Fréttir

Mokað inná öll svæði
25. mar. 2020 16:13

Mokað hefur verið snjó á öllum þremur svæðunum í Norðurnesi og ætti fólk því að komast í bústaði sína án mikillar fyrirhafnar.

Kv,

Stjórnin

Staðan á vatnsveitunni
23. des. 2019 12:36

Í lok síðustu viku var alveg vatnslaust í Norðurnesinu. Vandamálið er búið að vera viðvarandi síðustu vikur og hefur verið unnið að því að leita að biluninni, sem lýsir sé í því að miðlunartankurinn tæmist á skömmum tíma og líklega því um rofna lögn að ræða. Nú eru taldar góðar líkur á að bilunin sé fundin. Búið er að loka fyrir stofn sem flytur vatn inn á suðursvæði (svæði 3) vestanmegin og virðist þá þrýstingur haldast á kerfinu. Þau hús sem eru vatnslaus -- fram að þeim tíma þegar unnt verður að grafa niður á lögnina og laga bilunina -- eru númer 61, 62 og 74.

Vegavinna inni á svæðum
22. okt. 2019 20:07

Það verða vegavinnuframvæmdir á morgun, miðvikudaginn 23. okt. Mestmegnis verður unnið á svæði 2 við að holufylla en ef tími gefst verður líka efni sett annarsstaðar.

Það ættu ekki að vera miklar lokanir þessu tengdar nema rétt svo á meðan hlössin eru sett niður og slétt úr.

Framkvæmdakveðjur,

Stjórnin

Vestur- og austurmyndavélar komnar í gagnið
24. sep. 2019 09:41

Eftir langa bið þá eru komnar nýjar myndavélar í vestur og austur, aðgengilegar á myndavélasíðunni.

Við erum svo með ágætis síðu þar sem hægt er að skoða myndirnar í hárri upplausn og fara á milli þeirra með allt að 10sek millibili. Það er hægt að skoða þetta hér eða með því að ýta á 'stór mynd' hlekkinn undir hverri mynd á myndavélasíðunni.

Aðalvatnsveita virk
16. sep. 2019 10:30

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveituna.Við erum með góða tilfinningu fyrir þessu núna og vonum að þetta haldist í lagi.

Neyðarvatnsveitan virk
25. ágú. 2019 10:58

Það var skipt yfir á aðalvatnsveituna í gær en ríflega 6 klst síðar tæmdist hún (sem segir okkur að útrennslið hafi verið 60 l/m).

Því var skipt aftur yfir á neyðarveituna í Trönudalsá í morgun. Við ráðleggjum fólki að sjóða neysluvatnið. 

 - stjórnin 

Aðalvatnsveita virk
24. ágú. 2019 17:50

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveitu. Því þarf ekki lengur að sjóða vatnið og við ættum nú að hafa eðlilegan þrýsting á kalda vatninu.

Sjáum hvort þetta dugi eitthvað en látið endilega vita á fésbókinni eða með tölvupósti til stjorn@nordurnes.is ef kalda vatnið klárast.

 - Stjórnin

Breytingar á vefnum
11. ágú. 2019 18:42

Ég er búinn að stækka vefsíðuna dálítið, það eru allir með svo stóra skjái þessa dagana og það er um að gera að nýta það.

Myndirnar á Myndavélasíðunni eru nú búnar til í hærri upplausn líka og rauntímamyndavélin einnig.

Ég vona að þessu verði vel tekið en látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með þetta.

Takið einnig eftir að austurvélin er dottin út en unnið er að viðgerð.

Kv,

Jón

Vegavinna inni á svæðum
07. ágú. 2019 10:36

Unnið verður við að moka upp úr grindahliðum í sumarbústaðalandinu okkar fimmtudaginn 8. ágúst. n.k.

Til að lokast ekki inni með bílana er rétt að færa þá út fyrir svæðið.

Vonum að þetta valdi ekki óþægindum.

Stjórnin.

Brenna um verslunarmannahelgina
29. júl. 2019 09:21

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00  laugardaginn 3. ágúst.

Það er góð spáin um helgina og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Brennunefndin

Tímabil:  Nýjast · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt