Fréttir & Tilkynningar

Allt í lagi á miðsvæðinu
14. mar. 2015 16:14


Sigurður Guðmundsson var að hringja í mig. Hann fór um allt miðsvæðið, upp að hverjum einasta bústað, og þar er allt í lagi þrátt fyrir að smádrasl sé við nokkra bústaðina.

Engar sjáanlegar skemmdir sem betur fer! Sigurður óð þarna skafla sem náði honum upp að hálsi og var hann hátt í tvo tíma að koma sér um svæðið. Eigum við honum miklar þakkir skyldar, sem og Sigurði á Hrosshóli.

Það er gott að vita af því að þeir eru að fylgjast með þessu fyrir okkur. Veðrið í Kjósinni hefur ekki verið svona slæmt í áratugi eins og var í gær sem sýndi sig best á því að fjárhúsið fauk og þak á annarri byggingu líka. Þakhluti þaðan fauk svo alla leið að félagsheimilinu og olli þar skemmdum. Þetta hefur verið svakalegt!

Það er búið að ryðja leiðina að öllum þremur hliðunum og það ætti að vera velfært fyrir jepplinga.

  
Til baka