Fréttir & Tilkynningar

Glósur frá kynningarfundinum
19. jún. 2015 10:36


Sælt veri fólkið,

Það var mjög spennandi kynningarfundur um hitaveituna í gærkvöldi. Það var alveg gríðarlega mikil mæting og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir framtakinu.

Það eru komnar lokakostnaðartölur á þetta og við erum að horfa á 900þ kr í þátttökugjald og svo fast 11þ kr á mánuði óháð notkun en mest þó 3 l/mín. Þeir sem eru með lægra hitastig munu fá aðeins hærra vatnamagn þannig að allir verða með svipað mikið afl.

Það verður byrjað að leggja þetta á næsta ári en það eru lágmark 2-2.5 ár þangað til að við í Norðurnesinu getum tengst. Það þarf ekki að greiða þáttökugjaldið fyrr en húsið á að tengjast heitaveitunni og því höfum við svolítinn tíma til að spara fyrir þessu. :-)

Í haust þarf að tilkynna um þátttöku og skrifa undir skuldbindingu (án greiðslu þó).

Við gætum verið að horfa á árlegan sparnað upp á 90þ krónur í hitunarkostnað m.v. 24 kwh notkun á dag en það er svolítið erfitt að bera það saman því með hitaveitu munum við hita húsin okkar allt árið um kring en ekki byrja helgina á því að vefja okkur inní teppi á meðan við bíðum eftir að húsið hitni. ;-) Ég er sjálfur með svona 30-75 kwh á dag í 85fm húsnæði en það sveiflast mikið eftir útihitastigi.

Ég er ekki alveg með á hreinu hversu mikill kostnaður verður við tengingu auk þáttökugjaldsins en það þarf að setja upp tengigrind, affall, breyta kyndingu og fleira. Það má ekki setja vatnið beint inní hitakerfi heldur þarf að hafa varmaskipti og lokað kerfi með frostlegi.

Allt að gerast í þessu! Endilega ræðið málið með því að nota athugasemdirnar fyrir neðan fréttina.

  
Til baka