Fréttir

Fréttir frá árinu 2013 ( 17 fréttir fundust )

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
24. des. 2013 10:33

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!

Myndavélar og færðin
10. des. 2013 20:27

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá duttu tvær af myndavélunum á vefnum út fyrir rúmri viku.

Við Geir renndum uppeftir í gær á jeppanum og kipptum þeim í liðinn. Færðin var ekkert frábær síðasta spölinn og við myndum ekki mæla með að fólk fari uppeftir á fólksbílum.

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði
06. des. 2013 14:59

Samkvæmt kjósarvefnum verður hinn árlegi aðventumarkaður haldinn í Félagsgarði á morgun, laugardaginn 7. desember frá kl 13-17. 

Ef þið eruð uppfrá um helgina er um að gera að skella sér. :-)

Nánari upplýsingar hér.

Ert þú tilbúin(n) fyrir frostið mikla?
03. des. 2013 13:02

Það er spáð allt að 20 gráðu frosti í Kjósinni á fimmtudag (sjá veðurstöð). Oft var þörf en nú er nauðsyn að sjá til þess að vatn geti ekki frosið í leiðslum eða klósettum.

Brotist inn á Hrosshóli
12. nóv. 2013 17:46

Myndin tengist fréttinni ekki beintÞað var brotist inn í húsið á Hrosshóli í morgun og ýmsu rænt. Eins og þið vitið þá er Hrosshóll steinsnar frá sumarbústaðasvæðinu okkar og því einhver hætta á ferðum að þjófarnir hafi ekki látið staðar numið þar.

Sigurður á Möðruvöllum fór á milli hliðanna fyrir okkur og sá engin merki um mannaferðir í fönninni og öll hliðin voru læst.

Ég skoðaði myndavélarnar í nr. 74 og sá engin merki um að nokkur hefði farið inn á nýja svæðið.

Maður getur samt aldrei farið of varlega þegar svona lagað er annars vegar og þið gætuð viljað vitja bústaðanna ykkar. Svo þurfum við að passa mjög vel uppá að hafa hliðin og keðjuna alltaf læst.

Hestar innan svæðis
10. nóv. 2013 14:24

Hestar sluppu inn á nýja svæðið á laugardag og skokkuðu þar aðeins um. Sem betur fer var Einar í bústað 62 á svæðinu og brást hann snöggt við þegar hann varð hestanna var og fór þegar í smalamennsku. Innan stundar tókst honum að reka alla hesta út fyrir girðingu. Ekki er enn vitað hvernig stóðinu tókst að lauma sér inn á svæðið.

Nýjar myndavélar
04. nóv. 2013 08:58

Ég er búinn að bæta við austur og vestur myndavélum í Norðurnes 74. Núna dekka ég allar höfuðáttirnar. Kíktu á þetta hérna.

Hávaðarok í dag
30. okt. 2013 20:29

Það var vitlaust veður í Kjósinni í dag. Þessir hestar voru ekkert að láta það á sig fá.

http://www.youtube.com/watch?v=qvNlOLbc5ds

Laust pláss í útihúsum Sigurðar
30. okt. 2013 19:49

Úr fréttabréfi Kjósarhrepps: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/181347/

Kjósarhreppur er orðinn eigandi að Möðruvöllum og þar eru nokkur ónotuð, tóm útihús. Íbúum stendur til boða að leigja þar pláss fyrir tjaldvagna og annars konar minni háttar tæki meðan húsrúm leyfir. Umsjónarmaður er Sigurður Ásgeirsson á Hrosshóli og hefur hann símann 8930258 

Myndir af bústöðum komnar inn
27. okt. 2013 13:35

Við löbbuðum um svæðin síðustu tvær helgar og smelltum myndum af öllum bústöðunum. Kíkið á afraksturinn. :)

Ef einhverjir vilja ekki hafa mynd af sínum bústað þá þarf bara að skrá sig inn, fara í "breyta upplýsingum" við bústaðinn sinn og haka við "Eyða" við myndina. Það er svo hægt að hlaða upp annarri mynd í staðinn á sömu síðu.

Ég lenti í smá rugli með myndirnar á efra svæðinu. Það er möguleiki að það séu einhverjar myndir vitlausar. Ef þið komið auga á rugling vinsamlegast látið mig vita.

Innbrot í Kjósinni
24. okt. 2013 10:16

Sá þetta á kjósarvefnum:

Fasteignareigendur í Kjós eru vinsamlegast beðnir að huga að eigum sínum en brotist var inn í þrjá bústaði við Eilífsdal og einn við Meðalfellsvatn um sl. helgi. 

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/181157/

Vefurinn hefur verið opnaður!
16. okt. 2013 13:00

Jæja, þá hefur vefurinn verið opnaður með pomp og pragt. Verið öll velkomin!

Ég vona að þetta gangi smurt fyrir sig. Sendið mér tölvupóst á nordurnes@nordurnes.is ef þið lendið í einhverjum vandræðum.

Njótið vel!

Allar fundargerðir komnar inn
12. okt. 2013 22:04

Þá er ég loksins búinn að klára að skanna inn allar fundargerðir frá upphafi. Yfir 100 bls af heillandi sögu félagsins okkar eru núna aðgengilegar hérna.

Njótið vel. :-)

Hvít jörð
08. okt. 2013 08:19

Þegar ég leit á vefmyndavélina í morgun blasti við bara hvítt!

Fyrsti vetrarsnjórinn er kominn í Kjósina.

Hérna er 'timelapse' myndskeið af fyrsta snjódeginum í vetur.

Sigurður grafari er reiðubúinn
01. okt. 2013 20:56

Ég talaði við Sigurð á Hrosshóli og hann er meira en til í að hjálpa til ef það þarf að grafa snjó í vetur, hvort sem það er í gilinu eða annarsstaðar sem er að valda fólki vandræðum.

Kíktu hingað fyrir nánari upplýsingar.

Veturinn er kominn!
22. sep. 2013 19:11

Jæja, fyrsta næturfrostið er komið í Norðurnesið. Ef þið eruð með eitthvað sem þolir illa frost þá væri sniðugt að kippa því inn fyrir.

Hreinsun á rotþró
22. sep. 2013 19:10

Sæl
Guðný sveitastjóri var að senda mér línu og biðja um að eftirfarandi skilboð yrðu send á félagsmenn.

"Rotþrær verða hreinsaðar í Norðurnesi í vikunni, þær þurfa að vera aðgengilegar og vel merktar.
Það er Hreinsitækni sem sér um verkið"

Kv Siggi

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt