Fréttir & Tilkynningar

Búið að moka fyrir páskana
28. mar. 2015 14:49


Hann Sigurður á Hrosshóli var að ljúka við að moka Norðurnesið rétt í þessu. Það er núna ágætis færð inn að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.

Á neðra svæði náði hann að moka afleggjarann til hægri, fram að bústað nr. 8 en það var ekki hægt að moka áfram (13+).

Það var ekki hægt að tjónka neitt við efra svæðinu en það var mokað inneftir á nýja svæðinu meðfram því efra og því getur fólk á efra svæði lagt þar.

Það verður ekkert meira gert fyrir páskana nema ef það snjóar meira þá reynum við að hreinsa upp að hliðum.

Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu!

 - Jón og Einar

  
Til baka