Fréttir & Tilkynningar

Vatnið að klárast í efri byggðum
14. mar. 2023 08:17


Það er að verða vatnslaust I hverfinu. Við hvetjum fólk að fara sparlega með vatnið.

Vatnslaust
26. des. 2022 12:09


Það er vatnslaust í Norðurnesinu.

Við viljum biðja fólk með heita potta að passa uppá að það sé ekki kveikt á rennsli á köldu vatni í þá og biðlum til allra að fara varlega með það litla kalda vatn sem gæti komið úr krananum og helst að sturta ekki niður úr klósettum.

Ef þið sjáið einhverja blauta bletti í umhverfi ykkar sem gætu bent til leka, vinsamlegast látið vita.

Stjórnin

Lokaður vegur að efri svæðum
27. sep. 2022 11:09


Kæru Norðurnesingar.

Fyrirhugað er að rjúfa veginn í gilinu og skipta um ræsið klukkan 10:00 í fyrramálið miðvikudaginn 28 sept.

Gera má ráð fyrir að vegurinn verði lokaður til klukkan 15:00 sama dag.

Stjórnin

Fundargerð aðalfundar
16. jún. 2022 08:40


Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Meðfylgjandi skjöl eru aðgengileg hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 40.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Aðalfundarboð 2022
28. apr. 2022 23:50


Kæru félagar í sumarhúsafélaginu í Norðurnesi. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 12. maí næstkomandi og hefst fundurinn klukkan 20:00. Árni formaður hefur boðist til að hýsa fundinn og verður hann haldinn í matsal fyrirtækisins HD á Kársnesi í Kópavogi. Gengið er inn í húsið norðanmegin og upp hringstiga upp á aðra hæð. Heimilisfangið er Vesturvör 36. Á dagskrá fundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa er meðal annars; • Vatnsveita, ástand, fyrirhugaðar viðgerðir og endurbætur. • Ofaníburður og vegaframkvæmdir. • Uppsetning á símahliði á svæði 1. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun • Snjómokstur og fyrirkomulag vetrarþjónustu. • Önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Með kveðju, stjórn sumarbústaðafélagsins Norðurnes.

Vatnsveita hefur verið löguð
07. apr. 2022 16:00


Nú á að vera fullur þrýstingur á öllu kerfinu. Búið er að gera við bilun á lögninni sem ekki leyndi sér við nánari skoðun.

Vatnsveita, frekari fréttir.
22. mar. 2022 17:49


Síðustu daga hefur það verð að koma betur í ljós að líklega er leki á austurlögninni þar sem hún liggur á milli húsa 50 og 51. Til að bregðast við því og til að það tæmist ekki alveg allt vatn úr veitunni hefur verið minnkað fyrir rennsli inn á austurlögnina og þar er því lítill þrýstingur. Þau hús sem er á austurlögninni eru öll hús innan við nr. 12 á neðsta svæði, frá og með húsi nr. 30 og austur úr á miðsvæðinu og síðan hús 46, 47, 48, 49, 50 og 51.

Vandræði með kalt vatn.
10. mar. 2022 18:37


Í dag hafa borist af því fréttir úr Norðurnesinu að það sé vatnslaust og talið að um sé að ræða leka í kerfnu. Reynt hefur verið að loka fyirr austurlögnina og reyna að þrengja leitina. Það má alveg brýna fyrir húseigendum að fara sparlega með vatn á meðan þetta ástand varir og til dæmis láta alls ekki heita potta (hitaveitu) með sjálfvirkri hitastýringu vera í gangi. Þeir nota mikið kalt vatn. Þá má hvetja húseigendur til að kanna sitt nærumhverfi og vatnsinntök, hvort eitthvað hafi farið aflaga og lagnir mögulega sprungnar eða lekar.

Vatnslaust
05. feb. 2022 15:49


Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu.

Það er búinn að vera lítill þrýstingur á kalda vatninu í nokkrar vikur og í gærkvöldi þá varð svo gott sem alveg vatnslaust á efsta svæði.
Við skiptum yfir á varaveitu rétt í þessu en það virðist ekki hafa haft nein áhrif þar á, frekar þá öfugt. Það er líklega eitthvað frost í henni.
Við munum skipta aftur yfir á aðalveitu fyrir kvöldmat en hvetjum alla til að fara mjög varlega með vatnið, sérstaklega þegar kemur að hitastýrðum heitum pottum.
Ekki er loku fyrir það skotið að það sé leki að hrella okkur enn eina ferðina og við viljum biðja fólk um að líta eftir slíku í sínu umhverfi.

Stjórnin

Símahliðið tekið í notkun.
16. okt. 2021 14:52


Girðingarvinnu er að mestu lokið og búið að loka fyrir aðgengi inn á gömlu leiðirnar inn á svæði 2 og 3. Eina færa leiðin er því í gegnum símahliðið sem flestir hafa nú þegar skráð sig inn á. Ef upp koma einhver vandræði má hringja í 863 1863.
Númer sem á að hringja í til að opna hlið er:

625-9604

Hliðið komið upp að svæðum 2 og 3
19. ágú. 2021 12:26


Framkvæmdum er að mestu lokið við símahliðið inn á svæði 2 og 3 en girðingarvinnu er þó ólokið.
Það styttist því í það að hliðið verði virkjað og því verður einungis unnt að komast inn á svæðið með því að hringja í ákveðið símanúmer og þá opnast hliðið – en þó einungis að símanúmerið sé fyrirfram skráð. Því viljum við biðja alla félagsmenn (líka af svæði 1) að senda inn til stjórnarinnar upplýsingar um þá sem íbúar vilja að hafi aðgang að svæðinu.

Vinsamlegast fyllið út upplýsingar hérna

Í fyrstu ætlar stjórn félagsins að miða við að það séu allt að sex númer sem eru með aðgang að hliðinu fyrir hvert hús eða lóð. Takið eftir að ef eigandi fyllir ekki út upplýsingar hérna að ofan þá mun enginn á þeirra lóð komast inná svæði 2-3 eftir að girðingavinnu er lokið.

Símanúmer hliðsins er 625-9604 og ættu meðlimir að vista það í símann sinn. Þegar símanúmer notanda hefur verið skráð hjá félaginu þá virkar þetta þannig að notandi ekur að hliðinu, hringir í ofangreint númer og þá opnast hliðið og viðkomandi ekur í gegn. Hliðið lokast sjálfkrafa þegar bíllinn er kominn í gegn. Gönguhlið verður til hliðar við bílahliðið.


Neyðarnúmer til að hringja í ef einhver vandræði koma upp með hliðið er hjá Sigga ritara 863-1863.

Stjórnin

Brenna í kvöld
31. júl. 2021 11:35


Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar í kvöld laugardaginn 31. júlí kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu frekar en síðast. Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
24. júl. 2021 10:21


Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Hægt er að sjá nýju stjórnina hérna og samþykktir hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 30.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Brennan um verslunarmannahelgi
22. júl. 2021 13:01


Sælt veri fólkið

Í ljósi fjölgunar Covid smita undanfarið hefur stjórnin ákveðið að brennan þetta árið verði með sama sniði og í fyrra. Það verður kveikt í brennunni á laugardagskvöldi verslunarmannahelgar en það verður ekki boðið upp á veitingar.

Stjórnin

Kátt í Kjós
16. júl. 2021 10:46


Laugardaginn 17. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir

Láttu sjá þig!

Lúpínusláttur
28. jún. 2021 22:30


Kæru félagar,
Nú er lúpínan og kerfillinn í fullum blóma og mikilvægt að grynnka aðeins á þessu áður en fræin koma.
Það verður ekki gróðradagur þetta árið en þess í stað viljum við hvetja alla sem eiga sláttarorf að slá kerfilinn og lúpínuna í sínu umhverfi. Þetta þarf að gerast á allra næstu dögum til þess að árangur náist.

Kveðja,

Stjórnin

Aðalfundur í kvöld
03. jún. 2021 12:36


Við minnum á aðalfundinn í kvöld kl 19.30 í Rauðakross salnum Hafnarfirði.

Formaður er í sóttkví og kemst ekki en við vonumst til að sjá sem flesta til þess að fundurinn verði löglegur.

Stjórnin

Kveikt á varavatnsveitu
21. maí 2021 22:44


Vatnið var að klárast í vatnsveitunni okkar í kvöld.
Siggi vatnsveitu stjóri hafði hröð handtök og brunaði uppí fjall til að skipta yfir á nýviðgerðu varaveituna.
Við þökkum Sigga og Björgvini fyrir að laga varavatnsveituna í síðustu viku því annars væri vatnslaust núna um helgina. Þvílíkir meistarar!

Stjórnin.

Aðalfundur 3. júní 2021
21. maí 2021 07:51


Kæru félagar

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 3. júní kl 19.30 í Rauða kross salnum Hafnarfirði.

Heimilisfangið er: Strandgata 24 220 Hafnarfjörður (kort)

Dagskrá:
  • Kynning á hliðarframkvæmdum og sameiginlegum veg á svæði 2 og 3
  • Umræða og ákvörðun um hliðarframkvæmdir á svæði 1
  • Breytingar á girðingu við nýja veg
  • Vegavinnuframkvæmdir sumarsins
  • Umræða um framtíð vatnsveitu
  • Hækkun félagsgjalda
  • Breyting á samþykktum
  • Venjuleg aðalfundarstörf

Breytingar á samþykktum:
Lögð verður fram tillaga um að taka út yfirstrikaða parta úr samþykktum félagsins:
11. gr. Sérstakar ákvarðanir
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

19. gr. Breytingar á samþykktum þessum
Breytingar á samþykktum þessum verða aðeins gerðar á aðalfundi. Tillaga um breytingu verður einungis tekin til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt í aðalfundarboði og hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst helmingur félagsmanna sæki fundinn.
Breytingar á stjórn:
Jón Bjarnason hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður og leitar stjórnin því að aðila sem gæti tekið að sér starfið.

Stjórnin

Vatnsveitan
13. maí 2021 22:19


Lítið hefur rignt síðustu vikur og því eðlilega verið hægt innrennsli í miðlunartank vatnsveitunnar líkt og var í vetur. Eftir að húseigendur brugðust vel við og fóru að spara vatnið í heitu pottana þá lagaðist ástandið.

Nú er farið að bera á því aftur að þrýstingur lækki og vatn sé af skornum skammti. Það er fyrst og fremst vegna notkunar umfram það sem rennur inn. Engin bilun er í kerfinu.

Vara-vatnsveitan í Trönudalsá er hins vegar biluð og ekki nothæf. Tankurinn er að hluta til fallinn saman en þó nothæfur en það sem er verra er að inntakið er algjörlega grafið í sand og möl og er ekki að virka. Það verður unnið við að lægfæra það við fyrstu hentugleika svo grípa megi til vara-veitunnar til að afstýra vatnsleysi.

Sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3
09. maí 2021 22:11


Sælt veri fólkið,

Eins og við sögðum frá í síðasta pósti þá eru framkvæmdir við sameiginlegt gsm hlið fyrir svæði 2 og 3 hafnar. Jón Steinar verktaki heldur áfram næstkomandi miðvikudag og stefnir á að klára vegaframkvæmdir um næstu helgi.

Ég skellti í smá drónavídeó af þessu með útskýringum um hvernig vegurinn mun koma til með að líta út. Sjá hér.

Endilega beinið spurningum á mig í gegnum tölvupóst eða síma (upplýsingar hérna). Það er líka hægt að bæta við athugasemdum á vídeóið eða setja á fésbúkkið.

Kv,

Nonni

Framkvæmdir við nýtt hlið
06. maí 2021 12:37


Verktaki verður að vinna við nýtt sameiginlegt hliðstæði inn á svæði 2 og 3 í þessari viku og þeirri næstu.

Við búumst ekki við því að það verði lokanir en það gætu verið einhverjar tafir, vinsamlegast farið varlega í kringum framkvæmdarsvæðið.

Kv,

Stjórnin

Aðalfundur í maí
27. apr. 2021 11:32


Sælt veri fólkið og gleðilegt sumar,

Í ljósi Covid aðstæðna sjáum við ekki fært að halda aðalfund fyrir lok apríl eins og samþykktir gera ráð fyrir en munum þess í stað stefna á að hafa fundinn fyrir lok maí, ef aðstæður leyfa.

Kveðja,
Stjórnin

Vatnsveita
04. mar. 2021 18:05


Takk fyrir upplýsingarnar þá er bara að fara hóflega með vatnið það ætti ekki að vera vandamál

Varavatnsveitan og heitir pottar
04. mar. 2021 10:36


Varavatnsveitan er ekki nothæf. Ekki rennur vatn inn í tankinn þrátt fyrir að mikið vatn sé í ánni og inntakspípan sé á kafi.

Ekki er ljóst hvað veldur en líklegt er að inntakið sé orðið grafið í sand og möl eða að pípan frá inntaki og í tankinn sé orðin full af sandi og því stífluð. Þar að auki hefur tankurinn fallið saman að hluta. Farið verður í að lagfæra þetta strax og aðstæður leyfa en það verður ekki á næstunni.

Því verðum við að reiða okkur á aðalveituna fram á vorið. Vatnsleysi undanfarinn vikna má líklega rekja að hluta til heita potta sem eru með sjálfvirkri hitastýringu en þeir nota mikið af köldu vatni. Benda má á að í flest skipti þegar tankur aðalveitu hefur tæmst hefur það verið um helgi.

Ef pottar eru fylltir þarf að sjá til þess að þeir eru fylltir eingöngu með hitaveituvatni og það svo látið kólna. Ef hinsvegar hitastillingin er sett á 38 gráður og potturinn fylltur í topp þá er ein fylling búin að taka burtu 10% af vatnsbúskapnum fyrir allt hverfið þá helgina.

Stjórnin vill því beina þeim tilmælum til íbúa að reyna að nota heitu pottana skynsamlega og láta þá ekki vera í gangi í tíma og ótíma því vatnsleysi er bagalegt fyrir alla íbúa svæðisins.

- Stjórnin

Staðan á vatnsveitu
15. feb. 2021 16:54


Á sunnudaginn var lokað fyrir vatnið og grafið niður á stað þar sem tengt er inni á austurhluta vatnsveitunnar. Þar fannst bilun og var lögnin lagfærð. Þótt lekinn hafi ekki verið mikill þá virðist hann hafa haft skipt talsveru máli þegar tíðarfarið hefur verið með þeim hætti eins og undanfarið, mikið frost og engin úrkoma og lítið framboð af vatni. Innrennsli vatns hefur mjög takmarkað síðustu vikur en í lok síðustu viku var meira vatn í boði og því hækkaði í tanknum upp í fjalli þrátt fyrir lekann. Það er því brýnt að reyna að fara sparlega með vatnið fram á vorið.

Trönudalsveitan (varaveita) er búin að vera óvirk síðust vikur. Mikill klaki er í árfarveginum og því rennur ekki inn í tankinn eins og stendur. Einhverra framkvæmda er þörf þar með vorinu.

- Vatnsveitunefndin.

Lokað fyrir vatnið vegna viðgerða.
14. feb. 2021 09:50


Það stendur til að grafa niður kaldavatnslögnina þar sem talið er eð hún leki. Því var lokað fyrir vatnið í morgun og verður vatnslaust eitthvað fram yfir hádegi.

Kaldavatnslaust
06. feb. 2021 18:54


Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu. Það fannst líklegur leki á svæði 2 á stofnlögninni á milli bústaða 50 og 51 og búið að loka fyrir nokkra bústaði.
Hinsvegar er tankurinn alveg tómur og lítið rennur inn í hann. Trönudalsáin er frosin og ekki hægt að tengja varaveituna.
Það er útlit fyrir að það taki langan tíma fyrir hann að fyllast og ólíklegt að það verði eitthvað vatn hjá okkur um helgina.

Bilanaleit
06. feb. 2021 12:15


Það er verið að leita að bilun á kaldavatnslögninni. Það verður vatnslaust hér á þar á meðan á leit stendur í dag.

Kaldavatnslaust
31. jan. 2021 10:38


Það varð vatnslaust hjá okkur í nótt. Frekari fréttir berast þegar við vitum meira.
Það er umræða í gangi um þetta á feisbúkk, það virðist vera leki á austurgrein.
2. feb: Þrýstingur er að hækka hægt og þétt en það er líklega enn leki. Það er grunsamlegur klakabunki og pollur á svæði 2 sem þarf að kíkja betur á.

Veðurstöðin í vandræðum
16. jan. 2021 18:06


Veðurstöðin er biluð í augnarblikinu. Ég reyni að finna út úr þessu á næstunni, en þarf mögulega að panta varahlut.
Breytt 22. jan: Veðurstöðin ætti að vera komin í lag núna

Vetur konungur genginn í garð
25. sep. 2020 09:00


Kæru félagar,

Síðastliðna nótt fór hitastigið niður í 4 gráðu frost. Við viljum minna fólk á að ganga frá vatnslögnum fyrir veturinn.

Stjórnin

Póstur hefur legið niðri
24. ágú. 2020 18:49


Netpósturinn hefur legið niðri undanfarnar vikur og því hafa skilaboð til póstfanga á nordurnes.is ekki komist til skila.
Vinsamlegast sendið aftur póst ef þið fenguð ekkert svar.
Kv,
Stjórnin

Viðhald vega
29. júl. 2020 20:03


Búið er að bera í veginn frá gatnamótum og upp gilið og er þar nú rennifæri. Einnig voru sett niður tvö hlöss af efni, annað niðri í gili og hitt inni á svæði 2 við lóð nr. 33. Þetta er hugsað til þess að við getum sjálf farið og sett efni í holur og misfellur á okkar sameiginlegu vegum inni á svæðunum. Viljum við hvetja fólk til að draga fram hjólbörur og kerrur og eyða í þetta 1-2 klukkutímum - margar hendur vinna létt verk og væri til hagsbóta fyrir okkur öll. Engin sérstök tímasetning er á þessu, en væri ekki alveg tilvalið að kíkja á þetta um n.k. helgi eða þegar hverjum og einum hentar. Kveðja, stjórnin

Brenna á laugardagskvöld
28. júl. 2020 22:33


Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar n.k. laugardagskvöld kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu (Covid).

Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Varðandi Fésbókar-grúbbu
08. júl. 2020 18:05


Góðan og blessaðan daginn kæru Norðurnesingar. Hvernig er það með þessar Fésbókar-grúbbur fyrir Norðurnesinga? Er hlekkurinn hér á síðunni ekki inná "gömlu" grúbbuna sem menn virtust vera eitthvað óhressir með ef marka má skilning minn á umræðunni um Fésbókargrúbbur á síðasta fundi. Hvernig kemst maður í nýju grúbbuna sem mér skildist á fundarumræðum að hafi nýlega verið stofnuð? Kær kveðja - Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir

Fundargerð aðalfundar
14. jún. 2020 18:40


Fundargerð aðalfundar 2020 er komin á netið

Það er hægt að nálgast hana hérna.

Stjórnin.

Varðandi vatnsveitugjald
11. jún. 2020 10:11


Sælt veri fólkið,
Við höfum fengið fyrirspurnir í sambandi við 65þ króna rukkun frá félaginu til nýrra meðlima.

Þessi rukkun hefur verið send á nýja eigendur á svæði 3 sem keyptu lóð af hreppnum og er gjaldið vegna kaldavatnsveitu samkvæmt samkomulagi við hreppinn fyrir nokkrum árum.

Fasteignasalan eða hreppurinn hefði átt að upplýsa tilvonandi kaupendur um þetta gjald og okkur þykir miður að það hafi ekki verið gert.

Vinsamlegast snúið ykkur til fasteignasölunnar með spurningar varðandi þetta.

Kveðja,
Stjórnin.

Leki fundinn
07. jún. 2020 13:12


Það fannst ansi stór leki á svæði 2 og búið er að ná fyrir hann.

Við hleyptum aðal vatnsveitu inn og vonum að hún hangi þá uppi núna.

Stjórnin.

Vatnlaust á austur lögn
06. jún. 2020 14:29


Það er verið að vinna að viðgerð á vatnslögn og það þarf að skrúfa fyrir austur-lögn í ca 2 klst núna í dag á meðan á vinnu stendur eða til kl 18.00.

Bústaðir á svæði 1 og 2, sérstaklega nr. 30-50 muni vera vatnslausir.

Kveðja
Stjórnin.

Aðalfundur 2020
23. maí 2020 12:05


Kæru félagar

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 3. júní kl 19.30 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Hækkun á félagsgjaldi í 25þ kr.
  • Kynning á fyrirhuguðum vatnsveituframkvæmdum.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Þess ber að geta að það verður nóg pláss í salnum og auka stólar þannig að fólk ætti að geta haft góða fjarlægð sín á milli.

Kveðja,

Stjórnin

Hampræktun í Norðurnesi 73
18. maí 2020 22:07


Góðan og blessaðan daginn kæru Norðurnesingar. Mig langaði að koma því hér á framfæri að ég, Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir og unnusti minn Heiðar Páll Atlason munum koma til með að vera með tilraunarækt á hampi á lóðinni okkar í Norðurnesi (lóð nr 73), og viljum benda nágrönnum okkar á það að við erum búin að sækja um öll tilskilin leyfi til þess að vera með löglega tilraunahamprækt. Með bestu kveðju og heillaóskum - Ragnhildur og Heiðar

Ný myndavél í suður
14. maí 2020 12:23


Það er komin ný myndavél sem snýr í suður. Það eru þónokkuð betri gæði af þessari nýju og hún er hærra uppi á húsinu hjá mér en þessi gamla.
Það er ennþá hægt að sjá gömlu myndavélina og söguna hennar ef þið ýtið á 'stór mynd' á myndavélasíðunni og veljið 'Suður' í listanum.

kv,
Jón nr 74

Lækkun fasteignagjalda og fjölgun gjalddaga
06. maí 2020 07:40


Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti hreppsnefnd margvíslegar aðgerðir í þágu íbúa, atvinnulífs og allra fasteignaeigenda í Kjósarhreppi til viðspyrnu og mótvægis vegna áhrifa COVID-19.

Nánar hér

Vatnsveitan
04. maí 2020 21:18


Á sunnudaginn síðastliðinn (3. maí) fór veituþrýstingur að falla og var orðið nær vatnslaust í hverfinu að morgni mánudags.

Ástandið er búið að vera nokkuð gott undanfarnar vikur og ekki vitað á þessari stundu hvað veldur vatnsleysinu. Helst er að það sé opið fyrir vatnið einhversstaðar.

Húseigendur í Norðurnesi eru sem fyrr hvattir til að athuga með sín hús og fylgjast með ástandi vatnslagna og inntaksbúnaðar.

Að morgni mánudags var reynt að skipta yfir á vara-vatnsveitu en hún kemur ekki vel undan vetri og er inntakið fullt af sandi og möl og miðlunartankurinn við Trönudalsá galtómur. Fyrirsjáanlegt er að það þarf að grafa upp inntakið og hreinsa til að koma neyðarvatnsveitunni í eðlilegt horf.

- Stjórnin

Aðalfundur og félagsgjöld
04. maí 2020 19:46


Kæru félagar,

Vegna ástandsins undanfarna mánuði þá hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi þangað til í byrjun júní.

Til þess að hægt verði að halda hjólum félagslífsins gangandi verður send út rukkun fyrir félagsgjöldum þessa árs núna í maí en ekki eftir aðalfund eins og er venjan.

Kveðja,

Stjórnin

Mokað inná öll svæði
25. mar. 2020 16:13


Mokað hefur verið snjó á öllum þremur svæðunum í Norðurnesi og ætti fólk því að komast í bústaði sína án mikillar fyrirhafnar.

Kv,

Stjórnin

Staðan á vatnsveitunni
23. des. 2019 12:36


Í lok síðustu viku var alveg vatnslaust í Norðurnesinu. Vandamálið er búið að vera viðvarandi síðustu vikur og hefur verið unnið að því að leita að biluninni, sem lýsir sé í því að miðlunartankurinn tæmist á skömmum tíma og líklega því um rofna lögn að ræða. Nú eru taldar góðar líkur á að bilunin sé fundin. Búið er að loka fyrir stofn sem flytur vatn inn á suðursvæði (svæði 3) vestanmegin og virðist þá þrýstingur haldast á kerfinu. Þau hús sem eru vatnslaus -- fram að þeim tíma þegar unnt verður að grafa niður á lögnina og laga bilunina -- eru númer 61, 62 og 74.

Vegavinna inni á svæðum
22. okt. 2019 20:07


Það verða vegavinnuframvæmdir á morgun, miðvikudaginn 23. okt. Mestmegnis verður unnið á svæði 2 við að holufylla en ef tími gefst verður líka efni sett annarsstaðar.

Það ættu ekki að vera miklar lokanir þessu tengdar nema rétt svo á meðan hlössin eru sett niður og slétt úr.

Framkvæmdakveðjur,

Stjórnin

Vestur- og austurmyndavélar komnar í gagnið
24. sep. 2019 09:41


Eftir langa bið þá eru komnar nýjar myndavélar í vestur og austur, aðgengilegar á myndavélasíðunni.

Við erum svo með ágætis síðu þar sem hægt er að skoða myndirnar í hárri upplausn og fara á milli þeirra með allt að 10sek millibili. Það er hægt að skoða þetta hér eða með því að ýta á 'stór mynd' hlekkinn undir hverri mynd á myndavélasíðunni.

Aðalvatnsveita virk
16. sep. 2019 10:30


Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveituna.Við erum með góða tilfinningu fyrir þessu núna og vonum að þetta haldist í lagi.

Neyðarvatnsveitan virk
25. ágú. 2019 10:58


Það var skipt yfir á aðalvatnsveituna í gær en ríflega 6 klst síðar tæmdist hún (sem segir okkur að útrennslið hafi verið 60 l/m).

Því var skipt aftur yfir á neyðarveituna í Trönudalsá í morgun. Við ráðleggjum fólki að sjóða neysluvatnið. 

 - stjórnin 

Aðalvatnsveita virk
24. ágú. 2019 17:50


Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveitu. Því þarf ekki lengur að sjóða vatnið og við ættum nú að hafa eðlilegan þrýsting á kalda vatninu.

Sjáum hvort þetta dugi eitthvað en látið endilega vita á fésbókinni eða með tölvupósti til stjorn@nordurnes.is ef kalda vatnið klárast.

 - Stjórnin

Breytingar á vefnum
11. ágú. 2019 18:42


Ég er búinn að stækka vefsíðuna dálítið, það eru allir með svo stóra skjái þessa dagana og það er um að gera að nýta það.

Myndirnar á Myndavélasíðunni eru nú búnar til í hærri upplausn líka og rauntímamyndavélin einnig.

Ég vona að þessu verði vel tekið en látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með þetta.

Takið einnig eftir að austurvélin er dottin út en unnið er að viðgerð.

Kv,

Jón

Vegavinna inni á svæðum
07. ágú. 2019 10:36


Unnið verður við að moka upp úr grindahliðum í sumarbústaðalandinu okkar fimmtudaginn 8. ágúst. n.k.

Til að lokast ekki inni með bílana er rétt að færa þá út fyrir svæðið.

Vonum að þetta valdi ekki óþægindum.

Stjórnin.

Brenna um verslunarmannahelgina
29. júl. 2019 09:21


Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00  laugardaginn 3. ágúst.

Það er góð spáin um helgina og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Brennunefndin

Kátt í Kjós á laugardaginn
16. júl. 2019 08:25


Laugardaginn 20. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í þrettánda sinn sem efnt er til opins dags í sveitafélaginu. 

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir 

Láttu sjá þig!

Vinna við vatnsveitu í dag, fimmtudag 4. júl
04. júl. 2019 12:13


Jón í nr. 74 er að vinna aðeins í vatnsveitunni í dag, 4. júlí og er að prófa að skipta yfir á aðalveituna og gera mælingar. Það gæti orðið eitthvað vatnslaust en þessu líkur seinni partinn.

Látið vita í síma 821-2558 ef þetta veldur vandræðum.

kv,

Jón

Gróðurdagur 29. júní
21. jún. 2019 11:16


Kæru félagsmenn 

Eins og undanfarin ár, þá munum við vera með gróðurdag hér í Norðurnesinu Laugardaginn 29. júni til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota helgina 28-30 júní.
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

Mynd: Erling Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna við hlið á svæði nr 2
20. jún. 2019 20:22


Kári (nr. 48) mun vera að vinna í hliðinu á svæði 2 í fyrramálið, föstudaginn 21. Júní.

Það má gera ráð fyrir umferdartöfum um svæði 2 á morgun. 

Vegavinna í Norðurnesi
19. jún. 2019 14:29


Skilaboð frá Einari (nr. 62):

Vegavinna er hafin í Norðurnesi. Umferðartafir óhjákvæmilegar.

Rauntímamyndavélar virkar
18. jún. 2019 19:19


Til að halda upp á innreið ljósleiðarans í Norðurnesið þá er búið að virkja rauntímastraum í myndavélunum.

Veljið 'Rauntímí' hér að ofan og sjáið Norðurnesið "læv" :)

Hæ hó og jibbí jei
17. jún. 2019 11:53


Gleðilegan þjóðhátiðardag kæru Norðurnesingar! Við vonum að sumarið verði sem allra best.

 - Stjórnin

Neyðarvatnsveita er virk
09. jún. 2019 19:35


Neyðarvatnsveitan í Trönudalsá er tengd. Því gæti verið gott að sjóða neysluvatn.

Sýnum fyrirhyggju vegna elds
05. jún. 2019 19:06


Stjórn félagsins vill beina þeim tilmælum til allra að öll meðferð opins elds, eldfæra og einnota grilla er bönnuð á svæðinu, sér í lagi við þær aðstæður sem nú eru, mikill þurrkur á öllum gróðri og landi enda hefur ekki rignt á svæðinu í langan tíma.     

Það má lítið út af bregða til að stórtjón gæti orðið.

Sýnum fyrirhyggju og forðumst tjónin.

Stjórnin

Innbrot í Norðurnesinu
04. jún. 2019 13:42


Brotist var inn í bústað í Norðurnesinu einhverntíman á síðustu þremur vikum.

Hurð var spennt upp og einhverju stolið en sem betur fer voru ekki miklar skemmdir á sjálfu húsinu.

Það væri ráð fyrir þá sem hafa ekki kíkt í húsið sitt í einhvern tíma að renna uppeftir og athuga með aðstæður. Það er aldrei að vita nema þjófarnir hafi farið í önnur hús.

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
14. maí 2019 11:16


Takk fyrir aðalfundinn þann 2. maí. Hérna er fundargerð fráfarandi ritara: http://nordurnes.is/Meeting/49

Skýrslur stjórnar og glærukynningar kvöldsins má finna hér: http://nordurnes.is/Nordurnes/documents

kveðja,

stjórnin

Rafmagnslaust fös 10. maí
06. maí 2019 13:53


Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós aðfaranótt 10.05.2019 frá kl 00:00 til kl 07:00 vegna vinnu í aðveitustöðinni Brennimel.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Aðalfundarboð 2019
18. apr. 2019 10:25


Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 2. maí kl 19.30 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Skipan í nefndir.
  • Kynning á hliðamálum.
  • Breytingar á stjórn.
  • Umræða um eldvarnir, vatnsinntök og skattamál.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboð
12. mar. 2019 18:11


Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð): Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði

http://kjos.is/allar-frettir/nr/206582/

Íbúafundur um umferðaröryggi
04. feb. 2019 08:57


Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.

Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa. 
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.  
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu. 
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa  og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós. 
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins. 

Nánar hér: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206478/

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps
20. jan. 2019 10:41


Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps berður haldið í Félagsgarði laugardaginn 26. janúar kl. 20:30

Húsið opnað kl. 20:00 Aldurstakmark er 18 ár. Þorramatur og opinn bar

Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00.

Miðapantanir í síma 5667028 miðvikudaginn 23. janúar frá kl 15:30 – 18:00. Miðaverð er kr. 8.500.- Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði föstudaginn 25. janúar á milli kl 16:00 – 18:00 Posi á staðnum

Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn. Spariklæðnaður

- Nefndin

Jólakveðja
25. des. 2018 10:32


Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Kveðja,

 Stjórnin

Vegavinna í dag, 20. nóv.
20. nóv. 2018 11:17


Það er verið að vinna í veginum inná Norðurnesið í dag og það má búast við töfum fyrir ferðalanga vegna þessa.

Brenna á laugardaginn 4. ágúst
31. júl. 2018 08:53


Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 4. ágúst.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.

Sjáumst hress :)

Brennunefndin

Kátt í Kjós
10. júl. 2018 18:59


Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 21. júlí. Sjá nánar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0078461.pdf

 

Gróðurdagur 7.júlí
30. jún. 2018 15:54


Kæru félagsmenn 
Næsta laugardag 7. júlí verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum hér á facebook eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

Rafmagnslaust aðfaranótt miðvikudags 9. maí
07. maí 2018 10:55


Viðgerð er nú lokið

Frá Rarik:

Breyting:

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi frestað til kl: 03.00 aðfaranótt 09.05.2018 frá kl 03:00 til kl 05:00 vegna vinnu Landsnets í aðvst Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi  09.05.2018 frá kl 00:30 til kl 02:30 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöðinni Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Fundargerð aðalfundar
06. maí 2018 15:15


Fundargerðin er komin á vefinn. http://nordurnes.is/Meeting/47

 

Aðalfundarboð 2018
09. apr. 2018 18:35


Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 25. apríl kl 19.30 í Gerðubergi.

Stjórnin mun leggja eftirfarandi mál fyrir félagsmenn:

Sameiginlegt hlið

Stjórn Norðurness hefur fengið samþykki fyrir því frá hreppnum og öllum þeim stofnunum sem hafa með slíkt að gera að setja upp hlið á Norðurnesfleggjarann við þjóðveginn og við teljum að við séum því í lagalegum rétti til að hefja framkvæmdir ef meðlimir kjósa það.

Því verður kosið um þetta mál á aðalfundinum og lögð fram framkvæmdaráætlun. Líklegt er að grunnkostnaður á hverja lóð verði á bilinu 30.000-50.000 kr.

Nágrönnum okkar á svæðinu sem hliðið hefur áhrif á er boðið á fundinn og gert kleift að koma með athugasemdir.

Sveinn Guðmundsson, hrl, formaður félags sumarhúsaeiganda mun stjórna þessum hluta fundarins.

Vegaframkvæmdir

Bæta þarf veg utan og innan svæða. Við erum komin með verktaka sem gæti tekið að sér vinnu en það er ansi mikið starf sem þarf að inna af hendi. Gott væri ef fólk kæmi með tillögur að endurbótum. Sveinn Val mun gefa kost á sér í veganefnd.

Félagsgjöld

Stjórnin mun leggja fram tillögu að hækka félagsgjöldin úr 15.000 í 20.000 til að standa straum af vegavinnu og vatnsveituframkvæmdum.

Aðgengi að vetri

Gróður sem er alveg uppvið veginn hindrar aðgengi um vetur og veldur því að ekki er hægt að moka inná svæðum. Rætt verður um leiðir til að sporna við þessu og rætt hvort hægt væri að fá lóðareigendur til að fjarlægja hekk sem er alveg uppvið veg. Lagt verður til að setja bílastæði við endann á afleggjaranum á svæði 3 fyrir vetraraðgengi íbúa á svæði 2.sjonn

Breytingar á stjórn

Einhverjir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér í stjórn aftur og við óskum eftir tillögum að nýju fólki.

Önnur mál

 - Girðing
 - Lúpína og Kerfill
 - Brennan
 - Skilti og vegamerkingar
 - Kindahlið
 - Nýjir meðlimir
 - Hitaveita
 - Nefndir
 - Frágangur á vatnsveitu

Það eru nokkur mikilvæg málefni sem rætt verður um og við vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,

 Stjórnin

Frost í vatnsleiðslu
02. apr. 2018 10:48


 

Komið þið sæl

Ég þori ekki annað en að fara og moka ofaní holuna sem við grófum í veginn á lóð 27 á laugardaginn svo ekki frjósi í lögniinni þar. Það er spáð hörku frosti næstu daga

 

Kveðja,

Gunnar

Leki í vatnsveitu - Mannskap vantar
30. mar. 2018 12:29


Kæru félagar,

Það er kominn upp leki í vatnsveitunni okkar. Við þurfum að fá eins marga og hægt er í smá gröfuvinnu á morgun, laugardag til að reyna að finna lekann.

Vinsamlegast mætið við lóð 27 á svæði 2, nálægt hliðinu kl 14.00 með skóflur og járnkalla. Benni í nr. 1 mun verkstýra.

Ef við verðum nokkur í þessu ætti verkið ekki að taka meira en 1 klst.

 - Stjórnin

Vegaviðgerðir
27. mar. 2018 12:01


Búið er að gera við veginn á öllum svæðum þannig að það ætti að vera fólksbílafært í alla bústaði um páskana.

 - Veganefndin

Færðin 26. mars
26. mar. 2018 18:01


Búið er að gera við veginn á öllum svæðum þannig að nú ætti að vera vel fólksbílafært í alla bústaði um páskana.

Veganefndin

Færðin 15. mars
15. mar. 2018 17:58


Færðin er góð eftir leysingar síðustu daga. Siggi á Hrosshóli fór hringinn inná svæðunum og tók þá litlu skafla sem voru eftir þannig að það ætti að vera fært inná öll svæðin fyrir fólksbíla með fyrirvara þó.

Þið ættuð ekki að hætta ykkur inná neðri svæðin tvö á ónelgdum dekkjum en nokkrir kaflar á svæðunum eru þó beinlínis hættulegir þrátt fyrir negld dekk.

Ekki væri úr vegi fyrir fólk að taka með sér 1-2 poka af vegasalti og sandi. Ef fólk dreifir á svellið þá á þetta eftir að losna þeim mun fyrr.

Góða helgi öll saman!

 - Stjórnin

Færðin
01. mar. 2018 14:58


Sælt veri fólkið.

Það er ágætis færðin í dag og þetta lítur bærilega út fyrir helgina ef einhverjir hyggja á sveitaferð.

Gilið upp eftir á svæði 2 og 3 er nokkuð hreint en það er þó smávegis ís og best væri að vera á nöglum.

Svæði 3 er vel ís- og snjólaust en það er þónokkur ís á svæði 1 og 2. Ég er með nagladekk og gat ekið varlega um svæði 1 (það er mjög hált) en þorði ekki langt inná svæði 2.

Fólksbílar ættu að geta farið að hliðum eða ekið inn svæði 3.

Kjósarskarðsvegurinn er snjólaus og ágætur yfirferðar.

Vöfflukaffi í Kjós – Stefnumót við landslag
01. mar. 2018 10:57


Laugardaginn 10. mars kl. 16-18 í Ásgarði

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið á stefnumót við landslag laugardaginn 10. mars kl. 16. Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn http://landslagid.is/Vofflukaffi-i-Kjos-Stefnumot-vid-landslag

Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna á http://landslagid.is/Um-Landslagid

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir
nýdoktor/post doctoral fellow
gudbjorgr@hi.is

Norðurnes að ofan
19. feb. 2018 09:00


Ég tók smá vídeó af Norðurnesinu okkar úr dróna sem mig langaði að deila með ykkur.


https://www.youtube.com/watch?v=TzFz05-zXqk

Mest af myndefninu var tekið í á laugardaginn sem var en svo er bætt við nokkrum myndum frá þarsíðustu helgi. Legg til að horfa á þetta í 'fullskjá' með hljóði.

- Nonni

Myndbönd frá árinu 2017
15. jan. 2018 09:04


Ég setti saman tvö myndbönd frá árinu 2017 úr myndavélunum til norðurs og suðurs. Myndböndin eru samansett úr einni mynd á dag yfir allt árið.

Kíkið á þetta hér: 

 

Jólakveðja
23. des. 2017 01:32


Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ég kíkti upp eftir nú rétt fyrir helgi og færðin er fín, en það er flughálka upp afleggjarann inn til Norðurness og ég myndi mæla með nagladekkjum fyrir þá sem ætla að renna upp í bústaðinn sinn. Einnig væri ekki úr vegi að hafa sandpoka meðferðis.

Við fjölskyldan í nr. 74 verðum uppfrá um helgina og það væri gaman að heyra í öðrum á fésbókarsíðunni sem verða í Norðurnesinu um jólin.

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Kveðja,

 - Nonni

Eftirherman og orginalinn í Kjósinni
30. nóv. 2017 17:03


Góðan daginn

Næsta laugardag (2. des) verða Eftirherman og orginalinn (Guðni Ágústs og Jóhannes) í Félagsgarði í Kjós. 

Húsið er opið frá 18.30 - 01.00. Sýningin hefst kl. 20.30. Miðaverð 3.500 krónur. Miðar seldir við inngang.

Kær kveðja

Einar Tönsberg

Veðurstöðin úti
27. nóv. 2017 10:00


Veðurstöðin er úti um þessar mundir. Ég er að velta fyrir mér hvort mýslurnar séu búnar að naga í sundur aðra netsnúru...

Myndavélarnar eru ennþá í gangi og ég kíki á veðurstöðina við fyrsta tækifæri.

 - Nonni

Leiðrétting: Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn
20. nóv. 2017 11:22


Við hlupum á okkur í fyrri frétt um hitaveitu. Einungis hefur verið hleypt á svæði 3 (efsta svæðið). Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn því það varð seinkun á að setja upp tengikassa.

Þetta verður að öllum líkindum klárað í vikunni og við sendum út frétt þegar það hefur verið gert.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

- Stjórnin.

Breyting: Allt komið inn núna

Heitt vatn byrjað að flæða um Norðurnesið
15. nóv. 2017 08:49


Kæru félagar,

Þá er komið að stóru stundinni. Búið er að kveikja á hitaveitunni upp í Norðurnesið okkar!

Hús nr. 56 var fyrst til að tengjast sl. mánudag og gekk allt saman vel fyrir sig.

Það er eftir engu að bíða fyrir píparana að klára að tengja og hringja svo í Kjartan hjá Kjósarveitum.

Til hamingju með þennan áfanga Norðurnesingar!

 - Stjórnin

 

Svæði 3 lokað í dag, 9. nóv
09. nóv. 2017 12:38


Lokað verður upp á svæði 3 (efsta svæðið) eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 9. nóv vegna lagningar hitaveitu.

Á morgun, föstudag verða kannski einhverjar óverulegar lokanir og vinnuvélar færa sig ef fólk þarf að komast framhjá. Fólk ætti því ekki að lenda í vandræðum með að komast uppeftir um helgina.

Stjórnin

Svæði 2-3 lokuð 8. nóv
08. nóv. 2017 14:15


Frá Kjósarveitum:

Gröfutækni eru komnir að miðsvæðinu að sjóða saman stál-stofninn.

Þeir verða að loka veginum á milli Norðurness 24 og 58 vegna suðuvinnu, frá hádegi og fram eftir degi í dag, miðvikudaginn 8. nóv.

Aðgengi að efsta svæðinu verður einnig takmarkað á þeim tíma.

Þeir eru bjartsýnir að þeir verði ekki lengur en út vikuna með það sem eftir er með stofninn. Sem þýðir að hægt verði að hleypa á Norðurnesið í næstu viku!

Eftir það verði þeir farnir af svæðinu og færi sig yfir í Vindáshlíðina.

Með Kjósarkveðju,
Sigríður Klara Árnadóttir

Nú er frost á fróni
03. nóv. 2017 10:56


Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá var ansi vetrarlegt um að lítast á myndum frá Norðurnesinu í morgun.

Það er spáð frosti næstu daga og ekki væri úr vegi að kíkja uppeftir og sjá hvort ekki sé allt tilbúið fyrir veturinn.

 - Stjórnin

Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslag
01. nóv. 2017 08:45


Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána

Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

 - Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir (gudbjorgr@hi.is)

Vegur að svæðum 2-3 lokaður í fyrramálið, 1. nóv
31. okt. 2017 22:12


Eitthvað gekk erfiðlega að þvera veginn í dag við Gildruholt og því þurfa þeir að loka veginum á morgun, 1. nóv til að klára þetta.

Þeir eru að vonast til að klára þetta fyrir miðjan dag.

 

Vinna við stofnlögn
26. okt. 2017 11:44


Gröfutækni verður að vinna við stofnlögn upp að Norðurnesinu næst tvær vikurnar (til ca. 10 nóv) og búast má við einhverjum lokunum.

Það ætti samt aldrei að vera lokað lengi í einu þannig að ekki mun þurfa frá að hverfa ef við komum að vinnutækjum á veginum.

 - Stjórnin

Netið endurbætt
18. okt. 2017 09:18


Sumarbústaðafélagið hefur ákveðið að gerast áskrifandi af 3G neti símans í bústaði nr. 74 þar sem veðurstöðin og myndavélarnar eru til húsa. Þetta nýja net kemur í staðinn fyrir gömlu emax tenginguna sem hefur verið endalaus vandræði með frá byrjun.

Jón í nr. 74 hefur sjálfur staðið fyrir kostnaði nets hingað til en núna tekur sumarbústaðafélagið yfir rekstur tengingarinnar.

Þetta nýja net er vonandi þónokkuð tryggara og við vonum að uppitími myndavéla og veðurstöðvar verði eitthvað betri þennan veturinn (þrátt fyrir að annarskonar vandamál geti alltaf komið upp).

 - Stjórnin

Heimtaugum lokið
16. okt. 2017 12:52


Lokið hefur verið við að leggja heimtaugar fyrir hitaveituna í Norðurnesinu. Okkur sýnist að vel hafi verið staðið að verkinu og að frágangurinn sé allur til fyrirmyndar.

Verktakarnir eru ekki alveg búnir á svæðinu en það sem er eftir er að klára stofnlagnir.

Ef einhverjir hafa athugasemdir við verkið endilega hafið samband við stjórnina og við komum því áleiðis til Kjósarveitu.

Nú fer að styttast í að hleypt verði á!

Heitar kveðjur,

 - Stjórnin.

Netið niðri
25. sep. 2017 19:43


Rafmagnsleysið í dag olli því að netið datt út hjá mér og ég þarf að sparka eitthvað í þetta. Geri því ráð fyrir veðurstöðva- og myndavélaleysi þar til næstu helgi.

 - Nonni

26. sept: Komið í lag

Byrjað að plægja niður heimtaugar
02. sep. 2017 15:51


Kæru Norðurnesingar, þá er komið að því. 

Jón Ingileifs, verktakinn sem sér um Norðurnesið er mættur á svæðið og er byrjaður að plægja niður heimtaugar á svæði 1. Hús nr 20 og 21 voru fyrst en næsta mánuðinn verður þetta svo tekið skipulega fyrir. Það verður því ansi mikið brambölt í Norðurnesinu næstu vikurnar.

Við vorum að skríða yfir helming skráninga í norðurnesinu. Af 63 skráðum lóðum þá eru 32 eigendur búnir að skrá sig.

Það gæti verið ennþá hægt að forskrá sig en um leið og vinnu lýkur í Norðurnesi þá mun heimtaugin vera á almennri gjaldskrá sem er ekki alveg ákveðin en verður a.m.k. 30% dýrari. Ef einhverjir vilja breyta nei í já þá er bara að hafa samband við Sigríði hjá Kjósarveitum og sjá hvort það gangi upp.

Hafið einnig í huga að hægt er að sækja um ljósleiðara án þess að sækja um hitaveitu.

Stefnt er að því að hleypa svo vatni á uppí Norðurnesið okkar í nóvember.

heitar kveðjur,

Stjórnin

 

Píparar flykkjast í Kjósina
22. ágú. 2017 22:11


Ef fólk vantar pípara þá eru nokkrir sem geta bætt við sig verkum.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/204738/

Takk fyrir brennuna!
06. ágú. 2017 15:35


Brennan var mjög vel heppnuð þetta árið eins og fyrr. Veðrið lék við okkur og þátttaka var góð.

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók um kvöldið.

Það væri svo gaman að sjá myndir sem aðrir tóku á fésbókarsíðu félagsins.

Þúsund þakkir til Sveins og Úlfhildar í nr 42 sem stóðu að þessu og þeirra fjölskyldu og annarra sem lögðu hönd á plóg.

 - Nonni

Brenna um verslunarmannahelgina
02. ágú. 2017 21:07


Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 5. ágúst.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.

Sjáumst hress :)

Sveinn Val og Úlfhildur

Kátt í Kjós
13. júl. 2017 12:58


Nú fer að styttast í Kátt í Kjós. Hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí.

Minni sérstaklega á opið hús í stöðvarhúsi Kjósarveita.

Frekari upplýsingar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0077239.pdf

 

Gróðurdagur 10. júní
07. jún. 2017 12:03


Kæru félagsmenn

Næsta laugardag 10. júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 

Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 

Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.

Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.

Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110.  Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.

Kveðja Anna Vala 

Fundargerð frá aðalfundi 2017
12. maí 2017 08:05


Fundargerð frá aðalfundi 26. apríl 2017 er komin á vefinn. Hún er aðgengileg hérna.

Endilega látið vita ef eitthvað var rætt á fundinum sem er ekki í skýrslunni eða ef þið viljið bæta við einhverjum upplýsingum.

Helstu atriði fundarins voru:

  • Engar mannabreytingar í stjórn
  • Sama félagsgjald og síðast, 15.000 kr
  • Rætt var um neyðarvatnsveitu.
  • Hitaveita verður lögð í sumar. Ekkert því til fyrirstöðu að byrja núna
  • Eitthvað að rofa í hliðamálum. Stjórnin heldur áfram að vinna í því.
  • Gróðurhreinusunardagur verður endurtekinn.
  • Smávegis vegavinna í vor.

Önnur skjöl og kynningar sem farið var í gegnum á fundinum eru aðgengileg í síðu undir Félagið -> Skjöl.

Hafið það sem allra best í sumar!

- Stjórnin

Netið niðri
24. apr. 2017 09:45


Netið hjá emax er niðri enn einu sinni og því eru ekki veðurfars- og myndagögn aðgengileg.

Komið í lag

Aðalfundur 2017
13. apr. 2017 14:54


Kæru meðlimir,

Aðalfundur sumarbústaðafélagins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Skipan í nefndir (brennunefnd, girðinganefnd og gróðurnefnd).
  • Kynning á hliðarmálum.
  • Umræða um vatnsveitu, hitaveitu og fleira.
  • Venjulega aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Veðurstöðin er niðri
04. apr. 2017 08:31


Veðurstöðin er niðri og því fáum við ekki veðurfarsupplýsingar í augnablikinu. Ég hugsa að þetta komi ekki í lag fyrr en eftir helgi.

Spáin og myndavélarnar virka áfram.

Komið í lag

Aðalfundur á næsta leyti
27. mar. 2017 09:05


Kæru félagar,

Þá er að fara að líða að hinum árlega aðalfundi sumarbústaðafélagsins okkar. Við höfum tekið frá Gerðuberg miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00.

Frekari upplýsingar verða sendar út eftir stjórnarfund, ca 2 vikum fyrir aðalfundinn.

 - Stjórnin

Emax netið niðri
24. mar. 2017 21:14


Emax stöðin í Vindáshlíð er búin að vera biluð núna í sólarhring. Þar af leiðandi eru engar upplýsingar frá veðurstöð eða myndavélum.

Vonum að þeir lagi þetta hjá sér fljótlega.

breytt 25. mar: Komið í lag

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda.
23. mar. 2017 14:37


Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda verður haldinn, mánudaginn 27. mars í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 20:00.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf

Gestur fundarins; Þjóðskrá, kynning á fasteignamati frístundahúsa

Kaffiveitingar í boði.

 

Hafið í huga að þetta er ekki aðalfundur sumarbústaðafélagsins okkar en við erum öll meðlimir í landssambandinu og erum því velkominn á aðalfundinn hjá þeim.

 - Stjórnin.

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka
09. mar. 2017 07:24


Ég var beðinn um að koma þessu áleiðis:

Kæri viðtakandi

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka* er tilraunaverkefni sem hefur það markmið að þróa fjölbreyttar aðferðir til að efla samtal og skapa vettvang þar sem fólki gefst tækifæri til að velta fyrir sér tengslum sínum við nærumhverfi sitt. Verkefnið er unnið samhliða aðalskipulagsvinnu í Kjósarhreppi, en við teljum að aukin þátttaka fólks sem hefur þekkingu á svæðinu geti haft jákvæð áhrif á mótun framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið.

sjá bréf

Snjómokstur í vikunni
28. feb. 2017 21:13


Það verður mokað í Norðurnesinu í vikunni.

Siggi ætlaði að mæta á traktornum í dag og moka að hliðum. Því ætti að verða ágætlega fært langleiðina en líklegast eitthvað labb fyrir þá sem eru ekki á velútbúnum jeppum.

Ef spáin heldur er um að gera að nýta góða veðrið og skreppa uppeftir um helgina. :-)

Hitaveita í Norðurnesið
09. feb. 2017 10:45


Það er komin staðfesting frá Kjósarveitum að hitaveitan verði lögð í Norðurnesið næsta haust. Jibbí!

Framkvæmdir við okkar legg munu hefjast í júlí og áætlað er að klára fyrir lok september. Eindagi fyrir tengigjald verður í ágúst (sjá gjaldskrá og skilmála).

Þeir sem ætla að tengjast geta nýtt sumarið í að gera allt tilbúið í bústaðnum til þess að geta svo fengið heitt vatn um leið og það er tilbúið. Fyrir þá sem ætla að bíða til sumarsins á eftir með að tengja þá þarf ekki að byrja að greiða mánaðargjald fyrr en vatn byrjar að flæða en það þarf að borga tengigjaldið strax í ágúst.

Varðandi ljósleiðara þá verða lögð rör fyrir honum samhliða hitaveitu en ekki dregið í. Það er ekki komið á hreint hvenær boðið verður upp á það en kostnaður fyrir hvern bústað verður líklega eitthvað í kringum 250þ kr við að fá ljósleiðara til sín. Það koma frekari upplýsingar um þetta síðar.

Til hamingju Norðurnesingjar!

 - Stjórnin

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir
01. feb. 2017 08:19


Þetta er stór dagur fyrir Kjósina okkar!

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/203985/

Veðurstöðin er batteríslaus
29. jan. 2017 11:07


Veðurstöðin á nr. 74 er batteríslaus og höfum við því ekki aðgang að veðurupplýsingum þessa stundina nema þegar sól er næginlega hátt uppi til að gefa sólarrafhlöðunni straum.

Ég reyni að redda þessu næstu helgi eða helgina þar á eftir.

Viðbót: Komið í lag

 - Nonni

Mikið frost
11. jan. 2017 11:13


Veturinn hefur verið afskaplega mildur og lítið um alvöru frost. Hinsvegar er er núna 7 gráðu frost í Norðurnesinu og Norska veðurspáin spáir allt að 17 gráðu frosti fyrir helgi.

Hvort sem það nær alveg svo lágu gildi eður ei er full ástæða til að athuga hvort örugglega sé lokað fyrir kalt vatn eða hvort eitthvað viðkvæmt sé í útigeymslum.

Kveðja,

 Stjórnin

Snjómokstur yfir hátíðirnar
21. des. 2016 12:48


Sælt veri fólkið,

Snjómokstursnefndin var að funda og það var ákveðið að fara ekki í sérstakar snjómokstursaðgerðir fyrir jól heldur að halda því opnu eftir aðstæðum. Veðrið er svo rólegt að við erum að vona að það þurfi ekki snjóruðning að svo stöddu.

Ef það eru einhverjir sem kíkja uppeftir og finnst færðin slæm þá skuluð þið hringja í Einar í síma 896-3207 og hann athugar hvort ekki sé hægt að fá Sigurð á Hrosshóli á staðinn í mokstur.

Einnig væri gaman í að heyra í fólki á fésbókinni um hvernig aðstæður eru ef einhver skildi vera uppfrá í vikunni.

Kv,

 - Stjórnin

Vinsamlegast læsið hliðum
07. des. 2016 18:59


Eitthvað hefur borið á því að ekki sé verið að læsa hliðum inn á svæðin og stjórninni var í þessu meðal annars að berast ábending um þessum málum væri sérstaklega ábótavant á svæði 2.

Hafið í huga að hlið inn á svæðin eiga alltaf að vera læst yfir vetrarmánuðina.

Stjórnin

Rauntímamyndavél í norður
12. nóv. 2016 19:22


Ég bætti nýju norðurmyndavélinni á Rauntímasíðuna.

Nú er hægt að horfa á óveðrið bæði í suður og norður. :-)

Ný myndavél
15. okt. 2016 16:18


Það er búið að setja upp nýja útimyndavél í nr. 74 sem bendir í norður. Það er mikill gæðamunur á þessari og þeirri gömlu auk þess sem nýja vélin var sett upp í þónokkuð meiri hæð þannig að hún horfir vel yfir umhverfið.

Við vonum að þetta sé velkomin nýjung fyrir íbúana okkar. Kíkið yfir á myndavélasíðuna til að líta á myndirnar úr gripnum.

Fyrsta næturfrostið
27. sep. 2016 08:38


Það varð örlítið frost í nótt til að minna okkur á að veturinn sé á leiðinni. Við ráðleggjum fólki að huga að því sem ekki má frjósa, t.a.m. matur í útigeymslum.

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós
30. júl. 2016 13:01


Árleg fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós um verslunarmannahelgina!

Dagskrá hérna.

 

Vatnsveita.
28. júl. 2016 11:41


Nýja vatnsveitan er tilbúin og verður tengd á morgun föstudaginn 29.júlí

 

Þegar eldri tankurinn var tæmdur í vikunni fóru á stað moldaróhreinindi sem safnast hafa í stofnleiðsluna í gegnum árin.Nú er loksins hægt að hreinsa tankinn í gegnum aftöppun sem sett var á stofnleiðsluna. Það má alveg búast við einhverjum moldarlit á næstunni á meðan kerfið er að jafna sig.Þegar neysla (rennsli) hefur verið lítið mánuðum saman, en svo t.d. heitavatnspottur fylltur ,getur losnað um óhreinindi í leiðslum. Þess má geta þegar farið var ofan í tankinn fyrir 2 árum kom í ljós að hann var loðinn að innan af fínu moldarryki. Tankurinn hefur aldrei verið hreinsaður. Vonandi verður fullt af sjálfboðaliðum til að halda þessari vatnsveitu í lagi. Ekki bara fólk  kvarti og krefjist þess að allt sé í lagi.

Að mínu áliiti væri það einnar messu virði, þegar búið verður að skúra gamla tankinn að innan og skola hann út í gegnum aftöppun á stofnleiðslunni sem er fyrir ofan hverfið að velja einhvern dag og skylda eigendur til að mæta í sumarbústaðinn og að ALLIR sturti niður og opni krana á sama tíma í góða stund. En við það ættu óhreinindi sem hafa safnast saman í gegnum árin að losna.

Til að byrja með væri ráðlegt að sjóða neysluvatn.

Kveðja Benedikt #1

Brenna um verslunarmannahelgina
27. júl. 2016 15:35


Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 30. júlí.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.

Sjáumst hress :)

Tilkynning frá gjaldkera
25. júl. 2016 21:46


Í lok næstu viku verða útistandandi árgjöld og framkvæmdagjöld send til innheimtu hjá innheimtufyrirtæki með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem skulda.  Þetta fyrirkomulag var kynnt á síðasta aðalfundi félagsins.

Skora á þá sem enn hafa ekki gengið frá greiðslu að gera það áður en til innheimtu kemur.

Kveðja,
Sjonni

Hjálp við vatnsveitu
24. júl. 2016 13:59


Félagar,

Það gengur vel að koma niður vatnsveitunni en Einar og Benni þurfa aðstoð við að loka skurðinum. Grafan sér um erfiðisvinnuna en það þarf aðeins að hjálpa til hér og þar.

Ef einhverjir geta verið uppfrá með skóflu í fyrramálið, mánudag endilega að hafa samband við Einar í síma 896-3207.

 

Kátt í Kjós
14. júl. 2016 15:31


Minnum á Kátt í Kjós hátíðina sem verður haldin laugardaginn 16. júlí. Dagskráarbækling er hægt að nálgast hér.

Rollur og hliðin okkar
02. júl. 2016 11:58


Sælir íbúar í Norðunesi,

Eins og margir vita hafa rollur gert sig heimakærar á svæðinu okkar.   Þær hafa komist upp á lag með að fara yfir hliðin okkar sem eru ekki í góðu ásigkomulagi.  Nauðsynlegt er að hreinsa undan þeim jarðveg sem þar hefur safnast fyrir í gegnum árin.

Til stóð að fá Jón Tap í verkið samhliða vatnsframkvæmdum og endurbótum á veg sem áttu að hefjast í byrjun júní.  Það hefur hins vegar dregist talsvert og erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær sú vinna hefst.

Illa hefur gengið að fá aðra verktaka í þetta verkefni sem flestir eru að vinna við nýju hitaveituna.  Aðeins einn aðili var reiðubúinn að vinna þetta fyrir félagið en kostnaðaráætlun hans þótti full há (2-3 hundruð þúsund) auk þess sem tímasetning var óljós.

Til að bregðast við þessum vanda munum við tímabundið setja upp girðingarhlið sem hægt er að strengja yfir grindarhliðin.  Hugmyndin er að hafa þau lokuð þegar lítil umferð er um hliðin (td. yfir nóttina og í miðri viku).  Þetta er að sjálfsögðu bara bráðabirgðalausn þar til varanleg lausn er fundin.

Kveðja,
Sjonni gjaldkeri

Gróðurdagurinn í dag
18. jún. 2016 16:25


Í dag komu 14 félagar saman og tóku til hendinni við að færlægja Kerfil og til að halda aftur af Lúpínunni með því að slá hana. Það sést vel á svæðinu að hér hefur verið hörkuduglegt fólk að störfum. Enn er þó mikið eftir af Lúpínu og Kerfli á svæðinu og er það eitthvað sem tekið verður fyrir á næsta ári, sé áhugi fyrir því.

Takk fyrir skemmtilegan gróðurdag Norðunesinu og áfram Ísland 😀 ⚽️

 

Gróðurdagur 18. júní
15. jún. 2016 00:31


Kæru Norðnesingar.

Næsta laugardag 18 júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 

Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi( frá föstudegi - sunnudags). Á laugardeginum hittumst við um hjá brennunni kl 11, berum saman bækur og sláum kerfil og lúpínu á almennum svæðum eða þar sem þess er óskað. Við bjóðum síðan upp á hressingu og allir verða lausir kl 14 þegar EM svítan byrjar :)

Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.

Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.

Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110.  Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.

Kveðja Anna Vala 

Reikningur fyrir vatnsveituframkvæmdum
30. maí 2016 23:07


Kæru félagar,

Það var sendur út reikningur í dag fyrir vatnsveituframkvæmdum sumarsins. Reikningurinn er merktur "framkvæmdargjald" í heimabankanum og hljóðar upp á 32.000 kr á lóð. Eindagi er 14. júní.

Sjá fundargerð aðalfundar fyrir frekari upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

 - Stjórnin

Lúpínuhreinsunardagur
25. maí 2016 08:29


Nú er lúpínan byrjuð að blómstra í Norðurnesinu. Eins og var samþykkt einróma á síðasta aðalfundi þá eru þessar plöntur ekki æskilegar í flórunni í Norðurnesinu og við ætlum að reyna að halda henni í skefjum eins og unnt er.

Það er oft nokkuð auðvelt að tosa hana upp með rótum svona snemma sumars, að minnsta kosti nýjar plöntur og við ætlum að biðja fólk um að gera það við hvert tækifæri þegar rölt er um svæðið.

Það verður svo lúpínuhreinsunardagur hjá okkur í júnímánuði, líklega 18. júní sem Anna Vala í nr. 15 er að skipuleggja. Við munum þá koma saman sem flest með sláttarorf, skóflur og kerrur og vinna í lúpínunni og kerflinum. Þetta verður auglýst betur síðar.

Það eru sumar lóðir sem eru með mikilli lúpínu og við gerum ráð fyrir að það sé ekki samkvæmt vilja lóðareiganda heldur bara eitthvað sem gerist. Við ætlum okkur að reyna að hreinsa þetta upp nokkuð óháð lóðarmörkum því ekki virðir hún lóðarmörk sjálf en ef einhver vill alls ekki missa lúpínuna úr landinu sínu þá þarf að senda póst á stjórn eða láta Önnu vita.

Við vonum að okkur takist að halda þessu eitthvað niðri svo að jurtaflóran í Norðurnesinu verði ekki eins einsleit og hún er að verða á mörgum stöðum á landinu.

Hérna eru mjög góðar upplýsingar um lúpínu.

Kveðja,

- Stjórnin

Vatnsveita
19. maí 2016 08:08


Kæru félagar, ekki er það blessuð hitaveitan í þessum skilaboðum heldur smá fréttir af kaldavatnsveitunni.

Vatnsstrákarnir okkar, Benni, Martin og Einar eru búnir að vera að vinna mikla forvinnu nú þegar en líklegt er að framkvæmdir við að leggja nýju kaldavatnslögnina hefjist í næsta mánuði.

Til upprifjunar þá er hér smá yfirlitsmynd. Það verður farið í Trönudalsánna og tengt inná gömlu lögnina svona 100m fyrir neðan gömlu lindina. Þar verður þrýstiloki sem stýrir sjálfvirkt rennsli þannig að ef tankurinn við gömlu lindina tæmist þá hefst rennsli úr Trönudalsánni í staðinn. Þetta þýðir að svona fyrst um sinn getum við gert ráð fyrir því að drekka vatn úr Trönudalsá í ágústmánuði.

Vatnsgæðin ættu að vera góð enda verður gengið frá þessu á svipaðan hátt og gengur og gerist í bæjarfélögum hér og þar á landinu.

Við munum senda út greiðsluseðla í heimabankana hjá okkur um mánaðarmótin og hver lóð mun greiða 32.000 kr. Því er heildar greiðsla til verktaka sem félagið stendur fyrir u.þ.b. 2M kr.

Hafið í huga að framkvæmdin sjálf ætti í raun að kosta þónokkuð meira en þetta því það er svo mikil vinna innt af hendi af ofantöldum sérfræðingum sem eru meðlimir félagsins. Sem betur fer gefa þeir félaginu vinnu sína og fá þeir kærar þakkir fyrir. Án þessara herramanna væri þessi framkvæmd líklegast ekki raunhæf.

Meira um hitaveitu
09. maí 2016 10:55


Kæru meðlimir,

Ég minntist á að það væri 2 ár í að þetta yrði lagt til okkar en ég var eitthvað í fortíðinni. Það verður farið uppeftir í Norðurnesið eftir rúmlega eitt ár, eða líklega síðla sumars 2017.

Samkvæmt nýrri frétt á kjósarvefnum sýnist mér að við getum gert ráð fyrir eindaga fyrir inntökugjaldið 888þ kr þann 1. ágúst 2017.

Í sömu frétt er talað um lán Arion banka en þeir bjóða sérstök kjör á frístundaláni sem hljóðar upp á 50% afslátt á lántökugjaldi, þeas 1% í stað 2%. Þetta er sjálfsagt allt í lagi tilboð en ef viljið frekar taka lán hjá öðrun banka mætti alveg spyrja hvort þeir vilji ekki gefa sama afslátt.

Fyrir þá sem eiga eftir að svara (eða vilja breyta svari sínu). Takið eftir að það þarf ekki að senda svar í pósti. Það er einfaldlega hægt að ná í skráningarblaðið hérna, prenta út, skrifa undir og skanna inn (eða taka ljósmynd með símanum). Senda svo á kjosarveitur@kjos.is. Fyrir suma er það etv. einfaldara heldur en að fara með þetta í póst.

Frekari upplýsingar eru í fréttinni frá Kjósarveitum.

Kv,

- Nonni

Staða hitaveitulagnar
05. maí 2016 18:16


Kæru félagar,

Eins og kom fram á aðalfundinum nú fyrir skemmstu þá lítur ekkert sérstaklega vel út með hitaveitu í Norðurnesinu.

Það eru ekki nema 15 eigendur af 47 búnir að segjast ætla að taka hitaveitu. Þetta hlutfall er langt fyrir neðan það lágmark sem Kjósarveitur hafa gefið út til að stofnlögn verði lögð. Ef það verður ekki lögð stofnlögn þá mun hitaveita aldrei verða lögð í Norðurnesið og við verðum líklega eina sumarhúsahverfið í Kjósinni án hitaveitu.

Það hafa 16 eigendur sagt nei og þar af nokkrir sem hafa sagt 'nei, en seinna'. Svo eru 16 að auki sem hafa ekki svarað.

Ég vil hvetja þá sem hafa ekki svarað bréfinu frá Kjósarveitum að senda þeim svar þrátt fyrir að fresturinn hafi runnið út. Þau vilja endilega fá að heyra í ykkur. Það er líka hægt að senda tölvupóst á Sigríði Klöru á sigridur@kjos.is. Hvort sem svarið er já eða nei þá vil ég endilega biðja ykkur um að senda svar, og þetta á líka við um þau ykkar sem eru bara með lóðir.

Fyrir þá sem hafa kosið nei en ætla sér að taka þetta inn seinna þá get ég sagt ykkur að það verður að öllum líkindum ekki hægt. Ef það eykst ekki verulega mikið jákvæð svörun þá verður einfaldlega ekki lögð stofnlögn upp í Norðurnesið og það verður ekki hægt að fá hitaveitu seinna.

Hérna eru nokkur atriði sem gætu hafa verið misskilin eða fólk veit ekki af:

  • Hitaveita verður ekki lögð til okkar fyrr en eftir 2 ár.
  • Það þarf ekki að borga stofngjald fyrr en eftir 2 ár þegar þetta er lagt.
  • Fólk þarf ekki að taka hitaveituna inn, það er hægt að borga stofngjaldið en tengja svo húsið hvenær sem er seinna.
  • Það þarf ekki að borga mánaðargjald fyrr en fólk hefur látið tengja.
  • Arion banki mun bjóða upp á einföld og þægileg lán fyrir þessu.
  • Kaldavatnsveitu-vandræðin hjá okkur verða leyst áður en hitaveitan kemur.

Mér finnst mjög athyglisvert að hugsa til þess að Norðurnesið gæti verið í þeirri sérstöðu í Kjósinni að verða eina svæðið án hitaveitu. Ég vona svo sannarlega að fólk átti sig á þessu og hvað þetta þýðir fyrir framtíð okkar svæðis. Þetta mun t.d hafa veruleg áhrif á endursölumöguleika.

Hérna er smá samantekt á svarmöguleikunum:

Ef þú svaraðir : Frábært, en því miður þá lítur þetta ekki vel út. Það er samt ekkert meira sem þú getur gert.

Ef þú svaraðir Nei, en kannski seinna: Því miður, þetta er bara það sama og nei.
Ef þú hefur einhver tök á að breyta svari þínu í þá myndi ég íhuga það nema ef þú getir séð fyrir þér að fá aldrei hitaveitu.

Ef þú svaraðir Nei: Ertu viss um að þú eða börnin þín viljið aldrei fá hitaveitu í bústaðinn? Er ekki möguleiki að bústaðurinn yrði seldur í framtíðinni? Það verður erfitt að selja bústað án hitaveitumöguleika í Kjósinni þar sem allir aðrir eru með aðgang að hitaveitu. 

Ef þú hefur ekki svarað og ert óviss: Svarið þitt er Nei enn sem komið er. Ef þú ert ennþá að hugsa um þetta þá skaltu tala við Siggu Klöru. Ef þú sérð fyrir þér að vilja fá hitaveitu í framtíðinni þá myndi ég vilja hvetja þig til að taka þátt því annars missirðu (og við öll) af tækifærinu endanlega. 

Ef þú hefur ekki svarað en ert viss um að vilja þetta ekki: Endilega gerðu okkur hinum þann greiða að svara bréfinu eða senda Kjósarveitum póst. Það er betra fyrir okkur að vita hvar við stöndum. Mundu samt að ákvörðunin gæti verið endanleg fyrir bústaðinn eða lóðina þína.

Þið verðið að afsaka þetta röfl í mér en þetta er bara nokkuð krítískur tími fyrir litla samfélagið okkar. Ég efast ekki um það að eftir tuttugu ár þá finnist fólki í Kjósinni fyndið að hugsa til þess tíma þegar það var engin hitaveita, alveg eins og okkur finnst sumum fyndið að hugsa til þess tíma þegar það var ekkert rafmagn.

Til upprifjunar þá er hérna fundargerðin frá félagsfundinum okkar þar sem rætt var um hitaveitu.

 - Nonni

Fundargerð frá aðalfundi 2016
03. maí 2016 09:05


Fundargerð frá aðalfundi 27. apríl 2016 er komin á vefinn. Hún er aðgengileg hérna.

Önnur skjöl sem farið var í gegnum á fundinum eru aðgengileg í nýrri síðu undir Félagið -> Skjöl.

Á næstu vikum verða svo sendar út fréttir vegna hinna ýmsu stóru mála sem rætt var um á aðalfundinum.

Það var frábært að sjá hversu góð mæting var á aðalfundinn. Stjórnin vill svo þakka fráfarandi stjórnar- og nefndarfólki og bjóða nýtt fólk velkomið í hinar ýmsu nefndir.

 - Stjórnin

Fréttir af aðalfundi 2016
01. maí 2016 10:26


Aðalfundur var haldinn fyrir skemmstu, miðvikudaginn 27. Apríl. Þátttaka var mjög góð; 38 mættu frá 36 lóðum og líklega var sett met í fjölda lóða á aðalfundi.

Helstu mál:

  • Mannabreytingar í stjórn. Nýr gjaldkeri og meðstjórnandi.
  • Ný lög samþykkt.
  • Vatnsveituframkvæmd fyrir 32.000 kr á lóð samþykkt. Gjalddagi er 1. júní.
  • Óbreytt félagsgjald, 15.000 kr. Gjalddagi er 1. maí.
  • Fáir ætla að taka hitaveitu og það lítur því ekki vel út með lagningu stofnlagnar.
  • Í sumar verða lögð skilti til leiðbeiningar um svæðið.
  • Félagið verður 40 ára 3. júní.
  • Halda þarf áfram með vegagerð. Félagsgjöld nægja fyrir því.
  • Samþykkt var að halda lúpínu og kerfli í skefjum.

Uppfærð lög og nefndir eru undir Félagið í valstikunni á vefsíðunni. Full fundargerð verður svo birt innan tíðar.

 - Stjórnin

Rafmagnsviðgerðir
29. apr. 2016 11:46


Frá rarik:

Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.
Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu virku:
Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 02. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00.
Seinna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 06. maí frá kl. 00:00 til kl. 02:00 vegna frágangs verka og prófana.

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390.

Bilanavakt Vesturlandi

Sími: 528 9390

bilanavakt.vesturlandi@rarik.is

Minnum á aðalfund
26. apr. 2016 08:55


Aðalfundur sumarbústaðafélagsins verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 27. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 - Stjórnin

Mál til kynningar fyrir aðalfund
22. apr. 2016 09:51


Kæru félagar,

Stjórnin mun leggja eftirfarandi mál fyrir aðalfund sem haldinn verður nk miðvikudag, 27. apríl í Gerðubergi kl 20.00

Framkvæmdir á vatnsveitu

Vatsnveitunefndin er búin að vera að velta fyrir sér ýmsum útfærsluleiðum til að bæta vatnakostinn í Norðurnesinu. Sú tillaga sem verður lögð fyrir fundinn mun líklega kosta um eða yfir 30.000 kr á lóð. Það verður mögulega greitt eitt fast gjald og svo eitthvað extra til vara sem rukkað verður ef þörf krefst.

Á fundinum verður lokatala komin fram og lögð til kosningar.

Vatnsveita er mikið hagsmunamál fyrir okkur öll og við efumst ekki um að það verði líflegar umræður um þetta. Við viljum hvetja sem flesta til að mæta til að hlusta á vatnsveitunefndina og taka þátt í ákvarðanatökunni.

Breytingar á lögum

Sjá fyrri frétt hér

Félagsgjöld

Stjórnin hyggst leggja til að félagsgjöld verði óbreytt frá því í fyrra, 15.000 kr á lóð. Það er jafnframt möguleiki að á næsta ári verði óskað eftir hækkun.

Það gekk örlítið brösulega að innheimta sum félags og framkvæmdargjöld á sl. rekstarári. Enn eru einhverjir sem hafa ekki greitt. Einhverjir hafa jafnvel ekki greitt félagsgjöld í fleiri ár.

Þetta tekur allt saman mikinn tíma hjá stjórnarmönnum og við erum áhugasöm fyrir því að setja rukkanir í fastara ferli með innheimtu þegar þörf er á. Gjalddagar og innheimtuferli verða rædd á fundinum.

Breytingar á stjórn

Sigurður (nr 13) og Rikki (nr 55) ætla ekki að gefa kost á sér í stjórn aftur. Við þökkum þeim góð störf í gegnum árin.

Það þarf því tvo nýja stjórnarmeðlimi. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórnina fyrir fundinn.

Skilti og merkingar

Stjórnin leggur til að nöfnunum á svæðunum þremur verði breytt úr 'neðra, efra, efsta/nýja' í einfaldlega svæði 1, 2 og 3. Bústaður nr. 59 verður svo hluti af svæði 3 en var hluti af svæði 2 áður.

Rikki (nr 55) er búinn að bjóðast til að taka að sér að gera skilti og koma þeim upp. Það væri gott að fá einhvern með honum í þá vinnu. Þessi skilti munu vísa fólki á rétt svæði með húsanúmerum og einnig verða skilti á hverju hliði til að gefa til kynna að um einkaveg sé að ræða.

Vegavinna

Stjórnin er mjög ánægð með vinnuna sem var farið í síðasta haust og Einar Arason (nr 62) hlýtur miklar þakkir fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið.

Það þarf að halda áfram með vinnuna nú í sumar og klára nokkur útistandandi atriði. Þar með talið er að bæta við efni á nokkrum stöðum fyrir utan hlið, setja niður eitt rör á svæði 2 (efra svæði) og bæta skurði meðfram vegi.

Það verður ekki beðið um auka fjárútlát vegna vegagerðar en líklegt þykir að stór hluti félagsgjalda muni renna til þessa liðar.

Einar vill endilega fá álit fólks á framkvæmdum og umræðu um hvað ætti að gera og hvar. Endilega komið með tillögur á fundinn og ekki væri verra að hafa uppdrætti og/eða myndir máli til stuðnings.

Hitaveita

Það verður rætt á fundinum um svarhlutfall í Norðurnesi en stjórnin hefur fengið bráðabirgðatölur frá Kjósarveitum. Í stuttu máli sagt þá lítur það ekkert sérlega vel út með hitaveitu hjá okkur en það hafa alltof fáir sent inn svar hingað til.

Stjórnin vill, eftir samráð við Kjósarveitur, hvetja alla að svara bréfinu frá Kjósarveitum þrátt fyrir að fresturinn sé runninn út. Það er betra að svara 'nei' eða 'kannski seinna' frekar en að senda ekkert svar. Það er svo líklegt að fulltrúi Kjósarveitna muni byrja að hringja í fólk sem ekki hefur sent svarbréf til að fá svör.

Á fundinum mun stjórnin ræða aðeins um núverandi stöðu á verkefninu og svara spurningum.

Aðgengi að vetri

Það verður rætt um hvað sé hægt að gera til að bæta aðgengi að svæðinu yfir vetrarmánuðina, snjómokstur, gróður meðfram vegum og slíkt.

Óæskilegur gróður

Stjórnin hyggst leggja til atkvæðagreiðslu hvort vilji sé innan félagsins að halda kerfli og lúpínu í skefjum á svæðinu. Ef svo er þá verður óskað eftir áhugasömum til að fylgja því verkefni eftir.

Rollur inná svæðum

Í fyrra ollu rollur á svæðunum einhverju raski og virðast geta komist óhindrað yfir kindahliðin okkar. Stjórnin hefur rætt um hliðgrindur inná svæðin en það verður ekki kíkt á það á þessu ári. Sigurjón (nr. 15) ætlar að taka að sér að kíkja á núverandi kindahlið og athuga hvort eitthvað sé hægt að gera í sumar án mikils tilkostnaðar. Gott væri að fá einhvern með honum í þetta.

Vöktun

Síðastliðið haust var sett upp eftirlitsmyndavél við veginn inn Norðurnesið. Formaður segir aðeins frá þessu verkefni og rætt verður um hvort það séu einhver næstu skref hérna eða hvort félagar séu sáttir við núverandi fyrirkomulag.

Girðing og minni framkvæmdir

Það þarf að ganga meðfram girðingu og laga þar sem þarf eftir veturinn. Leitað verður eftir áhugasömum til að taka það að sér.

Einnig verður rætt um hvort það sé einhverra annarra minni framkvæmda þörf sem hægt er að vinna sem samvinnuverkefni meðal félagsmanna eins og að leggja göngustíga, litlar brýr o.s.frv.

Brennan

Brennan gekk mjög vel í fyrra og stjórnin þakkar Soffíu (nr. 61) og fjölskyldu fyrir að sjá vel um það. Við vonum að þau séu reiðubúin að endurtaka leikinn á þessu ári. Ef einhverjir hafa hugmyndir með brennuna eða tengda atburði þá getum við rætt það.

 

Þetta er ekki tæmandi listi yfir það sem verður rætt á fundinum en gefur ágætis yfirsýn yfir dagskránna. Við viljum hvetja alla sem hafa fleiri mál að ræða undir liðnum 'önnur mál' að undirbúa mál sitt og ekki væri verra að senda stjórninni upplýsingar um það fyrir fundinn.

Eins og venjulega höfum við margt að ræða og við þurfum að nýta tímann vel.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á miðvikudaginn.

 - Stjórnin

Breytingar á lögum
14. apr. 2016 20:48


Kæru meðlimir,

Á aðalfundinum sem verður miðvikudaginn 27. apríl nk verða lögð fram ný lög sumarhúsafélagsins til samþykktar.

Ástæðan fyrir þessu er að núverandi lög eru orðin gömul og samræmast ekki að fyllu núverandi landslögum vegna sumarhúsabyggða.

Í stað þess að lappa upp á gömlu lögin var ákveðið að taka inn staðlaðar samþykktir frá Landssambandi Sumarhúsaeiganda. Hafa lögin svo verið staðfærð lítillega að okkar félagi.

Hérna eru nýju lögin sem verða tekin til samþykktar

Hérna eru gömlu lögin sem verða gerð ógild

Nýju lögin hafa verið yfirfarin af lögfræðingi frá Landssambandi Sumarhúsaeiganda. Það væri gott fyrir fólk að lesa þau yfir og mynda sér skoðanir fyrir fundinn.

Aðalfundur á næsta leyti
10. apr. 2016 21:38


Kæru meðlimir,

Stefnt er að halda aðalfund félagsins í lok mánaðarins, miðvikudaginn 27. apríl. Það verður sent út fundarboð bréfleiðis í vikunni og fundurinn verður svo einnig kynntur á vefnum.

Það eru allmörg málefni sem þarf að afgreiða. Þau mál sem stjórnin er komin með á sitt borð eru meðal annars:

  • Það verður lögð fram tillaga eða tillögur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kaldavatnsveitu sem gætu orðið kostnaðarsamar.
  • Það verða lögð fram til samþykktar ný lög félagsins sem samræmast drögum frá landssambandi sumarhúsaeiganda og standast landslög.
  • Kynntar verða vegaframkvæmdir ársins og meðlimum gefst tækifæri á að ræða um forgangsröðun og útfærslu. Miðað verður við að þessar framkvæmdir krefjist ekki aukafjármagns eins og í fyrra.
  • Rætt verður um aðgengi um vetur, gróður (þmt lúpínu), hitaveitu, ofl.

Stjórnin vill hvetja meðlimi til að koma til okkar sem fyrst þeim málefnum sem þau vilja ræða fyrir fundinn og leggja fram tillögur. Hægt er að gera það með því að senda tölvupóst á stjorn@nordurnes.is.

Kveðja,

Stjórnin

Byrjað að veiða í Meðalfellsvatni
03. apr. 2016 10:25


Frétt af visir.is

Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar.

Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt.  Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður.  Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi.

[...]

http://www.visir.is/medalfellsvatn-for-vel-af-stad-um-helgina/article/2016160409701

Færðin er góð - Búið að skafa
22. mar. 2016 00:17


Í tilefni páskana þá fór Sigurður á Hrosshóli um svæðið okkar á mokaði burtu sköflum hér og þar. Það ætti að vera nokkuð vel fært inn á öll svæðin.

Hafið í huga að það þarf að fara varlega á fólksbílum því það er drullusvað hér og þar.

Takk Siggi og Einar!

Fundargerð frá félagsfundi
18. mar. 2016 09:36


Það var haldinn félagsfundur í gærkvöldi í Gerðubergi til að ræða um hitaveitu. Það var ágætis þátttaka og góðar umræður áttu sér stað. Ég vil þakka Róberti og Jóni Snædal fyrir að leiða fundinn og gera grein fyrir helstu atriðunum sem hafa komið fram um verkefnið.

Ég setti upp einfalda reiknivél hér á vefinn til að hjálpa fólki að sjá fyrir sér mismuninn á rafmagnshitun og hitaveitu. Kíkið á þessa síðu:

Reiknivél hitaveitukostnaðar

Kjósarveitur gáfu frest fram á 20. mars til að skila staðfestingu á þáttöku og við viljum hvetja alla til að senda þeim svarbréfið í dag eða á morgun, hvort sem svarið er 'já' eða 'nei'.

Eitt af því sem kom fram er að ef fólk svarar 'nei' en ætlar kannski að endurskoða þetta eftir einhver ár þá er gott að láta veiturnar vita af því þar sem það gæti einfaldað að tengja seinna.

Hérna eru nokkur atriði í sambandi við hitaveitu sem við ræddum í gær:

  • Tengigjald verður 888.000 kr. Auk þess þarf að gera ráð fyrir 1.200.000 kr í vinnu og efni. Það mun því kosta 2.1M+ að fá hitaveitu.
  • Það er hægt að borga tengigjaldið en að bíða með að tengjast og borga því ekki mánaðargjald fyrr en notkun byrjar.
  • Inntak verður á hemli með hámarksflæðu upp á 2 eða 3 l/mín
  • Mánaðargjald verður 9.820 kr fyrir 2 l/mín og 12.400 fyrir 3 l/mín
  • Kjósarveitur vonast til að mánaðargjaldið muni lækka í framtíðinni.
  • 2 l/mín gæti hentað 50fm bústöðum sem eru ekki með pott.
  • Hægt verður að hækka frá 2 l/mín í 3 l/mín með mánaðarfyrirvara og lækka frá 3 l/mín niður í 2 l/mín einu sinni á ári.
  • Það er svo líka hægt að fá meira en 3 l/mín.
  • Mæld notkun (eins og í bænum) er mjög ólík hemli. Með 3 l/mín er gert ráð fyrir 1-1.5 l/mín meðalrennsli yfir árið.
  • Bústaðir sem eru stærri en 300 rúmmetrar (u.þ.b. 100 fm) geta fengið mæli og borgað 1.4M tengigjald. Jón formaður er með þann kost en ætlar líklega að halda sig við hemilinn.
  • Sumarhúsaeigendur í Kjósinni þurfa að koma sér saman um áheyrnarfulltrúa í Kjósarveitum. Ef einhver í félaginu okkar er áhugasöm/-samur þá væri gott að heyra í viðkomandi.
  • Hitaveitan kemur í Norðurnesið í fyrsta lagi seinni part 2017. Það mun þurfa að greiða tengigjald 3 mánuðum áður en lagt er til okkar.
  • Ef hitaveitan fer uppí Norðurnes (meira en 60% þátttaka) þá mun fólk geta tengst síðar og borgað raunkostnað við þá tengingu. Sá kostnaður verður alltaf meiri en þessar 888.000 sem við borgum nú.
  • Það þarf að leysa kalda vatnið í Norðurnesinu sem fyrst og það verður rætt á aðalfundinum í apríl. Hreppurinn mun ekki koma beint að framkvæmdinni þrátt fyrir að eiga allmargar lóðir á svæði 3 en hyggst setja kvöð á seldar lóðir til að borga sinn hlut.
  • Að fá hitaveitu mun auka verðgildi eignar og gera hana söluvænni en mun getur tekið langan tíma að borga sig upp.
  • Við þurfum svo að ræða meira um vegina á aðalfundinum og hvað við viljum gera til að svæðið sé aðgengilegra yfir vetrarmánuðina.

Smá persónulegt innlegg hér að neðan:

Það virðist vera almenn ánægja með fundinn sem Kjósarveitur hélt á þriðjudag og það er greinilegt að þau taka athugasemdir frá sumarhúsaeigendum alvarlega og hafa gert breytingar á verðskrá eftir því.

Það er eitt sem hefur komið mikið upp, og það er að fólk er að bera saman núverandi rafmagnsreikning og sjá að það borgi sig ekki að taka hitaveitu.

Það er erfitt að bera saman kostnað við rafhitun þar sem bústaðurinn er hafður kaldur 3/4 af árinu og notaður svo kannski í 3 mánuði um sumarið. Ég vona að reiknivélin að ofan hjálpi eitthvað með það en aðal atriðið er að ef fólk fer í bústaðinn sinn kannski 6 sinnum á ári og er alveg sama um að vefja sig inní teppi á meðan hann hitnar þá er kannski ekkert sniðugt að fá sér hitaveitu. Hinsvegar ef fólki langar í heitann pott og vill að bústaðurinn sé alltaf heitur og fínn, og vilja fá í heimsókn ættingja sem eru vanir nútímaþægindum eða eru jafnvel að spá í að selja þá horfir dæmið öðruvísi við.

Ég legg til að þegar dæmið er reiknað skulum við hugsa meira um hvernig við viljum nota bústaðina okkar í framtíðinni frekar en hvernig við erum að nota þá akkúrat í dag. Þetta er svolítið eins og þegar það var fyrst tengt rafmagn í hverfið eða kalt vatn. :-)

Sumsagt, þið skuluð endilega fylla út annað hvort blaðið frá kjósarveitum og henda því í póstkassa hvort sem þið ætlið að taka hitaveitu eður ei.

 - Nonni

Vel mætt á hitaveitufundinn
16. mar. 2016 19:54


Af vef kjósarhrepps:

Virkilega góð mæting var á kynningar- og umræðufund Kjósarveitna um hitaveitumál, sem haldinn var í Félagsgarði í gærkvöldi.

Kynninguna sjálfa má finna HÉR  

 

Félagsfundur um hitaveitu á fimmtudag
15. mar. 2016 18:39


Frá Róberti í hitaveitunefndinni:

Fundur sumarbústaðaeigenda í Norðurnesi verður haldinn um hitaveitumál fimmtudaginn 17.mars n.k. kl. 20.00 í Gerðubergi, Breiðholti. Á fundinn hefur verið boðið fulltrúum frá sumarhúsaeigendum í Eilífsdal og við Meðalfellsvatn og ef til vill verða aðrir sumarbústaðaeigendur í Kjósinni boðið líka.

 - Hitaveitunefndin

Umræðufundi frestað vegna veðurs
11. mar. 2016 17:09


Stjórn Kjósarveitna var að funda nú fyrir skömmu og tók ákvörðun að fresta vegna veðurs fyrirhuguðum kynningar- og umræðufundi um hitaveitumál í Kjósinni, sem vera átti í Félagsgarði á morgun, laugardag 12. mars.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/11/mjog_slaemu_vedri_spad_a_morgun/

Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. mars kl. 20 í Félagsgarði  

http://kjos.is/allar-frettir/nr/201277/

Umræðufundur um hitaveitu á laugardag
10. mar. 2016 09:00


Minnum á umræðufundinn á laugardag. Hérna er fréttin frá Kjos.is

Laugardaginn 12. mars kl. 14:00 í Félagsgarði, verður kynningar- og umræðufundur um væntanlega hitaveitu í Kjósinni.

Stjórn Kjósarveitna hefur ákveðið að lengja svarfrestinn vegna þátttöku til 20. mars nk.

Þessa dagana er verið að safna saman og flokka fyrirspurnir sem borist hafa til veitunnar í kjölfar þátttöku skuldbindinga sem sendar voru út í febrúar.

Ef einhverjir hafa ekki fengið skjölin þá er hægt að sækja þau á undirsíðunni EYÐUBLÖÐ hitaveita

Alls hafa 21 umsókn borist um starf rekstrarstjóra Kjósarveitna og þriðjudaginn 8. mars nk verða opnuð tilboð í vinnuna.

Þannig að ekki er hægt að segja annað en það er líf og fjör í Kjósinni. Takið laugardaginn 12. mars frá  - sjáumst í Félagsgarði kl. 14

Með kveðjum,

Stjórn Kjósarveitna

Veðurstöðin niðri - Myndavélar í lagi
23. feb. 2016 12:39


Veðurstöðin hrökk út í nótt en myndavélarnar eru ennþá inni. Ég held að ég komist ekki í að sparka veðurstöðinni aftur í gang fyrr en næstu helgi, en á meðan þá getiði kíkt á myndavélasíðuna og veðurspáritið sem er nokkuð nákvæmt.

28: Feb: Veðurstöðin komin aftur inn.

Athugið með rafmagnið hjá ykkur!
18. feb. 2016 17:59


Veðurstöðin hefur verið óvirk frá því að rarik var að vinna við viðgerðir í gær og tók rafmagnið af Kjósinni.

Ég kom uppeftir til að líta á aðstæður og þá er lekaliðinn hjá mér sleginn út og ekkert rafmagn á húsinu.

Við notum öll rafmagnshitun og mörg okkar skrúfa ekki fyrir vatnið á veturnar og skilja eftir vörur í ísskáp. Því vil ég hvetja alla að gera sér ferð uppeftir og kíkja á aðstæður í húsunum sínum svo ekki fari illa.

Endilega látið vita um aðstæður á fésbókarsíðu félagsins.

Ég sló inn hjá mér og setti tölvurnar í gang þannig að við erum komin með veðrið og myndavélarnar aftur.

Færðin er allt í lagi upp að Norðurnesi og gilið í átt að svæði 2 og 3 er nokkurnvegin jeppafært en það gæti breyst fljótt þar sem það skefur mikið.

Myndavél og veðurstöð óvirk
18. feb. 2016 11:05


Rafmagnsleysið í gær virðist hafa valdið því að tölvan hjá mér hafi dottið alveg út. Ég reyni að sparka í hana fljótlega.

Góð spá um helgina - Búið að moka
12. feb. 2016 18:39


Það er útlit fyrir fallegt vetrarveður um helgina 13.-14. feb og margir sjálfsagt spenntir að kíkja uppí Norðurnesið okkar.

Veganefndin greip tækifærið og fékk Sigurð á Hrosshóli til að renna yfir veginn með traktornum og ætti því að vera nokkuð hægur leikur að fara upp að hliðum.

Fólkið á svæði 2 (miðsvæði) getur farið uppá svæði 3 og lagt þar til að stytta labbið.

Njótið helgarinnar!

 - Veganefnin og stjórnin

Vangoldin félags- og vegavinnugjöld
11. feb. 2016 11:52


Kæru félagar,

Það er óvenju mikið um að meðlimir hafi ekki greitt félagsgjöld sín þetta árið. Við fyrstu athugun lítur út fyrir að það séu 12 ógreidd félagsgjöld og 5 ógreiddir reikningar vegna vegavinnu. Félagið stendur því verr eftir veturinn en vonir stóðu til.

Við sjáum að í flestum tilfellum er um að ræða að annað gjaldið hefur verið greitt en ekki hitt. Endilega kíkið í heimabankann eða sendið okkur póst ef ykkur grunar að þið hafið bara greitt annan reikninginn.

Allt í allt á hver lóð að hafa greitt félaginu 38þ krónur í tveimur reikningum, 23þ fyrir vegavinnu og 15þ í félagsgjöld.

Það væri best að greiða sem fyrst til að forðast innheimtu og aukakostnað sem því fylgir.

 - Stjórnin

Veðurstöðin niðri
15. jan. 2016 09:35


Veðurstöðin er ekki að svara í augnablikinu. Myndavélarnar eru samt ennþá að senda.

Ég kíki á þetta um helgina.

 - Nonni

16. jan: Allt komið í lag aftur :)

Fréttir af færð
14. jan. 2016 08:02


Færðin uppeftir er sæmileg. Það ætti að vera hægt að komast upp að hliðum á stærri bílum (ætti ekki að þurfa fjórhjóladrif) en það er flughált undir snjónum.

Við myndum hvetja fólk til að vera á nagladekkjum upp gilið að svæðum 2-3.

Kv,

Einar og Jón

Slæm færð
03. jan. 2016 12:31


Fengum þessi skilaboð:

Daginn


Komum í gær upp í bústað í Norðurnesi nr 39 ( Einar Sigurgeirsson )  Hér er mikill snjór og ekki fært nema mikið breyttum jeppum en við gátum keyrt alla leið.

Kveðja, Sigga og Sindri

Gleðileg jól
24. des. 2015 16:51


Kæru félagar,

Við óskum ykkur allra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Fyrir þá sem eru að spá í að kíkja uppeftir milli jóla og nýárs þá var færðin í gær, þorláksmessu, mjög góð upp að hliðum að minnsta kosti. Vindurinn er að vísu eitthvað að aukast þannig að það gæti skafið á næstu dögum. Endilega látið stjórnina vita ef færðin versnar og við köllum út velunnara okkar úr Kjósinni til að kíkja á málið. :-)

jólakveðjur!

Færðin góð og veðurstöð komin inn
08. des. 2015 20:20


Við kíktum uppeftir í dag til að sparka veðurstöðinni í gang og líta á aðstæður eftir óveðrið. Það er vel fært fyrir fólksbíla upp að öllum hliðum og jeppar komast sjálfsagt eitthvað leiðar sinnar inná svæðunum.

Siggi á Hrosshóli skóf fyrir okkur um helgina og gerði það herslumuninn. Við þökkum fyrir það.

Myndavélar og veðurstöð eru komin í gagnið aftur og tölvan sagði mér að vindur hefði farið mest uppí 40.7 m/s í hviðum um 22:30 leytið í gærkvöldi. Það telst nú bara hressileg gola í Norðurnesinu :-)

Tölvan dottin út
07. des. 2015 21:51


Óveðrið virðist hafa slegið út tengingunni við myndavélar og veðurstöð. Ég mun kíkja á þetta við fyrsta tækifæri.

Ófært í Norðurnesinu
03. des. 2015 11:34


Það er alveg ófært fyrir bíla í Norðurnesinu. Það er gríðarlega mikill jafnfallinn snjór yfir öllu og það er ekki útlit fyrir að hægt verði að skafa á næstunni.

Ef þið ætlið uppeftir á næstunni þá þarf að gera ráð fyrir labbi alveg frá gámnum.

Það spáir svo leiðindaveðri um helgina og það væri alveg hægt að gera ráð fyrir að færðin verði ennþá verri þá. Endilega farið að öllu með gát ef einhver ætlar að hætta sér uppeftir.

Rauntímaupplýsingar
30. nóv. 2015 11:39


Ég er að gera smá tilraunir með 'live' myndastraum og veðurupplýsingar frá Norðurnesinu. Endilega kíkið á þetta.

Rauntímaupplýsingar

Nú getið þið séð í rauntíma hvernig suðaustanáttin lemur á okkur. :-)

Vegavinnu lokið
04. nóv. 2015 15:16


Kæru félagsmenn og aðrir í Norðurnesinu. Vegavinnunni langþráðu hefur nú verið lokið og við erum komin með þennan þvílíkt flotta veg fyrir utan hlið.

Það þarf að laga aðeins veginn á svæði 2 (efra svæði) og það verður líklega grafa eitthvað að bardúsa þarna á næstunni en þetta er mestmegnis búið þetta árið.

Vegurinn er dálítið grófur á köflum en ætti að jafna sig í vetur og svo næsta sumar skoðum við möguleikann að setja fínna efni ofan á.

Við vonum að nýji vegurinn eigi eftir að gera ferðalög uppeftir mun auðveldari í vetur þar sem vatni er nú veitt eftir skurðum og undir veg eftir því sem við á auk þess sem hann er þónokkuð hærri á mörgum stöðum.

Stærsta breytingin er neðarlega á veginum þar sem vegurinn var færður nokkra metra til vesturs og liggur nú yfir hól sem olli venjulega vandræðum á veturnar.

Þegar um svona stóra framkvæmd er að ræða koma margir að en stjórnin vill þó sérstaklega þakka Einari Arasyni á nr. 62 fyrir þá gríðarlega miklu vinnu sem hann hefur lagt í verkið en þau eru ófá dagsverkin sem hann er að vinna fyrir okkur í sjálfboðavinnu þetta árið!
Ef þið sjáið hann á ferli þá væri ekki úr vegi að knúsa hann smávegis. :-)

Veganefndin vill hvetja fólk til að koma með uppástungur og athugasemdir í sambandi við vegagerðina. Þrátt fyrir að þessum kafla sé lokið er margt fleira sem við viljum gera og það væri gott að heyra í sem flestum sem hafa álit á þessum málum. Ef það er eitthvað sem ykkur finnst ómögulegt eða ef eitthvað mikilvægt sem var ekki tæklað í þessum áfanga látið okkur þá endilega vita.

Það er hægt að senda póst á stjorn@nordurnes.is og við komum því áleiðis.

- Stjórnin

Munum að læsa hliðunum
02. nóv. 2015 08:41


Kæru meðlimir,

Eitthvað hefur borið á því í haust að fólk sé ekki að læsa hliðunum inná svæðin.

Við viljum brýna fyrir öllum að nú um vetur eiga hliðin alltaf að vera læst.

 - Stjórnin

Vegurinn lokaður fram yfir hádegi
26. okt. 2015 10:25


Vegurinn í Norðurnesi verður lokaður framyfir hádegi í dag, 26 okt vegna vegavinnu.

Vegavinnan í fullum gangi
23. okt. 2015 17:10


Það er verið að vinna í veginum okkar um þessar mundir. Fólk sem ætlar uppeftir í um helgina er beðið um að fara varlega, sérstaklega ef það er byrjað að rökkva.

Það verður kannski unnið eitthvað á morgun og svo verður unnið í næstu viku. Það gætu verið einhverjar tafir við og við en vegurinn ætti ekki að vera lokaður. Ef það breytist þá látum við vita.

 - Veganefndin

Frostið á leiðinni
21. okt. 2015 13:57


Það er spáð fyrsta alvöru frosti vetursins núna um helgina en samkvæmt nýjustu tölum gæti frostið náð -10 gráðum aðfaranótt mánudags.

Við viljum hvetja alla til að gera klárt fyrir veturinn og huga að vatnslögnum og því sem má ekki frjósa.

Það er hægt að fylgjast með nýjustu spánni á veðursíðunni.

Vegavinna byrjuð
19. okt. 2015 23:30


Jæja, þá virðist Jón vera byrjaður á vegaframkvæmdum. Benni á nr. 1 kom auga á gröfuna vel á veg komna við að taka niður hólinn við afleggjarann.

Bætt við: Þetta var bara eitthvað smá prófunarkropp hjá honum. Hann efast um að komast í þetta fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi.

Breytingar á veðursíðunni
08. okt. 2015 13:09


Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í veðursíðunni. Núna sjáiði nokkuð skemmtilegt spárit fyrir næstu 2 daga auk þess að það er nú komin samantekt á vindi í einu grafi þar sem sést vindhraði, hviður og vindátt. Hviðugrafið virkar þannig að það er bara sýnt ef þær fara yfir 15 m/s og vindáttin er föst við átta aðaláttirnar í stað þess að sýna nákvæmt horn þar sem það gerir grafið bara torlæsara.

Í öðrum fréttum þá setti ég líka inn hlekki á meðlimaskránna sem leyfir okkur að ýta á símanúmer og hringja beint í viðkomandi, ef við erum að skoða síðuna í símanum. Þið skuluð svo endilega kíkja á skránna fyrir bústaðinn ykkar og sjá til þess að símanúmer og tölvupóstföng séu rétt skráð til þess að það sé auðvelt að ná í fólk.

Látið mig vita ef þetta veldur einhverjum vandræðum hjá ykkur, annars njótiði bara vel. :-)

Snjórinn kominn í Skálafellið
02. okt. 2015 08:44


Jæja, þá er snjórinn, gamli vinur okkar mættur í Skálafellið!

Framkvæmdir hafnar í Kjósaskarði
15. sep. 2015 16:26


Vefmyndavél vegagerðarinnar smellti af meðfylgjandi mynd fyrir stundu.

Það er allt komið af stað og við hlökkum til að sjá afraksturinn. Þið hafið þetta í huga þegar þið farið uppí Norðurnes.

Frétt á Mbl.is
14. sep. 2015 10:45


~~Innlent | mbl | 14.9.2015 | 9:51
Brotist inn í átta sumarbústaði
 .
Brotist var inn í átta sumarbústaði í Bláskógabyggð í síðustu viku. Þjófarnir spenntu upp glugga eða tóku hurðir af hjörum til að komast inn í húsin. Þeir stálu fyrst og fremst flatskjáum.
Í einhverjum tilvikum var unnið eignatjón, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi.

Samkvæmt þessu er full ástæða til að loka hliðunum
 

Vinna hafin við Kjósarskarðsveg
03. sep. 2015 14:21


Löngu tímabært verk er nú loks hafið við að setja bundið slitlag á Kjósarskarðsveg (nr. 48).

Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf, Akranesi sem átti lægsta tilboðið í framkvæmdina, rúmar 214 mkr.

Í þessum áfanga verður farið frá Þingvallavegi að Fremra- Hálsi, eða um helming þess hluta sem ómalbikaður er af Kjósarskarðsveginum. Vonir standa til að í kjölfarið verði haldið áfram og klárað að setja bundið slitlag áleiðs að Vindási, þar sem malbik er.

Þessi framkvæmd er mikið fagnaðarefni fyrir íbúa Kjósarinnar, gesti þeirra og ekki síður þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína um sveitina á ferð sinni milli Þingvalla og Hvalfjarðar.

Þessum verkáfanga skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.  

Frétt af Kjos.is

Ný veðurstöð komin í gagnið
29. ágú. 2015 17:13


Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá gaf gamla veðurstöðin upp öndina fyrir nokkrum vikum og hætti að sýna hitastig. Ég pantaði nýja veðurstöð og er nú búinn að setja hana upp.

Veðurstöðin er af gerðinni Vantage Pro2 og er þónokkuð meira pró en sú gamla (enda er orðið 'pro' í nafninu á þessari nýju).

Geir á nr 44 hjálpaði mér að setja niður 3m langa stálstöng til að hengja græjuna á og ættu mælingarnar að vera miklu nákvæmari en þær hafa verið áður.

Ég vona að þið njótð nýju tækninnar! :-)

Vegavinna
27. ágú. 2015 10:56


Sælt veri fólkið.

Veganefndin er búin að vera að ræða við verktakann og það verður að fresta vinnunni þar til svona 20. September því þá líkur veiðitímabilinu en það er erfitt að fá að taka efni úr ánni fyrir þann tíma.

Það er líka verið að vinna í því að fá leyfi fyrir efnistöku en það er örlítið flóknara en héldum. Við vonum að þetta leysist samt allt saman.

Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá er búið að senda út rukkanir fyrir vegavinnunni eins og rætt var um á fundinum og tilkynnt í fyrri fréttum. Eindaginn er í byrjun September.

Við látum ykkur svo vita þegar nær dregur hvernig þetta verður allt saman.

Niðurstaða félagsfundar
17. ágú. 2015 14:45


Félagsfundurinn gekk vel og það var fín mæting. Það var rætt um vegamál, myndavélavöktun og vatnsveitu.

Helstu mál:

  • Stjórnin stefnir að því að hefja myndavélavöktun í Norðurnesinu í haust.
  • Næsta vor verður bætt við neyðarfæðingu í vatnstank.
  • Veganefnd hefst handa við fyrirhugaðar framkvæmdir á vegi.
  • Gjald á lóð vegna vegaframkvæmda er 23,000 kr.
  • Kostnaður vegna annarra framkvæmda verður borgaður úr félagssjóði.

Hérna er fundargerðin og hérna er kynningin sem var flutt á fundinum.

Vegaframkvæmdir munu væntanlega byrja í lok ágúst og það verður send út tilkynning þegar nær dregur. Rukkanir verða einnig sendar út á sama tíma.

Stjórnin vill sérstaklega þakka Jóni Snædal fyrir góða fundarstjórn og það var ánægjulegt að sjá hversu góð umræða átti sér stað um þessi mál.

Ef fólk hefur eitthvað við fundargerðina að bæta eða einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við stjórnina með því að senda póst á stjorn@nordurnes.is.

 - Stjórnin

Minnum á félagsfundinn
12. ágú. 2015 09:58


Við viljum minna á félagsfundinn í kvöld kl 20.00 í Gerðubergi. Auk félagsmanna eru aðrir bústaðaeigendur á svæðinu boðnir til að ræða um vegamálin.

Sjá fyrri frétt hér.

Hitastigið í veðurstöðinni er niðri
12. ágú. 2015 08:54


Því miður virðist hitamælirinn í veðurstöðinni vera ónýtur. Ég mun notast við hitastigið frá spánni sem skítamix í bili þannig að það er ekki 100% rétt en er nokkuð nálægt.

Ég kaupi mér væntanlega nýja veðurstöð sem fyrst.

Nýtt kjöt á Sogni
08. ágú. 2015 16:46


Ekki þarf að örvænta þótt ekki sé lengur hægt að kaupa kjöt hjá Matarbúrinu því fjölskyldan á Sogni hefur nú opnað nýja og flotta afgreiðslu þar sem hægt er að kaupa alls kyns nautakjöt. Við hjónakornin á 74 höfum þegar nýtt okkur þetta nokkrum sinnum og keypt þar hamborgara, hakk og steikur. 

Hægt er að fara á Sogn hvenær sem er til þess að kaupa sér glerfína steik á grillið. 

Sogn er næsti bær við Reynivelli og er því við ytri veginn í Kjósina, þann sama og Háls/Matarbúrið stendur við.

Síminn hjá þeim er 566 7040.

Vatnsleysi
07. ágú. 2015 22:52


Eins og kom fram í sms skeytinu sem ég var að senda þá er vatnslaust í Norðurnesinu. Ég rabbaði við Sigurð Guðmunds um ástandið og hann mælti með að prófa að loka fyrir rennsli á nóttunni til að gefa tankinum tækifæri til að safna vatni.

Við lokuðum fyrir vatnið klukkan 22.00 í kvöld og ætlum að kíkja á aðstæður í fyrramálið um 08.00 leytið og opna þá fyrir aftur.

Það verður því væntanlega alveg vatnslaust hjá öllum í nótt. Passið að hafa ekki opið fyrir þurra krana því það kemur þrýstingur aftur á kerfið eldsnemma í fyrramálið.

Fundur um vegavinnumál og fleira
04. ágú. 2015 13:47


Kæru félagar,

Eins og við minntumst á í frétt fyrir mánuði þá er mikil þörf á viðgerðum á veginum. Stjórn og veganefnd eru búin að setja saman framkvæmdaráætlun sem okkur langar að ráðast í nú í ágúst.

Við viljum ræða þetta við ykkur og fá samþykki fyrir áætluninni og aukakostnaði þar tengdum. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi miðvikudaginn 12. ágúst kl 20.00 (salur B eins og venjulega).

Auk vegaframkvæmda verður kynnt áætlun um myndavélavöktun og rætt um vatnsveitu. Ef þið hafið eitthvað fleira til að ræða þá verður einnig tækifæri til þess.

Við hvetjum sem flesta til að mæta til að ræða þessi mikilvægu mál.

Stjórnin

Vatnsbúskapur slæmur
02. ágú. 2015 10:05


Eins og við vitum flest þá varð allt vatnslaust í gær um 15.00 leytið. Það er ennþá vatnslaust í dag á nýja svæðinu og það hefur því ekki mikið bæst við tankinn í nótt.

Nú þurfum við öll að standa saman og spara vatnið! Ekki sturta niður í klósettin ef þið getið mögulega komist hjá því, náið í vatn í fötum úr ánni fyrir slíkt ef þið hafið tök á því, ekki láta vatn renna að óþörfu!

Þeir sem eru í neðstu bústöðunum gætu verið að fá eitthvað vatn núna en þeir sem eru í efri bústöðum fá akkúrat ekki neitt.

Sýnum hvort öðru tillitssemi og sólundum ekki vatninu.

Vatnsbúskapur góður
29. júl. 2015 18:22


Benedikt kíkti á tankinn fyrr í dag og hann var næstum fullur. Demban í gær hefur reddað okkur fyrir horn. Við ættum því að vera í góðum málum fyrir verslunarmannahelgina.

Við skulum samt ekkert vera að fylla heitu pottana og þvo bílana. :-)

Brennan
28. júl. 2015 19:35


Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k.,

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva

Sjáumst hress :)

Meira um vatn.
27. júl. 2015 23:06


Mun athuga vatnshæð á morgun,þriðjudag.Undanfarin ár eða síðan heilsársvatn var tekið í notkun í Norðurnesi hefur vatnstaða alltaf verið mjög tæp frá mánaðamótum júni-júli.Fer eftir tíðafari þ.e.a.s.hvort er rigningarsumar eða ekki.Einnig hvað mikill snjór er í fjöllum.Í ár höfum við sloppið vel.Það var ekki fyrr en uppúr 20.júli í ár sem fór að bera á vatnsskorti á efsta svæði og miðsvæði.Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið síðasta helgin sem hætta er á vatnsskorti.Sóum þvi ekki vatni á þessu tímabili,svo allir hafi nóg vatn um verslunarmannahelgina.

Viðgerð á hliði og skröltrist.
27. júl. 2015 22:34


Byrjaði að sjóða styttu undir lásnum,sem er búin að vera brotin í mörg ár.Nú ætti að vera mun auðveldara að opna og loka hliðinu.Einnig byrjaði ég að sjóða "skröltristar" fastar.

Pikkles í veðurstöð
19. júl. 2015 16:38


Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir er hitastigið og rakinn í veðursíðunni búið að vera fast öðru hvoru undanfarna viku. Akkúrat núna þá eru þessi gildi búin að vera föst frá því í gærkveldi.

Ég veit ekki alveg hvenær þetta kemst í lag en veðurspáin (brotalínan) ætti amk að vera rétt.

 

Kátt í Kjós á laugardag
12. júl. 2015 13:53


Hátíðin Kátt í Kjós verður haldin í níunda sinn á laugardaginn 18. júlí næstkomandi.

Hérna er bæklingurinn.

Fréttir af vegavinnu
05. júl. 2015 21:23


Sælt veri fólkið,

Einar og ég höfum verið að garfast í þessu með veginn okkar undanfarnar vikur. Við höfum fengið Sigurð á Hrosshóli með okkur í að skoða málin til að sjá hvað við getum gert til að bæta veginn til frambúðar og svo síðustu helgi fengum við Jón Tap (Tönnin ehf) til að skoða aðstæður og gefa okkur grófa kostnaðaráætlun. Jón hefur unnið mikið fyrir félagsmenn og aðra í sveitinni og hann þekkir aðstæður á svæðinu vel.

Vinnan sem um ræðir er fyrir utan hlið. Við þurfum að hækka veginn á mörgum stöðum , bæta við vetrarbílastæðum, laga ræsi og bæta við skurðum og rörum þar sem við á. Auk þess er planið að færa veginn á tveim stöðum. 

Það sem við viljum gera er að setja pening í að gera veginn betri undir veturnar þannig að reglulegt viðhald verði viðráðanlegra í stað þess að þurfa að setja 400þ kr á hverju sumri í viðhald sem hverfur svo næsta vetur. Einnig ætti framkvæmdin að leiða til þæginlegri aðkomu að vetri og sparnaðar í snjómokstri.

Stjórnin settist svo niður með veganefndinni (Sigurjón á nr. 15 er kominn inn í stað Sigurðar Finnssonar) og við ræddum hvernig væri best að standa að þessu. Kostnaður við verkið verður meiri en félagsgjöld ná að dekka og því þurfum við að sækja aukalega greiðslu fyrir þessu.

Hugmyndin sem við ætlum að færa ykkur er að framkvæmdir verði gerðar seinni part ágúst og að allir félagsmenn auk fólksins hinum megin við lækinn taki jafnan þátt í kostnaði. Ef allir leggjast á eitt þá erum ekki að tala um gríðarlegar fjárhæðir og ætti þetta að vera á milli 20-30 þúsund krónur á hvern eiganda.

Við ætlum að halda fund um þetta mál í sumar, líklega í Gerðubergi og það verður boðað til hans sérstaklega, en mig langaði aðeins að segja ykkur frá stöðunni núna.

Kv,

- Nonni

Nýr göngustígur
30. jún. 2015 11:11


Þökk sé frábærtu átaki frá fjórtan galvöskum Norðurnesingum þá erum við komin með nýjan göngustíg á milli efra og nýja svæðis.

Það var mjög gaman hjá okkur og kláraðist verkið á minna en klukkutíma, enda voru handtök hröð og örugg hjá öllum þáttakendum. :-)

Eftir að mölin var komin niður skruppum við svo niður til Geirs og Jórunnar á nr. 44 og fengum okkur bjór og vöfflur.

Sjáið myndir af þessu hérna

Þúsund þakkir til þeirra sem tóku þátt og við vonum að fólk eigi eftir að nýta sér þennan flotta nýja stíg.

Sjálfboðaliðar í göngustígagerð á laugardag
26. jún. 2015 08:12


Kæru félagar,

Eina og kom fram á síðasta stjórnarfundi þá ætlum við að leggja möl í stíginn við hliðina á lóð 47 til að tengja efra svæðið og nýja svæðið betur saman (hérna er þetta á google maps).

Við erum komin með malarhlass á staðinn og vantar nú bara nokkra vaska menn og konur til að setja mölina á sinn stað.

Við ætlum að hittast klukkan 15.00 á morgun, laugardaginn 27. júní og drífa þetta af. Margar hendur vinna létt verk og það væri rosalega gaman að sjá sem flesta mæta með hjólbörur og skóflur og við drífum þetta af á stuttum tíma.

Það er aldrei að vita nema stjórnin mæti með einhverjar hressingar fyrir hörkutólin! :-)

Búið að gera við girðingu
24. jún. 2015 08:33


Védís og Valur í nr. 14 eru búin að gera við girðinguna eftir veturinn.

Það var lélegt með veginum í gilinu kringum bústað 59 og gili á móti 21. Hliðin inná nýja svæðið voru löguð og hliðið niður að ánni. Stigann sem var í norðaustur horni (móti 20) var færður upp á hæðina hjá 23, svo nú er hægt að ganga fyrir utan girðingu upp á miðsvæði og yfir járntröppuna.

Þúsund þakkir til Védísar og Vals fyrir að ganga svona rösklega í þetta! :-)

Glósur frá kynningarfundinum
19. jún. 2015 10:36


Sælt veri fólkið,

Það var mjög spennandi kynningarfundur um hitaveituna í gærkvöldi. Það var alveg gríðarlega mikil mæting og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir framtakinu.

Það eru komnar lokakostnaðartölur á þetta og við erum að horfa á 900þ kr í þátttökugjald og svo fast 11þ kr á mánuði óháð notkun en mest þó 3 l/mín. Þeir sem eru með lægra hitastig munu fá aðeins hærra vatnamagn þannig að allir verða með svipað mikið afl.

Það verður byrjað að leggja þetta á næsta ári en það eru lágmark 2-2.5 ár þangað til að við í Norðurnesinu getum tengst. Það þarf ekki að greiða þáttökugjaldið fyrr en húsið á að tengjast heitaveitunni og því höfum við svolítinn tíma til að spara fyrir þessu. :-)

Í haust þarf að tilkynna um þátttöku og skrifa undir skuldbindingu (án greiðslu þó).

Við gætum verið að horfa á árlegan sparnað upp á 90þ krónur í hitunarkostnað m.v. 24 kwh notkun á dag en það er svolítið erfitt að bera það saman því með hitaveitu munum við hita húsin okkar allt árið um kring en ekki byrja helgina á því að vefja okkur inní teppi á meðan við bíðum eftir að húsið hitni. ;-) Ég er sjálfur með svona 30-75 kwh á dag í 85fm húsnæði en það sveiflast mikið eftir útihitastigi.

Ég er ekki alveg með á hreinu hversu mikill kostnaður verður við tengingu auk þáttökugjaldsins en það þarf að setja upp tengigrind, affall, breyta kyndingu og fleira. Það má ekki setja vatnið beint inní hitakerfi heldur þarf að hafa varmaskipti og lokað kerfi með frostlegi.

Allt að gerast í þessu! Endilega ræðið málið með því að nota athugasemdirnar fyrir neðan fréttina.

17. júní hátíð á Kaffi Kjós
16. jún. 2015 22:00


17. júní verður haldinn hátíðlegur á Kaffi Kjós  að vanda.

Opið frá kl. 11 til  22

Hopp og skopp ef veður leyfir.

Hoppukastali, andlitsmálun, heimalingar!

Opinn fundur um hitaveitumál
15. jún. 2015 08:09


Frá Kjos.is:

Opinn kynningarfundur um hitaveitu- og ljósleiðaramál verður haldinn í Félagsgarði fimmtudagskvöldið 18. júní, kl 20:00.

Nú er forhönnun lokið og komnar tillögur að lagnaleiðum um væntanlegt dreifingarsvæði hitaveitu í Kjósarhreppi, sem Stoð ehf-Verkfræðistofa hefur hannað fyrir Kjósarveitur, gert er ráð fyrir lagningu ljósleiðara samhliða.

 

Þessar tillögur verða kynntar til umræðu og umsagnar íbúa á fundinum.
Hægt er að nálgast tilllögurnar fyrir fundinn með því að smella hér  

(ath. stórt skjal, gæti tekið tíma að hlaða niður).


Stjórn Kjósarveitna mun fara yfir stöðuna á fundinum, væntanlega verðskrá og næstu skref. Auk þess mun Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur hjá Stoð, mæta á fundinn og sitja fyrir svörum.


Hlökkum til að sjá sem flesta

– það verður heitt vatn á könnunni og kaffi líka

ALLIR VELKOMNIR


Með hlýjum kveðjum, Kjósarveitur ehf
Pétur Guðjónsson, Karl Magnús Kristjánsson, Sigurður Ásgeirsson, Guðmundur Davíðsson og Sigríður Klara Árnadóttir 

Engin hjálp með veginn
12. jún. 2015 12:22


Stjórnin hafði sent inn umsókn til vegagerðarinnar um að vegurinn okkar yrði gerður að héraðsvegi. Rökin sem við höfðum voru annars vegar að vegurinn sinnir sumarbústaðabyggð og hins vegar að hann er notaður af fólki sem á leið inn dalinn.

Ég hringdi í þá í morgun til að athuga stöðuna á umsókninni og við munum fá neitun við því. Svarið kemur ekki mikið á óvart.

Ég heyrði einnig í hreppsnefndinni og það var borið upp á fundi þeirra sl miðvikudag hvort það væri ekki réttast að veita okkur einhverja aðstoð við veginn þar sem a) hreppurinn á mikið af lóðum á svæðinu og b) þar sem vegurinn sinnir fleirum en bara sumarbústaðabyggðinni (tenging við vegslóða inn dalinn). Því miður fengum við neitun þar líka.

Hreppurinn útilokaði samt ekki að hann myndi koma eitthvað að veginum í framtíðinni þegar/ef þau fara að selja lóðir á svæðinu.

Næstu skref eru að athuga hvort við gætum sent inn erindi til vegagerðarinnar um styrkveg en það væri ekki á þessu ári þar sem umsóknarfresturinn er runninn út. Þessi umsókn yrði eiginlega að koma frá hreppnum til að hún væri tekin alvarlega og ég mun sækja það til hreppsnefndar hvort það væri möguleiki að hreppurinn myndi senda inn umsókn næsta vor. Rökin fyrir þessu væru þá ekki sumarbústaðabyggðin heldur tengingin við svínadalsleið.

Sumsagt, engar góðar fréttir að svo stöddu og við sitjum ein uppi með þennan blessaða veg. Okkur finnst öllum alveg óhemju ósanngjarnt að þurfa að halda uppi þessum veg fyrir almenna umferð og höldum áfram að reyna að sækja einhverja aðstoð næstu ár.

Vegna þessa er líklegt að félagsmenn muni þurfa að greiða aukagjald til vegavinnu eins og var komið inná á síðasta aðalfundi. Hversu mikið það verður á eftir að áætla en vonandi getum við sett fram einhverskonar kostnaðaráætlun fljótlega.

- Stjórnin

Stjórnarfundur
10. jún. 2015 16:43


Stjórnarfundur var haldinn á mánudaginn 8. júní síðastliðinn. Auk stjórnar voru meðstjórnendur, skoðunarmenn og veganefndin. Á fundinum var mikið rætt og margt ákveðið.

Hérna er skýrsla frá fundinum. Við viljum hvetja alla meðlimi að lesa þetta vandlega því stjórnin ætlar sér margt á þessu ári og við viljum ekki að það komi neinum á óvart í hvaða verk verður ráðist.

Endilega svo að senda póst á stjorn@nordurnes.is (eða bara að svara fréttatilkynningarpóstinum) og láta okkur vita hvað ykkur finnst.

 - Stjórnin

Hemjum lúpínuna
04. jún. 2015 13:16


Stjórnin hefur fundað um illgresi í Norðurnesinu og þá sérstaklega lúpínu. Þessar plöntur eru ágengar og passa ekki inní gróðurinn sem æskilegt er að hafa í Norðurnesinu.

Það má alveg færa rök fyrir því að lúpína henti vel til uppgræðslu þar sem enginn annar gróður er fyrir en það á ekki við í Norðurnesinu og lúpínan er óvelkominn gestur í sumarbústaðasvæðinu.

Stjórnin vill beina þeim (vinsamlegu) tilmælum til meðlima að rífa upp lúpínu hvar sem hún finnst (það sama á við um risahvönn og kerfil).

