Fréttir

Fréttir frá árinu 2015 ( 71 fréttir fundust )

Gleðileg jól
24. des. 2015 16:51

Kæru félagar,

Við óskum ykkur allra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Fyrir þá sem eru að spá í að kíkja uppeftir milli jóla og nýárs þá var færðin í gær, þorláksmessu, mjög góð upp að hliðum að minnsta kosti. Vindurinn er að vísu eitthvað að aukast þannig að það gæti skafið á næstu dögum. Endilega látið stjórnina vita ef færðin versnar og við köllum út velunnara okkar úr Kjósinni til að kíkja á málið. :-)

jólakveðjur!

Færðin góð og veðurstöð komin inn
08. des. 2015 20:20

Við kíktum uppeftir í dag til að sparka veðurstöðinni í gang og líta á aðstæður eftir óveðrið. Það er vel fært fyrir fólksbíla upp að öllum hliðum og jeppar komast sjálfsagt eitthvað leiðar sinnar inná svæðunum.

Siggi á Hrosshóli skóf fyrir okkur um helgina og gerði það herslumuninn. Við þökkum fyrir það.

Myndavélar og veðurstöð eru komin í gagnið aftur og tölvan sagði mér að vindur hefði farið mest uppí 40.7 m/s í hviðum um 22:30 leytið í gærkvöldi. Það telst nú bara hressileg gola í Norðurnesinu :-)

Tölvan dottin út
07. des. 2015 21:51

Óveðrið virðist hafa slegið út tengingunni við myndavélar og veðurstöð. Ég mun kíkja á þetta við fyrsta tækifæri.

Ófært í Norðurnesinu
03. des. 2015 11:34

Það er alveg ófært fyrir bíla í Norðurnesinu. Það er gríðarlega mikill jafnfallinn snjór yfir öllu og það er ekki útlit fyrir að hægt verði að skafa á næstunni.

Ef þið ætlið uppeftir á næstunni þá þarf að gera ráð fyrir labbi alveg frá gámnum.

Það spáir svo leiðindaveðri um helgina og það væri alveg hægt að gera ráð fyrir að færðin verði ennþá verri þá. Endilega farið að öllu með gát ef einhver ætlar að hætta sér uppeftir.

Rauntímaupplýsingar
30. nóv. 2015 11:39

Ég er að gera smá tilraunir með 'live' myndastraum og veðurupplýsingar frá Norðurnesinu. Endilega kíkið á þetta.

Rauntímaupplýsingar

Nú getið þið séð í rauntíma hvernig suðaustanáttin lemur á okkur. :-)

Vegavinnu lokið
04. nóv. 2015 15:16

Kæru félagsmenn og aðrir í Norðurnesinu. Vegavinnunni langþráðu hefur nú verið lokið og við erum komin með þennan þvílíkt flotta veg fyrir utan hlið.

Það þarf að laga aðeins veginn á svæði 2 (efra svæði) og það verður líklega grafa eitthvað að bardúsa þarna á næstunni en þetta er mestmegnis búið þetta árið.

Vegurinn er dálítið grófur á köflum en ætti að jafna sig í vetur og svo næsta sumar skoðum við möguleikann að setja fínna efni ofan á.

Við vonum að nýji vegurinn eigi eftir að gera ferðalög uppeftir mun auðveldari í vetur þar sem vatni er nú veitt eftir skurðum og undir veg eftir því sem við á auk þess sem hann er þónokkuð hærri á mörgum stöðum.

Stærsta breytingin er neðarlega á veginum þar sem vegurinn var færður nokkra metra til vesturs og liggur nú yfir hól sem olli venjulega vandræðum á veturnar.

Þegar um svona stóra framkvæmd er að ræða koma margir að en stjórnin vill þó sérstaklega þakka Einari Arasyni á nr. 62 fyrir þá gríðarlega miklu vinnu sem hann hefur lagt í verkið en þau eru ófá dagsverkin sem hann er að vinna fyrir okkur í sjálfboðavinnu þetta árið!
Ef þið sjáið hann á ferli þá væri ekki úr vegi að knúsa hann smávegis. :-)

Veganefndin vill hvetja fólk til að koma með uppástungur og athugasemdir í sambandi við vegagerðina. Þrátt fyrir að þessum kafla sé lokið er margt fleira sem við viljum gera og það væri gott að heyra í sem flestum sem hafa álit á þessum málum. Ef það er eitthvað sem ykkur finnst ómögulegt eða ef eitthvað mikilvægt sem var ekki tæklað í þessum áfanga látið okkur þá endilega vita.

Það er hægt að senda póst á stjorn@nordurnes.is og við komum því áleiðis.

- Stjórnin

Munum að læsa hliðunum
02. nóv. 2015 08:41

Kæru meðlimir,

Eitthvað hefur borið á því í haust að fólk sé ekki að læsa hliðunum inná svæðin.

Við viljum brýna fyrir öllum að nú um vetur eiga hliðin alltaf að vera læst.

 - Stjórnin

Vegurinn lokaður fram yfir hádegi
26. okt. 2015 10:25

Vegurinn í Norðurnesi verður lokaður framyfir hádegi í dag, 26 okt vegna vegavinnu.

Vegavinnan í fullum gangi
23. okt. 2015 17:10

Það er verið að vinna í veginum okkar um þessar mundir. Fólk sem ætlar uppeftir í um helgina er beðið um að fara varlega, sérstaklega ef það er byrjað að rökkva.

Það verður kannski unnið eitthvað á morgun og svo verður unnið í næstu viku. Það gætu verið einhverjar tafir við og við en vegurinn ætti ekki að vera lokaður. Ef það breytist þá látum við vita.

 - Veganefndin

Frostið á leiðinni
21. okt. 2015 13:57

Það er spáð fyrsta alvöru frosti vetursins núna um helgina en samkvæmt nýjustu tölum gæti frostið náð -10 gráðum aðfaranótt mánudags.

Við viljum hvetja alla til að gera klárt fyrir veturinn og huga að vatnslögnum og því sem má ekki frjósa.

Það er hægt að fylgjast með nýjustu spánni á veðursíðunni.

Vegavinna byrjuð
19. okt. 2015 23:30

Jæja, þá virðist Jón vera byrjaður á vegaframkvæmdum. Benni á nr. 1 kom auga á gröfuna vel á veg komna við að taka niður hólinn við afleggjarann.

Bætt við: Þetta var bara eitthvað smá prófunarkropp hjá honum. Hann efast um að komast í þetta fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi.

Breytingar á veðursíðunni
08. okt. 2015 13:09

Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í veðursíðunni. Núna sjáiði nokkuð skemmtilegt spárit fyrir næstu 2 daga auk þess að það er nú komin samantekt á vindi í einu grafi þar sem sést vindhraði, hviður og vindátt. Hviðugrafið virkar þannig að það er bara sýnt ef þær fara yfir 15 m/s og vindáttin er föst við átta aðaláttirnar í stað þess að sýna nákvæmt horn þar sem það gerir grafið bara torlæsara.

Í öðrum fréttum þá setti ég líka inn hlekki á meðlimaskránna sem leyfir okkur að ýta á símanúmer og hringja beint í viðkomandi, ef við erum að skoða síðuna í símanum. Þið skuluð svo endilega kíkja á skránna fyrir bústaðinn ykkar og sjá til þess að símanúmer og tölvupóstföng séu rétt skráð til þess að það sé auðvelt að ná í fólk.

Látið mig vita ef þetta veldur einhverjum vandræðum hjá ykkur, annars njótiði bara vel. :-)

Snjórinn kominn í Skálafellið
02. okt. 2015 08:44

Jæja, þá er snjórinn, gamli vinur okkar mættur í Skálafellið!

Framkvæmdir hafnar í Kjósaskarði
15. sep. 2015 16:26

Vefmyndavél vegagerðarinnar smellti af meðfylgjandi mynd fyrir stundu.

Það er allt komið af stað og við hlökkum til að sjá afraksturinn. Þið hafið þetta í huga þegar þið farið uppí Norðurnes.

Frétt á Mbl.is
14. sep. 2015 10:45

~~Innlent | mbl | 14.9.2015 | 9:51
Brotist inn í átta sumarbústaði
 .
Brotist var inn í átta sumarbústaði í Bláskógabyggð í síðustu viku. Þjófarnir spenntu upp glugga eða tóku hurðir af hjörum til að komast inn í húsin. Þeir stálu fyrst og fremst flatskjáum.
Í einhverjum tilvikum var unnið eignatjón, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi.

Samkvæmt þessu er full ástæða til að loka hliðunum
 

Vinna hafin við Kjósarskarðsveg
03. sep. 2015 14:21

Löngu tímabært verk er nú loks hafið við að setja bundið slitlag á Kjósarskarðsveg (nr. 48).

Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf, Akranesi sem átti lægsta tilboðið í framkvæmdina, rúmar 214 mkr.

Í þessum áfanga verður farið frá Þingvallavegi að Fremra- Hálsi, eða um helming þess hluta sem ómalbikaður er af Kjósarskarðsveginum. Vonir standa til að í kjölfarið verði haldið áfram og klárað að setja bundið slitlag áleiðs að Vindási, þar sem malbik er.

Þessi framkvæmd er mikið fagnaðarefni fyrir íbúa Kjósarinnar, gesti þeirra og ekki síður þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína um sveitina á ferð sinni milli Þingvalla og Hvalfjarðar.

Þessum verkáfanga skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.  

Frétt af Kjos.is

Ný veðurstöð komin í gagnið
29. ágú. 2015 17:13

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá gaf gamla veðurstöðin upp öndina fyrir nokkrum vikum og hætti að sýna hitastig. Ég pantaði nýja veðurstöð og er nú búinn að setja hana upp.

Veðurstöðin er af gerðinni Vantage Pro2 og er þónokkuð meira pró en sú gamla (enda er orðið 'pro' í nafninu á þessari nýju).

Geir á nr 44 hjálpaði mér að setja niður 3m langa stálstöng til að hengja græjuna á og ættu mælingarnar að vera miklu nákvæmari en þær hafa verið áður.

Ég vona að þið njótð nýju tækninnar! :-)

Vegavinna
27. ágú. 2015 10:56

Sælt veri fólkið.

Veganefndin er búin að vera að ræða við verktakann og það verður að fresta vinnunni þar til svona 20. September því þá líkur veiðitímabilinu en það er erfitt að fá að taka efni úr ánni fyrir þann tíma.

Það er líka verið að vinna í því að fá leyfi fyrir efnistöku en það er örlítið flóknara en héldum. Við vonum að þetta leysist samt allt saman.

Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá er búið að senda út rukkanir fyrir vegavinnunni eins og rætt var um á fundinum og tilkynnt í fyrri fréttum. Eindaginn er í byrjun September.

Við látum ykkur svo vita þegar nær dregur hvernig þetta verður allt saman.

Niðurstaða félagsfundar
17. ágú. 2015 14:45

Félagsfundurinn gekk vel og það var fín mæting. Það var rætt um vegamál, myndavélavöktun og vatnsveitu.

Helstu mál:

  • Stjórnin stefnir að því að hefja myndavélavöktun í Norðurnesinu í haust.
  • Næsta vor verður bætt við neyðarfæðingu í vatnstank.
  • Veganefnd hefst handa við fyrirhugaðar framkvæmdir á vegi.
  • Gjald á lóð vegna vegaframkvæmda er 23,000 kr.
  • Kostnaður vegna annarra framkvæmda verður borgaður úr félagssjóði.

Hérna er fundargerðin og hérna er kynningin sem var flutt á fundinum.

Vegaframkvæmdir munu væntanlega byrja í lok ágúst og það verður send út tilkynning þegar nær dregur. Rukkanir verða einnig sendar út á sama tíma.

Stjórnin vill sérstaklega þakka Jóni Snædal fyrir góða fundarstjórn og það var ánægjulegt að sjá hversu góð umræða átti sér stað um þessi mál.

Ef fólk hefur eitthvað við fundargerðina að bæta eða einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við stjórnina með því að senda póst á stjorn@nordurnes.is.

 - Stjórnin

Minnum á félagsfundinn
12. ágú. 2015 09:58

Við viljum minna á félagsfundinn í kvöld kl 20.00 í Gerðubergi. Auk félagsmanna eru aðrir bústaðaeigendur á svæðinu boðnir til að ræða um vegamálin.

Sjá fyrri frétt hér.

Hitastigið í veðurstöðinni er niðri
12. ágú. 2015 08:54

Því miður virðist hitamælirinn í veðurstöðinni vera ónýtur. Ég mun notast við hitastigið frá spánni sem skítamix í bili þannig að það er ekki 100% rétt en er nokkuð nálægt.

Ég kaupi mér væntanlega nýja veðurstöð sem fyrst.

Nýtt kjöt á Sogni
08. ágú. 2015 16:46

Ekki þarf að örvænta þótt ekki sé lengur hægt að kaupa kjöt hjá Matarbúrinu því fjölskyldan á Sogni hefur nú opnað nýja og flotta afgreiðslu þar sem hægt er að kaupa alls kyns nautakjöt. Við hjónakornin á 74 höfum þegar nýtt okkur þetta nokkrum sinnum og keypt þar hamborgara, hakk og steikur. 

Hægt er að fara á Sogn hvenær sem er til þess að kaupa sér glerfína steik á grillið. 

Sogn er næsti bær við Reynivelli og er því við ytri veginn í Kjósina, þann sama og Háls/Matarbúrið stendur við.

Síminn hjá þeim er 566 7040.

Vatnsleysi
07. ágú. 2015 22:52

Eins og kom fram í sms skeytinu sem ég var að senda þá er vatnslaust í Norðurnesinu. Ég rabbaði við Sigurð Guðmunds um ástandið og hann mælti með að prófa að loka fyrir rennsli á nóttunni til að gefa tankinum tækifæri til að safna vatni.

Við lokuðum fyrir vatnið klukkan 22.00 í kvöld og ætlum að kíkja á aðstæður í fyrramálið um 08.00 leytið og opna þá fyrir aftur.

Það verður því væntanlega alveg vatnslaust hjá öllum í nótt. Passið að hafa ekki opið fyrir þurra krana því það kemur þrýstingur aftur á kerfið eldsnemma í fyrramálið.

Fundur um vegavinnumál og fleira
04. ágú. 2015 13:47

Kæru félagar,

Eins og við minntumst á í frétt fyrir mánuði þá er mikil þörf á viðgerðum á veginum. Stjórn og veganefnd eru búin að setja saman framkvæmdaráætlun sem okkur langar að ráðast í nú í ágúst.

Við viljum ræða þetta við ykkur og fá samþykki fyrir áætluninni og aukakostnaði þar tengdum. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi miðvikudaginn 12. ágúst kl 20.00 (salur B eins og venjulega).

Auk vegaframkvæmda verður kynnt áætlun um myndavélavöktun og rætt um vatnsveitu. Ef þið hafið eitthvað fleira til að ræða þá verður einnig tækifæri til þess.

Við hvetjum sem flesta til að mæta til að ræða þessi mikilvægu mál.

Stjórnin

Vatnsbúskapur slæmur
02. ágú. 2015 10:05

Eins og við vitum flest þá varð allt vatnslaust í gær um 15.00 leytið. Það er ennþá vatnslaust í dag á nýja svæðinu og það hefur því ekki mikið bæst við tankinn í nótt.

Nú þurfum við öll að standa saman og spara vatnið! Ekki sturta niður í klósettin ef þið getið mögulega komist hjá því, náið í vatn í fötum úr ánni fyrir slíkt ef þið hafið tök á því, ekki láta vatn renna að óþörfu!

Þeir sem eru í neðstu bústöðunum gætu verið að fá eitthvað vatn núna en þeir sem eru í efri bústöðum fá akkúrat ekki neitt.

Sýnum hvort öðru tillitssemi og sólundum ekki vatninu.

Vatnsbúskapur góður
29. júl. 2015 18:22

Benedikt kíkti á tankinn fyrr í dag og hann var næstum fullur. Demban í gær hefur reddað okkur fyrir horn. Við ættum því að vera í góðum málum fyrir verslunarmannahelgina.

Við skulum samt ekkert vera að fylla heitu pottana og þvo bílana. :-)

Brennan
28. júl. 2015 19:35

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k.,

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva

Sjáumst hress :)

Meira um vatn.
27. júl. 2015 23:06

Mun athuga vatnshæð á morgun,þriðjudag.Undanfarin ár eða síðan heilsársvatn var tekið í notkun í Norðurnesi hefur vatnstaða alltaf verið mjög tæp frá mánaðamótum júni-júli.Fer eftir tíðafari þ.e.a.s.hvort er rigningarsumar eða ekki.Einnig hvað mikill snjór er í fjöllum.Í ár höfum við sloppið vel.Það var ekki fyrr en uppúr 20.júli í ár sem fór að bera á vatnsskorti á efsta svæði og miðsvæði.Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið síðasta helgin sem hætta er á vatnsskorti.Sóum þvi ekki vatni á þessu tímabili,svo allir hafi nóg vatn um verslunarmannahelgina.

Viðgerð á hliði og skröltrist.
27. júl. 2015 22:34

Byrjaði að sjóða styttu undir lásnum,sem er búin að vera brotin í mörg ár.Nú ætti að vera mun auðveldara að opna og loka hliðinu.Einnig byrjaði ég að sjóða "skröltristar" fastar.

Pikkles í veðurstöð
19. júl. 2015 16:38

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir er hitastigið og rakinn í veðursíðunni búið að vera fast öðru hvoru undanfarna viku. Akkúrat núna þá eru þessi gildi búin að vera föst frá því í gærkveldi.

Ég veit ekki alveg hvenær þetta kemst í lag en veðurspáin (brotalínan) ætti amk að vera rétt.

 

Kátt í Kjós á laugardag
12. júl. 2015 13:53

Hátíðin Kátt í Kjós verður haldin í níunda sinn á laugardaginn 18. júlí næstkomandi.

Hérna er bæklingurinn.

Fréttir af vegavinnu
05. júl. 2015 21:23

Sælt veri fólkið,

Einar og ég höfum verið að garfast í þessu með veginn okkar undanfarnar vikur. Við höfum fengið Sigurð á Hrosshóli með okkur í að skoða málin til að sjá hvað við getum gert til að bæta veginn til frambúðar og svo síðustu helgi fengum við Jón Tap (Tönnin ehf) til að skoða aðstæður og gefa okkur grófa kostnaðaráætlun. Jón hefur unnið mikið fyrir félagsmenn og aðra í sveitinni og hann þekkir aðstæður á svæðinu vel.

Vinnan sem um ræðir er fyrir utan hlið. Við þurfum að hækka veginn á mörgum stöðum , bæta við vetrarbílastæðum, laga ræsi og bæta við skurðum og rörum þar sem við á. Auk þess er planið að færa veginn á tveim stöðum. 

Það sem við viljum gera er að setja pening í að gera veginn betri undir veturnar þannig að reglulegt viðhald verði viðráðanlegra í stað þess að þurfa að setja 400þ kr á hverju sumri í viðhald sem hverfur svo næsta vetur. Einnig ætti framkvæmdin að leiða til þæginlegri aðkomu að vetri og sparnaðar í snjómokstri.

Stjórnin settist svo niður með veganefndinni (Sigurjón á nr. 15 er kominn inn í stað Sigurðar Finnssonar) og við ræddum hvernig væri best að standa að þessu. Kostnaður við verkið verður meiri en félagsgjöld ná að dekka og því þurfum við að sækja aukalega greiðslu fyrir þessu.

Hugmyndin sem við ætlum að færa ykkur er að framkvæmdir verði gerðar seinni part ágúst og að allir félagsmenn auk fólksins hinum megin við lækinn taki jafnan þátt í kostnaði. Ef allir leggjast á eitt þá erum ekki að tala um gríðarlegar fjárhæðir og ætti þetta að vera á milli 20-30 þúsund krónur á hvern eiganda.

Við ætlum að halda fund um þetta mál í sumar, líklega í Gerðubergi og það verður boðað til hans sérstaklega, en mig langaði aðeins að segja ykkur frá stöðunni núna.

Kv,

- Nonni

Nýr göngustígur
30. jún. 2015 11:11

Þökk sé frábærtu átaki frá fjórtan galvöskum Norðurnesingum þá erum við komin með nýjan göngustíg á milli efra og nýja svæðis.

Það var mjög gaman hjá okkur og kláraðist verkið á minna en klukkutíma, enda voru handtök hröð og örugg hjá öllum þáttakendum. :-)

Eftir að mölin var komin niður skruppum við svo niður til Geirs og Jórunnar á nr. 44 og fengum okkur bjór og vöfflur.

Sjáið myndir af þessu hérna

Þúsund þakkir til þeirra sem tóku þátt og við vonum að fólk eigi eftir að nýta sér þennan flotta nýja stíg.

Sjálfboðaliðar í göngustígagerð á laugardag
26. jún. 2015 08:12

Kæru félagar,

Eina og kom fram á síðasta stjórnarfundi þá ætlum við að leggja möl í stíginn við hliðina á lóð 47 til að tengja efra svæðið og nýja svæðið betur saman (hérna er þetta á google maps).

Við erum komin með malarhlass á staðinn og vantar nú bara nokkra vaska menn og konur til að setja mölina á sinn stað.

Við ætlum að hittast klukkan 15.00 á morgun, laugardaginn 27. júní og drífa þetta af. Margar hendur vinna létt verk og það væri rosalega gaman að sjá sem flesta mæta með hjólbörur og skóflur og við drífum þetta af á stuttum tíma.

Það er aldrei að vita nema stjórnin mæti með einhverjar hressingar fyrir hörkutólin! :-)

Búið að gera við girðingu
24. jún. 2015 08:33

Védís og Valur í nr. 14 eru búin að gera við girðinguna eftir veturinn.

Það var lélegt með veginum í gilinu kringum bústað 59 og gili á móti 21. Hliðin inná nýja svæðið voru löguð og hliðið niður að ánni. Stigann sem var í norðaustur horni (móti 20) var færður upp á hæðina hjá 23, svo nú er hægt að ganga fyrir utan girðingu upp á miðsvæði og yfir járntröppuna.

Þúsund þakkir til Védísar og Vals fyrir að ganga svona rösklega í þetta! :-)

Glósur frá kynningarfundinum
19. jún. 2015 10:36

Sælt veri fólkið,

Það var mjög spennandi kynningarfundur um hitaveituna í gærkvöldi. Það var alveg gríðarlega mikil mæting og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir framtakinu.

Það eru komnar lokakostnaðartölur á þetta og við erum að horfa á 900þ kr í þátttökugjald og svo fast 11þ kr á mánuði óháð notkun en mest þó 3 l/mín. Þeir sem eru með lægra hitastig munu fá aðeins hærra vatnamagn þannig að allir verða með svipað mikið afl.

Það verður byrjað að leggja þetta á næsta ári en það eru lágmark 2-2.5 ár þangað til að við í Norðurnesinu getum tengst. Það þarf ekki að greiða þáttökugjaldið fyrr en húsið á að tengjast heitaveitunni og því höfum við svolítinn tíma til að spara fyrir þessu. :-)

Í haust þarf að tilkynna um þátttöku og skrifa undir skuldbindingu (án greiðslu þó).

Við gætum verið að horfa á árlegan sparnað upp á 90þ krónur í hitunarkostnað m.v. 24 kwh notkun á dag en það er svolítið erfitt að bera það saman því með hitaveitu munum við hita húsin okkar allt árið um kring en ekki byrja helgina á því að vefja okkur inní teppi á meðan við bíðum eftir að húsið hitni. ;-) Ég er sjálfur með svona 30-75 kwh á dag í 85fm húsnæði en það sveiflast mikið eftir útihitastigi.

Ég er ekki alveg með á hreinu hversu mikill kostnaður verður við tengingu auk þáttökugjaldsins en það þarf að setja upp tengigrind, affall, breyta kyndingu og fleira. Það má ekki setja vatnið beint inní hitakerfi heldur þarf að hafa varmaskipti og lokað kerfi með frostlegi.

Allt að gerast í þessu! Endilega ræðið málið með því að nota athugasemdirnar fyrir neðan fréttina.

17. júní hátíð á Kaffi Kjós
16. jún. 2015 22:00

17. júní verður haldinn hátíðlegur á Kaffi Kjós  að vanda.

Opið frá kl. 11 til  22

Hopp og skopp ef veður leyfir.

Hoppukastali, andlitsmálun, heimalingar!

Opinn fundur um hitaveitumál
15. jún. 2015 08:09

Frá Kjos.is:

Opinn kynningarfundur um hitaveitu- og ljósleiðaramál verður haldinn í Félagsgarði fimmtudagskvöldið 18. júní, kl 20:00.

Nú er forhönnun lokið og komnar tillögur að lagnaleiðum um væntanlegt dreifingarsvæði hitaveitu í Kjósarhreppi, sem Stoð ehf-Verkfræðistofa hefur hannað fyrir Kjósarveitur, gert er ráð fyrir lagningu ljósleiðara samhliða.

 

Þessar tillögur verða kynntar til umræðu og umsagnar íbúa á fundinum.
Hægt er að nálgast tilllögurnar fyrir fundinn með því að smella hér  

(ath. stórt skjal, gæti tekið tíma að hlaða niður).


Stjórn Kjósarveitna mun fara yfir stöðuna á fundinum, væntanlega verðskrá og næstu skref. Auk þess mun Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur hjá Stoð, mæta á fundinn og sitja fyrir svörum.


Hlökkum til að sjá sem flesta

– það verður heitt vatn á könnunni og kaffi líka

ALLIR VELKOMNIR


Með hlýjum kveðjum, Kjósarveitur ehf
Pétur Guðjónsson, Karl Magnús Kristjánsson, Sigurður Ásgeirsson, Guðmundur Davíðsson og Sigríður Klara Árnadóttir 

Engin hjálp með veginn
12. jún. 2015 12:22

Stjórnin hafði sent inn umsókn til vegagerðarinnar um að vegurinn okkar yrði gerður að héraðsvegi. Rökin sem við höfðum voru annars vegar að vegurinn sinnir sumarbústaðabyggð og hins vegar að hann er notaður af fólki sem á leið inn dalinn.

Ég hringdi í þá í morgun til að athuga stöðuna á umsókninni og við munum fá neitun við því. Svarið kemur ekki mikið á óvart.

Ég heyrði einnig í hreppsnefndinni og það var borið upp á fundi þeirra sl miðvikudag hvort það væri ekki réttast að veita okkur einhverja aðstoð við veginn þar sem a) hreppurinn á mikið af lóðum á svæðinu og b) þar sem vegurinn sinnir fleirum en bara sumarbústaðabyggðinni (tenging við vegslóða inn dalinn). Því miður fengum við neitun þar líka.

Hreppurinn útilokaði samt ekki að hann myndi koma eitthvað að veginum í framtíðinni þegar/ef þau fara að selja lóðir á svæðinu.

Næstu skref eru að athuga hvort við gætum sent inn erindi til vegagerðarinnar um styrkveg en það væri ekki á þessu ári þar sem umsóknarfresturinn er runninn út. Þessi umsókn yrði eiginlega að koma frá hreppnum til að hún væri tekin alvarlega og ég mun sækja það til hreppsnefndar hvort það væri möguleiki að hreppurinn myndi senda inn umsókn næsta vor. Rökin fyrir þessu væru þá ekki sumarbústaðabyggðin heldur tengingin við svínadalsleið.

Sumsagt, engar góðar fréttir að svo stöddu og við sitjum ein uppi með þennan blessaða veg. Okkur finnst öllum alveg óhemju ósanngjarnt að þurfa að halda uppi þessum veg fyrir almenna umferð og höldum áfram að reyna að sækja einhverja aðstoð næstu ár.

Vegna þessa er líklegt að félagsmenn muni þurfa að greiða aukagjald til vegavinnu eins og var komið inná á síðasta aðalfundi. Hversu mikið það verður á eftir að áætla en vonandi getum við sett fram einhverskonar kostnaðaráætlun fljótlega.

- Stjórnin

Stjórnarfundur
10. jún. 2015 16:43

Stjórnarfundur var haldinn á mánudaginn 8. júní síðastliðinn. Auk stjórnar voru meðstjórnendur, skoðunarmenn og veganefndin. Á fundinum var mikið rætt og margt ákveðið.

Hérna er skýrsla frá fundinum. Við viljum hvetja alla meðlimi að lesa þetta vandlega því stjórnin ætlar sér margt á þessu ári og við viljum ekki að það komi neinum á óvart í hvaða verk verður ráðist.

Endilega svo að senda póst á stjorn@nordurnes.is (eða bara að svara fréttatilkynningarpóstinum) og láta okkur vita hvað ykkur finnst.

 - Stjórnin

Hemjum lúpínuna
04. jún. 2015 13:16

Stjórnin hefur fundað um illgresi í Norðurnesinu og þá sérstaklega lúpínu. Þessar plöntur eru ágengar og passa ekki inní gróðurinn sem æskilegt er að hafa í Norðurnesinu.

Það má alveg færa rök fyrir því að lúpína henti vel til uppgræðslu þar sem enginn annar gróður er fyrir en það á ekki við í Norðurnesinu og lúpínan er óvelkominn gestur í sumarbústaðasvæðinu.

Stjórnin vill beina þeim (vinsamlegu) tilmælum til meðlima að rífa upp lúpínu hvar sem hún finnst (það sama á við um risahvönn og kerfil).

Það er best að rífa lúpínuna upp með rótum núna snemma sumars, næstbest er að höggva hana niður ef hún er of rótföst.

Nokkuð góðar upplýsingar um lúpínu er að finna hérna.

 - Stjórnin

Búið að skipa í nefndir
04. jún. 2015 11:33

Það hefur nú verið skipað í allar stöður og nefndir fyrir starfsárið sem er að byrja.

