Fréttir & Tilkynningar

Óveðrið í gær
14. mar. 2015 13:01


Sælt veri fólkið. Það er alltaf góða veðrið.

Ég heyrði í Sigurði áðan. Þeir Sigurðarnir eru að hjálpa til í Kjósinni við að festa niður þök og fleira. Þeir kíktu aðeins inneftir til okkar og sáu að flætt hafði yfir ræsið í gilinu og það er ófært þar.

Þeir sáu ekkert augljóst að þeim bústöðum sem eru þarna framarlega en það lá blá þakplata út í kanti, ef einhver kannast við það.

Þeir nafnar buðust til að renna þarna inn og kíkja betur á aðstæður. Ég heyri betur í þeim seinna í dag og við Einar ætlum að renna þarna uppeftir eftir í kjölfarið.

Ef einhver veit meira um aðstæður uppfrá endilega hafið samband við mig í síma 821-2558.

Ég uppfæri svo fréttirnar þegar við vitum meira.

  
Til baka