Það er best að rífa lúpínuna upp með rótum núna snemma sumars, næstbest er að höggva hana niður ef hún er of rótföst.

Nokkuð góðar upplýsingar um lúpínu er að finna hérna.

 - Stjórnin

Búið að skipa í nefndir
04. jún. 2015 11:33


Það hefur nú verið skipað í allar stöður og nefndir fyrir starfsárið sem er að byrja.

Hérna eru breytingarnar:

Stjórn

Karl Arthursson (nr 10) hættir sem formaður. Jón Bjarnason (nr 74) er tekinn við.

Sigurður Finnsson (nr 20) hættir sem meðstjórnandi. Sigurjón Friðjónsson (nr 15) tekur við.

Skoðunarmenn

Stefán Friðbjarnarson (nr 52) hættir og Karl Arthursson (nr 10) er tekinn við.

Brennunefnd

Sigrún Geirsdóttir (nr 74) og Alma Pálsdóttir (nr 91) hættar. Guðjón Hauksson og Soffía Matthíasdóttir (bæði nr 61) tekin við.

Snjómokstursnefnd

Snjómokstursnefndin hefur verið lögð niður og sameinast veganefnd. Veganefndin mun sjá um snjómokstur á næsta vetri.

Veganefnd

Árni Einarsson (nr 30) farinn út og Einar Arason (nr 62, frá moksturnefnd) tekinn við.

Vatns- og girðinganefndir

Óbreyttar

 

Stjórnin vill þakka þeim sem eru að láta af störfum fyrir vinnuframlagið í þágu félagsins okkar og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa.

Ef einhverjir fleiri vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í einhverri af nefndunum endilega þá að hafa samband við stjórnina með því að nota "hafa samband" hlekkinn neðst á síðunni eða senda póst á stjorn@nordurnes.is

Það er hægt að sjá núverandi nefndir með því að ýta hér: Stjórn og nefndir.

Hitaveitukynning
03. jún. 2015 08:19


Hérna er kynningin sem Sigurður og Sigríður voru með fyrir okkur á aðalfundinum.

hitaveita_2015_nordurnes.pptx

Fundargerð aðalfundar
02. jún. 2015 20:52


Fundargerð aðalfundarins 2015 er komin á vefinn.

Helstu atriði:

  • Nýr formaður, Jón Bjarnason (nr 74).
  • Framkvæmdargjald er nú 15.000,- kr.
  • Sameiginlegt hlið verður ekki gert.
  • Þörf á miklum vegaframkvæmdum.
  • Hitaveitan er á góðri siglingu.

Fundargerð ritara er aðgengileg hérna.

Það verða svo settar inn frekari tilkynningar um nefndir, framkvæmdir og fleira frá nýrri stjórn á næstu vikum.

Aðalfundurinn er í kvöld
27. maí 2015 08:33


Minnum á aðalfundinn í Gerðubergi kl 20.00. Við vonum að fulltrúar sem flestra bústaða og lóða sjái sér fært að mæta.

Aðalfundur 2015
19. maí 2015 13:36


Kæri félagi,

Aðalfundur félags sumarbústaðaeiganda Möðruvöllum í Kjós verður haldinn: miðvikudag 27. Maí 2015 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Helstu atriði verða þessi:

Stjórnarskipti

Karl formaður mun ekki bjóða sig fram áfram, né heldur Sigurður gjaldkeri. Sumarhúsafélagið þarf nauðsynlega að fá nýja aðila í stjórnina til að taka við taumnum og við viljum biðja þá sem gætu haft áhuga á þessum störfum, og þá sérstaklega formannsembættinu að senda línu á Karl (karlar@bernhard.is) fyrir fundinn. 

Hitaveita

Á fundinum verður rætt um hitaveitumál og munu Sigurður og Sigríður úr hreppsnefninni kíkja í heimsókn og segja okkur frá núverandi stöðu hitaveitunnar og svara spurningum.

Vega-, snjó- og hliðarmál

Gerð var tilraun með reglulegan snjómokstur síðastliðinn vetur. Það verður rætt um kostnað af þessu framtaki og mögulegt áframhald. Það verður einnig rætt um ástand vegaslóðans inn á Norðurnesið og hugmyndir um sameiginlegt hlið.

Kveðja,

Stjórnin

Alls staðar fært!
21. apr. 2015 11:45


Sigurður á Hrosshóli fór vasklega um svæðið í gær á gröfu sinni og nú eru allir vegir færir, í bókstaflegri merkingu, inni á svæðinu! Það eru áreiðanlega margir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og ætla upp eftir á Sumardaginn fyrsta og nú geta sem sé allir keyrt upp að sínum bústöðum, hvar sem þeir eru á svæðinu. Veðrið á auðvitað að verða nokkuð rysjótt en við vonum að snjókoman verði nú ekki mjög slæm. 

Matarbúrið er lokað
19. apr. 2015 17:20


Matarbúrið að Hálsi í Kjós mun ekki opna dyr sínar aftur, nokkuð sem okkur Kjósverjum finnst auðvitað afleitt! Þau eru að opna nýja verslun í Grandanum í Reykjavík, í einni af gömlu verbúðunum, og ætla alveg að hafa söluna þar sýnist mér af vefsíðunni þeirra.

Bóndinn að Sogni hefur líka verið að rækta Galloway naut og það er spurning hvort það verður hægt í sumar að kaupa beint af honum. Mun láta vita þegar eitthvað liggur fyrir í þeim efnum.

Gleðilega páska!
05. apr. 2015 14:40


Rutt í morgun
03. apr. 2015 13:52


Það var ófært í morgun en Sigurður á Hrosshóli stökk til og er búinn að vera að ryðja fyrir okkur eins og meistari. Það ætti að vera orðið nokkuð gott núna að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.

Við þökkum Sigurði kærlega fyrir að redda okkur svona á föstudaginn langa!

Kaffi Kjós opnar - pàskaeggjaleit og bingó
31. mar. 2015 16:07


Kaffi Kjós vaknar af vetrardvala á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.

 Opið verður alla páskana 

frá kl. 12-20, skírdag fram á annan í páskum, að báðum dögum meðtöldum. 

 

Laugardaginn 4. apríl verður páskaeggjaleit kl. 12 í Kaffi Kjós. Allir krakkar velkomnir.

Um kvöldið verður Páskabingó fyrir alla fjölskylduna, kl. 21 í Hlöðunni að Hjalla. Allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Húsið opnar kl. 20:30, verð pr. bingó spjald er 400 kr. Fjölbreyttir vinningar og léttar veitingar til sölu. 

Eftir páska er opið um helgar  kl 12 – 20, laugardaga og sunnudaga. 

Einnig opið eftirtalda daga kl. 12 -20
Fimmtudag  23. apríl - sumardagurinn fyrsti
Föstudag 1. maí - verkalýðsdagurinn 
Fimmtudag 14. maí - uppstigningardagur
Mánudag 25. maí - annar í hvítasunnu

Eftir 1. júní verður  opið alla daga.

Kaffi Kjós.  Sími 566-8099  897-2219
kaffikjos@kaffikjos.is    www.kaffikjos.is

Tilkynning frá Rarik
30. mar. 2015 15:30


Rafmagnslaust verður á morgun 31. mars kl: 13.00 til 15.00 frá Hjalla að Fellsenda í Kjós vegna loka viðgerða eftir óveður 14.mars.

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390

Búið að moka fyrir páskana
28. mar. 2015 14:49


Hann Sigurður á Hrosshóli var að ljúka við að moka Norðurnesið rétt í þessu. Það er núna ágætis færð inn að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.

Á neðra svæði náði hann að moka afleggjarann til hægri, fram að bústað nr. 8 en það var ekki hægt að moka áfram (13+).

Það var ekki hægt að tjónka neitt við efra svæðinu en það var mokað inneftir á nýja svæðinu meðfram því efra og því getur fólk á efra svæði lagt þar.

Það verður ekkert meira gert fyrir páskana nema ef það snjóar meira þá reynum við að hreinsa upp að hliðum.

Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu!

 - Jón og Einar

Rafmagnslaust
28. mar. 2015 09:30


Það er bilun á rafmagninu í Kjósinni. Ég heyrði i Rarik mönnum og þeir eru að byrja að líta á þetta núna og gátu ekki gefið upp hvenær þetta væri komið aftur í lag. Væntanlega er það ekki meira en einhverjar klukkustundir.

Mokstur á vegum innan girðina
23. mar. 2015 20:02


Mig langar að spyrja hvort ekki  sé ekki best fara í gegnum snjóskaflana innan girðina svo það minki vatns flaumin og göturnar verði ekki að einu svaði eins og oft hefur orðið raunin væri gott að gera það í þessari viku þá væri þetta farið að jafna sig um páska,sérstakt gjald fyrir svona þjónustu minnst mér eðlilegt,hvað finnst ykkur?Hefur Sigurður á Hrosshóli ekki verið að skafa fyrir okkur ?

Fésbókarsíðan
20. mar. 2015 21:42


Þessi síða mun örugglega verða vinæl,

https://www.facebook.com/groups/1563541280593168/

Takk fyrir framtakið :)

 

Fallegur dagur í Kjósinni
18. mar. 2015 21:11


Hérna er eitt myndskeið frá því í gær til að minna okkur á að Kjósin okkar er nokkuð falleg, svona þegar veðrið er með okkur :-)

https://www.youtube.com/watch?v=Czh3qc5x1BA

Stofnuð fésbókarsíða á Norðurnes í Kjós.
14. mar. 2015 22:49


Sátum hér með nágrönnum okkar í bústað 59 og ákváðum að stofna síðu á fésbókinni þar sem að við gætum sett inn allt milli himins og jarðar sem viðkemur svæðinu okkar.                            Þess vegna biðjum við ykkur að bæta inn nöfnum sem flestra sem að eiga bústað hér í Norðurnesi.Hér getum við rætt og sett inn það það sem að okkur finnst að við að  þurfum að koma frá okkur hvort til annars.                                                                                               Reynum endilega að nýta þessa síðu til að koma frá okkur þeim málum sem að okkur finnst þurfi að ræða á málefnalegan hátt og ekki sakar að hafa hafa svolítið léttmeti með, og endilega setjið inn myndir sem að ykkur finnst að ættu heima hér.                            Sem sagt vonandi létt og skemmtileg síða í uppsiglingu   ;-)

Allt í lagi á miðsvæðinu
14. mar. 2015 16:14


Sigurður Guðmundsson var að hringja í mig. Hann fór um allt miðsvæðið, upp að hverjum einasta bústað, og þar er allt í lagi þrátt fyrir að smádrasl sé við nokkra bústaðina.

Engar sjáanlegar skemmdir sem betur fer! Sigurður óð þarna skafla sem náði honum upp að hálsi og var hann hátt í tvo tíma að koma sér um svæðið. Eigum við honum miklar þakkir skyldar, sem og Sigurði á Hrosshóli.

Það er gott að vita af því að þeir eru að fylgjast með þessu fyrir okkur. Veðrið í Kjósinni hefur ekki verið svona slæmt í áratugi eins og var í gær sem sýndi sig best á því að fjárhúsið fauk og þak á annarri byggingu líka. Þakhluti þaðan fauk svo alla leið að félagsheimilinu og olli þar skemmdum. Þetta hefur verið svakalegt!

Það er búið að ryðja leiðina að öllum þremur hliðunum og það ætti að vera velfært fyrir jepplinga.

Óveðrið í gær
14. mar. 2015 13:01


Sælt veri fólkið. Það er alltaf góða veðrið.

Ég heyrði í Sigurði áðan. Þeir Sigurðarnir eru að hjálpa til í Kjósinni við að festa niður þök og fleira. Þeir kíktu aðeins inneftir til okkar og sáu að flætt hafði yfir ræsið í gilinu og það er ófært þar.

Þeir sáu ekkert augljóst að þeim bústöðum sem eru þarna framarlega en það lá blá þakplata út í kanti, ef einhver kannast við það.

Þeir nafnar buðust til að renna þarna inn og kíkja betur á aðstæður. Ég heyri betur í þeim seinna í dag og við Einar ætlum að renna þarna uppeftir eftir í kjölfarið.

Ef einhver veit meira um aðstæður uppfrá endilega hafið samband við mig í síma 821-2558.

Ég uppfæri svo fréttirnar þegar við vitum meira.

Netið dottið út
11. mar. 2015 10:53


Netið datt út í óveðrinu í gær. Ég þarf víst að fara uppeftir og kíkja á þetta enn eina ferðina. Vonum að bústaðurinn sé ekki fokinn.

Sumsagt, engar myndavélar eða veðurupplýsingar fyrr en ég kemst á staðinn.

Andvarp...

Vinsamlegast takið þátt í könnun um hitaveitu
26. feb. 2015 10:23


Kæru félagar,

Hreppsnefndin bað mig um að koma því til skila að hvetja ykkur öll til að taka þátt í könnun um hitaveitu sem er á kjos.is vefnum. Endilega smella á hlekkinn og láta vita hvað ykkur finnst.

http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/

Takið eftir að það er engin skuldbinding fólgin í því að svara könnuninni.

Myndavélar
21. feb. 2015 22:36


Vel gert Jón og fjölskylda.

 

Veðurstöð komin í lag
21. feb. 2015 21:52


Jæja, þá er loksins búið að ljúka fullnaðarviðgerð á netinu í Norðurnesi 74. Við vonum að veðurstöðin og myndavélarnar verði nú til friðs héðan í frá.

Við þökkum þolinmæðina. :-)

Skafið í Norðurnesinu
20. feb. 2015 18:35


Sigurður renndi inn Norðurnesið með traktornum sínum rétt í þessu þannig að þeir sem höfðu hugsað sér að kíkja uppeftir um helgina ættu að hafa ágætis færð.

Veðurstöð niðri
20. feb. 2015 09:36


Veðurstöðin og myndavélarnar eru niðri þessa stundina. Ég vonast eftir því að koma þessu í lag um helgina.

Könnun um áhuga á hitaveitu
19. feb. 2015 13:49


Frá Kjós.is

Könnun á áhuga á hitaveitu í Kjósinni, komin á netið

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/193464/

Mokað í Norðurnesi
15. feb. 2015 18:15


Loksins er eitthvað byrjað að minnka ísinn á vegaslóðanum okkar. Náttúran hefur ekki náð að hreinsa veginn alveg en klakabrynjan hefur eitthvað þynnst.

Snjómokstursnefndin greip tækifærið eftir hláku undanfarinna daga og fékk Sigurð á Hrosshóli á staðinn með nýja 100 hestafla traktorinn til að moka og skafa, bæði í gilinu og fyrir framan hliðið að neðra svæði.

Verkið vannst vel og það ætti að vera vel fært fyrir jepplinga á nagladekkjum að öllum hliðum (jafnvel fólksbíla á nöglum), og fyrir þá sem eru á efri svæðunum þá ætti að vera hægt að aka inn á nýja svæðið og leggja þar svo göngutúrinn að bústaðnum sé stuttur.

Ég vona að þetta framtak hjálpi aðeins til, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að flytja eitthvað í bústaðina sína. Einnig ætti þetta að gera okkur aðeins auðveldara að halda slóðunum opnum á vormánuðum.

Fréttir af mokstri
15. jan. 2015 15:37


Snjómokstursnefndin hefur verið mikið að spá og spekúlera í mokstri en því miður þá er traktorinn hans Sigurðar ekki næginlega öflugur fyrir þetta. Ef það ætti að moka þá myndi það taka fleiri daga og kosta of mikið.

Það er einhver von um að einn góðvinur félagsins sem hefur unnið nokkra jarðvegsvinnu fyrir ýmsa verði með stórvirk vinnutæki í Kjósinni á næstu vikum. Ef svo verður, þá ætlum við að reyna að fá hann til að hlaupa til okkar og hreinsa eitthvað til. 

Við höfum ekki efnisleg tök á því að panta hann inn með tilheyrandi flutningskostnaði þannig að ef hann á ekki leið framhjá þá verðum við að bíða eftir að þetta minnki eitthvað áður en við getum neitt átt við þetta.

Jón og Einar

Um veður og hitastig.
11. jan. 2015 11:23


Sæl öll.Ég hef tekið eftir að nokkur munur er á hitastigi í hverfinu.Þegar veðurstöðin hjá Jóni sýnir -6.4 sýnir mælir hjá mér -9.9 stig og annar mælir sýnir -8.2.Núna er t.d.stafalogn og hér er trúlega nokkurs konar kuldapollur.Í haust veitti ég því t.d. athygli að kartöflugrös féllu a.m.k. 10 dögum fyrr hjá mér en ofar í hverfinu.Trúlega er aðalskýringin á hitamun í hverfinu sú,hvar er vindasamt og hvar er meira logn, þar sem geta myndast kuldapollar.

Veðurstöðin komin í lag!
10. jan. 2015 19:38


Geir og Jón unnu mikið þrekvirki í dag við að koma netinu uppfrá í nr. 74 í samt lag með því að skríða uppá þak með teiprúllu og töng.

Því er veðurstöðin og myndavélar komnar inn aftur. Við skítmixuðum skemmdan kapal, en ég er hræddur um að þetta eigi ekki eftir að halda í gegnum næsta óveður. Ég vona að þetta haldi samt þangað til að ég næ að fara aftur uppeftir með réttu tólin til að laga þetta almennilega.

Því miður fáum við ekki að sjá veðurfarið frá þeim tíma sem netið lá niðri, en þið getið skoðað myndirnar samt hérna.

Færðin uppfrá er ekkert frábær. Þeir sem eiga leið inná efra svæði og eru á jeppum geta lagt niður við ræsi, þeir sem eru á neðra svæði geta etv. lagt nálægt hliðinu. Þeir sem eru á fólksbílum þurfa líklega að skilja bílana eftir einhversstaðar nálægt brennunni. Það er samt nokkuð þæginlegt að komast að Norðurnesinu frá bænum, amk Hvalfjarðarleiðina.

Sigurður á Hrosshóli reyndi að skafa eitthvað fyrir jól en það gekk ekkert. Við munum ekkert getað átt við þetta fyrr en það minnkar eitthvað snjórinn.

Þegar veðrið er eins og það var í dag er alveg yndislegt að rölta þetta ef maður hefur heilsu til. :-)

Gleðileg jól kæru Norðurnesingar!
24. des. 2014 17:22


Það er leitt með færðina uppeftir og netleysið en við vonum að þrátt fyrir þessi áföll þá eigið þið öll gleðileg og friðsæl jól. :-)

Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!

Fréttir af mokstri
19. des. 2014 08:24


Það lítur ekkert rosalega vel út með mokstur hjá okkur. Einar fór með Sigurði á traktornum að reyna að hreinsa til en snjórinn er of mikill og þungur fyrir ruðning, það þyrfti að moka þetta sem er eiginlega alltof mikil vinna.

Það lítur því út fyrir að þeir sem ætla að kíkja uppeftir á næstunni þurfi að ganga svolítinn spöl til að komast að bústaðnum sínum.

Þess ber líka að geta að það er mjög mikil hálka við Meðalfellsvatn og víðar og ég bið ykkur um að fara mjög varlega ef þið hyggið á heimsóknir í Norðurnesið.

Netvandræði í Norðurnesi
17. des. 2014 14:23


Eins og glöggir lesendur hafa komið auga á þá eru engar veðurupplýsingar eða myndir eftir kl 10:50 í gær, 16. Des. Það var einhver bilun hjá emax mönnum en hún var löguð í dag. Hinsvegar þarf ég líklega að endurræsa búnaðinn mín megin til að þetta komist inn og ég er ekki alveg viss um hvenær ég kemst uppeftir til að gera það.

Nú er bara að vona að snjómokstursnefnin standi sig! :)

Snjómokstur um hátíðarnar
13. des. 2014 13:26


Eins og margir hafa tekið eftir þá hefur verið svolítil snjókoma síðustu daga og það er illfært fyrir bíla uppfrá. Snjómokstursnefndin annálaða hefur fundað um þetta ástand.

Það er spáð áframhaldandi snjókomu og því teljum við að það sé ekki sniðugt að kalla til snjómokstusmaskínur að svo stöddu því allar líkur eru á því að ástandið yrði jafn slæmt strax aftur.

Við ætlum að fylgjast með þróun mála í næstu viku og látum alla vita þegar rutt verður.

 - Einar (nr 62) og Jón (nr 71)

Ófærð
09. des. 2014 12:43


Ófært er frá gatnamótum neðra svæðis og efra svæðis.Ég komst á Kia jeppa nánast upp að hliði á neðra svæði. 

Kv.Benedikt # 1

Kaffi Kjós í desember
03. des. 2014 20:32


Kaffi Kjós opið í desember eftirtaldar helgar:

6.des og 7.des
13.des og 14.des
(laugardaga kl. 12-20 og sunnudaga kl. 12-18)

Eitt ár í Kjósinni
24. sep. 2014 11:47


Ég tók saman smá "timelapse" myndskeið af síðustu 12 mánuðum.

Myndskeiðið er hér

Njótið. :-)

 

Réttir 2014
18. sep. 2014 20:24


Réttir verða í Kjósinni sunnudaginn 21. sept. í Kjósarrétt og hefjast um kl. 15.00.

 

Vatn og vatnleysi
12. ágú. 2014 17:45


Í morgun hafði Steindór í bústað 47 samband við mig og tjáði mér að þrýstingur væri fallinn á vatninu hjá sér .Hjá mér var þrýstingur aðeins 6 kg.Á að vera 8kg.Kl. 17 var þrýstingur aðeins 5kg sem þýðir að tankurinn í hlíðinni er tómur.  Þrátt fyrir rigningarsumar er staðan þessi.Að mínu viti er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir sem fyrst.  Það hefur sýnt sig að ekki þýðir að bíða eftir Sigurði í Stangarholti né hreppnum,Þeirra hlutur í verkinu verður að bíða verkloka

Vil benda fólki á að athuga vatnsnotkun sína, t.d. hvort sírennsli er í klósettum o.s.frv.

kv. Benedikt #1

Myndir frá brennunni
05. ágú. 2014 11:12


Brennan gekk vel á laugardaginn. Það virtist sem börn og fullorðnir hafi skemmt sér prýðisvel og ekki sakaði að veðrið var frábært.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra þáttöku!

Hérna eru myndir frá kvöldinu.

Brenna um verzlunarmannahelgina
27. júl. 2014 21:47


Stefnt er að því að halda hina árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k., ef verður leyfir. Sú breyting verður á að kveikt verður í brennunni klukkutíma fyrr en venjulega, þ.e klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva!

 

Kátt í Kjós 19. júlí
09. júl. 2014 20:45


Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 19. júlí.
Ungir bændur keppa í margskonar þrautum á túninu við Félagsgarð. Á Reynivöllum verður fróðlegt erindið um Kjósina. Leiðsögn verður um hernámsminjar í Hvítanesi.  Kátína mun ríkja á Kaffi Kjós, tryllt trjásala verður að Kiðafelli 3, Gallerí Nana verður opið við Meðalfellsvatn, Keramik-vinnustofa Sjafnar Ólafs verður opin í Eilífsdal og margt fleira verður í boði. Í Félagsgarði mun ilmurinn af nýbökuðum vöfflur kvenfélagskvenna fagna gestum og að sjálfsögðu verður hinn sívinsæli sveitamarkaður í Félagsgarði frá kl. 12-17, með áherslu á íslenskt handverk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni. 

Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir Sigríður Klara, sigridur@kjos.is , s: 5667100 / 8410013

Dagskráin er  hér 

Hittumst kát í Kjósinni þann 19. Júlí

Kjósarhreppur

Göngubrú milli efra og nýja svæðis
15. jún. 2014 19:52


Það er komin þessi flotta brú við enda göngustígsins sem leyfir okkur að ganga milli efra og nýja svæðis. Göngustígurinn er, eins og flestir vita, við hliðina á lóðinni hans Steindórs.

 

Kærar þakkir til Einars fyrir þessa veglegu smíði!

 

Þökur
10. jún. 2014 11:37


Kæru félagar,

Ég er að fara að panta mér þökur í vikunni frá Torf.is. Það kostar 15þ kr bara að keyra þær á staðinn. Ef það eru einhverjir fleiri sem vilja panta á sama tíma þá væri hægt að skipta kostnaðinum af því. Nánari upplýsingar um verð á þökunum er á síðunni þeirra.

Hafið samband við mig í tölvupósti nonnib@gmail.com eða síma 821-2558 ef það er vilji fyrir því. Ég hugsa að ég fái þetta sent núna á fimmtudag eða þar um bil.

Kv,

Jón

Mannaferðir um miðnætti.
28. maí 2014 11:20


Í gærkvöldi um miðnætti,þegar við komum úr bænum keyrði bíll á undan mér í gegn um ÓLÆST hliðið og inná bílastæðið hjá okkur, þegar ég gaf þeim merki með stefnuljósi að þangað væri ég að fara héldu þeir áfram upp í hverfið fyrst til vinstri og síðan hægri  Ég læsti á eftir mér og þar með þennan bíl inni, hann var að dóla um svæðið um það bil 15 mín. og þurfti því að banka uppá hjá mér eftir að hafa setið ráðalausir í dágóða stund í bílnum til að hleypa sér út.  Ég spurði þessa 2 menn sem í bílnum voru m.a. hvaða erindi þeir ættu á þessum tíma sólahrings, þeir gáfu þær skýringar að þeir væru að skoða bústað sem væri til sölu og spurðu meðal annars hvort hér byggi fólk allt árið.

Ítrekað skal að hliðið á að vera læst, og eru bústaða eigendur sem eru með menn í vinnu hvattir til að brýna fyrir þeim þessa reglu félagsins.

kv. Benedikt Svavarsson # 1

Fundargerð aðalfundar
15. maí 2014 09:08


Fundargerð aðalfundar er komin á vefinn: Hún er aðgengileg hérna.

Ath: Ef posturinn kemur illa ut, vinsamlegast svaradu honum og lattu okkur vita.

Fréttir af aðalfundi
30. apr. 2014 09:51


Aðalfundur var haldinn í gær, þriðjudaginn 29. Apríl. Þátttaka var sæmileg; 33 mættu frá 24 lóðum.

Helstu mál sem rædd voru:

  • Stjórn og nefndir endurkjörnar fyrir utan brennunefnd sem þarfnast tilskipunar.
  • Vegur þarfnast mikils viðhalds.
  • "GSM" hlið komið í góðan farveg.
  • Þátttaka í hitaveitu rædd.
  • Snjómoksturnefnd stofnuð til að trygga aðgengi að svæðum næsta vetur.

Full fundargerð verður svo birt innan tíðar.

Góðar fréttir af hitaveituborun
29. apr. 2014 09:55


Í gær, 27. apríl voru borstangirnar hífðar upp og var þá holan  1704 m djúp. Holan var síðan blásin með lofti.  Blásið var til kl. 18:30 til að flýta fyrir hitnun holunnar og fá hana í sjálfrennsli. Holan fór síðan í sjálf-rennsli  eftir   30-45 mín eftir að blæstri lauk.

Gerð var  afkastamæling í morgun með stangir annars vegar á 250 m og svo á 150 m dýpi, eins og gert var þann 9. apríl. Þá gaf holan 10-13 l/s við blástur og er nokkuð ljóst að aukning hefir orðið við dýpkun hennar frá 1580 m niður í 1704 m.  Og viti menn holan gefur nú 20 l/s af 104 gráðu heitu vatni, en fyrri holan gaf 20l/s af 80 gráðu heitu vatni.  

Bormenn pakka nú saman og flytja sig að Bláa lóninu eftir vel heppnaða borun eftir heitu vatni í Kjós.  Vinnan  við borunina hófst  31. janúar  fyrir um þrem mánuðum síðan, þannig að biðin er búin að vera löng og ströng  eftir árangri.

Til hamingju Kjósverjar.

Varúð,  það er bannað að fara að holunni vegna slysahættu,  því vatnið er sjóðandi heitt og mikill kraftur í því.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186579/

Farfuglar
22. apr. 2014 19:54


Sæl öll. Hrossagaukur,stelkur,lóa eru komin í hverfið.I dag var 12 stiga hiti um kl. 13.Til gamans  varð ég var glókoll sem er minnsti fugl á Íslandi.Einnig hefur borið mjög mikið  á rjúpum,t.d. voru 17 rjúpur á vappi í lóðinni í dag.Ég vil endilega hvetja fólk til að láta vita um ef  það ef vart verður við sérkennilega fugla .

Aðalfundur 2014
22. apr. 2014 07:44


Félag sumarbústaðaeigenda Möðruvöllum Kjós

Kæri félagi,

Aðalfundur félagsins verður haldinn:

þriðjudag 29. Apríl 2014 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Vegamál
  3. Hliðmál
  4. Önnur mál

Stjórnin

Páskaeggjaleit á laugardaginn
16. apr. 2014 13:54


Mætum öll með börn og barnabörn í Kaffi Kjós á laugardaginn 19. apríl!

Páskaeggjaleitin hefst klukkan 12.00.

Svo um kvöldið verður páskabingó í hlöðunni á Hjalla og byrjar það kl. 21.00.

Nánar um bingóið hér.
 

Það er komið vor!
09. apr. 2014 13:54


Kaffi Kjós opnar.

Opnunartími vorið 2014

Páskar fimmtudag-mánudag kl 12-20

Helgaropnun í apríl og maí kl 12 – 20 Laugardaga og sunnudaga.

Einnig opið eftirtalda daga Kl. 12 -20:

Fimmtud. 24.apríl sumardagurinn fyrsti
fimmtudagur 1.maí verkalýðsdagurinn
Fimmtudagur 29.maí uppstigningardagur

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/186057/

Útsendingar RÚV
27. mar. 2014 17:30


Eins og kom fram í frétt hérna fyrir nokkrum vikum þá er Vodafone að leggja nýtt dreifikerfi fyrir RÚV sem byggir á UHF (stafrænni) tækni og það er verið að slökkva á VHF (analog) sendununum.

Næstkomandi mánudag, 31. mars þá mun verða slökkt á sendinum á Skálafelli og við munum þar af leiðandi ekki hafa neitt sjónvarp í Norðurnesinu.

Það eru hinsvegar svo mjög misvísandi upplýsingar á vef Vodafone um aðgengi að nýju UHF tækninni og óttuðust sumir að það væri eitthvað tímabil sem það væri ekkert aðgengi að sjónvarpi hjá okkur.

Ég hef talað við þá Vodafone menn og þeir hafa staðfest að það er kominn UHF sendir í Skálfell. Með þeirra orðum:

"Það er kominn stafrænn UHF sendir á Skálafelli (UHF rás 34) og sumarhúsabyggðin í Norðurnesi nær þeirri sendingu mjög vel."

Þannig að við þurfum nú að fá okkur UHF loftnet og stafrænan móttakara (á nýrri sjónvörpum, næstum öllum flatskjám, er þessi móttakari innbyggður) til að horfa á sjónvarp.

Sum loftnet, jafnvel inniloftnet eru með bæði UHF og VHF (t.d. þetta). Ef útiloftnetið þitt er greiða (lítur einhvernvegin svona út) þá er það að öllum líkindum tilbúið fyrir UHF.

Ég talaði við Eico sem selja svona búnað og þeir eru með UHF loftnet á 8900 kr. Þeir samþykktu að gefa okkur 10% afslátt. Ef þið viljið nýta ykkur það þá skuluð þið bara minnast á að þið séuð frá Norðurnesi.

Með móttakara, hann kostar nýr 15þ kr en þeir Eico menn löggðu til að fólk myndi frekar leigja sér afruglara frá Vodafone heldur en að kaupa svona græju. Afruglari frá Vodafone kostar 600 kr á mánuði og þá ættuð þið að geta horft á frístöðvar auk RÚV, eins og ÍNN og Stöð 2 á opnum tímum. Ef þið eruð með svona afruglara heima getið þið líka bara tekið hann með ykkur uppeftir.

Ég vona að þetta varpi smá ljósi á sjónvarpsmálin. Endilega látið vita ef eitthvað er óskýrt eða það eru einhverjar rangfærslur hérna.

Færðin 14. mars
14. mar. 2014 17:49


Gilið er jeppafært og inná efsta svæðið. Ég prófaði ekki að fara inná miðsvæðið þar sem ég er en ég tel það ófært.

Birgir í 49

Nýtt dreifikerfi RÚV frá 31.mars
11. mar. 2014 20:15


Áhugaverð frétt fyrir okkur frá Kjos.is

Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á árinu 2014. Nú er komið að Mosfellsbæ/Kjós póstnúmer 276. 31. mars verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. Ef þú býrð á þessum stöðum, ert ekki með myndlykil og notar loftnet er ráðlegt að fara inn á eftirfarandi vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414.

Stafræn tækni hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum sviðum mannlífsins á síðastliðnum árum. Hljómplötur og plötuspilarar eru löngu horfin úr almenningseign og hljómsnældur og segulbönd heyra sögunni til. Nýrri fyrirbæri eins og DVD, VOD og minnislyklar hafa komið í staðinn.

Um allan heim er verið að leggja niður hliðrænt dreifikerfi sjónvarps. Það hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar og verður gert í áföngum á þessu ári hjá RÚV. Góðu fréttirnar eru að með stafrænum útsendingum aukast myndgæðin til muna.

Síðasta vika í myndum
11. feb. 2014 10:54


Ég skellti saman þessu myndskeiði frá öllum myndavélunum saman fyrir síðustu viku. Njótið. :-)

http://www.youtube.com/watch?v=EFknZdl8AmI&hd=1

Sólarkaffi í Norðurnesinu
01. feb. 2014 22:31


Suðurmyndavélin í Norðurnesi 74 tók þetta fallega myndskeið þann 27. janúar síðastliðinn, þegar sólin skreið yfir Skálafellið í fyrsta skiptið á þessu ári.

http://www.youtube.com/watch?v=m69yGv5ww4c

Það er annars fín færð uppeftir og ég komst á nagllausum fólksbíl í bústaðinn minn á efsta svæðinu. Geir og Jórunn komust á jeppanum sínum alla leið að innsta bústaðnum á efra svæðinu.

Rafmagnslaust í dag
29. jan. 2014 18:30


Rafmagnslaust varð í Kjósinni í dag milli 13.00 og 17.00. Þetta var vegna tengingar hjá Rarik. Rafmagnsleysið varð 1klst lengur en stóð til.

Vegna þessa datt út tölvan hjá mér enn og aftur og við fáum því ekki veðurfarsupplýsingar fyrr en ég fæ tækifæri til að sparka í hana.

Tilkynning frá Rarik hér.
 

Veðurstöð og myndavélar komnar inn
25. jan. 2014 14:36


Ég er búinn að sparka í dótið og það er inni núna.

Það er annars ágætis færð uppfrá en það er búið að vera rigning. Það er erfitt að fara síðasta spölinn inná Norðurnesið sjálft án þess að vera á nöglum eða með fjórhjóladrif.

Þeir sem eru á jeppum ættu að eiga í litlum vandræðum með að komast inná efra og nýja svæðið a.m.k (veit ekki með neðra).

Myndavélar og veðurstöð óvirk
18. jan. 2014 16:13


Myndavélarnar og veðurstöðin eru óvirk að svo stöddu. Mig grunar að tölvan sem sér um þetta hafi krassað. Því miður verður þetta niðri þangað til að ég kemst þarna upp eftir til að sparka í kerfið.

Hálka
02. jan. 2014 11:43


Ætla að reyna að fara á morgun og hafa sand í fötu til að henda á verstu blettina

Snjór og færð
01. jan. 2014 15:18


Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í að skreppa uppí sumarbústað um helgina í góða veðrinu.

Gilið hefur verið snjólaust eftir að Sigurður á Hrosshóli gróf það út fyrir Einar fyrir tveim vikum en það er enn ófært inná öll þrjú svæðin.

Farið varlega í gilinu því það er rosalega mikil hálka þar.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
24. des. 2013 10:33


Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!

Myndavélar og færðin
10. des. 2013 20:27


Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá duttu tvær af myndavélunum á vefnum út fyrir rúmri viku.

Við Geir renndum uppeftir í gær á jeppanum og kipptum þeim í liðinn. Færðin var ekkert frábær síðasta spölinn og við myndum ekki mæla með að fólk fari uppeftir á fólksbílum.

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði
06. des. 2013 14:59


Samkvæmt kjósarvefnum verður hinn árlegi aðventumarkaður haldinn í Félagsgarði á morgun, laugardaginn 7. desember frá kl 13-17. 

Ef þið eruð uppfrá um helgina er um að gera að skella sér. :-)

Nánari upplýsingar hér.

Ert þú tilbúin(n) fyrir frostið mikla?
03. des. 2013 13:02


Það er spáð allt að 20 gráðu frosti í Kjósinni á fimmtudag (sjá veðurstöð). Oft var þörf en nú er nauðsyn að sjá til þess að vatn geti ekki frosið í leiðslum eða klósettum.

Brotist inn á Hrosshóli
12. nóv. 2013 17:46


Myndin tengist fréttinni ekki beintÞað var brotist inn í húsið á Hrosshóli í morgun og ýmsu rænt. Eins og þið vitið þá er Hrosshóll steinsnar frá sumarbústaðasvæðinu okkar og því einhver hætta á ferðum að þjófarnir hafi ekki látið staðar numið þar.

Sigurður á Möðruvöllum fór á milli hliðanna fyrir okkur og sá engin merki um mannaferðir í fönninni og öll hliðin voru læst.

Ég skoðaði myndavélarnar í nr. 74 og sá engin merki um að nokkur hefði farið inn á nýja svæðið.

Maður getur samt aldrei farið of varlega þegar svona lagað er annars vegar og þið gætuð viljað vitja bústaðanna ykkar. Svo þurfum við að passa mjög vel uppá að hafa hliðin og keðjuna alltaf læst.

Hestar innan svæðis
10. nóv. 2013 14:24


Hestar sluppu inn á nýja svæðið á laugardag og skokkuðu þar aðeins um. Sem betur fer var Einar í bústað 62 á svæðinu og brást hann snöggt við þegar hann varð hestanna var og fór þegar í smalamennsku. Innan stundar tókst honum að reka alla hesta út fyrir girðingu. Ekki er enn vitað hvernig stóðinu tókst að lauma sér inn á svæðið.

Nýjar myndavélar
04. nóv. 2013 08:58


Ég er búinn að bæta við austur og vestur myndavélum í Norðurnes 74. Núna dekka ég allar höfuðáttirnar. Kíktu á þetta hérna.

Hávaðarok í dag
30. okt. 2013 20:29


Það var vitlaust veður í Kjósinni í dag. Þessir hestar voru ekkert að láta það á sig fá.

http://www.youtube.com/watch?v=qvNlOLbc5ds

Laust pláss í útihúsum Sigurðar
30. okt. 2013 19:49


Úr fréttabréfi Kjósarhrepps: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/181347/

Kjósarhreppur er orðinn eigandi að Möðruvöllum og þar eru nokkur ónotuð, tóm útihús. Íbúum stendur til boða að leigja þar pláss fyrir tjaldvagna og annars konar minni háttar tæki meðan húsrúm leyfir. Umsjónarmaður er Sigurður Ásgeirsson á Hrosshóli og hefur hann símann 8930258 

Myndir af bústöðum komnar inn
27. okt. 2013 13:35


Við löbbuðum um svæðin síðustu tvær helgar og smelltum myndum af öllum bústöðunum. Kíkið á afraksturinn. :)

Ef einhverjir vilja ekki hafa mynd af sínum bústað þá þarf bara að skrá sig inn, fara í "breyta upplýsingum" við bústaðinn sinn og haka við "Eyða" við myndina. Það er svo hægt að hlaða upp annarri mynd í staðinn á sömu síðu.

Ég lenti í smá rugli með myndirnar á efra svæðinu. Það er möguleiki að það séu einhverjar myndir vitlausar. Ef þið komið auga á rugling vinsamlegast látið mig vita.

Innbrot í Kjósinni
24. okt. 2013 10:16


Sá þetta á kjósarvefnum:

Fasteignareigendur í Kjós eru vinsamlegast beðnir að huga að eigum sínum en brotist var inn í þrjá bústaði við Eilífsdal og einn við Meðalfellsvatn um sl. helgi. 

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/181157/

Vefurinn hefur verið opnaður!
16. okt. 2013 13:00


Jæja, þá hefur vefurinn verið opnaður með pomp og pragt. Verið öll velkomin!

Ég vona að þetta gangi smurt fyrir sig. Sendið mér tölvupóst á nordurnes@nordurnes.is ef þið lendið í einhverjum vandræðum.

Njótið vel!

Allar fundargerðir komnar inn
12. okt. 2013 22:04


Þá er ég loksins búinn að klára að skanna inn allar fundargerðir frá upphafi. Yfir 100 bls af heillandi sögu félagsins okkar eru núna aðgengilegar hérna.

Njótið vel. :-)

Hvít jörð
08. okt. 2013 08:19


Þegar ég leit á vefmyndavélina í morgun blasti við bara hvítt!

Fyrsti vetrarsnjórinn er kominn í Kjósina.

Hérna er 'timelapse' myndskeið af fyrsta snjódeginum í vetur.

Sigurður grafari er reiðubúinn
01. okt. 2013 20:56


Ég talaði við Sigurð á Hrosshóli og hann er meira en til í að hjálpa til ef það þarf að grafa snjó í vetur, hvort sem það er í gilinu eða annarsstaðar sem er að valda fólki vandræðum.

Kíktu hingað fyrir nánari upplýsingar.

Veturinn er kominn!
22. sep. 2013 19:11


Jæja, fyrsta næturfrostið er komið í Norðurnesið. Ef þið eruð með eitthvað sem þolir illa frost þá væri sniðugt að kippa því inn fyrir.

Hreinsun á rotþró
22. sep. 2013 19:10


Sæl
Guðný sveitastjóri var að senda mér línu og biðja um að eftirfarandi skilboð yrðu send á félagsmenn.

"Rotþrær verða hreinsaðar í Norðurnesi í vikunni, þær þurfa að vera aðgengilegar og vel merktar.
Það er Hreinsitækni sem sér um verkið"

Kv Siggi

  
Til baka