Fréttir

Gróðurdagur 29. júní
21. jún. 2019 11:16

Kæru félagsmenn 

Eins og undanfarin ár, þá munum við vera með gróðurdag hér í Norðurnesinu Laugardaginn 29. júni til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota helgina 28-30 júní.
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

                                                                                                                          Mynd: Erling Ólafsson

 

Vinna við hlið á svæði nr 2
20. jún. 2019 20:22

Kári (nr. 48) mun vera að vinna í hliðinu á svæði 2 í fyrramálið, föstudaginn 21. Júní.

Það má gera ráð fyrir umferdartöfum um svæði 2 á morgun. 

Vegavinna í Norðurnesi
19. jún. 2019 14:29

Skilaboð frá Einari (nr. 62):

Vegavinna er hafin í Norðurnesi. Umferðartafir óhjákvæmilegar.

Rauntímamyndavélar virkar
18. jún. 2019 19:19

Til að halda upp á innreið ljósleiðarans í Norðurnesið þá er búið að virkja rauntímastraum í myndavélunum.

Veljið 'Rauntímí' hér að ofan og sjáið Norðurnesið "læv" :)

Hæ hó og jibbí jei
17. jún. 2019 11:53

Gleðilegan þjóðhátiðardag kæru Norðurnesingar! Við vonum að sumarið verði sem allra best.

 - Stjórnin

Neyðarvatnsveita er virk
09. jún. 2019 19:35

Neyðarvatnsveitan í Trönudalsá er tengd. Því gæti verið gott að sjóða neysluvatn.

Sýnum fyrirhyggju vegna elds
05. jún. 2019 19:06

Stjórn félagsins vill beina þeim tilmælum til allra að öll meðferð opins elds, eldfæra og einnota grilla er bönnuð á svæðinu, sér í lagi við þær aðstæður sem nú eru, mikill þurrkur á öllum gróðri og landi enda hefur ekki rignt á svæðinu í langan tíma.     

Það má lítið út af bregða til að stórtjón gæti orðið.

Sýnum fyrirhyggju og forðumst tjónin.

Stjórnin

Innbrot í Norðurnesinu
04. jún. 2019 13:42

Brotist var inn í bústað í Norðurnesinu einhverntíman á síðustu þremur vikum.

Hurð var spennt upp og einhverju stolið en sem betur fer voru ekki miklar skemmdir á sjálfu húsinu.

Það væri ráð fyrir þá sem hafa ekki kíkt í húsið sitt í einhvern tíma að renna uppeftir og athuga með aðstæður. Það er aldrei að vita nema þjófarnir hafi farið í önnur hús.

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
14. maí 2019 11:16

Takk fyrir aðalfundinn þann 2. maí. Hérna er fundargerð fráfarandi ritara: http://nordurnes.is/Meeting/49

Skýrslur stjórnar og glærukynningar kvöldsins má finna hér: http://nordurnes.is/Nordurnes/documents

kveðja,

stjórnin

Rafmagnslaust fös 10. maí
06. maí 2019 13:53

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós aðfaranótt 10.05.2019 frá kl 00:00 til kl 07:00 vegna vinnu í aðveitustöðinni Brennimel.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Tímabil:  Nýjast · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt