Fréttir & Tilkynningar

Alls staðar fært!
21. apr. 2015 11:45


Sigurður á Hrosshóli fór vasklega um svæðið í gær á gröfu sinni og nú eru allir vegir færir, í bókstaflegri merkingu, inni á svæðinu! Það eru áreiðanlega margir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og ætla upp eftir á Sumardaginn fyrsta og nú geta sem sé allir keyrt upp að sínum bústöðum, hvar sem þeir eru á svæðinu. Veðrið á auðvitað að verða nokkuð rysjótt en við vonum að snjókoman verði nú ekki mjög slæm. 

  
Til baka