Fréttir & Tilkynningar

Hemjum lúpínuna
04. jún. 2015 13:16


Stjórnin hefur fundað um illgresi í Norðurnesinu og þá sérstaklega lúpínu. Þessar plöntur eru ágengar og passa ekki inní gróðurinn sem æskilegt er að hafa í Norðurnesinu.

Það má alveg færa rök fyrir því að lúpína henti vel til uppgræðslu þar sem enginn annar gróður er fyrir en það á ekki við í Norðurnesinu og lúpínan er óvelkominn gestur í sumarbústaðasvæðinu.

Stjórnin vill beina þeim (vinsamlegu) tilmælum til meðlima að rífa upp lúpínu hvar sem hún finnst (það sama á við um risahvönn og kerfil).

Það er best að rífa lúpínuna upp með rótum núna snemma sumars, næstbest er að höggva hana niður ef hún er of rótföst.

Nokkuð góðar upplýsingar um lúpínu er að finna hérna.

 - Stjórnin

  
Til baka