Fréttir

Fréttir frá árinu 2018 ( 5 fréttir fundust )

Færðin 15. mars
15. mar. 2018 17:58

Færðin er góð eftir leysingar síðustu daga. Siggi á Hrosshóli fór hringinn inná svæðunum og tók þá litlu skafla sem voru eftir þannig að það ætti að vera fært inná öll svæðin fyrir fólksbíla með fyrirvara þó.

Þið ættuð ekki að hætta ykkur inná neðri svæðin tvö á ónelgdum dekkjum en nokkrir kaflar á svæðunum eru þó beinlínis hættulegir þrátt fyrir negld dekk.

Ekki væri úr vegi fyrir fólk að taka með sér 1-2 poka af vegasalti og sandi. Ef fólk dreifir á svellið þá á þetta eftir að losna þeim mun fyrr.

Góða helgi öll saman!

 - Stjórnin

Færðin
01. mar. 2018 14:58

Sælt veri fólkið.

Það er ágætis færðin í dag og þetta lítur bærilega út fyrir helgina ef einhverjir hyggja á sveitaferð.

Gilið upp eftir á svæði 2 og 3 er nokkuð hreint en það er þó smávegis ís og best væri að vera á nöglum.

Svæði 3 er vel ís- og snjólaust en það er þónokkur ís á svæði 1 og 2. Ég er með nagladekk og gat ekið varlega um svæði 1 (það er mjög hált) en þorði ekki langt inná svæði 2.

Fólksbílar ættu að geta farið að hliðum eða ekið inn svæði 3.

Kjósarskarðsvegurinn er snjólaus og ágætur yfirferðar.

Vöfflukaffi í Kjós – Stefnumót við landslag
01. mar. 2018 10:57

Laugardaginn 10. mars kl. 16-18 í Ásgarði

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið á stefnumót við landslag laugardaginn 10. mars kl. 16. Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn http://landslagid.is/Vofflukaffi-i-Kjos-Stefnumot-vid-landslag

Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna á http://landslagid.is/Um-Landslagid

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir
nýdoktor/post doctoral fellow
gudbjorgr@hi.is

Norðurnes að ofan
19. feb. 2018 09:00

Ég tók smá vídeó af Norðurnesinu okkar úr dróna sem mig langaði að deila með ykkur.


https://www.youtube.com/watch?v=TzFz05-zXqk

Mest af myndefninu var tekið í á laugardaginn sem var en svo er bætt við nokkrum myndum frá þarsíðustu helgi. Legg til að horfa á þetta í 'fullskjá' með hljóði.

- Nonni

Myndbönd frá árinu 2017
15. jan. 2018 09:04

Ég setti saman tvö myndbönd frá árinu 2017 úr myndavélunum til norðurs og suðurs. Myndböndin eru samansett úr einni mynd á dag yfir allt árið.

Kíkið á þetta hér: 

 

Tímabil:  Nýjast · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt