Fréttir & Tilkynningar

Nýr göngustígur
30. jún. 2015 11:11


Þökk sé frábærtu átaki frá fjórtan galvöskum Norðurnesingum þá erum við komin með nýjan göngustíg á milli efra og nýja svæðis.

Það var mjög gaman hjá okkur og kláraðist verkið á minna en klukkutíma, enda voru handtök hröð og örugg hjá öllum þáttakendum. :-)

Eftir að mölin var komin niður skruppum við svo niður til Geirs og Jórunnar á nr. 44 og fengum okkur bjór og vöfflur.

Sjáið myndir af þessu hérna

Þúsund þakkir til þeirra sem tóku þátt og við vonum að fólk eigi eftir að nýta sér þennan flotta nýja stíg.

  
Til baka