlega verið stofnuð? Kær kveðja - Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir

Fundargerð aðalfundar
14. jún. 2020 18:40

Fundargerð aðalfundar 2020 er komin á netið

Það er hægt að nálgast hana hérna.

Stjórnin.

Varðandi vatnsveitugjald
11. jún. 2020 10:11

Sælt veri fólkið,
Við höfum fengið fyrirspurnir í sambandi við 65þ króna rukkun frá félaginu til nýrra meðlima.

Þessi rukkun hefur verið send á nýja eigendur á svæði 3 sem keyptu lóð af hreppnum og er gjaldið vegna kaldavatnsveitu samkvæmt samkomulagi við hreppinn fyrir nokkrum árum.

Fasteignasalan eða hreppurinn hefði átt að upplýsa tilvonandi kaupendur um þetta gjald og okkur þykir miður að það hafi ekki verið gert.

Vinsamlegast snúið ykkur til fasteignasölunnar með spurningar varðandi þetta.

Kveðja,
Stjórnin.

Vatn
07. jún. 2020 16:15

Takk fyrir duglega fólk að laga þetta fyrir okkur Kveðjjur Birna og Bjössi nr:32

Leki fundinn
07. jún. 2020 13:12

Það fannst ansi stór leki á svæði 2 og búið er að ná fyrir hann.

Við hleyptum aðal vatnsveitu inn og vonum að hún hangi þá uppi núna.

Stjórnin.

Vatnlaust á austur lögn
06. jún. 2020 14:29

Það er verið að vinna að viðgerð á vatnslögn og það þarf að skrúfa fyrir austur-lögn í ca 2 klst núna í dag á meðan á vinnu stendur eða til kl 18.00.

Bústaðir á svæði 1 og 2, sérstaklega nr. 30-50 muni vera vatnslausir.

Kveðja
Stjórnin.

Aðalfundur 2020
23. maí 2020 12:05

Kæru félagar

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 3. júní kl 19.30 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Hækkun á félagsgjaldi í 25þ kr.
  • Kynning á fyrirhuguðum vatnsveituframkvæmdum.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Þess ber að geta að það verður nóg pláss í salnum og auka stólar þannig að fólk ætti að geta haft góða fjarlægð sín á milli.

Kveðja,

Stjórnin

Hampræktun í Norðurnesi 73
18. maí 2020 22:07

Góðan og blessaðan daginn kæru Norðurnesingar. Mig langaði að koma því hér á framfæri að ég, Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir og unnusti minn Heiðar Páll Atlason munum koma til með að vera með tilraunarækt á hampi á lóðinni okkar í Norðurnesi (lóð nr 73), og viljum benda nágrönnum okkar á það að við erum búin að sækja um öll tilskilin leyfi til þess að vera með löglega tilraunahamprækt. Með bestu kveðju og heillaóskum - Ragnhildur og Heiðar

Ný myndavél í suður
14. maí 2020 12:23

Það er komin ný myndavél sem snýr í suður. Það eru þónokkuð betri gæði af þessari nýju og hún er hærra uppi á húsinu hjá mér en þessi gamla.
Það er ennþá hægt að sjá gömlu myndavélina og söguna hennar ef þið ýtið á 'stór mynd' á myndavélasíðunni og veljið 'Suður' í listanum.

kv,
Jón nr 74

Lækkun fasteignagjalda og fjölgun gjalddaga
06. maí 2020 07:40

Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti hreppsnefnd margvíslegar aðgerðir í þágu íbúa, atvinnulífs og allra fasteignaeigenda í Kjósarhreppi til viðspyrnu og mótvægis vegna áhrifa COVID-19.

Nánar hér

Vatnsveitan
04. maí 2020 21:18

Á sunnudaginn síðastliðinn (3. maí) fór veituþrýstingur að falla og var orðið nær vatnslaust í hverfinu að morgni mánudags.

Ástandið er búið að vera nokkuð gott undanfarnar vikur og ekki vitað á þessari stundu hvað veldur vatnsleysinu. Helst er að það sé opið fyrir vatnið einhversstaðar.

Húseigendur í Norðurnesi eru sem fyrr hvattir til að athuga með sín hús og fylgjast með ástandi vatnslagna og inntaksbúnaðar.

Að morgni mánudags var reynt að skipta yfir á vara-vatnsveitu en hún kemur ekki vel undan vetri og er inntakið fullt af sandi og möl og miðlunartankurinn við Trönudalsá galtómur. Fyrirsjáanlegt er að það þarf að grafa upp inntakið og hreinsa til að koma neyðarvatnsveitunni í eðlilegt horf.

- Stjórnin

Aðalfundur og félagsgjöld
04. maí 2020 19:46

Kæru félagar,

Vegna ástandsins undanfarna mánuði þá hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi þangað til í byrjun júní.

Til þess að hægt verði að halda hjólum félagslífsins gangandi verður send út rukkun fyrir félagsgjöldum þessa árs núna í maí en ekki eftir aðalfund eins og er venjan.

Kveðja,

Stjórnin

Mokað inná öll svæði
25. mar. 2020 16:13

Mokað hefur verið snjó á öllum þremur svæðunum í Norðurnesi og ætti fólk því að komast í bústaði sína án mikillar fyrirhafnar.

Kv,

Stjórnin

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt