Fréttir

Fréttir frá árinu 2014 ( 32 fréttir fundust )

Gleðileg jól kæru Norðurnesingar!
24. des. 2014 17:22

Það er leitt með færðina uppeftir og netleysið en við vonum að þrátt fyrir þessi áföll þá eigið þið öll gleðileg og friðsæl jól. :-)

Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!

Fréttir af mokstri
19. des. 2014 08:24

Það lítur ekkert rosalega vel út með mokstur hjá okkur. Einar fór með Sigurði á traktornum að reyna að hreinsa til en snjórinn er of mikill og þungur fyrir ruðning, það þyrfti að moka þetta sem er eiginlega alltof mikil vinna.

Það lítur því út fyrir að þeir sem ætla að kíkja uppeftir á næstunni þurfi að ganga svolítinn spöl til að komast að bústaðnum sínum.

Þess ber líka að geta að það er mjög mikil hálka við Meðalfellsvatn og víðar og ég bið ykkur um að fara mjög varlega ef þið hyggið á heimsóknir í Norðurnesið.

Netvandræði í Norðurnesi
17. des. 2014 14:23

Eins og glöggir lesendur hafa komið auga á þá eru engar veðurupplýsingar eða myndir eftir kl 10:50 í gær, 16. Des. Það var einhver bilun hjá emax mönnum en hún var löguð í dag. Hinsvegar þarf ég líklega að endurræsa búnaðinn mín megin til að þetta komist inn og ég er ekki alveg viss um hvenær ég kemst uppeftir til að gera það.

Nú er bara að vona að snjómokstursnefnin standi sig! :)

Snjómokstur um hátíðarnar
13. des. 2014 13:26

Eins og margir hafa tekið eftir þá hefur verið svolítil snjókoma síðustu daga og það er illfært fyrir bíla uppfrá. Snjómokstursnefndin annálaða hefur fundað um þetta ástand.

Það er spáð áframhaldandi snjókomu og því teljum við að það sé ekki sniðugt að kalla til snjómokstusmaskínur að svo stöddu því allar líkur eru á því að ástandið yrði jafn slæmt strax aftur.

Við ætlum að fylgjast með þróun mála í næstu viku og látum alla vita þegar rutt verður.

 - Einar (nr 62) og Jón (nr 71)

Ófærð
09. des. 2014 12:43

Ófært er frá gatnamótum neðra svæðis og efra svæðis.Ég komst á Kia jeppa nánast upp að hliði á neðra svæði. 

Kv.Benedikt # 1

Kaffi Kjós í desember
03. des. 2014 20:32

Kaffi Kjós opið í desember eftirtaldar helgar:

6.des og 7.des
13.des og 14.des
(laugardaga kl. 12-20 og sunnudaga kl. 12-18)

Eitt ár í Kjósinni
24. sep. 2014 11:47

Ég tók saman smá "timelapse" myndskeið af síðustu 12 mánuðum.

Myndskeiðið er hér

Njótið. :-)

 

Réttir 2014
18. sep. 2014 20:24

Réttir verða í Kjósinni sunnudaginn 21. sept. í Kjósarrétt og hefjast um kl. 15.00.

 

Vatn og vatnleysi
12. ágú. 2014 17:45

Í morgun hafði Steindór í bústað 47 samband við mig og tjáði mér að þrýstingur væri fallinn á vatninu hjá sér .Hjá mér var þrýstingur aðeins 6 kg.Á að vera 8kg.Kl. 17 var þrýstingur aðeins 5kg sem þýðir að tankurinn í hlíðinni er tómur.  Þrátt fyrir rigningarsumar er staðan þessi.Að mínu viti er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir sem fyrst.  Það hefur sýnt sig að ekki þýðir að bíða eftir Sigurði í Stangarholti né hreppnum,Þeirra hlutur í verkinu verður að bíða verkloka

Vil benda fólki á að athuga vatnsnotkun sína, t.d. hvort sírennsli er í klósettum o.s.frv.

kv. Benedikt #1

Myndir frá brennunni
05. ágú. 2014 11:12

Brennan gekk vel á laugardaginn. Það virtist sem börn og fullorðnir hafi skemmt sér prýðisvel og ekki sakaði að veðrið var frábært.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra þáttöku!

Hérna eru myndir frá kvöldinu.

Brenna um verzlunarmannahelgina
27. júl. 2014 21:47

Stefnt er að því að halda hina árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k., ef verður leyfir. Sú breyting verður á að kveikt verður í brennunni klukkutíma fyrr en venjulega, þ.e klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva!

 

Kátt í Kjós 19. júlí
09. júl. 2014 20:45

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 19. júlí.
Ungir bændur keppa í margskonar þrautum á túninu við Félagsgarð. Á Reynivöllum verður fróðlegt erindið um Kjósina. Leiðsögn verður um hernámsminjar í Hvítanesi.  Kátína mun ríkja á Kaffi Kjós, tryllt trjásala verður að Kiðafelli 3, Gallerí Nana verður opið við Meðalfellsvatn, Keramik-vinnustofa Sjafnar Ólafs verður opin í Eilífsdal og margt fleira verður í boði. Í Félagsgarði mun ilmurinn af nýbökuðum vöfflur kvenfélagskvenna fagna gestum og að sjálfsögðu verður hinn sívinsæli sveitamarkaður í Félagsgarði frá kl. 12-17, með áherslu á íslenskt handverk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni. 

Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir Sigríður Klara, sigridur@kjos.is , s: 5667100 / 8410013

Dagskráin er  hér 

Hittumst kát í Kjósinni þann 19. Júlí

Kjósarhreppur

Göngubrú milli efra og nýja svæðis
15. jún. 2014 19:52

Það er komin þessi flotta brú við enda göngustígsins sem leyfir okkur að ganga milli efra og nýja svæðis. Göngustígurinn er, eins og flestir vita, við hliðina á lóðinni hans Steindórs.

 

Kærar þakkir til Einars fyrir þessa veglegu smíði!

 

Þökur
10. jún. 2014 11:37

Kæru félagar,

Ég er að fara að panta mér þökur í vikunni frá Torf.is. Það kostar 15þ kr bara að keyra þær á staðinn. Ef það eru einhverjir fleiri sem vilja panta á sama tíma þá væri hægt að skipta kostnaðinum af því. Nánari upplýsingar um verð á þökunum er á síðunni þeirra.

Hafið samband við mig í tölvupósti nonnib@gmail.com eða síma 821-2558 ef það er vilji fyrir því. Ég hugsa að ég fái þetta sent núna á fimmtudag eða þar um bil.

Kv,

Jón

Mannaferðir um miðnætti.
28. maí 2014 11:20

Í gærkvöldi um miðnætti,þegar við komum úr bænum keyrði bíll á undan mér í gegn um ÓLÆST hliðið og inná bílastæðið hjá okkur, þegar ég gaf þeim merki með stefnuljósi að þangað væri ég að fara héldu þeir áfram upp í hverfið fyrst til vinstri og síðan hægri  Ég læsti á eftir mér og þar með þennan bíl inni, hann var að dóla um svæðið um það bil 15 mín. og þurfti því að banka uppá hjá mér eftir að hafa setið ráðalausir í dágóða stund í bílnum til að hleypa sér út.  Ég spurði þessa 2 menn sem í bílnum voru m.a. hvaða erindi þeir ættu á þessum tíma sólahrings, þeir gáfu þær skýringar að þeir væru að skoða bústað sem væri til sölu og spurðu meðal annars hvort hér byggi fólk allt árið.

Ítrekað skal að hliðið á að vera læst, og eru bústaða eigendur sem eru með menn í vinnu hvattir til að brýna fyrir þeim þessa reglu félagsins.

kv. Benedikt Svavarsson # 1

Fundargerð aðalfundar
15. maí 2014 09:08

Fundargerð aðalfundar er komin á vefinn: Hún er aðgengileg hérna.

Ath: Ef posturinn kemur illa ut, vinsamlegast svaradu honum og lattu okkur vita.

Fréttir af aðalfundi
30. apr. 2014 09:51

Aðalfundur var haldinn í gær, þriðjudaginn 29. Apríl. Þátttaka var sæmileg; 33 mættu frá 24 lóðum.

Helstu mál sem rædd voru:

  • Stjórn og nefndir endurkjörnar fyrir utan brennunefnd sem þarfnast tilskipunar.
  • Vegur þarfnast mikils viðhalds.
  • "GSM" hlið komið í góðan farveg.
  • Þátttaka í hitaveitu rædd.
  • Snjómoksturnefnd stofnuð til að trygga aðgengi að svæðum næsta vetur.

Full fundargerð verður svo birt innan tíðar.

Góðar fréttir af hitaveituborun
29. apr. 2014 09:55

Í gær, 27. apríl voru borstangirnar hífðar upp og var þá holan  1704 m djúp. Holan var síðan blásin með lofti.  Blásið var til kl. 18:30 til að flýta fyrir hitnun holunnar og fá hana í sjálfrennsli. Holan fór síðan í sjálf-rennsli  eftir   30-45 mín eftir að blæstri lauk.

Gerð var  afkastamæling í morgun með stangir annars vegar á 250 m og svo á 150 m dýpi, eins og gert var þann 9. apríl. Þá gaf holan 10-13 l/s við blástur og er nokkuð ljóst að aukning hefir orðið við dýpkun hennar frá 1580 m niður í 1704 m.  Og viti menn holan gefur nú 20 l/s af 104 gráðu heitu vatni, en fyrri holan gaf 20l/s af 80 gráðu heitu vatni.  

Bormenn pakka nú saman og flytja sig að Bláa lóninu eftir vel heppnaða borun eftir heitu vatni í Kjós.  Vinnan  við borunina hófst  31. janúar  fyrir um þrem mánuðum síðan, þannig að biðin er búin að vera löng og ströng  eftir árangri.

Til hamingju Kjósverjar.

Varúð,  það er bannað að fara að holunni vegna slysahættu,  því vatnið er sjóðandi heitt og mikill kraftur í því.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186579/

Farfuglar
22. apr. 2014 19:54

Sæl öll. Hrossagaukur,stelkur,lóa eru komin í hverfið.I dag var 12 stiga hiti um kl. 13.Til gamans  varð ég var glókoll sem er minnsti fugl á Íslandi.Einnig hefur borið mjög mikið  á rjúpum,t.d. voru 17 rjúpur á vappi í lóðinni í dag.Ég vil endilega hvetja fólk til að láta vita um ef  það ef vart verður við sérkennilega fugla .

Aðalfundur 2014
22. apr. 2014 07:44

Félag sumarbústaðaeigenda Möðruvöllum Kjós

Kæri félagi,

Aðalfundur félagsins verður haldinn:

þriðjudag 29. Apríl 2014 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Vegamál
  3. Hliðmál
  4. Önnur mál

Stjórnin

Páskaeggjaleit á laugardaginn
16. apr. 2014 13:54

Mætum öll með börn og barnabörn í Kaffi Kjós á laugardaginn 19. apríl!

Páskaeggjaleitin hefst klukkan 12.00.

Svo um kvöldið verður páskabingó í hlöðunni á Hjalla og byrjar það kl. 21.00.

Nánar um bingóið hér.
 

Það er komið vor!
09. apr. 2014 13:54

Kaffi Kjós opnar.

Opnunartími vorið 2014

Páskar fimmtudag-mánudag kl 12-20

Helgaropnun í apríl og maí kl 12 – 20 Laugardaga og sunnudaga.

Einnig opið eftirtalda daga Kl. 12 -20:

Fimmtud. 24.apríl sumardagurinn fyrsti
fimmtudagur 1.maí verkalýðsdagurinn
Fimmtudagur 29.maí uppstigningardagur

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186057/

Útsendingar RÚV
27. mar. 2014 17:30

Eins og kom fram í frétt hérna fyrir nokkrum vikum þá er Vodafone að leggja nýtt dreifikerfi fyrir RÚV sem byggir á UHF (stafrænni) tækni og það er verið að slökkva á VHF (analog) sendununum.

Næstkomandi mánudag, 31. mars þá mun verða slökkt á sendinum á Skálafelli og við munum þar af leiðandi ekki hafa neitt sjónvarp í Norðurnesinu.

Það eru hinsvegar svo mjög misvísandi upplýsingar á vef Vodafone um aðgengi að nýju UHF tækninni og óttuðust sumir að það væri eitthvað tímabil sem það væri ekkert aðgengi að sjónvarpi hjá okkur.

Ég hef talað við þá Vodafone menn og þeir hafa staðfest að það er kominn UHF sendir í Skálfell. Með þeirra orðum:

"Það er kominn stafrænn UHF sendir á Skálafelli (UHF rás 34) og sumarhúsabyggðin í Norðurnesi nær þeirri sendingu mjög vel."

Þannig að við þurfum nú að fá okkur UHF loftnet og stafrænan móttakara (á nýrri sjónvörpum, næstum öllum flatskjám, er þessi móttakari innbyggður) til að horfa á sjónvarp.

Sum loftnet, jafnvel inniloftnet eru með bæði UHF og VHF (t.d. þetta). Ef útiloftnetið þitt er greiða (lítur einhvernvegin svona út) þá er það að öllum líkindum tilbúið fyrir UHF.

Ég talaði við Eico sem selja svona búnað og þeir eru með UHF loftnet á 8900 kr. Þeir samþykktu að gefa okkur 10% afslátt. Ef þið viljið nýta ykkur það þá skuluð þið bara minnast á að þið séuð frá Norðurnesi.

Með móttakara, hann kostar nýr 15þ kr en þeir Eico menn löggðu til að fólk myndi frekar leigja sér afruglara frá Vodafone heldur en að kaupa svona græju. Afruglari frá Vodafone kostar 600 kr á mánuði og þá ættuð þið að geta horft á frístöðvar auk RÚV, eins og ÍNN og Stöð 2 á opnum tímum. Ef þið eruð með svona afruglara heima getið þið líka bara tekið hann með ykkur uppeftir.

Ég vona að þetta varpi smá ljósi á sjónvarpsmálin. Endilega látið vita ef eitthvað er óskýrt eða það eru einhverjar rangfærslur hérna.

Færðin 14. mars
14. mar. 2014 17:49

Gilið er jeppafært og inná efsta svæðið. Ég prófaði ekki að fara inná miðsvæðið þar sem ég er en ég tel það ófært.

Birgir í 49

Nýtt dreifikerfi RÚV frá 31.mars
11. mar. 2014 20:15

Áhugaverð frétt fyrir okkur frá Kjos.is

Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á árinu 2014. Nú er komið að Mosfellsbæ/Kjós póstnúmer 276. 31. mars verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. Ef þú býrð á þessum stöðum, ert ekki með myndlykil og notar loftnet er ráðlegt að fara inn á eftirfarandi vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414.

Stafræn tækni hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum sviðum mannlífsins á síðastliðnum árum. Hljómplötur og plötuspilarar eru löngu horfin úr almenningseign og hljómsnældur og segulbönd heyra sögunni til. Nýrri fyrirbæri eins og DVD, VOD og minnislyklar hafa komið í staðinn.

Um allan heim er verið að leggja niður hliðrænt dreifikerfi sjónvarps. Það hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar og verður gert í áföngum á þessu ári hjá RÚV. Góðu fréttirnar eru að með stafrænum útsendingum aukast myndgæðin til muna.

Síðasta vika í myndum
11. feb. 2014 10:54

Ég skellti saman þessu myndskeiði frá öllum myndavélunum saman fyrir síðustu viku. Njótið. :-)

http://www.youtube.com/watch?v=EFknZdl8AmI&hd=1

Sólarkaffi í Norðurnesinu
01. feb. 2014 22:31

Suðurmyndavélin í Norðurnesi 74 tók þetta fallega myndskeið þann 27. janúar síðastliðinn, þegar sólin skreið yfir Skálafellið í fyrsta skiptið á þessu ári.

http://www.youtube.com/watch?v=m69yGv5ww4c

Það er annars fín færð uppeftir og ég komst á nagllausum fólksbíl í bústaðinn minn á efsta svæðinu. Geir og Jórunn komust á jeppanum sínum alla leið að innsta bústaðnum á efra svæðinu.

Rafmagnslaust í dag
29. jan. 2014 18:30

Rafmagnslaust varð í Kjósinni í dag milli 13.00 og 17.00. Þetta var vegna tengingar hjá Rarik. Rafmagnsleysið varð 1klst lengur en stóð til.

Vegna þessa datt út tölvan hjá mér enn og aftur og við fáum því ekki veðurfarsupplýsingar fyrr en ég fæ tækifæri til að sparka í hana.

Tilkynning frá Rarik hér.
 

Veðurstöð og myndavélar komnar inn
25. jan. 2014 14:36

Ég er búinn að sparka í dótið og það er inni núna.

Það er annars ágætis færð uppfrá en það er búið að vera rigning. Það er erfitt að fara síðasta spölinn inná Norðurnesið sjálft án þess að vera á nöglum eða með fjórhjóladrif.

Þeir sem eru á jeppum ættu að eiga í litlum vandræðum með að komast inná efra og nýja svæðið a.m.k (veit ekki með neðra).

Myndavélar og veðurstöð óvirk
18. jan. 2014 16:13

Myndavélarnar og veðurstöðin eru óvirk að svo stöddu. Mig grunar að tölvan sem sér um þetta hafi krassað. Því miður verður þetta niðri þangað til að ég kemst þarna upp eftir til að sparka í kerfið.

Hálka
02. jan. 2014 11:43

Ætla að reyna að fara á morgun og hafa sand í fötu til að henda á verstu blettina

Snjór og færð
01. jan. 2014 15:18

Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í að skreppa uppí sumarbústað um helgina í góða veðrinu.

Gilið hefur verið snjólaust eftir að Sigurður á Hrosshóli gróf það út fyrir Einar fyrir tveim vikum en það er enn ófært inná öll þrjú svæðin.

Farið varlega í gilinu því það er rosalega mikil hálka þar.

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt