Fréttir & Tilkynningar

Mokað í Norðurnesi
15. feb. 2015 18:15


Loksins er eitthvað byrjað að minnka ísinn á vegaslóðanum okkar. Náttúran hefur ekki náð að hreinsa veginn alveg en klakabrynjan hefur eitthvað þynnst.

Snjómokstursnefndin greip tækifærið eftir hláku undanfarinna daga og fékk Sigurð á Hrosshóli á staðinn með nýja 100 hestafla traktorinn til að moka og skafa, bæði í gilinu og fyrir framan hliðið að neðra svæði.

Verkið vannst vel og það ætti að vera vel fært fyrir jepplinga á nagladekkjum að öllum hliðum (jafnvel fólksbíla á nöglum), og fyrir þá sem eru á efri svæðunum þá ætti að vera hægt að aka inn á nýja svæðið og leggja þar svo göngutúrinn að bústaðnum sé stuttur.

Ég vona að þetta framtak hjálpi aðeins til, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að flytja eitthvað í bústaðina sína. Einnig ætti þetta að gera okkur aðeins auðveldara að halda slóðunum opnum á vormánuðum.

  
Til baka