Fréttir & Tilkynningar

Búið að skipa í nefndir
04. jún. 2015 11:33


Það hefur nú verið skipað í allar stöður og nefndir fyrir starfsárið sem er að byrja.

Hérna eru breytingarnar:

Stjórn

Karl Arthursson (nr 10) hættir sem formaður. Jón Bjarnason (nr 74) er tekinn við.

Sigurður Finnsson (nr 20) hættir sem meðstjórnandi. Sigurjón Friðjónsson (nr 15) tekur við.

Skoðunarmenn

Stefán Friðbjarnarson (nr 52) hættir og Karl Arthursson (nr 10) er tekinn við.

Brennunefnd

Sigrún Geirsdóttir (nr 74) og Alma Pálsdóttir (nr 91) hættar. Guðjón Hauksson og Soffía Matthíasdóttir (bæði nr 61) tekin við.

Snjómokstursnefnd

Snjómokstursnefndin hefur verið lögð niður og sameinast veganefnd. Veganefndin mun sjá um snjómokstur á næsta vetri.

Veganefnd

Árni Einarsson (nr 30) farinn út og Einar Arason (nr 62, frá moksturnefnd) tekinn við.

Vatns- og girðinganefndir

Óbreyttar

 

Stjórnin vill þakka þeim sem eru að láta af störfum fyrir vinnuframlagið í þágu félagsins okkar og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa.

Ef einhverjir fleiri vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í einhverri af nefndunum endilega þá að hafa samband við stjórnina með því að nota "hafa samband" hlekkinn neðst á síðunni eða senda póst á stjorn@nordurnes.is

Það er hægt að sjá núverandi nefndir með því að ýta hér: Stjórn og nefndir.

  
Til baka