Hérna eru breytingarnar:

Stjórn

Karl Arthursson (nr 10) hættir sem formaður. Jón Bjarnason (nr 74) er tekinn við.

Sigurður Finnsson (nr 20) hættir sem meðstjórnandi. Sigurjón Friðjónsson (nr 15) tekur við.

Skoðunarmenn

Stefán Friðbjarnarson (nr 52) hættir og Karl Arthursson (nr 10) er tekinn við.

Brennunefnd

Sigrún Geirsdóttir (nr 74) og Alma Pálsdóttir (nr 91) hættar. Guðjón Hauksson og Soffía Matthíasdóttir (bæði nr 61) tekin við.

Snjómokstursnefnd

Snjómokstursnefndin hefur verið lögð niður og sameinast veganefnd. Veganefndin mun sjá um snjómokstur á næsta vetri.

Veganefnd

Árni Einarsson (nr 30) farinn út og Einar Arason (nr 62, frá moksturnefnd) tekinn við.

Vatns- og girðinganefndir

Óbreyttar

 

Stjórnin vill þakka þeim sem eru að láta af störfum fyrir vinnuframlagið í þágu félagsins okkar og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa.

Ef einhverjir fleiri vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í einhverri af nefndunum endilega þá að hafa samband við stjórnina með því að nota "hafa samband" hlekkinn neðst á síðunni eða senda póst á stjorn@nordurnes.is

Það er hægt að sjá núverandi nefndir með því að ýta hér: Stjórn og nefndir.

Hitaveitukynning
03. jún. 2015 08:19

Hérna er kynningin sem Sigurður og Sigríður voru með fyrir okkur á aðalfundinum.

hitaveita_2015_nordurnes.pptx

Fundargerð aðalfundar
02. jún. 2015 20:52

Fundargerð aðalfundarins 2015 er komin á vefinn.

Helstu atriði:

  • Nýr formaður, Jón Bjarnason (nr 74).
  • Framkvæmdargjald er nú 15.000,- kr.
  • Sameiginlegt hlið verður ekki gert.
  • Þörf á miklum vegaframkvæmdum.
  • Hitaveitan er á góðri siglingu.

Fundargerð ritara er aðgengileg hérna.

Það verða svo settar inn frekari tilkynningar um nefndir, framkvæmdir og fleira frá nýrri stjórn á næstu vikum.

Aðalfundurinn er í kvöld
27. maí 2015 08:33

Minnum á aðalfundinn í Gerðubergi kl 20.00. Við vonum að fulltrúar sem flestra bústaða og lóða sjái sér fært að mæta.

Aðalfundur 2015
19. maí 2015 13:36

Kæri félagi,

Aðalfundur félags sumarbústaðaeiganda Möðruvöllum í Kjós verður haldinn: miðvikudag 27. Maí 2015 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Helstu atriði verða þessi:

Stjórnarskipti

Karl formaður mun ekki bjóða sig fram áfram, né heldur Sigurður gjaldkeri. Sumarhúsafélagið þarf nauðsynlega að fá nýja aðila í stjórnina til að taka við taumnum og við viljum biðja þá sem gætu haft áhuga á þessum störfum, og þá sérstaklega formannsembættinu að senda línu á Karl (karlar@bernhard.is) fyrir fundinn. 

Hitaveita

Á fundinum verður rætt um hitaveitumál og munu Sigurður og Sigríður úr hreppsnefninni kíkja í heimsókn og segja okkur frá núverandi stöðu hitaveitunnar og svara spurningum.

Vega-, snjó- og hliðarmál

Gerð var tilraun með reglulegan snjómokstur síðastliðinn vetur. Það verður rætt um kostnað af þessu framtaki og mögulegt áframhald. Það verður einnig rætt um ástand vegaslóðans inn á Norðurnesið og hugmyndir um sameiginlegt hlið.

Kveðja,

Stjórnin

Alls staðar fært!
21. apr. 2015 11:45

Sigurður á Hrosshóli fór vasklega um svæðið í gær á gröfu sinni og nú eru allir vegir færir, í bókstaflegri merkingu, inni á svæðinu! Það eru áreiðanlega margir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og ætla upp eftir á Sumardaginn fyrsta og nú geta sem sé allir keyrt upp að sínum bústöðum, hvar sem þeir eru á svæðinu. Veðrið á auðvitað að verða nokkuð rysjótt en við vonum að snjókoman verði nú ekki mjög slæm. 

Matarbúrið er lokað
19. apr. 2015 17:20

Matarbúrið að Hálsi í Kjós mun ekki opna dyr sínar aftur, nokkuð sem okkur Kjósverjum finnst auðvitað afleitt! Þau eru að opna nýja verslun í Grandanum í Reykjavík, í einni af gömlu verbúðunum, og ætla alveg að hafa söluna þar sýnist mér af vefsíðunni þeirra.

Bóndinn að Sogni hefur líka verið að rækta Galloway naut og það er spurning hvort það verður hægt í sumar að kaupa beint af honum. Mun láta vita þegar eitthvað liggur fyrir í þeim efnum.

Gleðilega páska!
05. apr. 2015 14:40

Rutt í morgun
03. apr. 2015 13:52

Það var ófært í morgun en Sigurður á Hrosshóli stökk til og er búinn að vera að ryðja fyrir okkur eins og meistari. Það ætti að vera orðið nokkuð gott núna að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.

Við þökkum Sigurði kærlega fyrir að redda okkur svona á föstudaginn langa!

Kaffi Kjós opnar - pàskaeggjaleit og bingó
31. mar. 2015 16:07

Kaffi Kjós vaknar af vetrardvala á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.

 Opið verður alla páskana 

frá kl. 12-20, skírdag fram á annan í páskum, að báðum dögum meðtöldum. 

 

Laugardaginn 4. apríl verður páskaeggjaleit kl. 12 í Kaffi Kjós. Allir krakkar velkomnir.

Um kvöldið verður Páskabingó fyrir alla fjölskylduna, kl. 21 í Hlöðunni að Hjalla. Allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Húsið opnar kl. 20:30, verð pr. bingó spjald er 400 kr. Fjölbreyttir vinningar og léttar veitingar til sölu. 

Eftir páska er opið um helgar  kl 12 – 20, laugardaga og sunnudaga. 

Einnig opið eftirtalda daga kl. 12 -20
Fimmtudag  23. apríl - sumardagurinn fyrsti
Föstudag 1. maí - verkalýðsdagurinn 
Fimmtudag 14. maí - uppstigningardagur
Mánudag 25. maí - annar í hvítasunnu

Eftir 1. júní verður  opið alla daga.

Kaffi Kjós.  Sími 566-8099  897-2219
kaffikjos@kaffikjos.is    www.kaffikjos.is

Tilkynning frá Rarik
30. mar. 2015 15:30

Rafmagnslaust verður á morgun 31. mars kl: 13.00 til 15.00 frá Hjalla að Fellsenda í Kjós vegna loka viðgerða eftir óveður 14.mars.

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390

Búið að moka fyrir páskana
28. mar. 2015 14:49

Hann Sigurður á Hrosshóli var að ljúka við að moka Norðurnesið rétt í þessu. Það er núna ágætis færð inn að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.

Á neðra svæði náði hann að moka afleggjarann til hægri, fram að bústað nr. 8 en það var ekki hægt að moka áfram (13+).

Það var ekki hægt að tjónka neitt við efra svæðinu en það var mokað inneftir á nýja svæðinu meðfram því efra og því getur fólk á efra svæði lagt þar.

Það verður ekkert meira gert fyrir páskana nema ef það snjóar meira þá reynum við að hreinsa upp að hliðum.

Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu!

 - Jón og Einar

Rafmagnslaust
28. mar. 2015 09:30

Það er bilun á rafmagninu í Kjósinni. Ég heyrði i Rarik mönnum og þeir eru að byrja að líta á þetta núna og gátu ekki gefið upp hvenær þetta væri komið aftur í lag. Væntanlega er það ekki meira en einhverjar klukkustundir.

Mokstur á vegum innan girðina
23. mar. 2015 20:02

Mig langar að spyrja hvort ekki  sé ekki best fara í gegnum snjóskaflana innan girðina svo það minki vatns flaumin og göturnar verði ekki að einu svaði eins og oft hefur orðið raunin væri gott að gera það í þessari viku þá væri þetta farið að jafna sig um páska,sérstakt gjald fyrir svona þjónustu minnst mér eðlilegt,hvað finnst ykkur?Hefur Sigurður á Hrosshóli ekki verið að skafa fyrir okkur ?

Fésbókarsíðan
20. mar. 2015 21:42

Þessi síða mun örugglega verða vinæl,

https://www.facebook.com/groups/1563541280593168/

Takk fyrir framtakið :)

 

Fallegur dagur í Kjósinni
18. mar. 2015 21:11

Hérna er eitt myndskeið frá því í gær til að minna okkur á að Kjósin okkar er nokkuð falleg, svona þegar veðrið er með okkur :-)

https://www.youtube.com/watch?v=Czh3qc5x1BA

Stofnuð fésbókarsíða á Norðurnes í Kjós.
14. mar. 2015 22:49

Sátum hér með nágrönnum okkar í bústað 59 og ákváðum að stofna síðu á fésbókinni þar sem að við gætum sett inn allt milli himins og jarðar sem viðkemur svæðinu okkar.                            Þess vegna biðjum við ykkur að bæta inn nöfnum sem flestra sem að eiga bústað hér í Norðurnesi.Hér getum við rætt og sett inn það það sem að okkur finnst að við að  þurfum að koma frá okkur hvort til annars.                                                                                               Reynum endilega að nýta þessa síðu til að koma frá okkur þeim málum sem að okkur finnst þurfi að ræða á málefnalegan hátt og ekki sakar að hafa hafa svolítið léttmeti með, og endilega setjið inn myndir sem að ykkur finnst að ættu heima hér.                            Sem sagt vonandi létt og skemmtileg síða í uppsiglingu   ;-)

Allt í lagi á miðsvæðinu
14. mar. 2015 16:14

Sigurður Guðmundsson var að hringja í mig. Hann fór um allt miðsvæðið, upp að hverjum einasta bústað, og þar er allt í lagi þrátt fyrir að smádrasl sé við nokkra bústaðina.

Engar sjáanlegar skemmdir sem betur fer! Sigurður óð þarna skafla sem náði honum upp að hálsi og var hann hátt í tvo tíma að koma sér um svæðið. Eigum við honum miklar þakkir skyldar, sem og Sigurði á Hrosshóli.

Það er gott að vita af því að þeir eru að fylgjast með þessu fyrir okkur. Veðrið í Kjósinni hefur ekki verið svona slæmt í áratugi eins og var í gær sem sýndi sig best á því að fjárhúsið fauk og þak á annarri byggingu líka. Þakhluti þaðan fauk svo alla leið að félagsheimilinu og olli þar skemmdum. Þetta hefur verið svakalegt!

Það er búið að ryðja leiðina að öllum þremur hliðunum og það ætti að vera velfært fyrir jepplinga.

Óveðrið í gær
14. mar. 2015 13:01

Sælt veri fólkið. Það er alltaf góða veðrið.

Ég heyrði í Sigurði áðan. Þeir Sigurðarnir eru að hjálpa til í Kjósinni við að festa niður þök og fleira. Þeir kíktu aðeins inneftir til okkar og sáu að flætt hafði yfir ræsið í gilinu og það er ófært þar.

Þeir sáu ekkert augljóst að þeim bústöðum sem eru þarna framarlega en það lá blá þakplata út í kanti, ef einhver kannast við það.

Þeir nafnar buðust til að renna þarna inn og kíkja betur á aðstæður. Ég heyri betur í þeim seinna í dag og við Einar ætlum að renna þarna uppeftir eftir í kjölfarið.

Ef einhver veit meira um aðstæður uppfrá endilega hafið samband við mig í síma 821-2558.

Ég uppfæri svo fréttirnar þegar við vitum meira.

Netið dottið út
11. mar. 2015 10:53

Netið datt út í óveðrinu í gær. Ég þarf víst að fara uppeftir og kíkja á þetta enn eina ferðina. Vonum að bústaðurinn sé ekki fokinn.

Sumsagt, engar myndavélar eða veðurupplýsingar fyrr en ég kemst á staðinn.

Andvarp...

Vinsamlegast takið þátt í könnun um hitaveitu
26. feb. 2015 10:23

Kæru félagar,

Hreppsnefndin bað mig um að koma því til skila að hvetja ykkur öll til að taka þátt í könnun um hitaveitu sem er á kjos.is vefnum. Endilega smella á hlekkinn og láta vita hvað ykkur finnst.

http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/

Takið eftir að það er engin skuldbinding fólgin í því að svara könnuninni.

Myndavélar
21. feb. 2015 22:36

Vel gert Jón og fjölskylda.

 

Veðurstöð komin í lag
21. feb. 2015 21:52

Jæja, þá er loksins búið að ljúka fullnaðarviðgerð á netinu í Norðurnesi 74. Við vonum að veðurstöðin og myndavélarnar verði nú til friðs héðan í frá.

Við þökkum þolinmæðina. :-)

Skafið í Norðurnesinu
20. feb. 2015 18:35

Sigurður renndi inn Norðurnesið með traktornum sínum rétt í þessu þannig að þeir sem höfðu hugsað sér að kíkja uppeftir um helgina ættu að hafa ágætis færð.

Veðurstöð niðri
20. feb. 2015 09:36

Veðurstöðin og myndavélarnar eru niðri þessa stundina. Ég vonast eftir því að koma þessu í lag um helgina.

Könnun um áhuga á hitaveitu
19. feb. 2015 13:49

Frá Kjós.is

Könnun á áhuga á hitaveitu í Kjósinni, komin á netið

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/193464/

Mokað í Norðurnesi
15. feb. 2015 18:15

Loksins er eitthvað byrjað að minnka ísinn á vegaslóðanum okkar. Náttúran hefur ekki náð að hreinsa veginn alveg en klakabrynjan hefur eitthvað þynnst.

Snjómokstursnefndin greip tækifærið eftir hláku undanfarinna daga og fékk Sigurð á Hrosshóli á staðinn með nýja 100 hestafla traktorinn til að moka og skafa, bæði í gilinu og fyrir framan hliðið að neðra svæði.

Verkið vannst vel og það ætti að vera vel fært fyrir jepplinga á nagladekkjum að öllum hliðum (jafnvel fólksbíla á nöglum), og fyrir þá sem eru á efri svæðunum þá ætti að vera hægt að aka inn á nýja svæðið og leggja þar svo göngutúrinn að bústaðnum sé stuttur.

Ég vona að þetta framtak hjálpi aðeins til, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að flytja eitthvað í bústaðina sína. Einnig ætti þetta að gera okkur aðeins auðveldara að halda slóðunum opnum á vormánuðum.

Fréttir af mokstri
15. jan. 2015 15:37

Snjómokstursnefndin hefur verið mikið að spá og spekúlera í mokstri en því miður þá er traktorinn hans Sigurðar ekki næginlega öflugur fyrir þetta. Ef það ætti að moka þá myndi það taka fleiri daga og kosta of mikið.

Það er einhver von um að einn góðvinur félagsins sem hefur unnið nokkra jarðvegsvinnu fyrir ýmsa verði með stórvirk vinnutæki í Kjósinni á næstu vikum. Ef svo verður, þá ætlum við að reyna að fá hann til að hlaupa til okkar og hreinsa eitthvað til. 

Við höfum ekki efnisleg tök á því að panta hann inn með tilheyrandi flutningskostnaði þannig að ef hann á ekki leið framhjá þá verðum við að bíða eftir að þetta minnki eitthvað áður en við getum neitt átt við þetta.

Jón og Einar

Um veður og hitastig.
11. jan. 2015 11:23

Sæl öll.Ég hef tekið eftir að nokkur munur er á hitastigi í hverfinu.Þegar veðurstöðin hjá Jóni sýnir -6.4 sýnir mælir hjá mér -9.9 stig og annar mælir sýnir -8.2.Núna er t.d.stafalogn og hér er trúlega nokkurs konar kuldapollur.Í haust veitti ég því t.d. athygli að kartöflugrös féllu a.m.k. 10 dögum fyrr hjá mér en ofar í hverfinu.Trúlega er aðalskýringin á hitamun í hverfinu sú,hvar er vindasamt og hvar er meira logn, þar sem geta myndast kuldapollar.

Veðurstöðin komin í lag!
10. jan. 2015 19:38

Geir og Jón unnu mikið þrekvirki í dag við að koma netinu uppfrá í nr. 74 í samt lag með því að skríða uppá þak með teiprúllu og töng.

Því er veðurstöðin og myndavélar komnar inn aftur. Við skítmixuðum skemmdan kapal, en ég er hræddur um að þetta eigi ekki eftir að halda í gegnum næsta óveður. Ég vona að þetta haldi samt þangað til að ég næ að fara aftur uppeftir með réttu tólin til að laga þetta almennilega.

Því miður fáum við ekki að sjá veðurfarið frá þeim tíma sem netið lá niðri, en þið getið skoðað myndirnar samt hérna.

Færðin uppfrá er ekkert frábær. Þeir sem eiga leið inná efra svæði og eru á jeppum geta lagt niður við ræsi, þeir sem eru á neðra svæði geta etv. lagt nálægt hliðinu. Þeir sem eru á fólksbílum þurfa líklega að skilja bílana eftir einhversstaðar nálægt brennunni. Það er samt nokkuð þæginlegt að komast að Norðurnesinu frá bænum, amk Hvalfjarðarleiðina.

Sigurður á Hrosshóli reyndi að skafa eitthvað fyrir jól en það gekk ekkert. Við munum ekkert getað átt við þetta fyrr en það minnkar eitthvað snjórinn.

Þegar veðrið er eins og það var í dag er alveg yndislegt að rölta þetta ef maður hefur heilsu til. :-)

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt