Fréttir & Tilkynningar

Fréttir af mokstri
15. jan. 2015 15:37


Snjómokstursnefndin hefur verið mikið að spá og spekúlera í mokstri en því miður þá er traktorinn hans Sigurðar ekki næginlega öflugur fyrir þetta. Ef það ætti að moka þá myndi það taka fleiri daga og kosta of mikið.

Það er einhver von um að einn góðvinur félagsins sem hefur unnið nokkra jarðvegsvinnu fyrir ýmsa verði með stórvirk vinnutæki í Kjósinni á næstu vikum. Ef svo verður, þá ætlum við að reyna að fá hann til að hlaupa til okkar og hreinsa eitthvað til. 

Við höfum ekki efnisleg tök á því að panta hann inn með tilheyrandi flutningskostnaði þannig að ef hann á ekki leið framhjá þá verðum við að bíða eftir að þetta minnki eitthvað áður en við getum neitt átt við þetta.

Jón og Einar

  
Til baka