Fréttir & Tilkynningar

Sjálfboðaliðar í göngustígagerð á laugardag
26. jún. 2015 08:12


Kæru félagar,

Eina og kom fram á síðasta stjórnarfundi þá ætlum við að leggja möl í stíginn við hliðina á lóð 47 til að tengja efra svæðið og nýja svæðið betur saman (hérna er þetta á google maps).

Við erum komin með malarhlass á staðinn og vantar nú bara nokkra vaska menn og konur til að setja mölina á sinn stað.

Við ætlum að hittast klukkan 15.00 á morgun, laugardaginn 27. júní og drífa þetta af. Margar hendur vinna létt verk og það væri rosalega gaman að sjá sem flesta mæta með hjólbörur og skóflur og við drífum þetta af á stuttum tíma.

Það er aldrei að vita nema stjórnin mæti með einhverjar hressingar fyrir hörkutólin! :-)

  
Til baka