Fréttir & Tilkynningar

Opinn fundur um hitaveitumál
15. jún. 2015 08:09


Frá Kjos.is:

Opinn kynningarfundur um hitaveitu- og ljósleiðaramál verður haldinn í Félagsgarði fimmtudagskvöldið 18. júní, kl 20:00.

Nú er forhönnun lokið og komnar tillögur að lagnaleiðum um væntanlegt dreifingarsvæði hitaveitu í Kjósarhreppi, sem Stoð ehf-Verkfræðistofa hefur hannað fyrir Kjósarveitur, gert er ráð fyrir lagningu ljósleiðara samhliða.

 

Þessar tillögur verða kynntar til umræðu og umsagnar íbúa á fundinum.
Hægt er að nálgast tilllögurnar fyrir fundinn með því að smella hér  

(ath. stórt skjal, gæti tekið tíma að hlaða niður).


Stjórn Kjósarveitna mun fara yfir stöðuna á fundinum, væntanlega verðskrá og næstu skref. Auk þess mun Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur hjá Stoð, mæta á fundinn og sitja fyrir svörum.


Hlökkum til að sjá sem flesta

– það verður heitt vatn á könnunni og kaffi líka

ALLIR VELKOMNIR


Með hlýjum kveðjum, Kjósarveitur ehf
Pétur Guðjónsson, Karl Magnús Kristjánsson, Sigurður Ásgeirsson, Guðmundur Davíðsson og Sigríður Klara Árnadóttir 

  
Til baka