Fréttir & Tilkynningar

Aðalfundur 2015
19. maí 2015 13:36


Kæri félagi,

Aðalfundur félags sumarbústaðaeiganda Möðruvöllum í Kjós verður haldinn: miðvikudag 27. Maí 2015 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 20:00

Helstu atriði verða þessi:

Stjórnarskipti

Karl formaður mun ekki bjóða sig fram áfram, né heldur Sigurður gjaldkeri. Sumarhúsafélagið þarf nauðsynlega að fá nýja aðila í stjórnina til að taka við taumnum og við viljum biðja þá sem gætu haft áhuga á þessum störfum, og þá sérstaklega formannsembættinu að senda línu á Karl (karlar@bernhard.is) fyrir fundinn. 

Hitaveita

Á fundinum verður rætt um hitaveitumál og munu Sigurður og Sigríður úr hreppsnefninni kíkja í heimsókn og segja okkur frá núverandi stöðu hitaveitunnar og svara spurningum.

Vega-, snjó- og hliðarmál

Gerð var tilraun með reglulegan snjómokstur síðastliðinn vetur. Það verður rætt um kostnað af þessu framtaki og mögulegt áframhald. Það verður einnig rætt um ástand vegaslóðans inn á Norðurnesið og hugmyndir um sameiginlegt hlið.

Kveðja,

Stjórnin

  
Til baka