Fréttir

Símahliðið tekið í notkun.
16. okt. 2021 14:52

Girðingarvinnu er að mestu lokið og búið að loka fyrir aðgengi inn á gömlu leiðirnar inn á svæði 2 og 3. Eina færa leiðin er því í gegnum símahliðið sem flestir hafa nú þegar skráð sig inn á. Ef upp koma einhver vandræði má hringja í 863 1863.
Númer sem á að hringja í til að opna hlið er:

625-9604

Hliðið komið upp að svæðum 2 og 3
19. ágú. 2021 12:26

Framkvæmdum er að mestu lokið við símahliðið inn á svæði 2 og 3 en girðingarvinnu er þó ólokið.
Það styttist því í það að hliðið verði virkjað og því verður einungis unnt að komast inn á svæðið með því að hringja í ákveðið símanúmer og þá opnast hliðið – en þó einungis að símanúmerið sé fyrirfram skráð. Því viljum við biðja alla félagsmenn (líka af svæði 1) að senda inn til stjórnarinnar upplýsingar um þá sem íbúar vilja að hafi aðgang að svæðinu.

Vinsamlegast fyllið út upplýsingar hérna

Í fyrstu ætlar stjórn félagsins að miða við að það séu allt að sex númer sem eru með aðgang að hliðinu fyrir hvert hús eða lóð. Takið eftir að ef eigandi fyllir ekki út upplýsingar hérna að ofan þá mun enginn á þeirra lóð komast inná svæði 2-3 eftir að girðingavinnu er lokið.

Símanúmer hliðsins er 625-9604 og ættu meðlimir að vista það í símann sinn. Þegar símanúmer notanda hefur verið skráð hjá félaginu þá virkar þetta þannig að notandi ekur að hliðinu, hringir í ofangreint númer og þá opnast hliðið og viðkomandi ekur í gegn. Hliðið lokast sjálfkrafa þegar bíllinn er kominn í gegn. Gönguhlið verður til hliðar við bílahliðið.


Neyðarnúmer til að hringja í ef einhver vandræði koma upp með hliðið er hjá Sigga ritara 863-1863.

Stjórnin

Brenna í kvöld
31. júl. 2021 11:35

Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar í kvöld laugardaginn 31. júlí kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu frekar en síðast. Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
24. júl. 2021 10:21

Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Hægt er að sjá nýju stjórnina hérna og samþykktir hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 30.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Brennan um verslunarmannahelgi
22. júl. 2021 13:01

Sælt veri fólkið

Í ljósi fjölgunar Covid smita undanfarið hefur stjórnin ákveðið að brennan þetta árið verði með sama sniði og í fyrra. Það verður kveikt í brennunni á laugardagskvöldi verslunarmannahelgar en það verður ekki boðið upp á veitingar.

Stjórnin

Kátt í Kjós
16. júl. 2021 10:46

Laugardaginn 17. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir

Láttu sjá þig!

Lúpínusláttur
28. jún. 2021 22:30

Kæru félagar,
Nú er lúpínan og kerfillinn í fullum blóma og mikilvægt að grynnka aðeins á þessu áður en fræin koma.
Það verður ekki gróðradagur þetta árið en þess í stað viljum við hvetja alla sem eiga sláttarorf að slá kerfilinn og lúpínuna í sínu umhverfi. Þetta þarf að gerast á allra næstu dögum til þess að árangur náist.

Kveðja,

Stjórnin

Aðalfundur í kvöld
03. jún. 2021 12:36

Við minnum á aðalfundinn í kvöld kl 19.30 í Rauðakross salnum Hafnarfirði.

Formaður er í sóttkví og kemst ekki en við vonumst til að sjá sem flesta til þess að fundurinn verði löglegur.

Stjórnin

Kveikt á varavatnsveitu
21. maí 2021 22:44

Vatnið var að klárast í vatnsveitunni okkar í kvöld.
Siggi vatnsveitu stjóri hafði hröð handtök og brunaði uppí fjall til að skipta yfir á nýviðgerðu varaveituna.
Við þökkum Sigga og Björgvini fyrir að laga varavatnsveituna í síðustu viku því annars væri vatnslaust núna um helgina. Þvílíkir meistarar!

Stjórnin.

Aðalfundur 3. júní 2021
21. maí 2021 07:51

Kæru félagar

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 3. júní kl 19.30 í Rauða kross salnum Hafnarfirði.

Heimilisfangið er: Strandgata 24 220 Hafnarfjörður (kort)

Dagskrá:
  • Kynning á hliðarframkvæmdum og sameiginlegum veg á svæði 2 og 3
  • Umræða og ákvörðun um hliðarframkvæmdir á svæði 1
  • Breytingar á girðingu við nýja veg
  • Vegavinnuframkvæmdir sumarsins
  • Umræða um framtíð vatnsveitu
  • Hækkun félagsgjalda
  • Breyting á samþykktum
  • Venjuleg aðalfundarstörf

Breytingar á samþykktum:
Lögð verður fram tillaga um að taka út yfirstrikaða parta úr samþykktum félagsins:
11. gr. Sérstakar ákvarðanir
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

19. gr. Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst helmingur félagsmanna sæki fundinn.
Breytingar á stjórn:
Jón Bjarnason hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður og leitar stjórnin því að aðila sem gæti tekið að sér starfið.

Stjórnin
Tímabil:  Nýjast · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt